Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Qupperneq 7
Mánudagnr 11 áepCember 1971 Mánudagsblaðið 7 MERKILEGAR DULSAGNIR Vofur úr stríðinu ? — Dularfullir atburðir — Hrekkja- lómur gengur aftur — Atburðir í Karachi i. Hvernig stendur á því, að sumt fólk verður fyrir ýmsum dularfull- um fyrirbrigðum á ævinni, en aðrir sjá hvorki né heyra neitt óvanalegt? Sennilega er um að ræða mismun- andi næmleik fólks. Það er eðlilegt, að sumu fólki, sem lítur efnis- hyggjuaugum á hlutina, skuli lítið þykja til koma eða sjást alveg yfir ýmis fyrirbæri, sem öðrum með næmari skynjanir og meir ígrund- andi eðlisfar þykja í hæsta máta undarleg. Enskt blað bað Iesendur sína að skýra frá reynslu sinni í þessu efni. Hér eru nokkur dæmi: Kona ein á heima í Sauthamton. í síðasta stríði vann hún í stórri nýlenduvöruverzlun, sem hafði misst aðalverzlunarhús sitt í Ioft- árásum og var nú til húsa í hálf- ónýtum hjalli. Voru efri hæðirnar notaðar sem birgðaskemmur, og var þar oft skuggsýnt, almennilega lýsingu vantaði. Einu sinni síðla dags var kona þessi -og starfsfélagi hennar sendar upp á Ioft að sækja mjöl. „Við vorum í þann vegin að Iyfta upp kössunum, þegar við sáum einhverja hreyfingu líkast því sem lyft væri hendi gegnum rifu á dyrunum", skrifar hún. „Ekkert hljóð fy'Igdi, bara skuggi af því sem við héldum vera handlegg. Og þá birtust fjórir bláir locar, á stærð -ilKIII'-lll ' l.'lt! ° ’ við baun, á veggnum gegnt dyrun- um. Félagi minn sleppti kassanum og flýði. Ég slökkti ljósin og flýði líka!" í fyrstu voru þær á því, segir hún, að tveir strákar, sem unnu í búðinni hefðu verið að reyna að hræða þær — þangað til verzlunar- stjórinn fullvissaði þær, að strák- arnir væru úti í sendiferðum. Fjórir smáir brunablettir voru eftir á veggnum, sem merki um það, að þetta var ekki ímyndun, sem þær sáu. Þó ekki sé til nein nærliggjandi skýring á þessu fyrirbrigði, verður að hafa í huga, að sjálfkveiktir eld- ar eru eitt af algengustu einkenn- um á poltergeist (hrekkja-) drauga- gangi. Sá siður var hafður í búðinni, að fleygja tómum kössum niður í kjallarann, og átti einn af starfs- fólkinu að taka til ónýtu kassana með vissu millibili. Einu sinni var kona þessi að slíkum störfum, þeg- ar hún varð fyrir annarri slíkri reynslu á þessum sama stað. „Eg var rétt að ljúka við að fleygja ruslinu, þegar mér fannst sem horft væri á mig," segir hún. „Ég leit upp og sá stúlku, fremur unga að sjá og laglega, standa aðeins nokkur fet frá mér. Mér fannst hún fremur dapurleg að sjá. Hún var í mjög ljósum rósóttum „tækifæris" kjól. Einhvern veginn var ég ekki hrædd, bara dálítið máttlaus í hnjánum. Meðan ég horfði á hana, hvarf hún sjónum. Seinna heyrði ég, að eftir að húsið varð fyrir loftárás, hefði fundizt barnslík falið í reykháfn- um. Annað dulrænt fyrirbrigði, sem henti þessa konu átti sér stað, eftir að hún gekk í kvennaherinn — hún var ógift — og var í sveit, sem hafði bækistöðvar í afskekktu sveitasetri. Eftir „háttatíma" eitt kvöldið, komu stúlkur úr nálægum her- bergjum hlaupandi inn til hennar Blekking á vegunum — Ökuhraðinn ekki alltaf sökin Hvað ætlar lögreglan lengi að halda áfram við blekkinga- áróðurinn um að of mikill öku- hraði sé orsök umferðarslys- anna? ökuhraðinn er í sjálfu sér ekki orsök árekstranna, heldur eru það brotin á umferð arreglunum og athugunarleysi yfirleitt. Það ætti að senda þessa umferðarspekinga til einhverrar borgar á meginland inu og sýna þeim, hvað um- ferð er. Þar er ekið um göturn ar á 70—80km hraða, en um- ferðarslys eru sárafá. Þar gild ir líka ein regla, regla, sem gildir alls staðar: HÆTTA TIL HÆGRI. Þessi einfalda regla ásamt tillitssemi og kurteisi í umferð- inni 'Virðist vera fullnægjandi annars staðar. Vitanlega verða alvarlegri slys, þegar hraðinn er mikill. Það segir sig sjálft. En það er hrein blekking, að hraðinn sé frumorsök slysanna. og töluðu um skelfileg högg og brothljóð, sem þær sögðu að kæmu úr kjallaranum. Leitarflokkur var gerður, en fann allt í röð og reglu, nema að einn kettlingur var þar að leik. „Þarna, hugsuðum við, er draugurinn okkar", skrifar konan. „En stúlkurnar uppi á stigapallin- um voru á öðru máli, því meðan þær stóðu og horfðu á, tók einn blómsturvasi, sem var á borðinu, sig til og snerist heilan hring í lofdnu!" — O — Önnur kona, frá Birmingham, skýrði frá óvenjulegum atburðum, sem áttu sér stað eftir dauða mannsins hennar fyrir þremur ár- um. Maðurinn hafði verið hrekkja- lómur hinn mesti og átti það oft til, þegar hann hafði verið heima á kvöldin, að læðast inn í húsið og slökkva ljósin í herberginu, þar sem konan hans sat. Hann varð bráðkvaddur. Konan hans fann líkið á legubekk frammi í dagstofunni, en þangað hefur hann farið einhvern tíma um nótt- ina, sennilega verið Iasinn. Kvöld eitt fyrir nokkrum mánuðum hafði konan hans slökkt öll ljós og var gengin tli náða að venju, þegar hún sá sér til mikillar undrunar, að Ijós logaði undan hurðinni í borð- stofunni á neðri hæðinni. Hugði hún, að ein af dætrum sínum væri á ferli og kallaði fram. Hún fékk ekkert svar. Fór hún því fram og opnaði dyrnar — en þar var niða- myrkur. En ekki var hún fyrr kom- in aftur í rúmið, en kveikt var á ljósunum í annað sinn. í þetta skipti kraup hún á kné og gægð- ist undir hurðina — og sá, að raunar voru ljósin kveikt, en strax og hún opnaði dyrnar, var aftur myrkur. Um leið og hún fór upp í rúmið aftur, kviknaði enn á Ijós- unum. „Þegar hér var komið, vissi ég hvað um var að vera", skrifar hún. „Ljósið kom frá herberginu, sem maðurinn minn dó í. Áður en það gerðist, hafði ég oft heyrt fótatak í stiganum og komiÖ var að svefnherbergisdyrunum og snerl- inum snúið þrisvar sinnum. Einnig höfðum við fundið neftóbakslykt. Maðurinn minn var neftóbaksmað- ur". — O — Ein kona skrifaði frá Karachi í Pakistan, og sagði, hvað hefði kom- ið fyrir sig og mann sinn, eftir að þau hjónin fluttu inn í íbúð í Locknow. Húsplássið var bjart og loftgott og hreinlæti í bezta lagi, en rétt eftir komu þeirra, byrjuðu alls konar smákvillar að hrjá þau. Þetta var í samræmi við sögur ná- grannanna um þettan stað. Svo urðu þau þess vör, að mikill hávaði fylgdi einum dyranna uppi á lofti. Hurðin „skalf og hryktist til", þó hún væri læst, og stundum var bar- ið á hana, þó slíkt væri óskiljanlegt. Svo fóru að heyrast brothljóð úr eldhúsinu. „Glösin hoppa og brotna af sjálfu sér", sagði þjónustupiltur þeirra og glennti upp augun. Og þegar hún var ein í borðstofunni skömmu síðar, sún hún eitt af glös- unum fara alveg þannig að. Atgangur þessi náði hámarki eina kvöldsmnd, þegar bjart var af tungli. Golan þaut í Iaufum trjánna ufi fyriir.'bg kónan lá í rúmihú og horfði á hina síkviku skuggamynd- ir, sem trjálaufið brá á veggina fyrir framan hana, er það bærðist fyrir vindinum. „En eftir stutta stund bættist nýr skuggi í spilið, sem dansaði ekki, né lék sér eða iðaði. í stað þess hringaði hann sig þunglamalega eins og þykkur, límkenndur reyk- ur eftir því sem hann reis hægt eins og súla upp úr gólfinu. Ég æpti upp yfir mig af hryllingi, og maðurinn minn hristi og skók stjafran líkama minn og sagði að ég hefði fengið martröð. En svð sá hann líka martröðina — hverfa út um dyrnar". Tíu árum eftir að þessi atburður varð, hittu þau hjónin vin sinn, lækni, í Karachi. Þeim til undrun- ar sagði hann þeim frá nákværn- Iega sams konar atburði, sem fyrir hann hafði borið. Það kom í Ijós, að þegar þetta varð, hafði hann átt heima í sömu íbúðinni, sem þau höfðu áður haft í Lucknow! Fyrirbærin voru eins, nema að því leyti sem konan sá það ekki, fyrr en það var komið í hæð við rúmið og þar upp fyrir, en læknirinn sá það á byrjunarstigi, er það var eins og svartur hnökri á gólfinu og feyktist fyrir súgnum — þangað til það stöðvaðist og byrjaði að hringa sig og vaxa upp á við. Litlar líkur virðast á því, að brögð séu í tafli, þegar svona fyr- irbrigði eru vottfest af ýmsu fólki, sem hefur séð þau á ólíkum tímum. Kakaii Framhald af 4. síðu. hæg blessun yfir þau töp sem lið okkar verða fyrir. i Við getum ekki talað um framför þd æfingum fjölgí meðan hryggurinn er brot- ■ inn. • •: ' -'.r.im:: r.r;, . iafnvel vallarverðir og forustumenn íþróttamál- anna ættu að geta skilið það. Einföld hægri regla, ekki of lítill hraði, sem ætti að standa á heilli tölu, 50, 60. 70, vegna auðveidari aflestrar af hraða- mælum, áróður fyrir tillitssemi og varkárni, og loks alvöru aðgerðir gegn ökuníðingum og tjónavöldum, eru atriði.sem umferðaryfirvöldum ber að einbeita sér að. Að lokum þetta til öku- manna: Nú fer skammdegið í hönd með vætu, hálku og lé- legu skygni. Verið varkárir og flýtið ykkur hægt. Sumarið með betri akstursskilyrðum er liðið. Það er ágætt að vita hvenær maður á réttinn. En það eru ökubullur einar, sem aka eins og villidýr bara til þess eins að standa á honum. Beztu öku mennirnir aka oft greitt, en eru tillitssamir og kurteisir og eru fúsir að hliðra til. Þeir eru ekkert að rembast við réttinn. Þeir fara leiðar sinnar greið- lega en eins og siðaðir menn. Ul Suður í löndum skín sólin enn í heiði, þótt sumri halli hér heima. Grípið því tækifærið og verðió yður út um sólríkan sumarauka á hinum lágu haustfargjöldum Loftleiða á tímabilinu Ib.sept. til 31.okt. Haustlækkunin nemur frá 22 °/o til 37°/o eftir áfangastað. LOFMIDIR LUrlLtlBSfí SMURBRAUDIÐ FRÁ 0KKUR á veizluborðið hjá yður — Munið að panta tímanlega í síma: 18680 — 16513. BRAUÐBORG, NJÁLSGÖTU 112.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.