Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Síða 1
BIclÓfyrir alla
39. tölublað
Mánudagur 25. október 1971
23. árgangur
Til lesenda
Við náðum tali af einni
stúlkunni — sem ekki fékk
að fara í „partý“. —
Lesið viðtalið í næstu
viku! Sjá grein um Tónabæ
á 1. siðu.
Kommar yfirtaka stjórnina:
Magnús
Umsvif Magnúsar Kjartanssonar, ráðherra, eru nú orðin
slík, að engu er líkara en hinir ráðherrarnir, sem eiga að
stjórna ráðuneytum sem máli skipta séu vikapiltar Magnúsar,
sendlar sem, likt og valdalausir kóngar, klína undirskrift sinni
á ákvarðanir Magnúsar. Nýlega hrifsaði Magnús öll völd af
Einari Ágústssyni, utanríkisráðherra og Ólafur Jóhannesson
er nálega ekki annað en einskonar fundarstjóri eða skrifstofu-
stjóri á ráðuneytisfundum. Ofsi Magnúsar hefur margfaldazt
síðustu vikur og hefur hann jafnan haldið reglulega fundi með
rússneska ambassadornum, sem gefur þessu óskabarni
kommúnismans á íslandi, fyrirmæli um stefnu og takmörk.
UGGUR í FRAMSÓKN
Svo er nú komið, að jafnvel
þorri Framsóknarmanna eru
orðnir uggandi vegna fljótræð
is Ólafs Jóhannessonar um
samstarf við komma. Að vísu
var og er lítil hætta af hanni-
balistum, enda ráðuneyti
þeirra tiltölulega meinlaus.
Hinsvegar hafa kommar yfir-
ráð yfir umfangsmestu ráðu-
neytunum og hafa nú lagt und-
ir sig þau litlu úrslitavöld sem
Framsókn hafði.
LOFORÐ MAGNÚSAR
Starfsmenn í ráðuneyti
Marrar / fang-
Jæja, þá marrar enn í fangelsisdyrunum í sambandi
við bæjarfógeta austanlands, sem vikið hefur verið
úr starfi. Þessi ungi maður hefur svo vendilega eytt
sjóðum, sem embættinu var trúað fyrir, að þar ríkir
auðn ein. Sjóðir þessir eru ekki aðeins opinberir,
heldur og dánarbú, sjóðir ófjárráða barna, ekknasjóðir
og fyrirtækja, sem voru í vörzlu bæjarfógetans.
Málið er upp komið fyrir nokkru en hjól réttvísinnar
snúast hægt. Þó er nú við búið að dyr dýflissunnar
skelli í lás að baki hins ólukkulega fógeta.
Leikfang Mánudagsblaðsins
irifsar völd Einars
Magnúsar telja hann ræða
meira við fulltrúa Rússa hér á
landi en íslenzka aðila, enda
er all-langt síðan Magnús lof-
aði austrænum yfirboðurum
sínum, að koma landinu und-
ir rússneskt áhrifasvæði ef
næði völdum. Sá draumur er
að rætast og sviftingar innan
ríkisstjórnarinnar, þar sem
Framsókn hefur beðið algjör-
an ósigur sýna gleggst, að
Magnús ætlar sér ekki að
svíkja lánardrottna sína.
HALLLOKA
Einar Ágústsson hefur ekki
haft í neinu tré við Magnúsi og
er það að vonum. Einar er ó-
reyndur en Magnús harðvítug-
ur og miskunnarlaus með
mikla r.eynslu að baki og ör-
ugga hvatningu rússneska
ambassadorsins, sem ekki er
lakari í starfi sínu en þeir kol-
legar hans og samlandar sem
daglega eru að verða berir að
njósnum og allskyns óheilind-
um í löndum þeim þar sem
þeir eru staðsettir.
TIL MIKILS AÐ VINNA
Það er ekki nein lygi, að
draumur Rússanna er að
koma íslandi undan vestrænu
áhrifavaldi, koma hernum
burtu og hleypa hingað aust-
rænum mongólalýð, einum
þekktustu illmennum nútíma
hernaðar. Þá er það stað-
reynd, að sá ambassador stað
settur á íslandi, sem hér væri
Framhald á 6. síðu.
Píslarganga dr. Hafþórs
i grjóturð hjálpseminnar
Dr. juris Hafþór Guðmundsson birtir allstóra til-
kynningu í Þjóðviljanum 15. þ. m., og þar kennir
margra grasa. Er ritsmíð doktorsins svo forvitnileg og
furðuleg, að Mánudagsblaðið hefur ákveðið að kanna
sannleikann og grundvöllinn fyrir þessari einstæðu
„tilkynningu til almennings og fyrirtækja“.
Blaðið hefur leitað liðsinnis kunnugra af þessu til-
efni, og mun birta upplýsingar þær, sem væntanlegar
eru á næstunni, til fróðleiks fyrir almenning. Hörm-
ungar þær sem blessaður doktorinn hefur orðið að
þola, samkvæmt eigin frásögn hans, eru svo alvarleg-
ar, að ekki sæmir að láta kyrrt liggja. Hafþór kveðst
hafa misst heilsuna, neyðst til að selja húseign sína
fyrir smánarverð, og misst símaaðstoð, auk annars; og
Framhald á 6. síðu.
Smábarnahneykslið í Tónabæ
„Annan eins viðbjóð hefi ég ekki séð“, varð einum ágætum
borgara að orði, þegar hann sótti dóttur sína í Tónabæ þ. e.
þar sem hún ásamt hundruðum unglinga stóð utan við þetta
fyrirmyndar skemmtiheimili Æskulýðsráðs. Telpan er 12 ára.
„Hópar telpna og pilta frá 12—15 ára hímdu þarna utan húss-
ins, fermingarpiltar með gosflösku og vínblöndu, hálfdrukkn-
ir, undir húsgaflinum, stelpurnar drekkandi og reykjandi,
„fleðandi“, en á hlaðinu óku skellinöðrur á fullri ferð innan
um börnin“.
„ÓRÓI 1971“
Þetta er lýsing föðurs á
ástandinu utan þessa rómaða
griðastaðar æskunnar. Til
þess að fullvissa okkur fórum
við á staðinn á fimmtudags-
kvöldið, og þá var augljóst að
faðirinn hafði ekki tekið of
djúpt í árinni. Við gengum um
meðal barnanna og sýnilegt
var að ,,órói“ ársins 1971 hafði
gripið um sig hjá þeim aldurs-
flokki sem fyrir skömmu var
dúðaður bleyjum.
ALLIR I PARTY
Utan dyra var ekkert að-
hald, hvorki lögregla eða sá
frómi hópur, sem telur sig
ábyrgan fyrir börnum, hafði
engan fulltrúa. Asarigning var
og hópurinn óhrjálegur, en
eldri „menn" allt að 16 ára,
gripu þær af stelpunum sem
þroskaðastar voru og teymdu
þær afsíðis. Var þar margt
baukað, sem foreldrum hefði
þótt miður.
Oft var hrópað upp: — viljið
þið koma í party — nóg af
djúsi (juice) allir koma sem
vilja.
LEIGUBÍLAR
Stúlkurnar og strákar, sem
ekki komust í dýrð Tónabæjar
tóku þessum boðum með
fögnuði, en ,,eldri“ strákarnir
völdu gjarna úr þær þekkileg-
ustu og „klárustu". Nokkrum
varvísað frá með harðri hendi,
og svo virtist að „partý-pilt-
arnir" hefðu öll ráð á leigu-
bílum fyrir þær, sem í það
skiptið nutu velþóknunar.
ÖMURLEG SLAGSMÁL
Undir gaflinum upphófust
slagsmál, þau ömurlegustu
sem sézt hafa. Fullir, en al-
gjörlega þróttlausir piltar, sem
Framhald á 6. síðu.
Dyngja, Bgilstöðum
á refilstigum
Iðnaðartízkan virðist stund-
um draga dilk á eftir sér. Það
heyrist orðið lítið um hið stór-
snjalla skóiðnaðaræfintýri á
Egilsstöðum, en um tíma var í
ráði að þetta öndvegisþorp
Austfirðinga skóaði ekki að-
eins alla íslendinga heldur
megnið af Evrópubúum og
slatta af Afríkubúum, þeim
hluta þeirra sem, yfirleitt,
brúka skó.
★
Nú berast, að sögn, fréttir
af öð*-u snilídarfyrirtækinu
eystra, Dyngju á Egilsstöðum.
Sú frétt læðist um, að Dyngja
hafi hvorki meira né minna, en
náð undir sig litlum 15—18
milljónum af fé Búnaðarbanka-
útibúsins þar. Það fylgir að
höfuðbankinn hér í Reykjavrk,
hafi sent eftirlitsmann og rann-
sóknara til að komast til botns
í þessum fjármálum. Þarna er
sennilega ekkert óheiðarlegt,
en bara undarlegt fyrirbrigði,
sem ráðamenn hér syðra í
bankanum eru ekki alls kostar
ánægðir með.