Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.05.1971, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 10.05.1971, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. maí 1971 KAKAL! skrifar: Bl&ó Jynr alla. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjómar: 13496. — Auglýsingasimi: 13496. Ver3 í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviijans. Velferð eða ölmusa? Um árabil heíur það verið siður leiðtoga svo- kallaðs vinnandi fólks að beita vinnuveitendur of- beldi undir hlífiskildi mannúðar eða dulbúinnar nauðsynjar sem afsökun. Skýrt dæmi er t.d. sam- þykkt Verzlunarmannafélags eykjavíkur, sem enn hefur riðið á vaðið um að banna, jafnvel koma sektum yfir þá kaupsýslumenn, sem vilja veita þjónustu til handa almenningi. Þessi þróun er auðvitað bein afleiðing þeirrar velgengni sem við höfum búið við, og auðvitað þeirrar undanlátsstefnu sem forvígismenn hins frjálsa framtaks hafa sýnt við öll möguleg og ó- möguleg tækifæri. Það er allt í einu komið á það stig, að menn, sem vilja vinna og fá góða greiðslu fyrir eru settir í bann, en jafnvel starfsfólkinu sjálfu er refsað. Hér er ekki um nauðungarvinnu að ræða, en ein- mitt þessi greiðasemi verzlunarfyrirtækja, hefur hjálpað mörgum um þá þjónustu, sem annars hefði kostað mikið umstang, jafnvel hlaup úr vinnu. Heppni Sjálfstæðisflokksins er ekki eins mikil í þessum efnum og víða annarsstaðar. Leiðtogar þess* ara aðgerða eru báðir komnir úr uppeldi þaðan, annar sem þessi mál fékk á heilann fyrir áratug, en undir örlítið breyttum gunnfána, en hinn er enn þar í uppeldi, þótt flokksstjórnin hafi reynst hon- um heldur óþjál í mannvirðingasókn hans. Það undrar því engan að hann skuli bera litla ást til flokksins en telur vænna til mannvirðinga að si’tja traustur í fyrirsvarasæfi svo fjölmenns aðíla og VR er. Önnur mannúðarviðleitni, sem við búum eflaust lengi að var sú eindæma samþykkt að banna sextán ára mönnum og yngri að taka hendi til einhvers gagnlegs starfs. Þetta var hita- og baráttumál Bene- dikts Gröndals, alþingismanns, en hann talar þar auðvitað af meiri reynslu en aðrir þegar um það „að vinna hörðum höndum”, er annarsvegar. Bene- dikt hefur aldrei unnið handtak. Fyrirslátturinn sem samþykktin var gerð á var sú, að hér væri um barnaþrælkun að ræða. Árangurinn varð sá, að for- eldrar urðu að horfa á unglingana mæla göturnar öll sumur unz fólkið fór að sjá, að hér var tóm vit- leysa á ferð, og létu unglinga fá þá vinnu sem bezt var. Fengu þeir þá hvorttveggja nokkra sjálfsvirð- mgu og ábyrgðartilfinningu, mat á fé, þegar þau vissu að það kom ekki beint úr veskjum foreldra. Velferðarhugsjónin er að ganga sér til húðar í heiminum. Elztu velferðarríkin eru öll á niðurleið, hin í upplausn á öllum sviðum. Ástæðan er ein- faldlega sú, að leiðtogar „vinnandi stétta” gengu lengra í kröfum sínum en nokkru hófi gegndi, urðu fyrr en varði einskonar leiðarljós ölmusufólks, sem sagði sig raunverulega til sveitar og varð að óber- andi ríkisbyrði. „Verkalýðsleiðtogarnir" vildu hvergi sýna nokkra skynsemi af ótta við að tapa áhrifum sínum, og enn situr við það. Hófleg vel- ferðarhugsjón er sanngjörn, en að berjast fyrir ein- hliða ræfildómi er hættulegt. Svo gætu þessir for- ingjar og mannúðarskrumarar gert sér ljóst, að ekki má miklu lengur fara fram sem horfir, til þess að þeir verði með öllu óþarfir og hvaðan draga þeir þá ofsalaun sín, lífsþægindi, siglingar og annað góðmeti? I * fc ! ! ! i \ \ \ \ \ * * I HREINSKILNI SAGT - Að frelsa Angelu Davies — Broslegar undirskriftir friðardufnanna — Meðlimur í öfgahreyfingu — Að- gerðir óvinsælar — Leiðtogar í átlegð — Svertingja- samtökin viðurkenna þá ekki — Eigin hagsmunir — Lögreglan og sannanir — Hví faldi hun sig — Af- skipti af innanlandsmálum — Raunir samtakanna. Menningar- og friöar- krull íslenzkra vinstri- kvenna hefur nú hafizt handa um afskipti af innanlandsmálum vest- manna. Ekki er málefn- ið af ódýrari tegundinni fremur en fyrri daginn, því í þetta skipti ætla valkyrjumar okkar sér ekki minna, en fá úr haldi leysta konu sem sökuö er um morð, þ. e. þátttöku í morði- Vopn þau er urðu fjórum að bana, en þeir rejmdu að hrifsa menn úr höndum lögreglunnar, mátti rekja til Davies, en svo heitir hin ákærða. Þykir sann- að, eða svo telur ákæru- valdið, að glæpir þessir hafi verið framdir með vitund Davies, en það gildir oftast það, að um samsekt er að ræða. helzt kennd við Black Davies var um skeið kennari, byltingarsinni, Panthers-hreyfinguna, en henni mun stjórnað af öfgasinnum, sem telja sig eina hafa allan rétt, en aðra engan. Þó hefur komizt upp, að þessi hreyfing hefur saman- staðið af ævintýramönn- um, sem seilzt hafa inn á það góða svið, að hlú að eigin hag fremur en réttindum „þeldökkra“ og nú er svo komið að fjöldi þeirra er landflótta eða í felum fyrir allskyns athæfi sem ekki þykja samræmast frelsishug- sjónum. — Bandarískir negrar eru auðvitað margskiptir, fjöldi óá- byrgra hópa innan sam- taka þeirra, og margir þeirra reknir eins og var hjá glæpahópum bannár- anna, hafandi atftöku- meistara og aðra álíka hjálparmenn til fram- vindu eigin málefna. Flest ábyrg og virt somtök svartra sem hvítra hafa litið með mestu fyrirlitn- ingu á þessa öfgahópa og athæfi þeirra, sem þeir telja ekki annað gera en spilla málstað blökku- fólks. Hefur veldi öfga- manna mjög þrotið; al- menningur er þreyttur á ofbeldi þeirra og hryðju- verkum, enda lítið borið á þeim nú um skeið, þótt gjósa kunni upp óeirðir hvenær sem er af þeirra völdum. Blóðslóð þeirra er mjög athyglisverð ekki síður en frumstæðar hugmyndir þeirra, sem sína oft hve enn er lítið bil milli vestrænna svert- ingja og þeirra í Afríku. Það hlálega er að afrísk- ir negrar þola ekki „vest- ræna“ negra nema sem gesti um stundarsakir en aftaka með öllu að fá þá aftur til heimahúsa. Það er því ekki smátt verkefni hjá okk^v ágætu friðardúfum, sem þær hafa nú valið sér, en það er að safna undirskrift- um til að grunaður morðingi sé leystur úr haldi. Heita má fullvíst, að bandarísk yfirvöld myndu ekki úrskurða konu þessa í varðhald, grunaða um morð, ef ekki væru ærin grun- semdarefni og sannanir fyrir hendi. Lögregla og dómsvald vestra hefur brennt sig einum um of á fljótfæmi og of rót- tækum aðgerðum í þess- tun efnum til þess, að reyna að ná lögum yfir manneskju sem vel gæti orðið að fórnarlambi og saklausum píslarvotti í huga svertingja vestra. Telja má alveg víst, að yfirvöld þar hafi nægar sannanir um sekt henn- ar, þó sumir velti því fyrir sér, að dómur verði fremur vægur á henni, en vegendur hinsvegar dæmdir eins og venju- legir morðingjar. Ekki getur Angela Dav- ies kvartað um að press- an hafi verið henni and- stæð. Blöð eins og Time Magazine, stærstu dag- blöð vestra og víða um heim hafa ritað vinsam- lega um hana, menntun hennar og áhuga á rétt- indum kynþáttar síns. En hví fer menntuð og fræg byltingakona í felur um langt skeið eftir morðin og kemur ekki hreint fram, ef saklaus er með öllu? Davies er of greind til þess, að vita ekki, að handtaka hennar og málaferli yrðu svo um- töluð, að öll von um rétt- arfarslegt ofbeldi kom ekki til greina. Saksókn- ari vestra byrði ekki af stað nema fyrir lægju haldgóð gögn til sönnun- ar máli sínu, því ef upp kæmist um falskan vitn- isburð eða önnur svik, yrði hann hvorki öfunds- verður né mikilsveröur eftirá. En hér kemur annað til greina. Það er orðin tízka, jafnvel í kotríki eins og hér, að fara fram með afskiptum af innan- ríkismálum víða um ver- öld. Það má ekki blása við íslendingum sem þó sem betur fer, skarta ekki morðmálum, að ekki ætli allt vitlaust að verða og athugasemdir, jafnvel í góðu gamni mæta hér harðvítugri andstöðu og mótmælum, yfirlýsingum og jafnvel hótunum. Nú ríður kerlingaskarinn (. á vaðið og ætlar sér fivorki meira né minna en að teyma bandaríska negra- stúlku burt úr fangeís- um vestra, skamma hið opinbera, og segja banda- rísku stjórninni, að svo- fellt framferði í morð- málum sé sko ekki gút- erað uppi á íslandi og sízt hjá menningarsam- tökum pilsvarganna. Og muni það vænst Nixon og kó að makka rétt ella skuli þeir eiga sig á fæti. Til liðs hafa þær auðvitað fengið öll þau vinstri- og kommúnista- samtök sem tiltæk eru Fer það mjög að vonum því eitt stærsta stefnu- mál í utanríkisáætlun kommúnista er að koma af stað nægri ringulreii’' innanlands í Bandaríkj- unum. Allt stuðlar það að því, að upplausnará- stand verði til uppþota. sem síðan verði að vígum og loks almennri borg- arastyrjöld. Að henni lokinni geta Rússar hirt upp rústimar og fjötrað þjóðina í sinni eigin mynd af lýðræði. Og ef Bandaríkjamenn fara ekki bráðlega að sjá, aö ef ruglað er saman lýð- ræði og algeru stjóm- leysi, þá fer að verða skammt í síðustu kvöld- máltíðina hjá þeim, und- ir sæmilega frjálsu þjóð- skipulagi. Það er því raunar ekki Framhald á 6. síSu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.