Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Blaðsíða 8
(55) Prófessorinn og íþróttaferillinn — íslendingur leikur í BBC — Vítaspyrnan og Kópavogsbúinn — Kærastinn minn — Líf eða dauði — Tvihöfðað skrímsli — í musteri óttans. SPURNINGARNAR í hinum vinsæla útvarpsþætti „Veiztu svarið" koma stundum upp um þann, sem útbýr þær — hann veit ekki nóg um þá menn, sem hann er með spurningalista um. Hvernig var til dæmis hægt að ræða um dr. Bjarna Guðnason, prófessor, án þess, að minnast nokkuð á íþrótta- feril hans? Dr. Bjarni er þó einn bezti knattspyrnu- og hand- knattleiksmaður, sem við Islendingar höfum átt. Hann lék sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu í þeim fræga leik, þegar Svíar voru sigraðir á Melavellinum 1951 með 4—3. En senni- lega hefur spurningasérfræðingurinn ekki haft hugmynd um afrek prófessorsins á þessu sviði, þó hann hins vegar þekkti ætt, nám og próf hans. VIÐAR ALFREÐSSON, sem var kunnur trompetleikari í hljóm- sveitum Björns R. Einarssonar og Gunnars Ormslev fyrir tæpum tveimur áratugum, hefur undanfarin ár leikið í útvarps- hljómsveit BBC, en sú hijómsveitarheild samanstendur af sinfóníuhljómsveit og stórri jazzhljómsveit. Þúsundir íslend- inga, sem að staðaldri hlusta á BBC hafa því heyrt í þessum ágæta, íslenzka trompetleikara, en aðeins örfáir vitað um, að Viðar leikur hjá BBC. Áður spilaði hann um árabil í Sadlers Wells óperuhúsinu í Lundúnum. Þetta kemur fram í viðtali við Viðar í „Tónamál" riti, sem Félag íslenzkra hljómlistar- manna hefur nýlega hleypt af stokkunum. •-------------------- KÓPAVOGSBÚINN, sem hlaut 340 þúsund kr. um fyrri helgi í íslenzku getraunum, getur þakkað Terry Neil, fyrirliða Hull, fyrir megin hluta upphæðarinnar, því Neil misnotaði víta- spyrnu á síðustu sekúndum leiksins í Lundúnum við QPR og það þýddi jafntefli í leiknum og 12 réttir fyrir Kópavogsbúann — en hins vegar var Reykvíkingur ekki eins heppinn, þegar Neil „brenndi af“ vítaspyrnunni, því ef knötturinn hefði lent í markinu hefði hann orðið með 12 rétta í staðinn. En þannig er það í getraununum og hefði þetta og hefði hitt. EKKI ALLS fyrir löngu bjargaði lítil, fimm ára telpa þriggja ára dreng frá drukknun — dró hann upp úr skurði fullum af vatni. Eftir á sagði hún. — „Ég varð að bjarga honum — hann er kærastinn minn". VERKFALL PÓST- og símamanna hefur valdið miklum erfið- leikum á Bretlandseyjum og til dæmis er ekki hægt að hringja til annarra landa nema í neyðartilfellum. Útfararstjóri einn, sem þurfti að hringja í ættingja látins manns, en þeir voru staddir á meginlandi Evrópu, hringdi í neyðarsímann 999 og síma- stúlkan spurði. „Er það upp á líf eða dauða“. — ,,Dauða“, sagði útfarastjórinn og fékk sitt símtal. KENNARI SKRIFAR: „Nú nýlega hefur verið lagt fram á Al- þingi frumvarp um nýskipan fræðslumála. Reyndar er það að formi tvö frumvörp, en er þó aðeins einn óskapnaður, tvihöfð- aður. Áróðursskrumið um þetta frumvarp, sem nú gengur undir nafninu poppskólafrumvarpið, minnir óneitanlega á aug- lýsingaáróðurinn kringum breytingu á tilhögun landsprófs miðskóla haustið 1968. Og vissulega hefur aðstandendum frumvarpsins tekizt vel, hvað áróðurinn snertir; á ytra borð- inu er það þakið skrautfjöðrum, en þegar að er gáð loðið og lubbalegt". — Og ennfremur: „Það sýnir lævísi, að popp- skólafrumvarpinu skuli fleygt inn á Alþingi rétt fyrir kosning- ar, — einmitt þegar húsið, sem blasir við Jóni Sigurðssyni, við Austurvöll hefur umhverfzt í musteri óttans. — Margir þingmenn, sem þekkja að vonum lítt til fræðslumála og skóla- starfs, hafa ;annað hvort orðið að taka afstöðu til frumvarps- ins að lítt athuguðu máli eða' teljast ella áhugalausari um fræðslumál en pólitískir andstæðingar, sem hafa látið kylfu ráða kasti. En á Alþingi virðist sú siðaregla gilda, a. m. k. í þessu tilviki, að ekki megi lofa eitt, svo að annað sé ei lastað. Jafnframt því að poppskólafrumvarpið veldur þingmönnum slíkum ofskynjunum, að þeir greina enga hættu því samfara, keppast þeir um að hella úr skálum reiði sinnar yfir „kerfið" illræmda, þ. e. a. s. fræðslulögin frá 1946. Hinu ættu þeir og aðrir samt að gera sér grein fyrir, að hið sama gildir um skólamál og svo margt annað, að þeim verður ekki stjórnað eftir neinu einstrengingslegu kerfi, svo að vel fari“. i Heljarmáttur Sowjetvopna STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: Allt óskaddað — Sjabinsky varð ekki hissa — V1, V2, A9 og A10 — „Hvílikir fábjánar . . .“ — Skýrslur handa Nixon — Hugdettur eftir kjarnorkuárás — „Ég er þess fullviss, að hann (Innskot undirritaðs: ,,hann“, þ.e. dagur reikn- ingsskila kommúnismans við lýðræðisríkin) mun valda yður öllum þeim skelfilegu vonbrigðum, sem þér hafið komizt hjá að þessu sinni; fyrir náð stríðs giftunnar eða sökum and- styggðar þeirrar, er þýzk hernaðaryfirvöld höfðu á villimannlegri afskræmingu baráttunnar á milli hinna samstofna þjóða okkar. Þekking mín á gildi og á- hrifamætti vopnabúnaðar þess og vísindaárangri úr okkar eigu, sem orðið hefur herfang Rauða hersins — ekki sízt með hernaðarað- stoð yðar — gefur mér heimild til þess að segja þetta fyrir.“ — Hermann Göring (1893— 1945), ríkismarskálkur Þýzka- lands m. m. (1940—1945): í bréfi til Winston Churchills úr dauðaklefa Bandamanna í Núrnberg, dagsettu 10. októ- ber 1946. STUTT UPPRIFJUN Síðustu grein minni lauk ég með stuttri upprifjun hinnar ein- stasðu tilhliðrunarsemi lýðræðis- sinna í garð vopnabræðra sinna kommúnista, miðsumars árið 1945, þegar þeir hurfu með heri sína að fullu og öllu úr þýzku fylkjunum Mecklenburg, Sachen og Thúring- en, af rösklega 35.000 km2 lands- svasði og hypjuðu sig um 150 km vestur á bóginn, á 650 km víglínu. Einnig birti ég hina strengilegu dagskipun Eishenhowers „hershöfð- ingja” til Þjóðverja í tilefni hús- bændaskiptanna, þar sem hann legg- ur þunga áherzlu á, að þeir reyni ekki að smeygja sér undan að varð- veita og afhenda kommúnistum „allar verksmiÖjur, mannvirki, verkstceÖi, rannsóknarstofnanir, til- raunastöðvar, einkaleyfi, fram- leiðsluleyndarmál, ácetlanir, teikn- ingar, vinnu- og verklýsingar, upp- finningar og uppgötvanir", ,.í góðu ásigkomulagi" og „ósködd- uðu' Ennfremur gat ég þess, að á þessu svæði hefðu sowjetmenni m. a. komizt yfir fullkomna neðan- jarðar-VK-2-verksmiðju. ásamt uppdráttum að fjarstýrðri eldflaug, sem ætluð liefði verið til árása heimsálfa á milli. Að lokum hét ég að rekja í þessari grein minni nán- ari atvik varðandi hinn merka og afdrifaríka fund tæknifræðinga Rauða hersins, eða réttara sagt, frá- sögn fyrrverandi höfuðsmanns í tækni- og vísindarannsóknardeild hans, Wladímirs Sjabinsky að nafn.i Eins og enn var drepið á, flýði Sjabinsky þessi úr sowjetsælunni árið 1947, og var frásögn hans fyrst birt opinberlega árið 1958. Hún þótti þegar í stað hinn ákjós- anlegasti vitnisburður um lýðræðis- lega góðvild og bróðurlegt hugar- þel gagnvart tæknilega vanþróuð- um vopna- og hugsjónasamherja, og vakti því heimsathygli. Síðan hefir oftleg verið í hana vitnað, sérstak- lega þegar þótt hefir þurfa að færa sönnur á leiftrandi framsýni þeirra manna, sem vörpuðu mannkyninu út í blóðugasta hildarleik veraldar- sögunnar til þess að „tryggja lýð- ræðinu heiminn" — öðru sinni á 25 árum. SJABINSKY SEGIR FRÁ Með því að ástæðulaust er að orð lengja um frásögn Sjabinskys, sem Framhald á bls. 7. Enn ein hörmungin Það mun ekki haía verið oft í „veraldarsögu11 íslenzfcrar leik- ritunar, að Morgunblaðið hefur gefið út heila lesbók tileinikaða einu stuttu og fremur viðburð- arlitlu leikriti, sem sér dagsins ljós í íslenzka sjónvarpinu. — Þetta skeði þó s.l. sunnudag er Kristrún í Hamravík, eftir Haga- lín var færð upp, eftir eina þá mestu au-glýsingahenferð, sem enn hefur yfir o-kikur d-unið. Ár- angurinn v-ar sá, að sennilega hafa fáir ef natókrir viðburðir notið jafn margra áhbrfenda og þetta leikrit, nema þá Forsyte- ættin eftir að hún komst veru- lega í -gagnið á skerminum. Það var aöeins þrennt sem verkið hafði á móti sér. Leik- ritaform höfundar, soðið upp úr part af hinu upprunalega verfci, einhœft og frámunalega léttvæg u-pptökustjórn og svo tiltakanílega slöpp leifcstjórn. Til sín á-gætis hafði myndin sann- ferðu-gt u-mhverfi, sérstætt mál- far og eiginlega efcki annað. Heita má, að flest það, sem ÆTTI að vera til í sjónvarps- leikriti væri þ-ar ekki eða þá svo kyrfilega dulbúið, að eklki sást nema yfirborðið. Hér var efnið, hér voru tilefni átaka, hér gat verið hrikaleikur og kalda-r en hrífandi lýsin-gar 1-ífs- ins, sem fólkið bjó við í æsku hölfundar. 1 stað þess komst ekki á skerminn nema titilhlut- verfcið, ein arm-æða, litlaus Dg dregin áfram með seimingi — en þó ágæt-lega unnin af Sig- ríði Hagalín — þumbaralegar tilraunir forneskjule-grar kerl- ingar, hetju eflaust, um að koma þeim saman Fal bóndasyni og Anítu, flækingstelpu, sem fæddi barn sitt andvana á víða- vangi, breyska h-reppstjóranum, sem „skilur“ málin og svo eftir nær klukkustun-dar stanzlaus armæðuhjal, þá deyr loksins höfuðpersónan, ekki aðeins deyr, heldur grípur stjórnandi til svo gamals og ömurlegs bragðs, að nálega hvert mannsbarna, sem séð hefur háðdramatfk B-mynda þekkir guðsorðabókina, höndina, skorpnu, sem endanlega opnast og boðar, að eigiand'inn er snú- inn tll betri veið-istöðva — hvar þorsfcurinn, sá guli, æðir í netin eins og heillaður. Hagalín hefur ritað fjölda bóka um vestfirskt líf, sjómenn, sjósókn og harmileiki halfsins. Flest hafa þetta verið sæmileg- ar, sumt þokkalegar lokal patri- óta frásagnir, nofckrar tilltölu- lega frábærar. Leikritun er hins vegar allt annað og erfiðara efni o-g þar er Hagalín ekki einn í söfc. Án þess að bera saman afrefc þeirra Heming- ways og Hagalíns, þá er vert að geta þess, að leikrit þau, sem Hemingway sauð upp úr þeztu bókum sínum og flest voru fyrir kvikmyndir, urðu hinir mestu vanskaplingar, sem aðrir þurftu að lagfæra, áður en þau komu fyrir vélarnar. Þá er og kúnst að „stjórna up-p- töku‘‘ myn-da og mér er alveg óskiljanlegt hvernig það eitt að hafa selt gra-mmarliiónsplötur ger- ir mann hæfan stjómanda upp- töku Dg enn óljósara, að þau fágætu meðmæli, að vera fædd- ur í einum af innstu innfjörð- u-m ísafjarðar gerir mann að þekfcingarmanni i leiksjórn kvilcmyndar. En eflaust heyrir allt þetta un-dir það, sem Wode- house kallar „Tbe big, broad flexible Dutlook“ en það þorum vér ekki að þýða undir krít- SIÖIM VARP ískum auigum sjónvarpsþýðand- anna. Það er öþarfi að benda á það, að annað og meira þarf til fram- dráttar íslenzkri sjónvarpsleik- ritun, en upptugga þeirra reglna, sem þekfcst haifa hjá uppáhalds- skáldum okkar í leikritum, þau vinsælustu vinna huig þjóðar- innar efnisins vegna en hvorki efnismeðferðarinnar né þess listræna í uppsetningu. Við það bætist fremur lítilssigldur smekk ur og smá þekking. En ef þ-að nægir til að þjóna kröfum ofck- ar, þá er heilmiklum áfanga þegar náð. Það er talað um að flytja þetta verk til Norð- manna, sem eflaust fagna því, einfcum vegna þess, að þeir hafa ekfci enn fengið textann, Hins- vegar fyndist mér að verkið í núverandi sjónvarpsinntaki væri mátulegt á Svía fyrir allan ó- leikinn, sem þeir rafa gert okk- ur í sjónvarpinu. En það er' vist útilDfcað að allir draumar rætist í einu svo bezt er að hætta þessu. En segja verður, að Sigríður Hagalín kom oft á óvart o-g föðrun var ágæt, svo og m-álfar og framsögnin öll.. Hún var bara og einhæf og alltof lön-g. Aðrir hvorki bættu við si-g né drógu fná sér.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.