Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1971, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 24.05.1971, Blaðsíða 8
úr EINU Vörgum hlíft — Hundar og syfilissjúklingar — Lélegur að- búnaður — Vinnuvélar á götunum — Klerkur sneypir biskup — Hvað vilja sjónvarpsþýðendur? HVE LENGI á að afsaka það, að menn geri sér t.d. ferð á gúmbát, út í Tjarnarhólma til að eyðileggja hreiður, með því ;að þeir séu ÖLVAÐIR? Þessi misskilda hjartagæzka er einmitt það, sem elur upp í svona dónum og þeim, sem leika önnur álíka brögð á eftir þeim, slíka verknaði, því þeir vita, að lögreglan afsakar þá, eins og reyndar alla aðra dóna, með því að þeir séu fullir- Þetta er sama pakkið, sem brýtur rúður, skemmir opinbera síma, sker sundur sæti í almenningsvögn- um og íþróttahöllum. Við erum að burðast með sálfræðinga hér, sem hafa þvílík ósköp að gera, að vart er hægt að ná til þeirra. Eru það þeir, sem standa fyrir því, að farið er vett- lingahöndum um þessa skemmdarvarga? ER MIKIÐ og heilbrigt samræmi í því, að drepa alla hunda vegna óþrifnaðar en leyfa syfillis-sjúklingum, geðsjúklingum, berklasmitssjúklingum, flogaveikum o. s. frv. að giftast? Hund kvikindin eru þó látnir gleypa pillur og önnur þrifaefni, en „syffinn" grasserar á allt annan og hættulegri hátt en far- aldur hunda. Miðaldra menn muna vel þegar götustrákar Reykjavíkur sungu hástöfum „Sósarnir með syffann" og meintu sennilega pólitískan sjúkdóm, en það sýndi þó þá hvern varhug menn guldu við þessum voðalega sjúkdómi. Nú er verið að leyfa öllu þessu að komast í full not. (Sjá Kakala). I •--------------------------- VIÐ HÖFUM verið beðnir að koma með þá leiðréttingu út af ;athugasemd við þjónustu í svokölluðum Kristalssal Þjóðleik- hússins, að það séu ekki viðvaningar sem annast afgreiðslu á hressingu þar í hléum, og þessvegna gangi allt þar svo stirðlega, heldur hitt, að öll afgreiðsluaðstaða er svo neðar öllum hellum að nær ógerningur er að vinna þar. Er þessu hér með komið til skila. ENN ER kvartsfð am það að vinnutæki t.d. vélar með ámokst- ursskóflum og allskyns aðrar vinnuvélar eru að þvælast í um- ferð og verða jafnvel stórhættuleg umferðinni almennt. Er ekki stundum virðast stjórnendur þessara vinnuvéla fá leyfi til að skreppa á þeim í hádegismat og þannig tefja fyrir allri um- ferð og verða jafnvel stórhætuleg umferðinni almennt. Er ekki tími til kominn, að þessi tæki séu flutt milli vinnustaða á nótt- um og látnar bíða á vinnustað meðan stjórnendur fara í mat. Þetta ástand er alveg óþolandi. HART ER í HEIMI, þegar klerkar sneypa biskupinn, sem höf- uðpaur kirkjubygginga, eins og sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son gerði í útvarpsþættinum Um daginn og veginn, vegna kirkjufjöldans í Reykjavík. Rétt sagðist klerki frá, en nokkur nýlunda er að heyra hreinskilni í þessum efnum. Þá var hann og ómyrkur í máli um bjargráð borgarvalda til handa drykkju- mönnum, en þó gægðist gamli vælutónninn upp hjá honum, þótt víða sér þar eflaust pottur brotinn. Annars þurfa drykkju- iðnir menn ekki stórum að kvarta meðan borgin rekur gisti- hús fyrir þá og kostar þá og styrkir a m.k. heilsufarslega til að sinna þessari skemmtilegu iðju sinni. ÞEGAR ÞETTA er ritað fagna menn því almennt, að þýðend- ur sjónvarps eru í verkfalli, svo að nú snýr aðeins sú hlið efn- isins, sem höfundar ætlast til að áhorfendum., en ekki sú hlið- in, sem þýðendur vilja láta snúa að okkur. Hefur oftar en ekki kastazt i kekki milli höfunda og þýðenda, en nú er nokkurt hlé. En gaman væri að vita fram á hvaða kjör þýðendur fara og hvað ber á milli? Vissulega er það ekki vinnutilhögun né natni þýðenda, því þeir eru sennilegast frjálsustu vinnuþý, sem um getur í svo mjög rýmilegri röð opinberra starfsmanna. Jóhann skrifar: SKEMMDARVERK á opinberum gripum eru orðin svo algeng, að ástæða er til að grípa eftirminniloga í taumana. Mér var ;að detta í hug, hvort hið opinbera, en þó einkum áhugasöm einkafyrirtæki auglýstu verðlaun til hanéa þeim sem benda á þá seku og koma þeim undir mánnahendur. Ég er viss um að þá myndi vandaliscni fstendinga minnka eða bverfa". Alþingiskosningar 1971 Framhald af 1. síðu. nigar, hvernig sem þær svo fara. Af öðrum frambjóðendur Al- þýðuflokksins vekur Gunnar Eyj-. ólfsson leikari mesta efrirtekt. B-listinn Þar er heldur engin breyting í efstu sætunum tveimur. Kristján Thorlacíus er nú horfinn af listan- um, en Tómas Karlsson er í þriðja sæti, en Baldur Óskarsson í fjórða. Tómas er talinn frekar hægrisinn- aður, en Baldur þvert á móti. Sumir telja hann standa nærri kommún-- istum, hvað sem hæft er í því. Þeir Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson eru báðir gamlir'í hett- unni í flokknum. Báðir hafa þéir verið nefnlr í sambandi við! ráð- herradóm, ef flokkurinn tekur þátt í ríkisstjórn. Einhvern vegihn finnst manni að Einar mundi'eiga anðveldara. með að vinna méð Sjálf stæðisflokknum en Þórarinn. D-listinn Þar var háð Iöng og hörð orr- usta um skipun listans eins og kunnugt er. Þeirri orrahríð er nú lokið í bili, og báðir deiluaðilar mega una sínum hlut svona nokk- urn veginn. Sumir eru að spá út- strikanastríði í sambandi við efstu sæti listans, en kannske verður minna úr því, en þeir ætla. Ragn- hildur Helgadóttir kemur nú aftur á þing, og er það vel farið, því að þetta er ágæt kona. Nýr af nálinni er Ellert Schram, sem fyrir löngu er þjóðkunnur af knattspyrnuvell- inum. Við skulum vona, að hanp verði, ef til kemur, fulltrúi hins góða gamla Vesturbæjaríhalds, en þar liggja rætur hans. Anhars er það því miður svo, að gamla Vest- urbæjaríhaldið er sem óðast að hverfa af sviðinu, afkomendur þess komnir í Austurbæinn og Fram- sóknarfólk utan af landi flytur í gömlu partíótahúsin. Sic transit gloria mundi. Hvað mundi séra Bjarni segja? F-listinn Þar er nýlega um garð gengin mikil rimma. Ekki er enn alveg aug hust, hverjar afleiðingar hennar verða. Tapar flokkurinn miklu af atkvæðum á deilunni? Eg gæti trú- -að því að það yrði ekki eins mikið og andstasðingarnir halda fram. Það kemur sennilega til með að muna fáum atkvæðum, hvort flokk urinn kemur manni að í Reykja- vík eða ekki. Magnús Torfi Ólafsson er sterkt framboð. Þetta er menningarmaður, stálgreindur og víða heima, ekki sízt í stjórnmálum, basði innlend- um og erlendum. Hann kann að tapa einhverju af þeim verka- mannaatkvæðum, sem Hannibal fékk, en hann fær sennilega meira af menntamönnum, ekki sízt há- skólastúdentum. Þessi listi fær eitthvað af fólki, sem er óánægt með alla gömlu flokkana, sem því þykja vera orðn- ir staðnaðir. Fylgi hans er eitt mesta óvissumómentið í þessum kosningum, ég hef heyrt spár milli 2500 og 4500 atkvæði G-listinn Helzta breytingin þarna er sú, að Svava Jakobsdóttir skáldkona skipar þriðja sætið, en Jón Snorri Þorleifsson er flutur niður hið fjórða. Sumir telja þetta táknrænt, menntamenn séu að taka flokkinn úr höndum verkamanoa. Meðal verkamanna í flokknum er dálítill urgur út af þessari þróun, einkum kannske þó hinna eldri.Þeim finnst allt vera eins og það var fyrir þrjá- tíu árum, en þjóðfélagið er orðið flóknara en það þá var, milliliðir af öllu tagi eru nú miklu fjölmenn- ari og áhrifameiri stétt. Verka- möpnum úr þessum hópi finnst oft einnig Magnús Kjartansson vera allt of intellektúell, og það fer í taugarhar á þeim. Nokkrir slíkra verkamanna studdu Steingrím Aðal- steinsson í borgarstjórnarkosning- unum í fyrra. Magnús Kjartansson er auðvitað intellektúalisti fram í fingurgóma, og leggja sumir verka- menn honum það út semhroka,sem auðvitað er ekki rétt, eins og þeir vita, sem þekkja Magnús. En hér er á ferðinni kynslóðamunur. Gömlu byltingakommúnistarnir hér álandi voru í raun réttri mótaðir af alda- mótarómantíkinni; þeir bara breyttu ungmennafélaga- og skóg- ræktarrómantík í byltingarróman- tík, en hugarfarið var í stórum dráttum hið sama. Magnús var kannski dálítið snortinn af róman- tík í æsku sinni, en það var yngri rómantík og ekki eins grunnmúruð og sú gamla. Hann brauzt út úr henni á háskólaárunum í Höfn og brynjaði sig sjarmerandi kynisma. í>ó er ég eikki f rá því, að við- kvæm rómantík leynist einhvers staðar Iangt niðri í Magnúsi. 0-listinn Þetta er hinmildasensasjónkosn- inganna. Fyrst þegar menn heyrðu um framboðsflokkinn, héldu marg- ir, að hér væri um einhvers konar síðbúið aprílgabb að rasða. Undra- listar hafa smndum fyrr á árum borizt kjörstjórninni í Reykjavík, en verið dæmdir úr leik, því að meðmælendurnir voru ekki í lagi. En hér var engu slíku til að dreifa — Framboðsflokkurinn er fúlasta alvara. Á listanum er svo til ein- göngu ungt fólk, svona um tvítugt eða rúmlega það. Mest ber á náms- fólki og hljómlistarfólki, hinum ó- rólega æskulýð nútímans. Það virð- ist koma úr ýmsum pólitískum átt- um, meira þó frá vinstri en hægri. Þarna eru menn, sem hafa verið orðaðir við anarkisma og maóisma eða eitthvað þar á milli. Sumir þeirra hafa staðið framarlega í kröfugöngum hins órólega æsku- fólks á undanförnum árum. Hvað vill svo þetta unga fólk? Því er það kannski ekki alveg Ijóst sjálfu, en það vill eitthvað nýtt, það er orðið hundleitt á gömlu flokkun- um, hinu grámuskulega velferðar- þjóðfélagi og öllu því, ,sem ej. ,Qg svei mér þá, ef maður getur ekki haft hvolida samúð með þessu. Hvað svo um fylgi Iistarts? Það er nú þrautin þyngri að svara því. Hverjir eru spádómamir? Þeir eru nú mjög svo ólíkir. Sumir spá list- anurn ekki meira en 300—400 at- kvæðum, en aðrir allt að 4000 og að hann komi marmi að. Eg er ekki frá því, að hann geti fengið þó nokkuð af atkvæðum. Það hjálpar honum, hve fólk er yfirleitt áhuga- laust um gömlu flokkana, og sumt ópólitískt fólk kýs hann hreinlega af sprelli. Eg yrði ekkert hissa, bó að hann fengi 1500—2000 atkva^ði. Ajax. SJON VARP Þátturinn Frá sjónanheimi í umsijá Björns Th. Björnssonar, sem fjalladi um hellamélverk steinaidarmanma var ákaflega álhugaverður þátfcur og vel unn- inn. Björn skýröi þessi merku fyrirbrigfi vel, listfbnflöðursoikk- ar frummannsins, sem einmitt um þessar mundir er að fá upp- reisn í heimi vísindanna og tal- inn mikilu fuiUkomnari en vís- indamenn 19. og fyrstu tuga 20, aíldarinnar hafa áldtið. Bjöm var nú mdklu gaetnari í orðskrúðien venjulega og tókst þessi þéttur mjög vel, öllum til sóma ogokk- ur til fróðleiks og ánæigju. ★ Þessar „frönsku“ Ohaplin- mynddr eru ósköp þireytandi, — ekki aðeins fflestar frómunalega lélegdr einþáttungar heldur svo af hdnu að við þekkjum svo vel til hins bezta sem Chaplin hefur gert, að okkur sómar að sjá þessar frumraunir hans. öllu betri eru ailltaf Dísuþættimir, — móske ekki alveg á iíniu hugs- uðanna eða hinnea þunglyndu al- vörumann þjóðarinnar, en góð- ir fyrir okkiur, hina dauðlegu, sem ekki erum að springa af vizku. ★ Þátturinn Kraifitar í kögglum var afar athyglisverður og gam- an að sijá hinn unga snilling smokka sér úr svo vendilega bundnum hnútum og sterkum handjámum. Þessi Huddni okk- ar á eflaust framundan góða ævi ef hann gerir þetta að aðal- starfi í stað bflaaksturs, því ung- lingar svo og fullnrðnir höífðu mikla ánægju að sjá Xistir hans. Framihald á 7. síðu. — Listaverk frummanna — Lélegur Chaplin — Islenzkur Hudini — Undir íshellunni — Smáveruheimur — I leikhúsinu. — ii.JS ■£ f 111

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.