Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Page 3

Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Page 3
Mánudagur 20. september 1971 Mánudagsblaðið 3 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Plógur og stjörnur Höfundur: Sean O’Casey. — Leikstjóri: Alan Simpson Vel lukkað verk í IÐNÓ Lcikfélag Reykjavíkur heldur enn áfram í vímu allsnægta bæði fjárhagslega og andlega og virðist nú, í upphafi nýs leikárs, að enn hafi forráðamönnum þess tekizt að velja verkefni, sem á eftir að gefa auð annars vegar en skemmta hins vegar og verður ekki kosið á betri árangur fyrir nokkurt fyrirtæki. Leikárið hófst í ár á sýningu írska leikritsins Plógur og stjörnur eftir Sean O’Casey, tragi-komedia með alvarlegum „undirtón" skemmtilega unnið verk og svo mjög í írskum anda, að mönnum finnst stundum að mælirnin sé löngu fullur. En það er, eins og flest frægustu verk íra á leiksviði búið til í kringum hina eilífu sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, sem tek- ið hefur á sig fornaldar- eða mið- aldablæ og reyndar haldið þessari þjóð um aldaraðir frá allri þróun og framförum. Enn í dag eiga sér þarna stað vígaferli, sem minna einna helzt á drauga fortíðarinnar, allt frá galdrabrennutímabilinu. Frelsisbaráttan, hatrið á Bretum og svo fáránlegar trúarbragðastyrjald- ir, auk næstum yfirnáttúrulegs órétt lætis í þjóðlífi íra hefur orðið til þess, að þjóðskáldin þeirra hafa aldrei fundið að ráði annað verk- efni en eilíft stag1 um sjálfa sig frá þessu sjónarmiði. Þe'tta vefður þó ekki til þess áð' gera írska leikritun leiðinlega. Þvert á móti hafa sumir af sonum írlands, sem mestri frægð hafa náð, samið undurfögur og einkar sér- stæð og skemmtileg verk. Þau hafa að vísu verið fullyrðingasöm, hat- röm og oft einmunalega óréttlát t garð þeirra, sem írskir þjóðernis- sinnar liafa talið óvini sína, en þannig er írska sálin og skiptir engu um hvort þar sé hinn sanni íri í heimalandinu eða innfluttur lögregluþjónn í Brooklyn, New York. Slagsmál og brennivín hafa verið aðalsmerki þeirra frá upphafi og blóðug átök sjálfsögð og næst- um nauðsynleg til að viðhaida lr- anum írskum. O'Casey er okkur sæmilega kunn ur en þó held ég að ekkert verka hans komíst nálægt því, sem nú er - sýnt í Iðnó. Heimsstyrjöldin fyrri geysar í Evrópu en á heima- velli, Dyflinni, geysar frelsisbar- áttan með.engu minni tryllingi og ósköpum. Raunar er það staðreynd, að þegar þessu brölti íra lauk lá borgin þeirra í rúst og heimahetj- urnar supu seyðið af alserleiia von- lausri baráttu með tapi veraldlegra verðmæta og svo hörmungum sem lögðust á borgarana. O'Casey tekst að skapa.algjörlega.einstaeðar per- sónur í þessu fjögurra þátta verki. Línurnar eru svo skýrt dregnar að nú fá leikarar ekki einu sinni að reyna að skapa sjálfir, því raun- verulega.býr höfundur þetta.alveg fullkomið í hendurnar á þeim. Ekkert er eftir annað en að vinna úr yiðfangsefninu, ekki skapa held- ur. fága. Andstæðurnar eru margar,- hungur, ofsi, örvænting, taumlaus gamansemi og heigulsháttur, blá- kalt raunsæi koma þar-na fram án þess að blandast eða semja sín á milli. í lokin hefur ekkert breytzt, tapið var fyrirsjáanlegt og, eins og oft vil verða, þá var ekkert eftir nema glorían, hversu mikil sem hún kann að liafa orðið. Höfundur- inn leggur ekki neina endaniega dóma á það hvað páskauppreisnin eða frelsisbaráttan í heild áorkaði en leggur áherzlu á örlög sambýlis- fólksins og þau verða sannarlega eftirminnileg. Það er vart hægt að tala um veika punkta í verkinu þótt 3. þátt- ur sé bæði lakast skrifaður og eir.n- ig lakast unninn. Að vísu eru þar stórsnjallir sprettir, en átökin milli hjónanna Noru og Jacks verða á- kaflega óeðlileg og óraunhæf. Það er t.a.m. ákaflega ólíklegt, að upp- reisnarmenn á fiótta, með særðan félaga að dauða kominn, nemi stað ar utan við hús foringja síns, Jacks, sem þár lendir í ástarerjum við konu sína, atlotum og deilum um ást, hjónaband og skyldu við mál- efnið. Ekki bætir úr, að félagi hans og undirmaður er að drepast úr sár um og hann Iendir í hálfgerðri orðasennu við liðþjálfa sinn. Yfir þessari senu heyrast svo háðsk ar drunurnar í Bessí, boldangskerl- ingu, sem ekki er gefin fyrir ytfi tilfiningar eða sjálfstæðisbaráttu hinna írsku. Þetta er afar veikur hlekkur í mjög sterkri keðju, en þó ekki nógur til þess að slíta hana. Hversu alvarlegur undirtónn höf undar er skal látið ósagt. Honum hefur rnáske, eins og stimir halda, litizt miklu betur' átefniviðinn en hina raunverulegu hugsjón, sem að baki lá hjá uppreisnarmönnum. Það vissu reyndar allir, að í þessa daga var brezká' heimsveldinu allt kærara en að gefa upp, eða .sleppa millimetra af heimsvejdi sínu og sveifst einskis til að hajda því, sem það hélt að væri sitt. Bins og þessi „bylting" var undirbúin, þá vissu flestir að aðeins öfgafullir, ungir írar myndu æða í baráttu við Bret- ana eins og liðsmunur var mikill og árangur vonlaus. En höfundur drepur líka réttilega á þau vanda- mál, sem þá voru með írúm og eru í dag að gera þá þjóð alla að undri. Leikstjórn Alans Simpsons er á- ferðarfalleg, víða sterk og ytra borð hennar öllum til sóma. Tímasetn- ingin er skjót og örugg og víða gætir óvæntrar hagsýni og hraða. Þar er ekki, fremur en í verkinu, auðn né andvaraleysi, því Ieikstjór- inn keyrir á fuLIu út sýninguna. Honum hefur yfirleitt valizt gott lið, sennilega að ráði ■ Péturs Ein- arssonar, aðstoðarmanns síns, en nokkuð háði sýningunni, að leikar- ar stömuðu óþarflega og stóðu fast- ir í replikkum, en þær eru ,víða erf- iðar og alls ekki eins. vel orðaðar og skyldi, því málið er víða þung- lamalegt og óþarflega .hátíðlegt án þess að vera sérkennilegt, eins og ætlazt er til. Leikurinn vár almennt mjög góður hjá þeim, sem léku stærri hlutverk, þó voru þar und- antekningar. Mesta athygli fannst mér vekja Helgi Skúlason, Peter, mjög vel unnið hlutverk, Gísli Hail dórsson, Fluther, vakti og geysilega hrifningu í hlutverki smiðsins, enda gætti Gísli einstaks hófs og urðu atriðin miÍH hans og Helga hrein snilld svo og milli Gísla og Borgars Garðarssonar, Covey, en Borgar átti þarna mjög athyglis- verðan leik. Guðrún Stephenscn, Bessí, skóp mjög eftirminnilegan leik í hlutverki þessarar fyrirferð- armiklu og hrjúfu sölukonu, drykk- felld, kaldlynd á ytra borði, orð- hákur mikill, en þó raungóð í lok- in, unz drepin. Guðrún Asmuncis- dóttir nær ekki eins vel og skyldi blæbrigðum. Hún skiptir óeðlilega skaphöfn, nær vel gleði og ást en því miður verður leikur hennar ó- bei ^*-ðar og fálmandi þegar til ör- væntingar kemur, ósannur og of oft grípur leikkonan tíl hávaða, eins og til að fela þá hnökra, sem hún máske finnur í leik sínum. Þriðji þáttur bar þessa gleggst merki, þótt hún bæti mjög vel við sig í lokaþætti. Þorsteinn Gunnars- son eiginlega hálfhvarf í haf þess- ara sundurleitu og vel sköpuðu per- sóna höfundar. Þetta er vandræða- lilutverk eins og oftast verður þeg- ar blandað er saman ást og her- mennsku eða hugsjónum og höf- undar vilja hvorugt særa. — Það sem hann sannar í fyrsta þætti, af- sannar hann í fyrrihluta 3. þáttar og hringlar svo aftur til fyrri hug- sjóna er hann hrindir Noru fra sér. Þetta var óláns hlutverk og auk þess linlega unnið af Þorsteini. Það sópaði einkar skemmtilega af Sig- ríði Hagalín, Gogan. Þarna var snilldarlega skrifað hlutverk og leikkonan gætti þess að láta ekkert tækifæri, sem það gaf fara forgörð- um. Blærinn yfir sýningunni var eins og bezt verður á kosið. Þetta var írskt alþýðufólk eins og menn þekkja það bezt úr skáldskap, hrjúft á ytra borði, skemmtilegt og drykkfellt, þegar ekkert a moti blæs og ágreiningsefni eru ekki í hávaða, en einmuna einþykkt og kjánalega stolt í samskiptum við aðra. Leikstjórinn hefur sannarlega vitað hverju bar að ná fram, cg hann hefur frá eigin sjónarmiði sennilega náð því fram, sem hann óskaði. Þýðing Sverris Hólmarssonar var þung í vöfum og einhliða. Setning- ar ýrnsar fóru ekki vel í munni, stirðar og óþjálar, sem reyndar kom fram hjá leikendum. Tjöld Stein- þórs Sigurðssonar voru skemmti- lega raunveruleg og féllu skínandi vel inn í verkið. Þau voru vel unnin og sluppu alveg við hið venjulega og óeðlilega leikhús-„andrúmsIoft". Þetta er eitt af þeim verkurn, sem ekki svíkur neinn leikhúsgest. A. B. P.s. Skrifað eftir sýninguna s.l. miðvikudag. Sána-böð Framhald af 8 síðu. og úrgansefni. Þetta herðir líkam- ann og ver hann gegn sjúkdómum yfirleitt. Sá sem stundar sánu er nokkurn veginn laus. við kvef og innkuls. Hin öra svitun er einnig gott ráð við allskonar gigtarverkj- um. Það bætir þessi heilsusamlegu áhrif enn, ef menn fá nudd hjá kunnáttumönnum eftir gufubaðið. Walter Peters virtist ekki veta alveg sannfærður þrátt fyrir þessi rök: „Þolir líkaminn þessi snöggu umskipti frá heitu lofti yfir í ís- kalt vatn?” spurði hann áhyggju- ftillur. En ég gat róað hann. Það er alls ekki nauðsynlegt og jafnvel ekki hentugt að herða líkamann með því að stökkva þannig skyndi- lega úr miklum hita í ískalt bað. þótt ýmsir læknar segi það e.t:v. Volgt vatn gegnir sama tilgangi í byrjun. Síðan er hægt að fara í kald ara bað. , Áður en Walter Peters yfirgaf lækningastofu mína, gaf ég hon- um eina ráðleggingu. Það er ekk- ert vit í að ætla að bæta sér upp það vökvatap, sem líkaminn verð- ur fyrir í gufubaðinu, með því að drekka bjór. Ef maður finnur til mikils þorsta eftir gufubað, á mað- ur ekki að drekka annað en ferskan ávaxtasafa. Hann sagði að það myndi ekki reynast auðvelt, því að hann hefði ekkert á rnóti nokkrum köldum bjórum. > c/5 Þci íóid olloi Iryogingor hjó okkur Hinn 1. september voru'liðin 25 ár frá því að Samvinnutryggingar hófu starfsem! s!na. Bjartsýni og stórhugur ríkti við stofnun félagsins og fullyrða má, að flestar öskir og vonir hafa rætzt. Viðskiptavinum fjölgar stöðugt og margbreytileg verkefni vaxa dag frá degi. Nauðsynlegar nýjungar hafa verið teknar upp og áföllum verið mælt með festu og öryggi. Meginstefnan er og hefur verið hagkvæmar tryggingar og sanngjarnt ijónauppgjör. Á þessum tímamótum er því ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri, sem náðsí hefur, og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Félagið er enn ungt að árum, og framundan eru manndómsárin. Á því aldursskeiði má vænta beztra afreka, þegar undirstaðan hefur verið Iögð af kostgæfni og með ákveðið takmark í huga. Á þessum tímamótum sendum við öllum viðskiptamönnum okkar beztu árnaðaróskir. SAIMVirVIMJTRYGGIINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.