Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Side 5

Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Side 5
Mánudagur 1. marz 1971 Mánudagsblaðið 5 i FURÐUHEIMAR: þeir á sér ancQitin. Þetta lireffi en hnappamir urdu að venju. leikfang Minmfagsblaðsins TRUIRÐU ÞESSU Vitið þið al i'.verju forseta Banraríkjanna oig ýmsum þjóð- höfðingjum er heilsað með 21 fallbyssuskoti við hátíðleg tæki- færi? Þessi virðingakveðja er sögð höfð uppi til minningar um hið fræga ár í sögu Bandaríkjanna 1776 — þegar þau unnu sjálf- stæði sitt. Þegar um slíkar heim- sóknir er að ræða er sk'otið samkvæmt þessum númerum, Die neue FrON*n{j$- unri Sommer- Motte 71 Mitdem Stich- fi> Stich • Náhkurs' moden 75Sdmtteund ■ Hondarbeiten : zum : Nacfvirbeiff'n Gr 34 bis 52 fyrst einu skoti, síðan tvisvar sinnum sjö skotum og að lok- um sex skotuim í lotu. Þver- summan er 21. * Hversvegna ermahn&ppar? Menn hafa oft velt því fyrir sér hversvegna hnappar skuli settir á ermar karlmanna-jakka, en þeir virðast með öllu óþarf- ir. Þess er getið til að Friðrik mikli Prússakonunigur, sem var ákaflega vandlátur um útlit her- manna sinna, tók sér það nærr ■ er hann sá, að ermar einkenn- isbúninganna voru ólhreinar. Hann skipaði svo fyrir að hnapp ar yrðu saumaðir á ermar ein- kennisjakkanna svo að þegar hermenn ætluðu að þurrka sér í framan á erminni, þá rispuðu Lausar stöður Hjá hagdeild pósts og síma eru eftirtaldar stöður lausar: 1. Staða sérmenntaðs fulltrúa. Menntunarkröfur: viðskiptáfræðipróf eða próf löggilts endurskoð- anda. 2. Staða fulltrúa í endurskoðun. Nauðsynlegt að umsækjandi hafi verzlunarskólapróf auk viðbót- armenntunar eða verulegrar starfsreynslu. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfsmanna. .Umsóknir á eyðiblöðum stofnunarinnar sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 15. marz 1971. PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN. Reykjavík, 15. febrúar 1971. Núna í skammdegmu hér á Íslandí mmnir þessi stúlka okkur á þá ' landa, sem nú njóta sólar í suörœnum löndum. * Rófulausir hundar Sumir spyrja hvort til séu hundar, nokkursstaðar í heim- inum, sem séu rófulausir af eðli- legum ástæðum þ. e. fæddir þannig. Jú, til ein slík tegund, schipperke-tegundin, smáhundar í Niðurlöndum. Nafnið þýðir „litli skipstjórinn" og er sagt komið frá því, að þessir hund- ar voru mikið notaðir sem vakt- hundar á vatnabátum þar í landi. * Sfvað er stjórnborði? Sumir velta því fyrir sérhvað „stjórnborð" þýðir upprunaiega. Orðið er upprunnið úr ensku — j starboard — og héldu margir að i það væri í sambandi við stjörn- ur — stars — en því fer víðs fjarri. Á gömlu skipunum var stýrið ekki beint aftur úr skip- unum, eins og síðar varð, held- ur var það hægra megin við skipshliðina að aftann. Á gömlu enskunni hét það „steorboard“, sem síðan var starboard. ís- lenzka orðið lýtur að stjórnar- hliðs skipsins. Amerískur skólapiltur segir eftirfarandi sögu: Einn af sam- bekkingum mínum, uppgjafa- hermaður, miðaldra, neytti rétt- inda sinna og tók árs nám við skólann til að hressa upp á þekkingu sína og kynnast ný- ungum í því fagi, sem hann hafði haft að aðalfagi áður en hann fór í herinn. Svo reynd- ist, að hann varð of seinn í tíma nálega á hverjum morgni." Loksins kom að því, að kenn- arinn sleppti sér yfir þessarri óstundvísi: „Mér skilzt að þú hafir verið í hemum, er ekiki svo?“ Hann kikaði kolli, „Og hvað“ hélt hann áfram „sögðu þeir þegar þú varst of seinn þar?“ „Nú“ svaraði hann brosandi „venjulega sögðu þeir, góðan daginn, hershöl£ðingi“.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.