Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Síða 2
2
Mánudagsblaðið
r
Mánudagur 27. september 1971
Þormóður í Gvendareyjum
Gvendareyjar heita einar af Su5-
ureyjum á Breiðafirði. Þar bjó
lengi maður sá, sem Þormóður hét
og var Eiríksson; var hann ekki
síður kraftaskáld en kunnáttumað-
ur, að sagt var, þó hér verði fátt
eitt talið af hvoru tveggja. Þormóð-
tir átti fyrir fyrri konu Guðrúnu
Helgadóttur, en seinni kona hans
hét Brynhildur. Þau Guðrún áttu
nokkur born saman, og verður
sumra þeirra síðar getið. Þormóður
bjó fyrir víst þrjú ár í Vaðstakksey
hjá Stykkishólmi, áður en hann
flutti í Gvendareyjar, og farnaðist
þar að sumu leyti vel, sem hann
kvað:
„Vetur þrjá í Vaðstakksey
var ég með gleði og yndi,
sviptur þrá á Sviðris mey,
síðan má hún heita grey."
Vaðstakksey er sagt, að hafi ekki
byggzt síðan.
Einu sinni, meðan Þormóður var
í Vaðstakksey, lá kona hans á sæng
um vetrartíma; gat þá Þormóður
ekki kveikt fyrir ljósmatarleysi, en
honum leiddist myrkrið og kvað:
„Mína, Jesú, mýk þú raun,
mæni ég til þín, hjálpin væn;
þína send mér bjargarbaun,
bænheyr, lífsins eikin græn."
Eftri það gekk Þormóður út og
ofan tii sjávar og fann þar nýrek-
inn sel dauðan og hagnýtti sér hann
til ljósa.
Ekki vita menn með vissu, hvað
Þormóði gengi til að fara úr Vað-
stakksey, en þó ætla menn, að hafi
helzt verið draugagangur og að-
sóknir, sem hann átti þar við að
eiga bæði á sjó og í eynni. Einu
sinni fór hann á báti í næstu ey,
og þegar hann kom út á sundið,
gekk báturinn ekki undir honurn,
þó hann þættist róa rösklega. Fór
hann þá að svipast um og sá, að
sinn púki hélt í hvorn stafn á bátn-
tun. Hann gerði sér þá lítið fyrir og
innbyrti báða, lét þá svo róa með
sig, þangað sem hann ætlaði, og
sleppti þeim þar.
Öðru sinni er sagt, að honum
hafi verið sendir sjö draugar í einu
út í Vaðstakksey; lét hann þá setj-
ast fyrst inn í skála á rúmin þar, en
síðan, þegar hann var búinn að
skemmta sér þar við þá um stund,
flutti hann þá úr eynni í land, lét
þá róa undir sér sjálfa og setti þá
svo niður á landi. Þó flutti Þor-
móður ekki alla þá drauga til lands,
Skrýtla
Maður nokkur hringdi til jarð-
arfarastjóra. „Ég ætla að biðja yður
að gera svo vel að koma hingað
strax og sjá um útför konunnar
minnar.
„Konunnar yðar," hrópaði jarðar-
fararstjórinn. „Jarðaði ég hana ekki
fyrir rúmu ári."
„Skiljið þér það ekki maður, að
ég gifti mig aftur?"
„Er það satt? Ég vissi það ekki,"
svaraði jarðarfararstjórinn, „ég
óska yður til hamingju."
sem honum voru sendir út í Vað-
stakksey, heldur setti hann þá suma
niður eða kvað þá niður úti í
eynni; því heitir þar síðan Drauga-
bæli.
Margt hefur verið sagt frá við-
ureign Þormóðar við drauga og for-
ynjur, sem hann fékkst við og kom
fyrir. bxði fyrir aðra og sjálfan
sig, og komst þá stundum í krapp-
an dans, og eru miklu fleiri sögui
um það, hvernig hann veitti þeim
frið og lið, sem ofsóttir voru af
draugum og sendingum, en um þaö,
að hann hafi sent þær sjálfur, stzt
að fyrra bragði. Vestur við Isaf jarð-
ardjúp voru feðgar tveir, og hétu
báðir Jónar, að sumir segja. Þeír
áttu illt úti standandi við nágránna
sinn, sem Einar hét; Einar átti
dóttur eina gjafvaxta, og vildi Jón
yngri fá hennar fyrir konu, en Ein-
ar vildi ekki gifta honum hana, því
þeir feðgar höfðu illt orð á sér, og
þó var stúlkunni meir um kennt.
Heituðust þeir feðgar við feðginin
og sögðu, að stúlkan skyldi hvorki
verða sér né öðrum að nytjum að
heldur. Leið þá ekki langt um,'áður
stúlkan varð utan við sig (Ieikin),
og sótti að henni loftandi, að sagt
var, svo að hvorki hafði hún fó næt
ur né daga, og lá við vitfirringu.
Föður hengar JxStíi■ þe^^oúkiil.
mein, og kenndu allir þeirn- feðg-
um, sem þóttu- bæði tllmennf-og
fjölkyngismenn. Af þv^þá ®kom
ið orð á Þormóð fyrir kunnáttu
hans, sendi Einar tif'hánS , mann
með hesta, því þeir eru óvíða í
eyjum, og lét biðja hann Iiðs. Séndi
maður kom á fund Þormóðs ög bar
fram erindi sín. Þormóður tók þvf
f;ílega og sagðist ófær til að fara í
hendur ísfirðingum og mundi hann
reisa sér þar Iiurðarás um oxl, ó-
kenndur máður og lítt fróður. En
af því sendimaður Ieitaði því fastar
á sem Þormóður færðist undan, fór
svo, að Þormóður hét að fara. Þeir
fóru svo sem leið Iiggur til ísa-
fjarðar, og hafði Þormóður reiðings
hest með sér vel reiðingaðan og
ekkert á nema umbúðir miklar
bundnar við bogann. Ekkert vissi
sendimaður, hverju það sætti, fyrr
en þeir komu á Þorskafjarðarheiði;
þar vakaði Þormóður á vatni því,
sem Gedduvatn heitir, og dorgaði
um stund; hann beitti gulli á öngul
sinn og hafði þá á höndum mann-
skinnsglófa. Að stundu liðinni dró
hann vatnageddu; það kvikindi ef
gyllt á Iit og baneitrað. Lét Þor-
móður gedduna fyrst í flösku, vafði
þar utan um úlpu og öllum þeim
skinnum og umbúðum sem hann
hafði áður bundið við bogann á
reiðingshestinum, og þegar hann
hafði um búið sem bezt hann gat,
batt hann þenna bagga enn við
bogann á reiðingshestinum og hélt
svo áfram ferð sinni til Einars, og
tók hann vel við Þormóði. Þegar
sprett var af reiðingshestinum, var
hann hárlaus á bakinu, þar sem
geddan hafði legið á, og eins og
sligaður, og aldrei varð hann jafn-
góður síðan; var það kennt eitur-
krafti kvikindis þessa. Þormóður
tók síðan gedduna, þegar vestur
kom, og gróf hana niður undir
þröskuld í húsi því, sem hann svaf
í og stúlkan í öðru rúmi. Við það
létti þegar fyrstu nóttina aðsókn-
ir.ni og svo aðra, en þriðju nóttina
var að heyra nöldur nokkurt við
dyrnar. Þormóður var þar viku, og
batnaði stúlkunni, svo að hún
kenndi aldrei aðsóknar síðan.
Þegar Þormóður fór suður aftur,
var hann við kirkju á sunnudegi,
og af því hann þekkti þar engan
mann, var hann einn sér og utan
við og stóð við kirkjugarðinn.
Heyrði hann þá að tveir raenn töl-
uðust við inni í garðinum og ræddu
um, hver þessi ókunnugi maður
væri eða hvert það mundi vera sá,
sem læknaði stúlkuna, og hældu
honum á hvert reipi, svo Þormóður
heyrði undir væng. Þóttist Þormóð-
ur vita, að Jsetta mundu vera þeir
feðgar og flátt byggi undir fyrir
þeim. Þeir spurðu hann þá að
heiti; en hann sagði sem var. Lof-
uðu Jx-ir hann í hverju orði og
sögðust vilja sýna það, að slíka
menn mettu þeir mikils, og buðu
honum fylgdarmann heim, af því
liann væri ókunnugur öllum leið-
um. Þormóður kvaðst hafa fylgd-
armann og hesta frá Einari bónda,
en ekki mundi sér þykja óskemmt-
un að fleiri fylgdarmönnum. Ekki er
getið ''férðá jx'irra Þormóðar-, fyrf
én Jxir komu undir Klofningsfjall,
þar sem Ballará fellur úr Klofn-
ingnum. Þá sagði Þormóður við
fylgdarmann sinn, að hann skyldi
fara til Ballarár og gista þar um
nóttina, en hann sagðist sjálfur
mundi leita sér að öðrum náttstáð,
og ef hann yrði ekki kominn á dag-
málum morguninn eftir, mætti
fylgdarmaðurinn ríða vestur heim,
því þá væri sín ekki að vænta.
Skildu þeir við það. Foss einn er í
ánni uppi í fjallinu og forbergt
undir; Þormóður fór inn undir foss
inn og bjóst þar fyrir. Hafði hann
verið þar skamma stund, áður en
sending Jtcirra feðga kom að ánni,
en þorði ekki yfir né ’heldur undir
fossinn að Þormóði; er sagt, að
þeir feðgar byggist ekki við, að
þess myndi við þurfa að leggja það
fyrir hana. Þormóður spurði, hvert
erindi hennar væri. „Að drepa Þor-
móð," sagði hún. Þormóður sagði,
að hún mundi þá þurfa að ganga
nær, sýndi henni gedduna og hafði
upp særingar. Magnaði Þormóður
svo draug þenna að nýju, þegar
hann hafði skyldað hann til hlýðni
við sig, og bauð honum að fara
vestur aftur ag drepa Jón eldri, en
en ásækja hinn yngri, og væri þeim
það lítið leiksbragð fyrir áleitni
þeirra við bóndadóttur og sig.
Draugur sneri þegar vestur aftur
og gerði það, sem fyrir hann var
lagt. En Þormóður hitti fylgdar-
mann sinn á dagmálum, og segir
ekki af ferðum hans annað en að
hann kom heill heilsu heim til sín.
Sagt er, að seinna hefði verið sent
til Þormóðar að vestan og hann beð
inn að létta aðsókn af Jóni yngra,
en það fengist ekki af Þormóði
fyrr en að þrem vetrum liðnum.
(Framliald).
Einnar mínútu getraun:
Hve slyngur
rannsóknarí ertu?
Blóði drifið oafnspjald
Fordney prófessor og Kelly, rannsóknari, flýttu sér
inn í íbúðina og námu skyndilega staðar í setustofunni
og létu raugun leika um ástandið þar.
Fordney tók upp tösku sem lá á gólfinu hægra meg-
in við lík Beverly Loman, sem klætt var í náttkjól,
opnaði handtöskuna og var um það bil að segja eitt-
hvað, þegar Kelly sagði:
Samkvæmt stöðu líksins þá lítur út fyrir að hún
hafi knékropið á skammelinu þarna þegar skotinu var
hleypt af. Knékropið!“
Meðan rannsóknarinn skoðaði líkið þá dró prófess-
orinn nýlega blóðugt, áletrað nafnspjald úr töskunni.
Á því stóð: Roger Hill, en neðan við prentað nafnið
var skrifað með blýanti:
„HÆTTU ÞESSARI VITLEYSU EÐA ....“
Kelli handlék skammbyssu um leið og hann sagði:
„Skotin gegnum hjartað .... sundurskotin. Þótt þetta
gæti verið sjálfmorð, þá myndi ég .... heyrðu, hvað
ert þú með?“
Fordney rétti honum nafnspjaldið.
„[ dag er afmælisdagur Beverleys. Ég kom við hjá
Saks-verzluninni og keypti handa henni þessa hand-
tösku, setti nafnspjaldið mitt í hana og sagði þeim að
senda hana til hennar", rödd Rogers Hill var hás og
taugaóstyrk. „Skilaboðin á nafnspjaldinu? Nú, fyrir
viku síðan þá urðum við Beverley dálítið saupsátt og í
smá-reiðikasti — það var nú ekkert meira — þá trú-
lofaði hún sig helvítis rottunni honum John Butler. En
ég vissi, að hún meinti ekkert með því. Skilaboðin
mín voru bara smávegis, sem mér datt í hug.“, ,
„Datt í hug!“ Kelly stakk upp í sig tyggigúmmíi, „það
er naumast, þú játar að þú hafir gengið framhjá íbúð-
inni hennar um það bil þegar hún var myrt, en segir
um leið að þú hafi ekki farið inn! Hversvegna ekki?“
Vegna þess, að ég sá Butler fara inn. Ef Beverley
var myrt, þá gerði hann það! Hann vissi, að hún
myndi slíta trúlofuninni, þegar af henni rynni móður-
inn o.g,hún kæmi fyrirsig sönsum."
Kelly leit á prófessor Fordney; Fordney leit beint
upp í loftið.
Var það morð eða sálfsmorð. Ef hún var myrt, var
þá Hill saklaus? — Svar á 6. síðu.
HELKAMA kæuskápar
Verzlunin PFAFF
Skólavörðustíg la - sími 13725