Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Side 3
Mánudagur 27, september 1971
Mdnudagsblaðið
3
9
SINS
Enn um Ferða-
skrifstofu ríkisns
Hr. ritstj.
Þakka innilega grein hjá ykkur
í síðasta tölublaði um ferðaskrif-
stofurnar, og þá sérstaklega Ferða-
skrifstofu ríkisins, sem ætti fyrir
löngu, að vera hætt störfum. Ég
hefi ekki haft nein viðskipti við
þá skrifstofu eftir að hafa farið í
innanlandsferð ásamt útlendingi
hér um árið þar sem alit sem gat
farið úrskeiðis fór úrskeiðis. Hins
vegar mætti benda á, að nokkrar
ferðaskrifstofur eru litlu betri. Ein
slík hefur það álit ytra, að þegar
fólk á vegum hennar framvísar
matseðlum, þá er bara hiegið að
því og herbergi og hótel eru svikin,
kallað fyrsta flokks þegar um 3.
flokks gistirými er að ræða. Þá
hefur mér verið tjáð, að sumar
þessar skrifstofur skuldi feikna-
upphæðir ytra og ekkert tillit sé
tekið til þeirra meðmæla, sem þær
eru ósparar á að veita ferðamönn-
um. Spurningin er: er þetta hægt?
Þessar skrifstofur koma óorði á,
ekki aðeins ferðaskrifstofur íslend-
inga almennt, heldur og á þjóðina,
því útlendingar halda, að hér búi
svikarar og 'fttimmenni, sem leikí
sér að svíkja þá. Getur ekkert
ráðuneytanna stöðvað rekstur þess-
arra fyrirtækja eða aðvarað þaú?
Svona getur ekki gengið.
Ferðamaður
Ekki skal neitt sagt um þetta
loér og efast stórlega um að ráð-
herra blandi sér í málið nema
hccgt sé að sanna, að þcer hafi svik-
ið eða skuldi erlendum hótelum
um hóf fram. Hins vegar hafa okk-
ur borizt nokkur bréf, sérstaklega,
eina slíka skrifstofu, en ekki getað
„tékkað" á þasr umsagnir ennþá. —
Ritstj.
Klám, popp og
msllur
Mánudagsblaðið, Reykjavík.
Því I helvítinu eruð þið að birta
þýzkar klámsögur? Því ekki að ná
í þær úr íslenzku lífi? Það yrði a.
m. k. þjóðlegt. Mellulíf er svo
algengt hér á veitingastöðum, að
það ætti að vera auðvelt að bæði
sjá og heyra hvað fram fer, jafn-
vel rnynda það. Smástelpurnar hér
eru algjörlega án nokkurs mórals
(sic) láta alla „fá’ðað" sem hafa
vín upp á að bjóða. Hvað heldurðu
að útíeþdu popp-öskrarnir hafi ver-
ið að gera þegar þeir mættu of
seint á hljómleikanna? Voru í bíl-
túr með tveim stelpum! „Sumir
hlæja ha-ha-ha" segir textinn. Þetta
er alvcg nýtt orð yfir samfarir. Þið
skulið sko ekki vera feimnir að
birta þetta orðrétt. Anriað eins
hefur nú heyrzt og heyrist hjá unga
fólkinu. Svo eru þessir fávitar og
mellur barnaðar og við borgum
brúsann. Þetta er ein afleiðing alls-
nægtarþjóðíélagsins, kratahugsjón-
arinnar og geldinganna Ben. Grön-
dals, Gylfa og annarra í þeirra
flokki.
Þessar skepnur ættu sjálfar að
greiða fyrir óskilgetin afkvæmi sín
en ekki öll alþýða. Eða hafa þær
ekkert gaman að því?
Raunscer.
Þjóðin vill þetta vinur minn. í
Vísi stendur: „Vil kynnast stúlku,
má hafa eitt eða fleiri biirn. Hjóna-
band fyrir augum". Hins vegar hef-
ur blaðið hcett birtingu á endur-
mmningunum, sem þú talar um. —
Ritstj.
Hælir Bridgestone
dekkjum
Herra ritstjóri Mánudagsblaðsins.
Ég les alltaf blaðið yðar og hefi
bæði gaman og gagn af því. Stund-
um eruð þið nokkuð. harðir en
ekki veitir af. Bréfakassann Ies
ég af mikilli ánægju, bæði aðfinnsl-
ur og grín, en mér finnst að þið
hrósið alltof sjaldan. Ég er bílstjóri
og mig langar nefnilega að hæla
einum beztu dekkjum, sem ég hefi
fundið undir bíla mína, en búinn
er ég að-aka í 32 ár.Þaðeru Bridge-
stonedekkin, sem ég fór að nota
fyrir þrem árum og hafa aldrei
svikið. Ég geri ráð fyrir að aka
upp í 90 þúsund km á ári, því
ég er mikið í túristatúrum Ferða-
skrifstofunnar á sumrum, svo og
með prívatfólk. Þessi dekk, sem
Johansen (Rolf) og Kó (sic) flytur
inn frá Japan eiga allt hrós skilið
fyrir mýkt, notagildi almennt og
endingu. Ég hefi notað gegnum
árin ýmsar tegundir og vil ekki
hallmæla þeim á nokkurn hátt, en
get þó borið um, ásamt mörgum
kollegum mínum, að Bridgestone
hafa reynst mér happadrýgst.
Bíldekk eru talsverður liður í
útgerð okkar bílstjóranna og við
•reynum að velja sem bezt dekkin.
Þess vegna finnst mér að þér ættuð
að geta komið á framfæri einhverju
smáu en góðu innleggi um þessa
vöru, því hún er fín.
Með þökk fyrir birtinguna.
„Áncegður”.
G-lögreglan og
Hafnarfjarðar-
vegisrinn
Hr. ritstj. .
Þið minntust á G-lögreglubíl og
leti lögreglunnar við að leysa um-
ferðarhnút hjá Korpúlsstöðum á
leiðinni upp í Hvalfjörð í blaðinu
um daginn. Þetta er eflaust rétt.
En það er tímabært að minnast á
Hafnarfjarðarveginn og þá óþol-
Framhald á 6. síðu.
sporin
eftir
CAMEL