Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Síða 1
ðIoSfyrir alla
34. tölublað
Mánudagur 20. sept. 1971
23. árgangur
Ferðaskrifstofa n lögð niður?
Falla undir Ferðamálaráð — Starfs-
grundvöllur enginn — Úlfúð í starfs
fólki — Mistök í þjónustn.
Það virðist nú, satt bezt sagt, allt í háalofti hjá svokallaðri
Ferðaskrifstofu rikisins, stofnun sem raunverulega er löngu
gengin sér til húðar i þeirri mynd sem upprunalega var fi!
ætlazt að hún starfaði. Forstjórinn er nú að hætta sökum ald-
urs og heilsubrests, en úlfúð og stjórnleysi ríða þar húsum.
SPAUILEGAR HLIÐAR
Þetta hefur sínar spaugilegu
hliðar. Til dæmis starfa þarna
þrjár kerlingar, sem ekki mega
sjást, og fýkur oft illilega í pils
um þar í vinnutíma, enda kerl-
ingar óværar.
ÓFARIR BÁHAI-
TRÚARMANNA
Utan Eddu-hótelanna, sem
sum eru mjög prýðilega rekin
hefur verið kvartað yfir þeim
rekstri Ferðaskrifstofunnar,
sem snýr að ferðafólki og þjón
ustu við það. Má þar nefna
hrakfarir Báhai-trúarflokksins
sem fjölmennti hingað til lands
ins, eftir að hafa tryggt sér
t
Rekin af
Þjóðviljanum?
Einkennileg og tortryggi-
leg mannalát hafa átt sér
stað á Þjóðviljanum. Um
næstu mánaðamót munu
þessir blaðamenn hafa
hætt eða verið sagt upp á
blaðinu, og eru sumir þegar
hættir — án eftirmæla flest-
ir:
Magnús Kjartansson,
ivar Jónsson,
Sigurður Friðþjófsson,
Ásmundur Sigurjónsson,
Vilborg Harðardóttir,
Guðrún Þ. Egilson,
Rannveig Haraldsdóttir.
Það eina sem er auðskil-
ið er „fráfall“ Magnúsar, en
öll hin hafa verið ágætt
starfsfólk og prýðis blaða-
menn og vissulega þjónað
lélegu málefni af trú-
mennsku og dyggð.
Það er því máske ekki
að ástæðulausu að Mbl.
talar um hreinsanir. Gallinn
er bara sá; eru slíkar hreins
anir ekki einn öruggasti
þáttur í starfi kommúnista
um heim allan?
þjónustu Ferðaskrifstofunnar,
sem ríkisbákns. Fór sú þjón-
usta öll í handaskolum, sem
lauk með því, að forráðamenn
Báhaí-manna fóru kvartandi í
ráðuneytið til að fá nokkra leið
réttingu, sem reyndar ekki
fékkst.
FERÐASKRIFSTOFUNNI
OFAUKIÐ
Tilgangur Ferðaskrifstofu
ríkisins er ekki lengur fyrir
hendi. Nú eru starfandi marg-
ar ferðaskrifstofur t.d. flugfé-
laganna beggja, Zoéga og svo
sólarlanda-agentarnir sem
,,spesíalíséra“ í spönskum sól
arströndum. Ferðaskrifstofa
ríkisins er með öllu ofaukið,
nema þá í rekstri hótelkeðju
eins og Eddu-hótelanna.
TEKUR FERÐAMÁLARÁÐ
VIÐ
Það á tvímælalaust að
leggja niður Ferðaskrifstofu
rikisins, er núverandi forustu-
maður hennar hættir og leggja
hana undir Ferðamálaráð, sem
hins rétta aðila til að taka við
þessu bákni. Ýmsir góðir
starfskraftar eru viðloðandi
stofnunina, sem eflaust má
nýta vel hjá Ferðamálaráði, en
núverandi fyrirkomulag á að
hætta sem bráðast.
Sprengja og
hundar
Eins og menn muna, þá
var hringt á skrifstofu Lofi-
leiða í New York og sagði
rödd í símann, að sprengju
hefði verið komið fyrir i
einni af flugvélum félags-
ins. Af þessu varð talsverð
töf og gaf félagið þessa
skýringu á töfinni.
Hinsvegar láðist að geta
þess, að röddin í símanum
sagði einnig, að ástæðan
fyrir sprengjunni væri sú, að
í ráði væri að aflífa alla
hunda í Reykjavík, og þvi-
líkt miskunnarleysi og ill-
mennska verðskuldaði ekki
annað. En hefði sprengjan
verið um borð og ekki fund-
izt, þá hefðu borgaryfirvöld
in máske keypt líf hund-
anna aðeins of dýru verði.
Leikfang
Mánudagsblaðsins
Útvarp Reykjavík
Einka- og einokunaríyrírtæki
Stórt skarð er þegar höggv-
ið i raðir þeirra manna, sem
fyrstir hlustuðu á útvarp hér
á landi. Sú stund var flestum
stór stund og ógleymanleg.
Jafnvel þeim, sem hana muna,
er útvarp nú löngu orðið sjálf-
sagður hlutur. Fyrr meir sátu
menn við tæki sín og drukku
í sig allt efni, sem flutt var, í
forundran yfir tækninni. Það
i viðhorf er börnum dagsins í
dag eins framandi og spen-
volg nýmjólk.
RUDDI BRAUT
Enda þótt það sé mál flestra
manna, að útvarpið hafi hér
byrjað giftusamlega, sem enn
býr að, er líklegt að virðingin
fyrir hinum nýja galdri og nokk
uð óskilgreind aðdáun a
galdramönnunum í útvarpinu,
hafi sljógvað eggjar biturrar
gagnrýni á efni og flutning.
Gætir þessa ennþá um útvarp
og ekki siður sjónvarp, enda
þótt ólíkt sé upphaf þess í
höndum íslenzkra vegna Kefla
víkursjónvarpsins, sem að
vissu leyti ruddi því braut og
kynnti hina nýju tækni lands-
mönnum á þéttbýlasta hlutan-
um.
Hins vegar er það svo, að
samfara æ magnaðri og lengri
sendingum til landsmanna
hafa útvarpsráðamenn þeim
Kvöldsöludeilan:
Hvi ekki morgunþjónustu?
Öneitanlega er þægilegt að
geta farið í búðir fram eftir
kvöldi. Ekki hefur þetta þó
verulega þýðingu fyrir þorra
fólks. Aðalatriðið er að hata
í þessu efni viðhlítandi reglu,
sem innkaupum er síðan hag-
að eftir.
Ekki er oss kunnugt um boð
eða bönn um hvenær verzlanir
skuli eða megi vera opnaðar
að morgni. Ein helzta röksemd
kaupmanna fyrir kvöldsölu er
sú, að með henni sé bætt þjón
usta. Full ástæða er til að
spyrja: Er ekki hægt að færa
eitthvað af þessum þjónustu-
vilja yfir á morgnana? Það er
líka til morgunfólk í Reykjavík.
Þeir, sem þurfa að vera
mættir til vinnu kl. 8.15 eða
fyrr geta alls ekki náð sér í
kaffi, te, heitt brauð, mjólk,
eða yfirleitt ætan bita af
nokkru tagi áður en heiman &r
farið, að ekki sé talað um að
gera almenn matarinnkaup að
morgni.
Það hefur ekki svo vitað sé
verið talin minnsta ástæða til
að taka í þessu efni tillit til
verkamanna, iðnaðarmanna,
kennara og fjölda skólafólks á
öllum aldri, sem byrja daginn
fyrr en flestir aðrir, að ekki sé
nú minnst á húsmæðurnar á
heimilum þessa fólks. Það þyk
ir kannske ástæða til að
snobba fyrir fótaferðartíma
stjórnarráðsstarfsmanna, sem
nú nýverið eru farnir að hefja
störf fyrr á morgnana en áður
hefur tíðkazt.
Enginn þreytir sig lengur á
að kvarta undan dreifingunni
á svokölluðum „morgunblöð-
um“. Það kemur manni bara í
illt skap.
Kaupmenn: Morgunstund
gefur gull í mund.
mun óbrigðulli tappa í eyrum
fyrir allri gagnrýni o'g ábénÖ-
ingum hlustenda.
GAGNSLAUSIR TAKKAR
Einu sinni var fundið upp
allsherjarsvar við öllu slíku,
og fólki bent á það í svívirði-
legu purkunarleysi einokar-
ans, að á hverju tæki væri
takki, sem hægt væri að loka,
með, ef menn væru ekki á- j
nægðir með útvarpið. Ráða-
menn útvarpsins og ýmiss kon
ar fólk, sem af eiginhagsmuna
ástæðum telur það þegn-
skyldu að bera blak af hverri'
svínastíu, trúa því, að þetta
séu góð svör.
Hlustendur útvarps og nú
sjónvarpsáhorfendur eru í að-
stöðu einyrkjans, sem varð að
skipta við einn kaupmann eða
eina verzlun og lagði þar inn
u11 sína, lömb, fisk eða aðra
nyt, án þess að geta haft nokk
ur áhrif á verðlag afurða
sinna. Líkaði honum ekki verð
Framhald á 6. síðu. j
Eysteinn ræður enn mestu
„Þetta á að fara hljótt“,
sagði háttsetur Framsókn-
armaður nýlega, „en það er
á allra vitorði, að Eysteinn
Jónsson er bakvið allar ráða
gerðir og yfirlýsingar ráð-
herra okkar. Ólafur er nán-
ast ekki annað en brúða
sem Eysteinn kippir í streng
ina, og Einar er enn of ung-
ur til að hafa sig verulega
í frammi. Halldór Sig. er sá
eini, sem þorir að standa á
meiningu sinni og Eysteinn
lítt fús að fjalla um fjármál
sem slík.“
Þetta eru hörð orð, en
menn geta þó hugleitt
ALLA framkomu Ólafs og
séð, að manninum eru óeöli
lega mislagðar hendur og
fáránleg framkoma hans í
sjónvarpi er vart einleikin.
Hinsvegar nýtur Eysteinn
þess, að hafa völdin, sem
hann missti í einhverri
mynd og ennþá er hann
lang-sterkasti maður flokks
ins, formaður þingflokks
Framsóknar.
Það er ýmislegt að tjalda
baki hér.