Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Síða 7

Mánudagsblaðið - 01.03.1971, Síða 7
Mánudagur 1. marz 1971 Mánudagsblaðið 7 Heljarmáttur Sowjet vopna Framhald af bls. 8. margoft hefir birzt í fjölda blaða, tímarita og bóka eins og nærri má geta, og alls staðar samhljóða þar sem ég hefi rekizt á hana, birti ég hana hér á eftir í þýðingu minni, að því leyti er eldflaugarausnar- gjafir Bandamanna til kommúnista í greindu tilviki varðar. Wladimir Sjabinsky, fyrrverandi höfuðsmaður í tækni- og vísinda- rannsóknardeild Rauða hersins, skýrir þannig frá : „Fjöldi fólks varð yfir sig undr- andi, þegar Rússarnir urðu á undan Bandaríkjamönnum að skjótaSputn ikunum sínum upp í himingeim- inn. Eg varð ekkert hissa. Fyrir tólf árum, áður en ég flýði af sow- jazka hernámssvæðinu x Þýzka- landi, átti ég þess kost að fylgjast nákvæmlega með því, hvernig Rúss unum tókst að ná forhlaupinu í keppninni um háloftaeldflaugina. Enn þann dag í dag er mér ó- mögulegt að skilja, hvernig á því stóð, að Bandaríkin skyldu gera Rússum kleift að öðlast yfirburði sína í eldflaugasmíði .... Banda- ríski herinn hafði sótt langt inn í Þýzkaland og hafði héruðin Sach- sen og Thúringen á valdi sínu. Nokkrum mánuðum eftir ósigur Þjóðverja hörfuðu Bandaríkjamenn irnir burt af þessum svæðum og afhentu Rússum þau Þegar Bandaríkjmenn hurfu a brott frá Sachsen og Thúringen, var mér falið að rífa sementsverk- smiðju. í Nordhausen. Eg kom bein línis á hæla hinna hörfandi Banda- ríkjamanna til Nordhausen. Dag- inn eftir hélt ég með herflokk minn <51 smáþorps, sem nefndist Dora, sex kílómetra frá Nordhausen, þar sem sementsverksmiðjan var. Hún var raunalega lítil það svaraði naum ast kostnaði að flytja hana til Rúss- Iands .... Þegar ég svipaðist um í nágrenn inu, rakst ég á .mynni jarðganga, sem .lögð voru járnbrautarteinum og akvegi. Við fótum inn í göng- in ogj komumst að raun um, að aðr- ir jarðgangar lágu til hliðanna. Allt í einu rákum við augun í breiða vörufíutningavagna í birmnni af ljóskö$turum okkar. og virtust þeir vera hlaðnir •tröllauknum sprengj- um. Þessir silfurlim vindlar vom um 15 m að lengd og 2 m að um- máli. Éa við nánari athugun vatð okkur ljóst.'að þetta vora alls ekki neinar sprengjur. Af tilviljun höfð- um við ráfað inn í vopnabúr þýzku V-2-eIdfIaugasmiðanna .... Þetta var nafntogaðasta leyni- vopn Þjóðverja og Bandaríkja- mennirnir höfðu skilið okkur það eftir. Hreint ekki sem verstir ná- ungar, Bandaríkjamenn, en oft og iðulega ákaflega barnalegir. Mér varð hugsað um sowjetfyrirskipun- irta varðandi ránin í Vestur-Berlín: „Látið Bandamönnum okkar ekkert rúmstæði heilt eftir til þess að sofa í!" Bæjarstjórinn sagði okkur, að þetta jiðnver í Dora væri einasti staðurinn í Þýzkalandi, þar sem V-2 væru séttar saman. Bandarísk- ar og brezkar sprengjuflugvélar höfðu leikið Nordhausen illa í stríð inu, í því skyni að stöðva fram- Ieiðslu V2-eldflauganna. Neðan- jarðarverksmiðjuna höfðu þeir þó aldrei megnað að skadda. Þegar því Bandaríkjamennirnir hertóku stað- inn fundu þeir og rannsökuðu vopnabúrið .... Að verksmiðjunni lágu tvö aðal- jarðgöng, bæði um 1,5 km löng, og 62 smtt tengijarðgöng. Á mörg- um stöðum var bilið til lofts um tvær til þrjár húsahæðir. í öðram aðaljarðgöngunum höfðu Þjóðverj- arnir smíðað Vl-eldflaugina, í hinum V2. Engin sprengja hefði getað valdið tjóni á þessu vopna- búri: það var 800 m undir yfir- borði jarðar. Eg taldi rúmlega 1.000 smíðavélar, sem notaðar höfðu verið til þess að framleiða eldflaugar. Allt var þarna í fyrir- myndar röð og reglu alveg eins og verksmiðjunni hefði verið lokað yfir nóttina. Birgðaskemmurnar voru fullar af eldflaugavarahlutum, brynstáli, koparþynnum og hinum flóknasta fjarstýriútbúnaði. Þvert á móti því, sem ég hafði óttast, hafði ekki verið komið fyrir nein- um sprengjum, hvorki af hálfu Bandaríkjamannanna né Þjóðverj- anna. Einn viðstaddra sowjetofursta rak upp skellihlátur og sagði: „Þetta allt hafa Bandaríkjamenn- irnir gefið okkur. En innan tíu ára munu þeir naga sig í handabökin. Hugsið ykkur, þegar eldflugarnar okkar taka að þjóta yfir hafið!" .... Margir verkamenn og verk- fræðingar eldflaugaverksmiðjunnar voru þefaðir uppi í nágrenni Nord- hausen og fluttir með verksmiðj- unni til Rússlands .... Banda- ríkjamennirnir höfðu skilið eftir næstum því fullkomnar teikningar og verklýsingar að smíði V2-eld- flauganna; auk þess frumuppdrætti að stærri eldflaugum, þ. á. m. að milli-meginlanda-eldflaugunum A9 A 10. Annars höfðu Bandaríkjamenn- irnir látið eftir sér dálítið skoplegt prakkarastrik á meðan þéir héldu sig þarna. Enda þótt þéiír hreyfðu ekki við Dora-verksmiðjunúm þá gáfu þeir sér tíma ttl þess að sprengja Sauer-veiðibyssuverksmiðj una í Suhl í loft upp. Á stríðsáran- um hafði hún ekki framleitt neitt hættulegra en hermannaskamm- byssur .... Bandaríkjamennirnir höfðu sprengt þessa smáverksmiðju í loft upp, af því að hún framleiddi nafnkunna veiðibyssu, sem veitt hafði hinum bandarísku og brezku veiðibyssum harða samkeppni á heimsmörkuðunum. V2-eldflaugarn ar eru ekki boðnar fram til sölu á heimsmarkaðinum; þær eru þess vegna engin samkeppnissöluvarn- ingur. Aðalatriðið í Vestrinu er kaupsýslan. Flestir hæfustu eldflaugasérfraéð ingarnir yfirgáfu Nordhausen um leið og Bandaríkjamennirnir. Þrátt fyrir það tókst sowjetlögreglunni að komst á slóð nokkurra geim- vísindamanna á austursvæðinu með því að fínkemba landið. Aðrir vora fengnir í Vestur-Þýzkalandi með mútum, hótunum eða mann- ránum. Þegr á árinu 1946 var fjölda V2-eldfíauga skotið á loft í Sowjet- lýðveldunum. Og sowjezka hermála ráðuneytið gortaði af því, að rúss- nesku háloftaeldflaugarnar myndu verða hræðilegar í komandi stríði. Sú ógn yrði að öllu leyti afleiðing af þeirri ráðstöfun Bandaríkja- manna að skilja hina þýzku upp- drætti að milli-meginlandaeldflaug- unum eftir handa Rússum í Dora. Þegar ég skömmu síðar fór aftur frá Nordhausen til Berlín, var ég eitt sinn meðal gesta í samsæti á vegum hersins. Við skáluðum í til- efni af töku V2-verksmiðjunnar. Og við það tækifæri hóf Tarak- anow undirofursti glas sitt á loft og hrópaði: „Hvílíkir fábjánar geta þessir Bandaríkjamenn verið!"." Var nokkur furða þó að mannin- um blöskraði? Og það gekk vissu- lega fram af fleiram. En það, sem hvorki Sjabinsky né Tarakanow vissu þá og reyndar að- eins örfáir fyrr en alllögnu síðar, var, að hér var ekki um eðlilega heimsku og fávísi gangsterkorpór- als Eisenhowers að ræða. Hann var bara handlangari sér ennþá glæp- samlegri fáráðlinga. Eisenhower var aðeins að fram- kvæma fyrirmæli, sem Stalín hafði gefið húskörlum sínum þeim Chur- chill og Roosevelt, á Jaltaráðstefn- unni dagana 4,-—12. Febrúar s. á. NIXON Á f HEILABROTUM Það hlakkaði í sowjetofurstanum við tilhugsunina um, „þegar eld- flaugarnar okkar taka að þjóta yfir hafið", sem hann vonaðist til að gæti orðið „innan tíu ára". Reynd- ar hefur hann orðið fyrir lítilshátt- ! ar vonbrigðum, því að síðan hann ól þá von fyrst í brjósti sér, eru sem kunnugt er liðin tvisvar sinn- um tíu ár og bráðum sex ár betur. Þar með er hins vegar engan veg- inn víst, að öll von sowjetofursta, um að sýna lífgjöfum sínum þakk- læti í verki, sé úti, að þeim auðnist ekki að færa hinum gjafmildu vel- unnurum heim áþreifanlegar sönn- ur þess, að kommúnistar hafi hygg- indi til að ávaxta sitt pund. Af á- vöxtunum eru þeir nú þegar nóg- samlega þekktir, og til eru a. m. k. þeir menn í lýðræðinu, sem telja sig hafa gildar ástæður til að óttast, að Rússar efli gjöreyðingarvopna- búnað sinn með notkun fyrir aug- um — en ekki aðeins til þess að hreykja sér af yfir glösum af góð- um vínum í sendiráðayeizlum Á meðal þessara manna er bandaríski stjórnmálablaðamaður- inn heimsþekkti, Stewart Alsop, sem ávallt hefir átt sérstaklega greiðan aðgang að áreiðanlegum heimildum í Pentagon og Hvíta húsinu. í grein, er nýlega birtist eftir hann (NEWSWEEK", Atlan- tic Edition; London, 15. þ. m.) undir fyrirsögninni „What would you do?", skýrir hann svo frá, að á skrifborð Nixons forseta hafi fyr- ir skömmu verið lagðar þrjár skýrsl ur, sem „hljóta að hafa orðið for- setanum tilefni til að staldra við og hugsa — og hugsa betur." Aðalatriðin í nefndum skýrslum, segir Alsop, má draga saman í þessa þrjá meginbálka: 1. Á því eru miklar líkur, þó að ennþá séu ekki fyrir hendi ó- yggjandi sannanir, að Sowjet- ríkin áformi að víghúa hinar 300 SS-9-eldflaugar sínar, sem þau eru nú talin eiga tiltœkar, sex kjarnorkusprengjum í stað þriggja eins og áður var œtlað. 2. í Október síðastliðnum gerðu Rússar víðtœkar tilraunir í ellefu daga samfleytt í þeim til- gangi að geta grandað njósna- hnöttum yfir yfirráðasvceði sínu an þess að nota til þess kjarn- orkusprengjur. Svipaðar tilraun ir, en þo ekki ncerri því jafn árangursríkar, höfðu verið gerðar árið 1968. 3. Margs konar frumgerðir af flugvélategund þeirri, sem Bandaríkjamenn nefna lykil- heitinu „Foxbat", hafa verið reyndar í Rússlandi, og með þeim árangri, að nú er fcert að hefja fjöldaframleiðslu þeirra, en „Foxbat" er tvímcdalauu fullkomnasta flugvél sambcsri- legrar tegundar í heiminum", segiy Afsop. . . Um heljarmátt hinna þýzkætt- uðu sowjetvopna nefnir AIsop mörg dæmi í grein sinni. Til dæm- is: „ef Rússar vígbúa hinar ógn- vekjandi SS-9-eldfIaugar sínar sex kjarnorkusprengjum hverja, þá sé það vottur þess, að þeir geti hæft skotmark með nákvæmni, er ekki skeiki fram yfir 275 m geisla. „Það þýðir aftur á móti", segir Alsop, „að þeir myndu ekki þurfa fleiri en 300 SS-9-eldflaugar til að þurrka út allt „Minuteman"-varnarkerfi Bandaríkjamanna, sem nú er búið rétt rúmlega 1.000 eldflaugum, í fyrstu atrennu." Ef svo fer, þá er ekki alveg ó- hugsandi, að einhvers staðar leynist lýðræðisvera, sem ósjálfrátt yrði á að efast um, að Churchill og Roose- velt hafi verið gæfulegustu niðjar óða apans. Eða jafnvel, að sú hugsjón þeirra Hitlers og Görings, að drekkja kommúnismanum í hans eigin blóði, hafi ekki verið svo afskap- lega óhræsisleg, þegar allt hefði verið athugað öfgalaust. En auðvitað myndi engri lýðræð- ismanneskju koma til hugar að Iáta sér slíkt guðlast um munn fara — fyrir kjarnorkustyrjöld. }. Þ. Á. Þeir, sem vilja koma greinum og öðru efni í Mánudagsblaðið hafi samband við ritstjóra eigi síðar en mið- vikudag næstan á undan útkomu- degi — Með litprentuðu sniðörkinni og hár- nákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar! 4

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.