Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.05.1971, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 10.05.1971, Blaðsíða 1
Blaéfyrir alla 23. árgangur Mánudagur 10. maí 1971 16. töiublað Rukka Svíar fyrir forseta- heimsóknina? Dagens Nyheter kvartar um kosnað Stundum hefur það verið haft á orði, að blaðið leggi áherzlu á allt það sem miður fer hjá Svíum og setji sig aldrei úr færi að niðra þjóðina. Þetta er út í bláinn, en hins vegar má benda á mörg dæmi þess, að Svíar gera allt sem í þeirra valdi er til að hnekkja á okkur og ófrægja á hvern hátt sem býðst. En látum vera, þó þeir gagnrýni eða vilji taka yfir flugið, eyði- leggja Loftleiðir, og spotti framkvæmdir okkar. Engin takmörk Það sem er óskiljanlegt er að engin takmörk eru fyrir hendi hjá þessum rumpulýð, snobbum heimafyrir, annáluð- um drykkju og svolamennum þegar þeir komast út úr land- helginni. Gagnvart okkur sýndi eitt af stærstu blöðum Svía einstæða og lítilmann- lega framkomu. Það faldi frétt- ina um heimsókn forsetahjón- anna á 13. síðu, smáfrétt og hvatti síðan Stokkhólmsbúa, að skoða forsetann og frúna, því tilstandið allt væri tekið úr vasa sænskra borgara. Styrk- þegarnir við Dagens Nyheter þykjast eflaust vera stórþjóð, eins og þeir raunar eru í sam- anburði við okkur. En meðal alvöru þjóða eru þeir kotríki, full af innanlandsvandræðum, klámsölu, flóttahæli fyrir glæpamenn, en þó er sagt, að bezta fólkið þar í landi sé und- Eiturlyf: Hví þegja yfírvöld? Það má heita undantekning ef menn skilja í starfsaðferðum iögregluyfirvaldanna. I á þriðja ár hefur hér og í sumum dag- blaðanna verið hamrað á því, að eiturlyfjanautn væri meiri en marga grunaði. Lögreglan hefur eytt þessu að mestu, talið hana jafnvel sér óviðkomandi þótt skólablöð lýstu yfir að stórt prósent nemenda hefðu fiktað við hana. Þá hafa eiturlyfja- greni verið fundin og gerð razzia á sum þeirra, einstaklingar verið handteknir o. s. frv. Þó er engra frétta að leita til þess- ara háu aðila. Þá voru gerðir út til mennta tollarar í þessum efnum. Nú kemur skyndilega í Ijós, að um 40 mál eru á döfinni og að jafnvei fleiri verði rannsökuð bráðlega. Hví þessi feluleik- ur? Heldur löggæzlan, að það þjóni einhverjum tilgangi að þegja rannsóknar- og handtökuefni sitt í hel og leika leyni- lögregiumenn bófakvikmynda Ameriku? Þessir hasshvolpar hér á íslandi eru sko hvorki þess virði né svo merkilegir að íslenzk yfirvöld noti gömlu, haldgóðu rússnesku aðferðina — að steinþegja. Samkeppni sendiráðanna Það lítur nú út fyrir að ekki líði langt þang- að til að erlendu sendiráðin í Reykjavík komizt í dálítið skrítna samkeppni sín á milli. Keppn- isvöllurinn virðist ætla að verða fjaiir Þjóð- leikhússins, því þar efndi ameríska sendiráðiö til maraþon át- og drykkjusamkvæmis að lok- inni frumsýningu Zorba. — (Sjá leikgagnrýni). Ekki fyrir alls löngu hélt annað sendiráð upp með samskonar veizlu með bjór og aliskyns mat- artegundum í tilefni frumsýningar. Ekki væri ólíkiegt að héðan í frá væru verkefni stofnun- arinnar valin eftir því hvaða veizlumöguleikar væru hjá því sendiráöi frá hvers heimalandi verkið væri. Þetta yrði nokkuð skemmtilieg þró- un í leiklistarlífinu, einkum ef ráðherrar og aðrir virðingarmenn fá að vera með eins og síð- ast varð. I i an þýzkum sendiráðsmönnum og „túristum" frá stríðsárun- um, en þau ár komst ekki hníf- urinn milli þýzkra og sænskra. Nú er þjóðin viðurkennd sem hlandfor ættjarðarsvikara og annarra af álíka kaliber. Sjálfsagt að borga íslendingum munar víst ef- laust ekki um nú, þegar vel gengur, að greiða sænsku rík- isstjórninni aftur eitthvað af kostnaðinum við heimsóknina. Það er ekki nema sjálfsagt að hjálpa þessum höfðingjum fyrst þeir þurfa að kvarta i stærsta blaði sinu um útgjöld- in í sambandi við forsetaheim- sóknina. Okkar pund rýrnar ekki við það, en spyrja má: Er það satt, að ein af stærri vonum kratanna í kosningun- um sé, að Alþýðublaðið haldi áfram að vera ólæsilegt vegna lélegrar prentunar út júní? hvað sækjum við eða höfum sótt til Svía, nema skömm, leiðindi og útgjöld. Ekki er það menntun, sem ekki fæst annars staðar. Engin veit til þess, að við höfum ekki getað lifað þokkalega án Svía. Hins vegar hafa þeir gert okkur marga skráveifu, sem við höf- um að mestu látið afskipta- lausa. Hætta viðskiptum Auðvitað ætti þjóðin, ef hún hefði snefil af sjálfsvirðingu, að svara svívirðingum og dylgjum frá Svíum með því að hætta að kaupa sænskar vör- ur í hverri mynd sem er. Einu viðskiptin sem við höfum átt við Svía var síldin, sem þeir fullunnu vegna ræflaskapar- ins og þekkingarleysisins hjá okkur. Nú eru það gærur, en þar virðast þeir græða, því iðnaðurinn þeirra er merkari en okkar. Hvort tveggja þessi viðskipti mættu vel leggjast niður að skaðlausu, og græða myndum við á að fá ekki vörur þeirra hingað. Svo skelkaðir urðu þessir herrar þegar Bandaríkin minntust á kaup- bann á sænskum vörum að forustuliðið kom þangað skríðandi og sleikti ,,gullið“ úr lófa Nixons. Og svo rífa þessar alþjóða- gleðikonur, jafnvel í karl- mannsmynd kjaft og þykjast vera veldi. Svei, þeim. G.R. Gunnar Ey/ólfs og heimsmálin Það er ekki oft, að hægt I sé að hlæja sérstaklega að l framboðsbrölti flokka en þó er ekki laust við að mönn- Frambjóðandinn. um stökki bros við örvænt- ingarfulla tilraun Alþýðu- flokksins að skreyta fram- boðslista sinn hérna. Skrautfjöðurinn að þessu sinni er vinsæil leikari, Gunnar Eyjólfsson. í tilefni sætis Gunnars á listanum (no 5) birtir blaðið af hon- um fimm eða sex myndir Framhald á bls. 6. ALLT f VOÐA f HAUST Stjórnlausair hækkamir — Ótti við gengislækkun Farið er að gæta nokkurs ótta um að mikil hætta sé á gengislækkun nú í haust og hefur hin mikla ókyrrð á erlendum peningamarkaði og svo styrkur þýzka marksins valdið þar miklu um. Telja má, að ekki sé svo mjög ástæða að ætla, að gengislækkun á (slandi sé í beinu s.ambandi við markið en hins vegar er vissa fyrir, að með haustinu verður mikil ef ekki algjör upplausn í íslenzku fjármálalífi. Lúalag Strax og sleppt verður taumnum af öllum hömlum verða almennar hækkanir á öllum opinberum markaði, hækkanir og kröfur langt fram um raunverulega getu þjóðar- innar. Ríkisstjórnin hefur legið á því lúalagi, að taka frest fram yfir kosningar í þeim eina tilgangi að missa ekki völdin. Er þessi ráðstöfun því svívirðilegri, að í rauninni er svo um pottinn búið, að a. m. k. Sjálfstæðisflokkurinn þarf lítið að óttast fylgistap vegna ósamlynd's í herbúðum hinna. Hækkana-skriSa Það breytirengu um það, að verði almennar hækkanir með haustinu allt að 30—40% bæði á neyzluvörum og öðrum almennum varningi.auk hækk- unar á þjónustu, þá er hleypt af stað þeirri skriðu, sem ríð- ur sumum að fullu og rennir stoðum undir þá almennu skoðun, að krónan á Islandi sé óábyggilegasti gjaldeyrir Evrópu. Að fá, eða ekki fá Þó er talið víst, að við fáum ekki með nokkru móti að ráða gengi krónunnar sjálfir, því erlend bankayfirvöld munu meta og skipa okkur, fyrir um skráningu hennar. en við að- eins tillöguhæfir í þeim efnum. Ríkissjóður, er ,keyrður á falskri og hættulegri braut og með algjöru ábyrgðarleysi gegn því, sem er fyrirsjáanlegt um leið og núverandi verð- stöðvun hættir. Ýms mestu fyrirtæki landsins bíða eins og Ijón í leyni eftir að loforð ríkis- stjórnar um að „gefa allt laust" verður efnt og verður ekki að sökum að spyrja. Þögn ráðherra Takið eftir því, að Magnús Jónsson hefur ekki látið til sín heyra um þessi mál eitt ein- asta orð né heldur reynt að skýra fyrir þjóðinni þær hætt- ur sem framundan eru. Hér er leikinn einn svívirðilegasti loddaraleikur sem enn hefur verið sviðsettur fyrir kosning- ar.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.