Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Side 4

Mánudagsblaðið - 20.09.1971, Side 4
Mánudagsbiaðið Mánudagur 20. september 1971 Blaá fynr alla Sími ritstjórnan 13496. — Auglýsingasími: 13496 Verð i Iausasölu kr. 25,00 — Áskriftir ekki teknar Prentsmiðja Þjóðviljans. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON Leiksigrar og leiklistarlífið Það er ekki oft, að við eigum erlendum sigrum að fagna á vettvangi leiklistarinnar. Ef frá eru teknar ómerkilegar kynn- ingasýningar til Norðurlandanna og Færeyja, þá getur þjóðin ekki enn gortað af „geysilegum" sigrum meðal erlendra þjóða í leiklist. Leiksigur Róþerts Arnfinnssonar er fyrst og fremst per- sónulegur leiksigur hans sjálfs, en ekki íslenzks leikhúss sem slíks. Róbert er fágaður, vel gefinn listamaður, lærður í grein sinni og virðist leggja sig allan fram hvort heldur um veigamikið eða smátt verkefni er að ræða. Hann hefur sýnt okkur ýmsar hliðar listgreinarinnar bæði hádramatískar og svo gleðibrögð gamanleikjanna. Hann býryfir göllum og kost- um hins sanna listamanns. Honum getur vel mistekizt, og þar má segja að honum sé öðruvísi farið en þeim obba af leik- urum okkar sem, að eigin mati eru óskeikulir, aðeins fórnar- dýr illviljaðra og oftar en ekki þekkingarlausra gagnrýnenda og frámunalega óupplýsts áhorfendalýðs. Einkum eru það miðlungsmennirnir, litlausir þumbarar í listgreininni, sem einna hæst láta í þesum efnum. Margir eru skjótir að gefa opinber- ar yfirlýsingar þess efnis, að ,,þeir taki ekkert mark á gagn- rýni“ og öðrum álíka merkilegum staðhæfingum í sambandi við þá listgrein, sem þeir hafa tileinkað sér. Gallinn við þessar yfirlýsingar er aðeins sá, að það eru einmitt þessir menn sem verst bregðast við ef við þeim ar blakað fyrir frammistöðuna á sviðinu. Almenningur hér í fá- menninu hefur heyrt þessa listamenn úttala sig í fjölmiðlum þess opinbera og svo blöðunum. Samt er það svo, að fáir, ef nokkrir, af þeim, sem mest gapa um hæfileika- og þekk- ingarleysi gagnrýnenda og vanþakklæti almennings, hafa skil- ið eftir á sviðinu annað en miðlungsleik í mesta lagi en oftar skör neðar en telja má almennar kröfur um leik í hlutverki. Við eigum góðan hóp, en ekki fjölmennan, af leikururn. Við eigum mikinn hóp og harðsnúinn af miðlungsfólki, eins- konar glorifikeruðum statistum, sem telja sig ódauðlega fyrir það eitt, að sleppa skammlaust af sviðinu. Það er kominn tími til, að forráðamenn leikhúsa okkar hreinsi sig af því sleni, sem grúft hefur yfir leikarastéttinni undanfarna áratugj. Það er ekki nein þróun í leikhúsinu hvað leikara snertir. Stöðnunin er ekki í vali verkefna heldur í litleysi leikaranna. sem líta á störf sín litlu bjartari augum en venjuleg opinber skrifstofu- blók á sitt starf. Beztu leikarana á að velja úr, skapa þeim miklu meiri launa- möguleika en samningsbundnum meðalmönnum og konum, sem í rauninni geta lítið eða ekkert. Við verðum að losa okkur við týpu-kerfið, gamla móðinn og rykfallið verðmætamat í sambandi við leiklistina. Fjöldi leikandi manna í leikhúslífinu nú telur það raunverulega framför, að velja sem fjölbreyttust verkefni. Það er nauðsynlegt, en fyrst af öllu verður að hreinsa andrúmsloftið hjá leikurunum sjálfum, losa sig við eftir þörfum, bæta við eftir þörfum og skapa heilsteypta stétt- listræna og áhugasama, sem umbunað er eftir hæfileikum og afköstum, en ekki eftir þurrum samningum og vinnustund- um. — Með litprentuðu sniðörkinni og hár- nákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! ! KAKALI skrifar: 1 5 [f 1 7* £ 1 1 IS/I O D E ISJ J í HREINSKILNI SA6T Þá er loksins komið í tízku, að viðurkenna það, að í Reykja- vík er „starfandi" götuskríll, sem er orðinn höfuðborginni til háðungar og íbúum hennar til leiðinda, óþæginda og sumum hverjum til tjóns, óbóta og ó- friðar almennt. Þá er þetta auð- vitað orðið skemmtilegt afþrev- ingarefni hjá gestum Iandsins og borgarinnar; þessi klondíke stemmning, sem ekkert skortir nema byssubeltin, og starfandi mellur í búlum og brynningar- stöðum þeim, sem kallaðir eru samkvæmishús. Blöðin eru farin að ranka við sér. Alþýðublaðið er einna stór- tækast, lætur sér vart nægja að prenta og lepja upp kjarnann úr öllum greinum sem hér hafa birzt um þessi mál, heldur bætir ýmsu við frá eigin brjósti og færir þetta allt saman í æsiscíl, sem máske verður einna afdrifa- ríkastur fyrir útbreiðslu þess. Vísir er einnig kominn á þetta stig en fer þó miklu mun betur með mál sitt, en Vísir má þó eiga, að hann er eitt bezta frétta blaðið og kann að blanda saman stíl og efni, þannig að vel verð- ur Iesandi. Þá er svo komið, að Tíminn er farinn að taka föst- um höndum á þessum málum, jafnvel svo, að blaðið viður- kennir að ekki er allt með felldu, að „því er tjáð". Auðvit- að kemur vart fyrir að Þjóðvilj- inn viðurkenni, að nokkuð sé at hugavert í þessum efnum. Ósk forráðamanna þar er auðvitað ekki annað en almenn upplausn og það er aðeins í neyð, og til þess, eins að þykjast vera með „í Ieiknum" að þetta, Ieiðinleg- asta blað landsins, fæst til að tala um þessi mál. Verstur er þó hjutur vesalings risans, þessa trölls, sem gefin er bæði stærð og luraháttur, en varð algjör- lega afskipt í öðrum efnum. Morgunblaðið, í kjánalegri eft- iröpun sinni af „virðulegu blöð- unum", snertir þessi mál alls ekki nema þá dansar í kring- um þau eins og köttur í kring- um heitan graut. Svo vendilega hefur þetta blað svikið hlut- verk sitt í að benda á þá válegu þróun, sem á sér stað utan við glugga borgarbúa, að það „jaðr- ar" við glæp, eins og skáldið sagði. Þar er allt undir sama flagginu, því jafnvel vinstri blöð in játa, að þau séu þakklát þessari stjórnarandstöðu, sem ráðherrar þéirra búa við, því þar flýgur hvert tækifæri á annað ofan framhjá hinni alvarlegu stefnu þess, nefnilega að ræða vandamál stjórnmálanna og gera tillögur til umbóta. Gallinn er þó ekki beinlínts áhugaleysi blaðanna nema þá til að slá þessum málum upp í sölu aukningarskyni eins og t.d. AI- þýðublaðið. Sú staðreynd er þvi miður fyrir hendi, að blöðin gera aldrei út nokkra af blaða- mönnum sínum til að skoða þann voða, sem fyrir hendi er. Þau láta sér nægja umsagnir varðstjóra lögreglunnar eða ein- stakra lögregluþjóna, sem auð- vitað harma ástandið en gera það á þann hátt, sem bezt kem- ur fram í ópersónulegum lög- regluskýrslum. Nú ef þó svo komið, að allur almenningur er farinn að sjá, að reykvískir borgarar eru byrj- aðir að búa við „terror", hrein- ar ógnir að kvöldlagi um helgar. Öskrandi rennusteinslýður, flest Æskan á leið til helvítis — Lögreglan og dómsmála- ráðuneyti sofa í æsifréttir Þjóðviljans — áhugaleysi — Óþolandi á- lífið og drykkja æskunnar — Með hverra hlessun? ir undir tvítugu æða um borg- ina æpjandi, syngjandi, eða berj- andi vegfarendur, eyðileggjandi allt sem á vegi þeirra verður, blóm garðanna, bifreiðir utan húss, umferðarmerki og önnur mannvirki, sem „heillar" þá það og það skiptið. Utan við a.m.k. þrjú samkomuhús safnast svo utangáttarskríll, sem bíður eftir að hleypt sé úr húsunum með öskrum og ólátum svo íbúar nærliggjandi húsa hafa lítinn sem engan næturfrið. Við höf- um rætt við starfsfólkið, ekki forráðamenn sumra þessara húsa og ber því, almennt, saman um, að innan húsanna sé tiltölulega rólegt, því annars sé viðkom- andi hent út, en það sé hinsveg- ar utangáttalýðurinn, sem standi fyrir öskri og ólátum, truflandi borgarana. Þetta heimildarfólk blaðsins er starfsfólk, því svo mun vera, að eigendur eða stjórn endur þessara fyrirtækja séu ekki með öllu hlutlausir. Lögregluskýrslur blaðanna eru einkar fróðlegar, einkum vegna þess, að þær byrja alltáf á því óskapar erfiði, sem liðið á í við að sætta hjón og sinna útköllum á heimilin. Þetta er eflaust rétt. Heimskuleg löggjöf um lokunartíma hefur orðið til þess, að „heimapartý" eftir að öllum gestum er varpað út af skemmtistöðum borgarninar milli eitt og tvö að nóttu, hafa margfaldazt og aukast nú enn eftir fjölgun í borginni. Það er í þessum partýum, að fyrst hefst ofboðsleg drykkja, þá er drukk- ið ómælt af sameiginlegum birgðum, keyptum hjá sprúttsöl um, og megintilgangurinn er sá. að verða ekki afskiptur. Mun sú staðreynd vera drjúgur þátnir í því ástandi, sem oftar en ekki skapazt í partýum. Reglugerðinni um aldur e: framfylgt eftir því sem því verð ur við komið segja eigendur og ■stjórnendur „brunnanna" Iög- reglu. Þetta kann að vera rért, en þó þykir það skrítið, áð um 90% af öllum þeim lýð, sem hangir utan skemmtistaðanna eða er tekinn inni á þeim eða utan þeirra eftir lokun er langt undir aldri. Þetta vottar lögregl- an og enginn er meira undrandi en einmitt þeir foreldrar sem sækja börnin til hennar. Blaða- menn og ljósmyndarar, sem ætíð telja sig á heimsmælikvarða, takist þeim að elta uppi árekstr- arstað og mynda laskaða bíltík eða brotið reiðhjól, virðast treg- ir að mynda ástandið hjá „yngstu borgurunum" sem eiga m.a. að „erfa landið". Það má alls ekki hrófla við blessaðri æskunni, þá gæti hún fengið komplexa, segja þeir mikils metnu sálfræðingar sem hér starfa. Æskulýðsdekrið er orð- inn snar þáttur í aukinni spill- ingu unga fólksins. Það má ekki hrófla við þessum kvikindum hversu sem þau haga sér. Þau eru sótt í vörzlur lögreglunnar í elskandi arma hálfdrukkinna foreldra, sem ekkert skilja í þessum ósköpum. . Sennilega Ieggja sálfræðingarnir alla bless un sína yfir þessi mál, því heil- brigð þjóð yrði þeim að atvinnu tjóni eða a. m. k. rýrði tekjur þeirra. Að aga æskuna er glæp- ur sem aðeins þekkist hjá fas- istum og nazistum og svo í þeim löndum, sem kommar hafa náð algerum undirtökum. Lýð- ræðið þarf engan aga, það agar sig sjálft eins og svo glettilega hefur komið í Ijós. Framhald á 6. síðu. \ \ i i i i \ \ \ \ \ I I fc. \ \ \ \ ! \ \ ! I * I \ \

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.