Mánudagsblaðið - 26.07.1971, Page 5
Mánudagur 26. júlí 1971
Mánudagsblaðið
5
Úr sögu lands og lýðs
Framhald af 2. síðu.
sá í gegn, og tróð sér inn í garið,
en það var of þröngt, svo hún stóð
þar föst og varð loks að steini í
gatinu, og þar er hún enn. En
karlsson komst heim með Búkollu
sína, og urðu karl og kerling því
ósköp fegin.
Velvakandi og
krædnr hm
Einu sinni var karl og kerling.
Þau áttu fimm syni, sinn á hverju
ári. Ekki var fleira manna í kot-
inu en þau hjónin og synir þeirra.
Einu sinni sem oftar fóru hjónin
út á engjar að slá, en skildu bræð-
urna eina eftir heima, því þeir voru
þá stálpaðir orðnir, að óhætt var
að fara frá þeim. Veður var gott
um daginn, og voru bræðurnir að
leika sér úti í kringum bæinn. Þá
kom til þeirra gömul og hrum kerl-
ing. Hún bað sveinana að gefa sér
að drekka. Þeir gjöra það. Þegar
kerling var búin að svala sér, þakk-
aði hún þeim kærlega fyrir sig og
spurði, hvað þeir hétu. Bræðurnir
segjast ekki heita neitt. Þá segir
kerling: „Fegin varð ég að fá að
drekka hjá ykkur, því ég var að
þromm komin af þorsta; en nú er
ég svo fátæk, að ég get ekki launað
ykkur sem skyldi. Þó ætla ég að
gefa ykkur sitt nafnið hverjum, og
skal hinn elzri heita Velvakandi, sá
annar Velhaldandi, sá þriðji Vel-
höggvandi, sá fjórði Velsporrekj-
andi, og sá fimmti Velbergklifr-
andi. Heiti þessi gef ég ykkur fyrir
svaladrykkinn, og vona ég, að renta
fylgi nafni". Sfðan kvaddi kerling
*bra“ðufna og bað þá að muna vel
nöfnin. Fór hún svo Ieið sína. Um
kvöldið, þegar foreldrar bracðranna
komu heim, spurðu þau þá, hvort
nokkur hefði komið um daginn.
Þéir sögðu eins og var og svo um
nöfnin sem kerling hafði gefið sér.
Þau lém vel yfir því, karlinn og
kerlingin.
Uxu nú bræðurnir upp hjá for-
eldrum síntim, þangað til þeir voru
uppkomnir. Þá sögðust þeir vilja
fara burm úr kotinu og reyna til að
framast á öðrum stöðum. Foreldrar
þeirra leyfðu þeim það. Lögðu þeir
nú á stað, og segir ekki af ferðum
þeirra, fyrr en þeir koma til kóngs-
ins. Þeir biðja kónginn veturvistnr,
en segjast vilja fá hana annað hvort
allir eða enginn. Kóngur sagði, að
þeir skyldu fá að vera hjá sér um
veturinn, ef þeir vilji vaka yfir og
gæta dætra sinna á jólanóttina. Þeir
játa því og verða nú allir hjá kóngi.
En svo stóð á, að kóngur hafði átt
fimm dætur. En tvær seinustu jóla-
næmrnar höfðu tvær þeirra horfið,
sín hvora nótt, úr meyjaskemm-
unni, og var þó vakað yfir þeim.
Enginn vissi, hvernig þær hefðu
horfið, og hvergi fundust þær, þrátt
fyrir allar Ieitir og rannsóknir, sem
kóngur hafði Iátið gjöra. Þegar
bræðurnir vissu, hvernig ástatt var,
létu þeir konung láta smíða nýja
meyjaskemmu, einstaka sér og mjög
rammgjörva.
Nú komu jólin. Fóm þá kóngs-
dæmrnar þrjár, sem eftir vom, í
skemmuna og bræðurnir allir fimm.
Ætluðu þeir nú að vaka á jólanótt-
ina yfir kóngsdætmnum. En þeir
sofnuðu allir nema hann Velvak-
andi. Ljós var í skemmunni og hún
harðlæst. Fyrri part nætur sér Vei-
vakandi, að skugga ber á einn
skemmugluggann og því næst seil-
ist inn hönd, ógnarlega stór og
hrikaleg, og yfir rúm einnar kóngs-
dótmrinnar. Þá vekur Velvakandi
bræður sína í snatri, og þrífur Vel-
haldandi í loppuna, sem inn seild-
ist, svo sá gat ekki dregið hana að
sér, sem átti, þó hann streittist við.
Kom þá Velhöggvandi og hjó af
hendina við gluggann. Hljóp þá sá
frá, sem úti var, og eltu bræðurnir
hann. Gat Velsporrekjandi rakið
förin. Komu þeir loks að afar brött-
um hömmm, sem enginn komst
upp nema Velbergklifrandi. Hann
klifraði upp hamarinn og kastaði
festi niður til bræðranna. Dró hann
þá svo upp alla. Vom þeir þá stadd-
ir í hellismunna stóran. Þeir gengu
inn í hann. Þar sáu þeir skessu;
hún var grátandi. Þeir spurðu, hvað
að henni gengi. Hún var treg til
að segja þeim það, en þó gjörði hún
það á endanum. Sagði hún, að karl-
inn sinn hefði í nótt misst aðra
höndina og því lægi svo illa á sér.
Þeir báðu hana að huggast og bera
sig vel, því þeir gætu læknað karl-
inn. „En það má enginn horfa á
okkur", segja þeir, „á meðan við
erum að lækna, og erum við svo
varkárir með leyndardóm okkar, að
við bindum alla, sem nærri em,
svo enginn geti komið að okkur, á
meðan á Iækningunni stendur, því
þar liggur mikið við". Buðu þeir
nú skessunni að Iækna karl hennar
undir eins, ef hún leyfði þeim að
binda sig. Ekki var henni um það,
en Iét þó til leiðast á endanurn.
Bundu þeir skessuna nú rammlega
°g gengu svo inn í hellinn til karls-
ins. Var hann hið ferlegasta tröll,
og höfðu þeir engar sveiflur á því
nema drápu hann undir eins. Að
því búnu fóru þeir til skessunnar
og drápu hana. Síðan rannsökuðu
þeir hellinn og fundu þar ekkert
fémætt, sem þeir vildu hafa á burtu
með sér. Ekki urðu þeir þar heldur
fleiri trölla varir. En þegar þeir
voru að rannsaka hellinn, komu
þeir að afhelli dálitlum, og þegar
þeir komu inn í hann, sáu þeir þar
báðar hinar týndu kóngsdætur.
Voru þær þar fjötraðar inni. Var
önnur þeirra dável feit, en hin
skinhoruð. Voru þær að barma sér
yfir forlögum sínum, og sagðist sú
feitari nú eiga að deyja í dag, því
það ætti að hafa sig til jólanna. En
| í þessu gengu bræðurnir inn til
þeirra, Ieysm þær og sögðu þeim,
hvar komið var. Glaðnaði þá yfir
systrunum, sem von var, og höfðu
bræðurnir þær heim með sér til
hallarinnar og lém þær fara inn í
skemmuna til systra sinná. Var þá
enn ekki kominn dagur.
En með degi kemur kóngur út
þangað til að vita, hvernig þeim
bræðmnum hefði tekizt að gæta
systranna. En þegar hann heyrði
allt, sem við hafði borið um nótt-
ina, og sá allar dætur sínar þar
saman komnar, varð hann svo glað-
ur, að hann réð sér varla fyrir
fögnuði. Efndi hann þá til stóreflis
veizlu, og iyktaði sú veizla með
því, að bræðurnir dmkku brúðkaup
sitt til sinnar kóngsdótturinnar
hver. Urðu þeir bræður síðan allir
hinir mestu menn og lifðu bæði
vel og lengi í mesta gengi. Og tiú
er þessi saga úti.
Olafur tapaði
Framhald af 1. síðu.
málgagni sínu, um að Frakk-
ar!!! hafi gert það sama. Er
ráðherrann með fullu viti, eða
meinar hann það sambærilegt,
að herveldi á meginiandi
Evrópu, kjarnorkuveldi, segi
sig — að nokkru leyti — úr
samtökum Nato, eða varnar-
laus, fámenn, en ákaflega þýð-
ingarmikil eyja í N-Atlanzhafi,
geri sig varnarlausa með einu
pennastriki?
Lék af sér
Ólafur ióhannesson hefur
tapað háðslega og hættulega
fyrstu lotunni í fiskveiðilög-
sögudeilunni. Hann hefur leik-
ið af sér bezta útspili sem völ
var á. Nú reynir hann að af-
saka sig, en svo aum er af-
sökun hans, að jafnvel komm-
unum í ráðuneytinu blöskrar
þetta „afrek“ Ólafs.
Þá er langt gengið.
Upplausn
Framhald af 1. síðu. aa
—ú
Kommar kætast
Menn taki eftir, að sjálfir
kommúnistarnir hafa lagt fátt
til þessa Natobrölts Ólafs,
verið auðvitað sammála, en
látið reiði almennings bitna á
Framsókn og forustuliðinu þar.
Síðustu daga hefur Ólafur
verið að reyna að draga í land,
reynt að kæfa bálið en farizt
það eins óhönduglega og
mögulegt var.
Einar í sjáifheldu
Nú hefur hann otað ágætum
manni, Einari Ágústssyni, ut-
anríkisráðherra, út í það öf-
undlausa verk, að vera sá
ráðherra, sem stóð fyrir slitum
fslands við hinn vestræna
heim. Mun enginn ráðherra
vera verr klemmdur en Einar
nú, en ofríki og einmuna heig-
ulsháttur forsætisráðherra
svífst einskis í að eyðileggja
Einar.
Stefnt í óefni
Innan Framsóknar er nú
kurrað illa og hafa sumir lagt
til, að Ólafur gjörbreyti um
stefnu nú, áður en það er um
seinan, jafnvel þó það kosti
stiórnarslit. Það er öllum Ijóst,
að á tveim vikum hefur núver-
andi stjórn stefnt utanríkismál-
um okkar í voða. tapað 1 lotu
í víkkun fiskveiðilöggjafarinn-
ar. meðan kommadeildin er að
undirbúa fjárhagslegt öng-
bveiti með ábyrgðarlausum
fiárútlátum og draumóra-
kenndum ,,bjargar“-ráðstöfun-
um. sem engin tekiulind hefur
enn fengizt til að stvðia eða
heimila í framkvæmd.
Næstu vikur munu leiða í
liós. að til bess að sýnast gera
eitthvað bá hefur stiórnin,
undir forustu Ólafs oq kröfum
komma. ráðizt í verkefni sem
útilokað er fyrir ríkissjóð að
standa undir.
ALLAR LEIÐIR I LITAVER
Munstruð teppi • Keramik veggflísar • Allar tegundir af
gólfdúkum • Veggfóður 10001 litir • Málning frá öllum
framleiðendum • Kynnið yður söluskilmála vora og
staðgreiðsluafslátt • Það skal tekið fram. að það er kjörverð
Litavers á öllum ofangreindum vörum • Aðeins úrvalsvörur
Ráðleggingar á staðnum
LITAVER s.f.
ERTU
AÐ BYGGJA?
VILTU
BREYTA?
ÞARFTU
AÐ BÆTA?
Grensásvegi 22-24 Símar 30280 og 32262