Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Síða 4

Mánudagsblaðið - 27.09.1971, Síða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 27. september 1971 Bl&ó Jynr atta Ritstjóri og ábyrgSarmaður: AGNAR BOGASON Sími ritstjórnar: 13496 — Auglýsingasími: 13496. Verð i Lausasölu kr. 25,00 — Askrittir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans Gestaleiðari: Virkjanir — öfgar í báiar áttir Nú kveður við nýjan tón í virkjunar- og orkumálum. Nýir menn í ráðherrastólum kyrja nú margraddað: „Hefjum nýj- an söng........“. Hafa þeir nú hröð fataskipti, sem þeir telja við hæfi. Við þessu er ekkert að segja. í stjórnarandstöðu voru þeir ekki teknir alvarlega nema af fákænum fylgismönn- ummeð glýju í augum yfir þjóð rækilegu stolti foringja sinna. Magnús Kjartansson var í hug um þeirra eins konar endur- borin Gullfoss-Sigríður, svo að hann vitraðist þeim ekki orðið í draumi öðruvísi en í peysufötum. Siðgæðið er nú einu sinni á því stigi hjá oss, að alþjóð brosir í kampinn og kætist yfir því, að leiðtogar hennar koma mjúklega niður á dýnu tíðar- andans úr svona pólitísku salto mortale. ÍSLENZKT ALLT AuSvitað þarf aS klæða breytta afstöðu í hlýlegan búning og fram- bærilegan. Nú skal virkjað allt í rot því að nú virkjum vér sjálfir. Ekkert erlent fjármagn. íslenzk sió efnaverksmiðja, íslenzk saltvinnsla, íslenzkt stálver og álver og ölver, íslenzk olíuhreinsun Og alíslenzkt þungt vatn. ísland fyrri íslendinga. Landsvirkjun skal verða landsvirkj- un og hægt að láta strauminn fara í báðar áttir. Það sést eiginlegt fyrst núna, hvers konar menn voru hér við stjórn áður. Þeir ætluðu bókstafJega allt að gera og virkja fyrir erlent fjármagn. Selja landið. Ekkert annað. Sannleikurinn er vitanlega sá, að ekkert verður hér stórvirkjað nema fyrir erlent fjármagn. Það getur að sjálfsögðu skipt máli með hvaða skilmálum það er fengið til hlut- anna, en það er þó fremur fyrir- komulagsatriði en úrslitaatriði um forræði þjóðarinnar á eigin auð- Iindum og nýtingu þeirra. Það þarf ekki að skipta máli, hvort nothæf- ar túrbínur eru fengnar að láni hjá einhverri sænskri naglaverksmiðju með kjörum Enskilda Banken eða með kjörum Alþjóðabankans hjá Stockholms Enskilda Bank, eða hvort gefið er veð í túrbínunni sjálfri eða öðrum túrbínum ríkis- ins, sem hafa verið settar í gang fyrir ríkisábyrgð, fyrir lán hjá Al- þjóðabankanum. Alþjóðlegt fjármagn minnir að ýmsu leyti á síldargöngur liðinna tíma. Stundum var hægt að háfa síldina við bryggju og inni á fjörð um og víkum. í annan stað varð að sækja silfur hafsins fleiri dag- leiðir norður og austur í haf. Að- stöðumunurinn við öflun var geysi- þýðingarmikill, en aldrei varð fram hjá því gengið, að allar afurðir varð að selja til erlendra kaupenda a. m. k. fyrir kostnaði. Þess voru dæmi, að sala brást á viðunanlegu verði. Þess voru dæmi, að t.d. síld- arsaltendur urðu með ærnum til- kostnaði að fleygja fyrir borð úti á Eyrarsundi fallegri og vel verk- aðri síld, sem fúsar hendur höfðu í barnslegri gleði dekrað ofan í tunnur á litlum bryggjusporðum norður við yzta haf á spegilsléttum sumarnóttum. Þau eru stærri hjólin, sem snúast á orkumarkaði heimsviðskiptanna árin 1975—2000, heldur en árið 1929. En þótt ekkert algilt verði sagt um þann mun, er hann þó um margt fremur stigsmunur en eðlis. Það hlýtur að vera æskilegt að hafa um einhverja framtíð tryggt sölu þeirrar orku, sem nú blundar enn í okkar landi og unnt er að beizla. Um leið og hagfræðingur verð- ur pólitíkus er full ástæða til að taka með vissum fyrirvara það, sem hann segir. Þegar hins vegar póli- tíkus gerist hagfræðingur er viss- ast að loka öllum dyrum eins og skot. Hvorugt fyrirbærið er sér- staklega geðslegt. Þetta eru hvort tveggja eins konar uppvakningar. Gátu slíkir gert búandkörlum ýms- an óleik, dregið nyt úr kúm og jafnvel drepið búsmala. Þótti það þá fangaráð að fá til galdramenn og kunnáttu til að kveða slíka og líkar sendingar niður. Ef allt um þraut voru þeir sóttir Vestur á Firði og var kallað óþrigðult, og var jafnvel ekki grunlaust, að vest- firzkir kunnáttumenn hefðu sam- bönd svo í Neðra sem í Efra. Vcrð ur nú fróðlegt að sjá, hvort þeim hefur förlazt til muna. Með seinustu virkjunarákvörð- unum hefur ýmsum verið skotinn refur fyrir rass. Með raflínunni norður, í hverri straumurinn getur farið í báðar áttir, verður naumast eins aðkallandi að virkja Laxá í Þingeyjarsýslu eða þar um slóðir. Kann svo að fara, að Hermóður verði af öðru móðari en bótakröf- um á næstunni, og þeir félagar. Er nú þó bót í máli, hvað allur veidd- ur lax er svo að segja kominn á manntal, samtímis því sem ljóst er orðið, að virkjunaráform eru ekki Framhald á 6. síðu. * * I \ \ \ KAKALI skrifar: f HREINSKILNI SAGT I I I \ \ \ i Það væri gaman að vita hver er ábyrgur, utan Baldurs Jóns- sonar, yfirvallarvarðar, fyrir því, að hingað koma útlendir heims- meistrar og lýsa yfri að milljóna- völlurinn okkar sé ónýtur með öllu og útilokað að spila á hon- um? í þennan völl var kastað miUjónum til þess að hinir fóta lipru sparkarar okkar gætu æft sig og fullnumað í knattspyrnu listinni, en árum saman hefur það verið opinbert leyndarmál að völlurinn er lélegur eða með öllu óhæfur og allar aðferðir okk ar til að gera hann sæmilegan ekki annað en fálm eitt og vit- leysa. Það verður aldrei ofsagt frá rausn hins opinebra gagn- vart íþróttafólkinu, því það virð ist geta vaðið í vasa þess ef eitt- hvað á bjátar. Aðgangseyrir að vinsælum leikjum, deildarkeppn um og keppnum við erlend lið er geysimikill og eiginlega ætti allt þetta að ganga vel, þó sí- felld rifrildi séu með framá- mönnum knattspyrnunnar og vallaryfirvöldin gera ekki annað en vitleysu í þeirri kúnst sinni að halda þessum grasbletti í hæfilegu ástandi. Þeir voru ómyrkir í máli, gestirnir okkar á dögunum, sem burstuðu Jið okkar og léku sér að okkur. í fyrsta lagi játaði öll knattspyrnukrítikkin að útlend- ingarnir hefðu ekki sýnt nema part af snilld sinni, í öðru lagi komst í hámæli að völlurinn væri ónothæfur — en íslenzka Iiðið vant honum — og svo í þriðja lagi vorum við rótburst- aðir 6—1. Þetta er ekki skemmti leg niðurstaða, sem blasir nú við eftir þá mestu sókn sem orðið hefur í íslenzkum knattspyrnu- málum síðustu fjögur árin eða í valdatíð Alberts Guðmunds- sonar, hins gamla snillings. Þetta hefði orðið huggulegt burst ef útlendingarnir hefðu nú verið vanir vellinum eða völlurinn í fyrsta flokks lagi, og svo í þokka bót ef þeir hefðu teflt fram styrkustu mönnum sínum og leikið af allri þeirri snilld, sem þeir eru sagðir búa yfir. Það hefði hreinlega orðið hryllilegt. Máske má finna það liðs- oddunum hér heima til hróss, að þeir hafa látið völlinn komast í svona ástand til að auka mögu- leika okkar á sigrum í keppni við útlendinga, því nú forðast allar knattspyrnuhetjur, sem hingað rekast til að keppa við okkur, hesta og hestamennsku sem heitan eldinn síðan þeir voru reknir á bak, súkkulaði- hestunum, hér á árunum og svo vendilega látnir skokka um ná- grennið, að þeir voru fæstir leik færir næstu daga. Þetta snilldar- bragð bjargaði knattspyrnuheiðri okkar þá, en hefur verið auglýst svo síðan, að síðasta varnaðar- orðið, sem hvíslað er í eyru knattspyrnumanns á leið til ís- lands er: Varið ykkur á bykkj- unum. Svo er að sjá, að öll undir- staða Laugardalsvallarins sé O- nýt og í þokkabót hefur vallar- starfsfólkinu láðst að slá völlinn, nema kafgras væri komið, senni- lega til að selja Fáksmönnum uppskeruna.Þá er ennþá merki- legra, að íþróttaforkólfarnir, sem ekki hafa til þessa látið á sér standa í rifrildisskrifum í JlstaRdið á Laugardalsvell- inum — Gagn- rýni erlendra knattspyrnu- garpa — Hverj- um er um að kenna — Vallar- verðir og fram- kvæmdir — Þvi tvo velli — Ljés á Melavelli — Lagður niður? — Forustan gleymir að rífast — Ábugaleysi eða bara gróði? dagblöðunum hafa ekki enn lát- ið uppi neina skoðun á þessu al- varlega máli, því vissulega er það alvarlegt, að borgin hendir miljónum og fallegu húsastæði í þetta íþróttamannvirki, sem síðan er sagt ónýtt. Til þessa hef ur ekki liðið langur tími miili lota í sífelldu stríði og málafetl- um íþróttaforustunnar, en þegar hægt er að benda á staðreynd sem þessa, þá eru samtök um að þegja. Almenningur hefur miklu meiri áhuga og betri skiln ing á deilum um hluti eins og Laugardalsvöllinn eða önnur slík mannvirki, heldur en á því hvernig arði eða tekjum af ein- stökum íþróttagreinum sé skipt milli hinna ýmsu aðila sem vilja gramsa í pottinum. Nú hafa menn veitt því athygli, að búið er að setja geysistóra Ijóskastara á Melavöllinn og mun eiga að flóðlýsa völlinn þegar kvöld keppnir standa yfir. Á hverju ári er verið að spá i og gera ráð fyrir, að þessi malarvöllur verði lagður nið ur, vegna þess að malar- vellir þekkjast ekki meðal siðmenntaðra knattspyrnu- þjóða. Auk þess er gert ráð fyrir öðrum mannvirkjum þar sem völlurinn er nú. Ef- laust kosta þessir Ijóskast- arar of fjár, og mörgum dett ur í hug hvers vegna ekki er lögð áherzla á að koma slíkum nýjungum hérlendis upp á dýrðarvellinum inn i Laugardal! Ónei, fyrst skal prófað á Melavellinum, sem undir venjulegum kringum- stæðum og í venjulegu ár- ferði er eins og smástöðu- vatn, eða skreyttur drullu- pollum og öðru ákjósanlegu í sambandi við góða knatt- spyrnu. Þessi borg á ekki að þurfa, nú á bila- og stræt isvagnaöld marga aðalknatt spyrnuvelli. Laugardalsvöll- urinn sinnir enn þörf 85 þúsund manna borgar, utan smá-æfingavallanna, sem félögin hafa komið sér upp. Það getur ekki annað ver ið en að hér sé annaðhvort um algjöra óafsakanleg vinnubrögð af hendi vallar- yfirvalda að ræða eða sú staðreynd blasi við. að ein- hverjir hafi einhverjar tekj- uraf því að viðhalda þess- um melabletti og nú setja upp dýra Ijóskastara til að vetrarleikir séu mögulegir. Mikill hópur manna er undr andi yfir því eindæma brölti og jafnframt sinnuleysi, sem ráðið hefur ríkjum i þessum vallarmálum. Það er ekki lengur unnt að loka augunum fyrir því, að ef i ráði er að ná einhverjum árangri, þá er ekki sízt nauð syn að eiga keppnisvöll. sem a.m.k. uppfyllir algeng- ustu skilyrði valla sem not- aðir eru í fótboltaheiminum. Það ætti að vera augljóst, að meðan undirstaða og ástand keppnis- eða æf~ ingavallarins er svo lanqt neðar öllu velsæmi og það er fyrsta verk erlends keppnisliðs að lýsa yfir í íslenzkum blöðum, að völl- urinn sé óhæfur, þá verður aldrei góð knattspyrna á !s- landi og betur setið heima en ekki. Burstið sem íslenzka lið- ið fékk um daginn er hroða- legt. Allt kjaftæði og afsak- anlr um atvinnulið gegn amatörum er ósköp hand- Framhald á 7. síðu. | uvím<«j ci i cyiu gramsa 1 pornnum. rramhald a /. siöu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.