Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Qupperneq 1
23. árgangur Mánudagur 26. júlí 1971_________________________27, tölublaS FiskveiSilögsagan: Olafur tapaði 1. lotunni Neitaði BBC um sjónvarpsviðtal - Missti ónœgjulegt tœkifœri fyrir þjóðarmólstaðinn - Allir undrandi Það tók nákvæmlega eina viku fyrir Ólaf Jóhannesson aS gera okkur að alþjóðaathlægi. Rembingur og búralegt mont forsætishreppstjórans varð til þess að hann neitaði BBC um viðtal í sjónvarpi sem hver heimsleiðtoginn á fætur öðrum myndi þakka fyrir að skýra málstað sinn í. Of fínn! Að vísu verður að telja, að Ólafur þykist í heldur fákænu kompaníi, þegar hann kemst á lista BBC-manna, en þar taka persónur eins og Indira Gandhi, Heath, Pompidou og Brandt með þökkum ef þeir hafa tækifæri að skýra mál- stað sinn í svo virðulegum al- þjóðafjölmiðli. Þessir kappar, sem Ólafur forsætishrepp- stjóri, telur sér ekki sæma að vera í hópi með, stjórna auk þess milljónaþjóðum og sumir, fleiri en einu ráðherraembætti. Ólíkir áróðursmiðlar Þó er það verst, að í upp- siglingu eru deilur, harðvítug- ar, um víkkun fiskveiðilögsög- unnar, og á öllu ríður að mál- staður okkar sé kynntur sem bezt og víðast. Andstæðingar okkar kynna málstað sinn í víðlesnustu blöðum heims, sem öll eru lesin af ráðamönn- um þeirra þjóða sem hér um fjalla. Auk þess hlusta þeir á flutning BBC og fá þannig að- eins brezk og önnur erlend sjónarmið, því við drögum stórlega í efa að Tíminn og Þjóðviljinn séu lesin gaum- gæfilega af þessum aðilum, þótt eitthvað mjálm heyrist í fréttariturum héðan, aðallega til norrænu blaðanna. Ólafur Jóhannesson er svo ósvífin og naive, að hann ætlar almenn- ingi hér að kyngja þeirri skýr- ingu sinni að hann hafi verið búinn að ákveða „fundi“ og „viðtöl" við innlenda aðila og þess vegna ekki getað sinnt BBC! Gullnu tækifæri glatað Þessi ósvífni nær engri átt og Guð forði landinu frá því, að þessi maður verði látinn leika lausum hala í skiptum við alvörufólk erlendis frá með fjöregg þjóðarinnar í hendi sér. Til þess að sinna ein- hverju ómerkilegu kvabbi í ráðuneytinu, þá kastar þessi ráðherra niður einu helzta og áhrifamesta tækifæri sem nokkurri smáþjóð i stórum deilum við ráðaþjóðir gat boð- izt. Hver ósköpin gátu gengið á í ráðuneytinu sem afsökuðu þessa fáheyrðu framkomu ráð- herrans? Það hlýtur að vera erfitt að stjórna þessu landi, ef ráðherra getur ekki gefið nokkrar mínútur af tíma sínum til að skýra veigamesta mál þjóðarinnar á þann bezta og áhrifaríkasta hátt sem mögu- legt var. Kalbóndinn Hér kemur strax fram sem við fullyrtum. Ólafur er með ráðherranafnbót en hrepp- stjórasjónarmið. Hann kann ekki að neyta tækifæra, en heldur að það dugi vel að berja sér eins og kalbændur. Ólafi ætti að verða Ijóst, að hér er ekki deilt um ásetu fyr- ir næsta vetur, heldur lífæð þjóðarinnar. Honum ætti að vera Ijóst, að hann hefurvegna vegtylluóska, samþykkt fárán- lega og hættulega afstöðu ti! varnarbandalags V-Evrópu s. s. að slíta þjóðina úr tengslum við Nato — „en vera samt áfram í Nato!!!“ Sú þjóðasam- steypa og samvinna okkar er Afstaða sterkari hluta ríkis- stjórnarinnar, Alþýðubanda- lagsins, og eindæma linkind Framsóknar, hafa nú skapað slíka andúðaröldu meðal al- mennings, að ýmsir ráðamenn Framsóknar eru orðnir ugg- andi um framvindu mála og flokksins sjálfs. þyngst á metaskálunum í víkk- un fiskveiðilögsögunnar, þótt Ólafi sé það ekki Ijóst. Samanburður við Frakka!!! Svo barnsleg eru rök hans, að hann lætur birta bréf í Framhald á 5. síðu. Leiguþý að austan Raunhæfari menn Fram- sóknar eru nú farnir að skilja, að launaðir útsendarar komm- únista t. d. Baldur Óskarsson, húsvörður, Ólafur Ragnar Grímsson o. fl. drógu formann flokksins á asnaeyrunum, og hræddu hann til að slaka til og hunza vilja alls þorra flokksmanna og flestra betri leiðtoga flokksins. Ólafur Jó- hannesson hefur sýnt svo fá- dæma ragmennsku og ein- dæma vegtyllusótt, að hann hefur ekki hikað við að stofna flokki sínum í hættu, heldur og þjóðinni sjálfri. Urgurá Mogga - Gylfi klagar Enn eru ókyrrleikar mikl- ir á ritstjórnarskrifstofum Mbl. vegna einræðis og uppvöðslu Eyjólfs Konráðs og endalausrar ritræpu Styrmis Stúfs. Hefur nú verið talsvert stjákkað nið- ur í Stúf, en Eykon telur sig hafa og hefur fullkominn styrk Geirs Hallgrímssonar og vegur úr því skjóli á báða bóga. Þá hefur loksins verið reynt að minnka byrðar Matthíasar, en hann hefur í rauninni borið hita og þunga daglegs rekstrar blaðsins, jafnvel ritað leið- ara þess. Var þetta afar erf- itt og reyndi mjög á Matta einkum meðan Eykon var nyðra í vinsældaleiðangri uns Norðanmenn skiluðu honum aftur. Mogginn lætur dr. Gylfa kvarta yfir því ! viðtali, að Mánudagsblaðið hafi fellt fylgi flokksins í borgarstjórnarkosningun- um af því það taldi að flokkar sem vinna saman á þingi í tólf ár ættu að vinna saman í borgarstjórn. Svo fór að Kratar nálega þurrkuðust út, svo segja má, á vissan hátt, að eitt- hvað gagn hafi verið af blaðinu en af Alþýðublað- inu alls ekkert. Er það satt, að Haukur Björnsson, stórkaupmaður, sé orðinn aðstoðarviðskiptamála- ráðherra! Nei, þetta eru ekki morgunœfingar í Saltvik eða Húsa- felli. Þessi hjákát- lega mynd er af þýzkum íþrátta- konum, sem eru að œfa undir Olyni■ píuleikana í Múnchen naista suvtar. Meiningin er sú, að keppend- ur verði naktir. Flugfélag íslands ku hafa flug- nmboðið frá íslandi. Framhald á 5. síðu. Hvað verður um Loftleiðir — varnarliðið fer? Ef þessarri ríkisstjórn, sem enn situr við völd, tekst að koma okkur úr Nato þ. e. reka varnarliðið burtu, hvernig fer þá með flug Loftleiða á Bandaríkin? Samkeppnin um Atlanzhafsfluaið er nú komin á það stig, að félögin, jafnvel þau mestu og auðugustu um allan heim, keppast um hvern farþega. Skyldu bandarísku félögin, vera yfrið hrifin af því, að sú þjóð, sem að gamni sínu, í rælni, stefnir vináttu- og samvinnuslitum við Bandaríkin og vestrænt varnar- bandalag, fái einhver réttindi til flugs á U.S.A., en það vita allir að 90—95% af farþegum Loftleiða eru banda- !skir þegnar, sem stæði næst að ferðast með sigin élum. Ætli svo færi ekki, að einu mesta fyrirtæki landsins g einum hæsta greiðanda opinberra gjalda í ríkis- n'tina yrði sparkað úr Ameríkufluginu? Upplausn og úlfúð innan Framsóknar Linkind forustunnar veldur áhyggjum — Kommar kætast

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.