Mánudagsblaðið - 24.05.1971, Blaðsíða 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 24. maí 1971
UR SOGU LANDS OG LYÐS
Frá marbendli
Mér er í minni stundin,
þá marbendill hló;
blíð var baugahrundin,
(er bóndinn koma af sjó);
kyssti hún laufalundinh, :
lymskan undir bjó;
sinn saldausan hundinn
sverðabaldur sló
Á Suðurnesjum er bæjarþorp
nokkurt, sem heitir í Vogum, en
raunar heitir þorpið Kvíguvogar,
og svo er það nefnt í Landnámu.
Snemma bjo bondi einn í Vogum,
er sótti mjög sjó, enda er þar enn
í dag eitthvert bezta útræði á Suð-
urlandi Einhvern dag reri bóndinn
sem oftar, og er ekki í það sinn
neitt sérlegt að segja af fiskifangi
hans En frá því er sagt, að hann
kom í drátt þungan, og er hann
hafði dregið hann undir borð, sá
hann þar mannslíki og innbyrti
það. Það fann bóndi, að maður
þessi var með lífi, og spurði hann,
hvernig á honum stæði en. hann
kvaðst vera marbendill af sjávar-
botni. Bóndi spurði, hvað
hann hefði verið að gjöra, þegar
hann hefði ágoggazt. Marbendill
svaraði: „Eg var að laga andskjólin
fyrir eldhússtromþnum hennar
móður minnar. En hleyptu mér
nú niður aftnr." Bóndi kvað þess
engan kost að sinni, „og skalni
með mér vera." Ekki töluðust þeir
fleira við, enda varði9t--matbendill
viðtals. Þegar bónda þótti tími til,
fór hann í land og hafði marbendil
með sér, og segir ekki af ferðum
þeirra, fyrr en bóndi hafði búið
um skip sitt, að hundur hans kom
í móti honum og flaðraði upp á
hann. Bóndi brást illa við því og
sló hundinn. Þá hló marbendill hið
fyrsta sinn. Hélt bóndi þá áfram
lengra upp á túnið og hrasaði þar
um þúfu eina og blótaði henni; þá
hló marbendill í annað sinn. Bóndi
hélt svo heim að bænum; kom þá
kona hans út í móti honum og fagn
aði bónda blíðlega, og tók bóndinn
Atkugasemd
frá F.Í.B.
Með tilvísun til þess fyrirvara
sem tryggingarfélögin hafa haft
samstöðu um og látið skrá á kvitt-
anir fyrir ábyrgðartryggingum bif-
reiða, þar sem þau áskilja sér rétt
til hækkunar eftir 1. sept. n.k., þá
vill stjórn F.Í.B. taka fram að hún
telur þennan fyrirvara ólögmætan.
Stjórn F.Í.B. hefur fullan skihv
ing á því að eðlilegur reksturs-
grundvöllur tryggingarfélaganna er
hagsmunamál bifreiðaeigenda.
Með bréfi heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytis dags. 5. maí s.L,
hefur F.Í.B. verið boðið að taka
þát: í 7 manna nefnd til að endur-
skoða „skipulag og framkvæmd á-
byrgðarkerfis bifreiða". MeS tilvís-
un til þessa mun fulltrúi F.Í.B. taka
sæti í þesari nefnd.
Stjórn
Félags ísl. bifreiðaeigenda.
vel blíðskap hennar. Þá hló mar-
bendill hið þriðja sinn. Bóndi sagði
þá við marbendil: „Nú hefur þú
hlegið þrisvar sinnum, og er mér
forvitni á að vita, af hverju þú
hlóst." „Ekki gjöri ég þess nokk-
urn kost," sagði marbendill, „nema
þú Iofir að flytja mig aftur á sama
mið, er þú dróst mig á." Bóndi hét
honum því. Marbendill sagði: „Þá
hló ég fyrst, er þú slóst hund þinn,
er kom og fagnaði þér af einlægni.
En þá hló ég hið annað sinn, er
þú hrasaðir um þúfuna og bölvaðir
henni, því þúfa sú er féþúfa
full af gullpeningum. Og enn hló
ég hið þriðja sinn, er þú tókst blíð-
lega fagurgala konu þinnar, því
hún er þér fláráð og ótrú; munm
nú efna öll orð bín við mig og
flytja mig á mið það, er þú dróst
mig á." Bóndi mælti: „Tvo af þeim
hlutum,' er þú sagðir mér, má ég
að vísu ekki reyna að sinni, hvort
sannir eru, tryggð hundsins og trú-
leik konu minnar; en gjöra skal ég
raun á sannsögli þinni, hvort fé
er fólgið í þúfunni, og ef svo reyn-
ist, er meiri von, að hitt sé satt
hvort tveggja, enda mun ég þá efna
Ioforð mitt".,.
Bóndi fór síðan til og gróf upp
þúfuna og fann þar fé mikið, eins
og marbendill hafði sagt. Að því
búnu setti hann skip til sjávar og
flutti marbendil á sama mið, sem
hann hafði dregið hann á; en áður
en bóndi Iéti hann fyrir borð síga,
mælti marbendill: „Vel hefur þú
nú gjört, bóndi, er þú skilar mér
móður minni heim aftur, og skal
ég að vísu endurgjalda það, ef þú
kant að gæta og nota þér. Vertu nú
heill og sæll, bóndi," Síðan lét
bóndi hann niður síga, og er mar-
bendill nú úr sögunni.
Það bar til litlu eftir þetta, að
bónda var sagt, að sjö kýr sægráar
að lit væru komnar þar í túnjaðar-
inn við fjöruna. Bóndi brá við
skjótt og þreif spýtukorn í hönd
sér, gekk svo þangað, sem kýrnar
voru; en þær rásuðu mjög og voru
óværar. — Eftir því tók hann, að
þær höfðu allar blöðru fyrir grön-
um. Það þóttist hann og skilja, að
hann mundi af kúnum míssa, nema
hann fengi sprengt blöðrur þessar.
Slær hann þá með kefli því, er
hann hafði í hendi sér, framan á
granirnar á einni kúnni og gat náð
henni síðan. En hinna missti hann,
og stukku þær þegar í sjóinn. Þótt-
ist hann þá skilja, að kýr þessar
hefði marbendill sent sér í þakkar-
skyni fyrir lausn sína Þessi kýr hef-
ur verið hinn mesti dánumannsgrip-
ur, sem á ísland hefur komið; æxl-
aðist af henni mikið kúakyn, sem
víða hefur dreifzt um land og er
allt grátt á lit og kallað sækúakyn.
En það er frá bónda að segja, að
hann varð mesti auðnumaður alla
ævi. Hann lengdi nafn byggðar
sinnar og kallaði af kúm þessum,
er á land hans gengu, Kvíguvoga,
er áður voru kallaðir Vogar.
Deild bók-
m enntaþ ekkin gar
Vísis
„Að sögn Þrándar er leikur-
urinn (Sivartfugl) sipunnin úr
hinu fræga mjorðmáli á' Sjöundá,
þar sem Steinun Bjamadóttir og
Bjami á Sjöumdá drápu maka
sína. Þrándur sagöi að sér virt-
ist að innihald veríksins væri
það hvar réttleetið vaeri. — Þetta
mun vera eitt fnægasta verk
Gunnars Gunnarssonar og slkrif-
aði hann það í Danmörku. (Vís-
ir 17. miaí).
Þar sem hann sennilega fann
réttlætið.
Einnar mínútu getraun:
Hve slyngur
rannsóknarí ertu?
Mjög slæm yfirsjón
Það brakaði í stólnum hans Tom Bronsons þegar
hallaði sér aftur á bak, og spennti greipar aftur fyrir
hnakkann. Professor Fordney kveikti sér í vindli.
Klukkan á lögreglustöðinni sló ellefu.
„Haltu áfram“ sagði Bronson.
„Wally Gregg og ég voru einir niður við bátahúsið
hans Hobsons í eftirmiðdaginn — um það bil klukk-
an 2.30“ sagði Frank Dane um leið og hann hélt áfram,
vætandi á sér varirnar. „Við lentum í rifrildi út af kven-
manni og hann sló mig svo ég féll í fljótið. Eg synti
út að flotholtinu — Gregg kann ekki að synda — og
þegar hann fór þá synti ég til baka, náði í bátinn minn,
reri upp fljótið til að veiða.“
„í þessum fötum"?
„Já, það var dimmt þegar ég kom til baka. Á leið-
inni að bátahúsinu þá var ég næstum dottinn um líkið
af Gregg, svo að ég ...
„Augnablik" greip Bronson framm í, „ef það var
dimmt hvernig gatstu þá vitað að þetta var líkið af
Gregg?"
„Ég kveikti á einni af þessum“ sagði Dane um leið
og hann rétti fram stokk af öryggiseldspýtum.
„Varstu með þennan stokk þegar Gregg henti þér
í ána?“ spurði Bronson.
„Já“.
„Þetta er nóg“ hvæsti Bronson, „þessar eldspýtur
hefðu enn verið blautar, og það er útilokað að kveikja
á blautum eldspýtum."
„En þær voru alls ekki blautar, lögreglustjóri. Ég
þurrkaði þær í sólinni ásamt fötunum mínum" svar-
aði Dane hreykinn.
„Við fundum engar útbrunnar eldspýtur nálægt lík-
irvu“ sagði Fordney. - ——~
„Ég vildi ekki hætta á að ég yrði borinn Ijúgvitnum
eðg reynt að koma glæpnum á mig, svo ég stakk
brenndu eldspýtuhum í vasa minn. Hérna eru þær.1'"'
Prófessorinn leit upp í loftið, en Bronson hnykklaði
brýrnar.
„Læstu hann inn í klefa, lögreglustjóri. Bragða-
refur er venjulega kjáni“. Hvaða augljós lýgi orsakaði
handtöku Danes? Svar á 7. síðu.