Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.05.1971, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 10.05.1971, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. maí 1971 ÚR SÖGU LANDS OG LÝÐS „Ntí skyldi cg hlæja, væri ég ekki dauður6í! Einu sinni voru tvær konurað þraetast á uan það, hvor þeirna ætti heímskari mann. Loksins kom þeimn saman um. að þeer sikyldu nú reyna, hvort þe;ir vaeru edns heimslkir og þeir sýndust vera. Tók þá önnur kon- an það til bragðs, þegax mað- ur hennar kom írá vinnu sinni, að hún tók kamba og roikk, sezt niður og fer að kemba og spinna, en þó sá hvorki bóndi né aðrir, að hún hefði neina uiU handa á milli. Þegar maðurinn sér þetta spyr hann konu sína, hvort hún sé gengin frá vitinu að vera að arga kömbunum og þeyta rdkkinn án þess að haifa ull, og biður hana að segja sér, hvað þetta eigi að þýða. Hún segir, að það sé varla von, að hann sjái það sem hún sé að spinna, því að það sé hýalín og eigi að vera í föt handa honum. Hann lætur það þá svo veraog er einlægt að furða sig á, hvað kona sín sé vei að sér, og hlakk- ar mjög til að fá þessi föt, sem verðj svo afbragðs smágjör og falleg. Þegar konan læzt vera búin að spinna nóg í fötin, fer hún og festir voðarefnið upp í vefstólinn og þykist svo fara að vefa. Maðiurin ner að smávitja um hana og dást að kunnáttu hennar. Hún hetfur mikið gam- an af þessu og flýtir sér að koma öfflu þessu laglega í kiring. ’ Nú þykist hún taka voðina úr vetf- stólnum og fer fýrst að- þvo og þæfla, og seinast fer hún aðsníða og sauma. Þegar hún er búinn að öllu þessu, biður hún -mann sinn að koma og fara í fötin, en seigist ekki þora að láta hann 'flara einsamlan í og skuli hún hjáipa honum. Nú læzt hún færa hann í þau; og þó mann- tetrið væri reyndar nakinn, hafði . hann þá ímyndun, að konan .-ín hetfði búið sér til svona smágjör föt, og var svo hjartans-feginn yfir þessu, að hann réð sér eklci fyrir gleði. Nú er að segja frá hinni kon- unni, að þegar maður hennar kemur heim, spyr hún hann, þvf hann sé á fótum. Manninum þykir þetta undarleg spuming og spyr hana, hvers vegna hún tali svona. Hún telur honum trú um, að hann sé sárveifcur og honum sé langbezt að fara upp í rúm. Hann trúir öllu þessu og fer sem fljótast að hátta Þegar nokfcur tími er liðinn .segist hún ætla að fara að Ieggja hann til. Hann spyr, hvernig standi á því, og biður hana blessaða að gera það efcki. Hún spyr, bvemig hann láti sér, sem hafi dáið í morgun, og það eigi að fara að smfða utanum hann. Svona ligg- ur þá mannsfcepnan, þangað til hann eir fcistulagður. Síðan á- ; kveður hún gretftrunardaginn og tekur tii sex Mkmenn og biður nú hin hjónin að fyigja manni sínum tii gratfarinnar. Kona dauða mannsins hafði látið gera glugga á aðra hliðina á kistunni, þar sem hann gæti séð það, er bæri við. Þegar á að fairá að hefja Ifkið út, kemur þar bónd- inn nakti og hólt, að allir mundu dást að smáunnu fötunum sín- um, en það varð noifckuð á ann- ian veg þvi þó líkmönnum væri annað í hug, gat enginn stillt sig fyrir hlátri. er sáu hann. og þegar sá, sem í kistunni var, kom auga á hann fcallaði hann upp svo hátt sem hann gat og segir: „Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður“. Var nú hastt við greftrunina og manninum hleypt út úr kistunni Komst það þá upp, að konumar höfðu gabbað og ginnt menn sína þannig og voru béðar hýddar á þingi fyrir tiltækið. ,Hver rífur svo •angan fisk ár roði?64 Einu sinni voru hjón hér á bæ, mjög aðsjál, og urðu þó að halda vinnufólk nokkurt. Þeim blæddii í augum, hversu mikið fóUdð borðaði, og þó helzt bónd- anum, einkum um miðjan dag- inn, enda var bóndinn vanur að taka tiil fisk handa þvi til mið- degisverðar. En málamatinn skamimtaði konan og fékkst minna um hartn en bóndi um fiskætið, enda er það sumra manna ,sögn, að hún væri vinnu- fólkinu hliðhollari en bóndi henn- ar. Til þess að losa sig við oá hörmung að þurfa að taka fisk- inii tíl hafida fólkiriu daglega eða fyrir vifcuna tók bóndi unp á þvi að vega því út í einu fisk fyrir allt árið. En með því hon- um ofibaiuð, hvað til þess þurtfti, lét hann vanta fyrir einn dag. Nú afhendiir hann hverjum fisk- ætið og segir konu sinni frá, að hann hafi látið vanta upp á fiskinn fyrir einn dag, og seglist ha,nn þá ætla að látast deyja um þær mundir og liggja á börun- um þennan seinasta dag atf út- vigtartimanum, og muni fólkið þá fyrir hryggðar salkir gleyma að borða þann daginn. Nú liíða timar fram, og þegar hinn ákveðni tímá kernur, læzt bóndi deyja, og er hann Iagður til á fjöl, sumir segja inni íbað- stotfu, en aðrir úti í skemmu. Ekki er þess getið, hvað hiðann- að vinnulflóllk haö „til braigðstek- ið um át þann daginn. En. þegar smallirm fcemiúr heim og ætlar að fara að snarka fisltóbitann sinn, sér hann, að útvigtin er þrotin. Hleypur hann þá út úr baðstof- unni fram. í bæ til konunnar og Bifreiðaeigendur 1 U'l > i n \j't i'in Félagsskírteini F.f.B. 1971 veitir m.a. rétt til eftir- farandi þjónustu: Sjálfsþjónusta - skyndiþjónusta Bílaverkstæði Skúla og Þorsteins, Sólvallagötu 79, veitir félagsmönnum F.Í.B. 20% afslátt á sjálfs- þjónustu. Þá fá félagsmenn F.Í B. aðstoð við smá- viðgerðiir á sama stað. Ljósastillingar - nýjung Bílaverkstæði Friðriks Þórhallssonar, Ármúla 7, sími 81225, veitir félagsmönnum F.Í.B. 33,3% af- slátt á 1 jósastillingum. Fyrir þá félags'menn, sem eiga erfitt með að láta stilla ljósin á venjulegum vinnutíma, verður haft opið til kl. 10 e.h. á næst- komandi fimmtudagskvöldum. Gerizt meðlimir í F.Í.B. og eflið með því samtáka- mátt bifreiðaeigenda. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. Ármúla 27. — Símar 33614 — 38355. segist vera búinn með útvigitina sína. Konan kvaðst nú hatfa um annað að bugsa en standa hon- um fyrir beina, þar sem mað- urinn sínn lægi á börunum. Smal- inn sagði: „Ég vil allt að einu hafa mat minn, en engar refj- ar“. Konan. segir hann sfcúli bá fara út í skemmu og fá sér fisksnarl. Smaili gerir svo, tekur þar löngu eða veginn þorsk, sezt með hana inn á rúm andspæn- is lífcinu og rífur þar úr allan hnaífckann etftir endilöngum fiks- inuim í einni rifu. Bóndi heyrir þetta, rís upp undir blæjunni við dogg og segir: „Hver rífur svo langan fisk úr roði?“ Smaili hélt, að bóndi væri afturgenginn, og retour því sjálfeikeiðunginn á hol í hann Elftir það blæddi bónda aldrei í augum löngu fisk- rifurnar, því að hann þurtfti ekki meira. Einnar mínútu getraun: Hve slyngur rannsóknarí ertu? ikari myrtur Um leiö og prófessor Fordney tók rakhnífinn af barmi vasksins, þá dró hann hann úr slíðrinu og skoðaði hann nákvæmlega, einkum tvær skor- Hann beygði sig niður að nöktum líkama ur sem voru á skaftinu. Pauls Lokens, sem lá á baðherbergisgólfinu, og skoðaði aftur gaumgæfilega hinn hroðalega skurð á. hálsi Lokens, sem náði nær frá eyra til eyra. Líkið var aðeins klætt í einn sokk. í vinstri hendinni hélt hann á krumpuðu nótnablaði. Dr- Grahm lyktaði af sígarettustubb, sem lá nærri líkinu. „Márijuana“, sagði hann. Síðan fór hann og prófessorinn aftur fram í borðstofuna. „Eftir að kvöldsýningin í klúbbnum var búin, þá kom hún Nan, sem hér er, — hún er söng- kona með hljómsveitinni — og býr í eigin íbúð tveim hæðum fyrir neðan okkur, með Paul og mér til að fá sér einn drykk íyrir svefninn“, sagði Cedric Kendrick í skýringarskyni. „Paul, sem var trompetleikarinn okkar og við leigjum þessa íbúð saman. Hann kláraði sjússinn sinn og fór síðan inn í sitt herbergi. Um það bil fimmtán mínútum síðar, heyrðum við dynk í baðher- berginu. Við opnuðum dyrnar og — guð hjálpi mér — hvilík voðasjón. Við fórum ekki inn — gátum það ekki. Ég lokaði dyrimum og hringdi í doktor Graham og lögregluna“. „Fannstu reykjarlykt í baðherberginu?“ „Já, angan af eiturlyfjareyk. Paul var mariju- ana-sj úklingur“. „Kvaldist hann mikið?“ spurði Nan- „Svo til ekki neitt”, svaraði dr. Graham og hugsaði til hins hroðalega skurðar á hálsi Pauls, „í sumum tilfellmn lifa menn það lengi, að þeir gera ótrúlegustu hluti í dauðateygjunum“ hann leit á Fordney, „en Loken dó áður en hann féll á gólfið — undireins“. „En það, meðal annars“, bætti Fordney við, „gerir það morð. Þið eruð bæði hérmeð hand- tekin“. Hvaða atvik sannaði að annað peirra (Kend- rick) hafði myrt Loken? —■ Svar á 6. síöu. HAPPDBÆTTI KASKOLA ISLANDS Á mánudag verður dregið í 5. flokki.— 4.200 vinningar að fjárhæð 14.200.000 krónur. Á íösíudag er síðasti helli endurnýjunardagurinn. Happdrætii H&skóla ísiands 5 FLOKKUK: 4 á 500;000 kr 2.000.000 kr. 4 á 100,000 kr 400.000 kr. 200 á 10.000 kr 584 á 5.ÖOO kr 3.400 á 2.000 kr. Aukavinningar: 8 á 10.000 kr. 2.000.000 kr 2.920.000 kr 6.800.000 kr 80.000 kr 4.200 14.200.000 kr.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.