Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Side 5

Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Side 5
Mánudagur 25. október 1971 Mánudagsbiaðið 5 Lowell Thomas 100 hjákonur — endurnýjun árlega — 10 þús. hvítir hestar — CtrúScg ntcnning í ríki Khans Marco Polo var athlægi fyrir 7 öldum — I dag eru ferðasögur hans, frásagn ir af hirðlífi Kublai Khan stórkostlegustu ferðafrásagnir veraldar — Evrópumenningin var skuggi hjá kínversku veröldinni — Það kemur srundum fyrir þegar einhver kynnir mig í samkvæmum, þá segir hann gjarna „má ég kynna Marco Polo nútímans.” Eg tek kynningunni með mestu eða algerri auðmýkt. Ferðir mínar, þótt mrag- ar séu og breytilegar, fölna alltaf þegar þær eru bornar saman við hin stórkostlegu þrekvirki og spenn andi æfintýri mesta ferðalangs, sem nokkru sinni hefur lagt af stað til fjarlægra staða. Fyrir nákvæmlega 700 árum lagði hinn 17 ára Marco Polo af stað frá Feneyjum til Cathay (Kína). Flann eyddi næstu 24 árum í að rannsaka heim, sem var eins fjarlægur Evrópumönnum þeirra tíma og stjörnurnar eru okkur í dag. Og sögurnar sem hann kom með til baka og seinna komu út í bókarformi, eru enn þær mest hríf- andi ferðafrásagnir sem hafa heyrzt. HINN MIKLI KHAN Það var faðir Markos, Nicoló Polo, sem kveikti í huga Marcos eldmóðinn til að skoða hið óþekkta. Polo-fjölskyldan var mikil kaup- sýslufjölskylda sem ferðaðist víða um hin nálægari Austurlönd, verzl- andi með allskyns framandi varn- ing, silki, kryddjurtir, dýrmæta steina, feldi, fílabein og gull. En, það sem þeir verzluðu um milliliði, þá var uppruni þessa varnings óljós lega sagður frá Indlandi, Síberíu, Kína o. s. frv., þeim með öllu ó- kunnugur. Árið 1260 upphófu þeir Nicoló og bróðir hans Maffeo, ferð, senni- lega eins mikið af forvitni og gróða áhuga, sem vegna dutlunga örlag- anna, átti eftir að taka þá níu ár, og heimsækja m.a. Kublai Khan, kongung Tartaranna og Keisara í Kína. Veldi hins mikla Khans var hið mesta sem þekktist í heiminum, náði frá íshafinu að Indverska haf- inu, frá ströndum Kyrrahafsins að bökkum Dónár. Kublai Khan hafði erft þetta ríki frá afa sínum, hin- um voðalega ræningja og ruplara Genghis Khan. Þó sagt sé að Kublai Khan hafi verið minni villi- maður en afi hans, þá var hann samt valdamesti og mest ógnvekj- andi þjóðhöfðingi veraldar. Það var þessvegna, að Polo-bræðurnir voru talsvert uggandi þegar þeir komu í höll hans. MARCO HEFUR FERÐIR En hinn mikli Khan, sem aldrei fyrr hafði kynnzt Evrópumönnum tók á móti þeim með mikilli virð- ingu og spurði þá í þaula vun Ev- rópu og kristna trú. Þegar þeir fóru, þá Iét hann þá lofa að koma aftur eins fljótt og mögulegt væri. Árið 1271 lögðu Polo-bræðurnir enn Iand undir fót frá Feneyjum áleiðis til Peking og tóku nú með sér hinn 17 ára Marco. Polo-bræðurnir ferðuðust á hest- um, kameldýrum, jakuxum, galeið- um og — oft — á fæti. Þeir fóru um brennandi eyðimerkur, eins og hina ömurlegu Gobi-eyðimörk. klifruðu fjöll og snævidrifna tinda allt í 20 þúsund feta hæð. Oft Lowell Thomas, hefur um árabil, verið heimsþekktur fyrir ferðamennsku sína og æfintýri, auk þess sem hann er bæði sjónvarps- maður og útvarpsmaður. Hann hefur ritað um 50 bækur. seinkaði þeim í æðisregni, flóðum, sandstormum og skriðum. Veik- indi seinkuðu þeim líka og Marcoc varð svo veikur að bræðurnir urðu að fresta ferð sinni um heilt ár í Afghanistan. Staðbundnar óeirðir og stigamannaflokkar stöðvuðu ferð þeirra svo þeir urðu að taka fjölmarga útúrkróka. VEIGAMESTA NESTIÐ Þrátt fyrir allt, þá varðveitti Marco Polo veigamesta veganestið, sérlegan þrótt og skapgerð og hlaða af nótubókum. í bækurnar færði hann af einstakri nákvæmni Iýs- ingar af hinu undarlega og fram- andi fólki og dásamlegu fyrirbrigð- um sem fyrir augun bar, en hann var fyrsti Evrópumaðurinn, sem basði sá og skrifaði um það. Þótt honum fyndist venjur þeirra oft undarlegar, þá var gestrisni þeirra næstum alltaf takmarkalaus. Til dæmis, þá var einn þjóð- flokkurinn, sem fór út í öfgar í þessum efnum. Eins og Marco sjálfur lýsir því, þá buðu karl- mennirnir þeim í heimili sín og „gáfu konum sínum, dætrum, systr- um og öðrum kvennmeðlimum fjöl skyldunnar strangar fyrirskipanir um að bjóða og fullnægja gestun- um í öllum þeirra óskum meðan þeir sjálfir skruppu í borgina; en gestirnir bjuggu í húsum þeirra eins og þeir ættu konurnar sjálfir." Og ekki, segir Marco í lýsingu sinni, höfðu konurnar nokkuð á móti þessu. KOL — OLÍA ASBESTOS — KRÓKÓDÍLAR O. S. FRV. Marco dáðist af er hann sá, „æð- ar svartra seina, sem, þegar kveikt var í þeim, brunnu eins og viðar- kol og veittu talsverðan hita" (kol) — „efni sem gaus úr jörðinni og var brúkað til ljósa í lömpum" (olía) og furðulegt efni, sem „hægt er að spinna í þráð og vefa í fat, sem ekki brennur, þegar því er kast að í eld" (asbestos). Hann punktaði hjá sér spennandi Iýsingar af „hnet- um á stærð við mannahöfuð, þægi- Iegar á bragðið og hvítar sem mjólk" (kókoshnetur). Hann kynn- ist dýrum, sem vom algerlega ó- þekkt í Evrópu, og reit um „stærð- ar höggorma — tíu skref á lengd, með skolta nógu stóra til að gleypa mann" (krókódílar) og „tryllt naut, sem samanborin í stærð, séu líkust fílum" (jakuxi). KUBLAI OG MARCO En allt var þetta smátt í saman- burði við það sem fyrir augum bar og Marco reit um þegar hann, eftir nær fjögurra ára erfiða ferð, og þeir komu til hirðar Kublais Khans í Peking. Keisarinn bauð þá velkomna, með auðsýnilegri á- nægju, og gatzt þegar í stað mjö vel að hinum unga Marco. Veitti honum hvern velgjörninginn á fæt- ur öðrum, bauð honum í veiðiferð- ir á baki hinna konunglegu fíla og kynnti fyrir honum hinn ótrúlega íburð hallarlífs fyrst í annarri höll- inni og því næst í hinum mikil- fenglegu höllum sínum í Peking og Shangm. GULLHIRZLUR — 10 ÞÚS.HVÍTIR HESTAR Það má efast um, að nokkrar hallir í sögunni hafi nokkurn tíma skarað fram úr þessum höllum í auðlegð, íburði og glæsileik; byggð- ar úr hreinasta tegund marmara og steini, skreyttur margvíslegum út- skurði, gyltar og skreyttar með ómetanlegum listaverkum. Innan hins mikla garðlands Peking-hall- anna, sem umkringdir voru virkis- görðum, 40 feta háum, voru vinjar sjaldgæfra trjáa sem komin voru víðsvegar að úr heiminum. Her- búðir hallarhersins voru alltaf til- búnar, og hirzlur voru fullar af auðæfum gulls, silfurs og eðalsteina. í borginni Shangm, sumarhöll Khans voru hesthús og beitilönd fyrir 10 þúsund mjallhvítra hesta. Þó Marco væri ekki ókunnur ríkmannlegu Iífi, að hætti Feneyj- arauðmanna, þá fannst honum hann vera kotpiltur þegar hann gapti af undrun að ofbirtu hirðlífsins. „Hinir auðugu Tartarar" skrifar hann „klæðast fömm úr gulli og silki, safalaskinnum, erminum og öðrum skinnum, öllum hinum rík- mannlegusm". KVENNABÚR — MANNVIRÐINGAR Auk hinna fjögurra löglegu eig- inkvenna sinna, þá átti Khan heil- an skara hjákvenna. Annað hvort ár, bendir Marco okkur á, þá gerði hann út sendimenn til að leita uppi í ríki sínu hundrað eða fleiri feg- ustu stúlkur til að kvennabúrið yrði ekki uppiskroppa. Þó er svo að sjá, að Marco hefði sjálfur lítinn tíma til daðurs. Hann lagði sig allan fram til að læra bæði tal og rit- málið í Kína m. a. mongólsku og þetta afrek hans hafði svo mikil áhrif á Khan, að hann gerði hann að persónulegum sendimanni sín- um í áríðandi sendiferðum um ríki sitt. Hann var jafnvel um þriggja ára skeið yfirmaður hinnar auðugu borgar Yangchow, meðdepill vopnaframleiðslu, en undir hana féllu 24 minni borgir Að lokum varð hann fulltrúi í keisaralegu ráðuneyti Khans í Peking. FYRSTUR EVRÓPUMANNA Marco skrifaði, hvert sem hann fór, viðamiklar lýsingar á því, sem fyrir augun bar og kom þannig með til húsbónda síns lifandi lýs- ingar af þegnum hans, hátmm, venjum og skaphöfn. Þannig varð hann fyrstur ferðamanna, eða Iand- könnuða, að varða (merkja) veg þvert yfir meginland Asíu og sá fyrsti til að segja heiminum frá auðlegð og stærð Kína, hinum miklu fljótum, stóru borgum, miklu framleiðslu og mannfjölda. Hann var sá fyrsti sem lýsti lönd- unum á landamæmm þess, og öll- um mismun þeirra í trúmálum og hegðan — sá fyrsti sem færði Evrópumönnum óma og ilm og fegurð landanna frá Java til Japan og Sumötru til Siberíu. NÚTÍMINN ÁRIÐ 1200 Á sendiferðum sínum fyrir keis- arann sá Marco Polo auðlegð hinna miklu borga sem Kublai Khan hafði annað hvort byggt eða end- urbætt. Nanking, Yangchow og Hangchow gerðu evrópskum borg- um — jafnvel Feneyjum — minnk- tm, þær virtust skímgar, frum- stæðar og menningarlausar. Kín- versku borgirnar glitruðu af hrein- læti og skipulagi. Breiðir þjóðveg- ir tengdu þær saman og einstak- lega dugmikil hestapóstþjónusta annaðist póstinn. Þær höfðu Iög- reglu og slökkvilið, almennings farartæki, uppsteypta þjóðvegi, skolpræsi undir götunum, og al- menningsgarða. Peningaseðlar, al- gjörlega óþekktir í Evrópu, voru gjaldmiðillinn sem gilti um gjör- valt ríkið. HANGCHOW — PARADÍS Ef dæma má eftir plássinu, sem Marco eyðir í Hangchow í bók sinni, þá var hún hin himneska borg, byggð 1,6 milljón manns. Marco lagði geysilega áherzlu á að lýsa henni „sem langfremstu borg heimsins bæði hvað grandeur og fegurð snerti, sem gæti orsakað það, að íbúarnir færu að álíta að þeir væru í Paradís." Eins og heima- borg Marcos þá er Hangchow full af skurðum og kanölum og öfund- ar og undrunar gætir hjá Marco er hann bendir á, að yfir skurðina liggi 12 þúsund brýr „margar þeirra svo háar, að möstruð skip HEIMÞRÁ — HÆTTA í 17 ár vann Marco Polo fyrir Kublai Khan meðan faðir hans og föðurbróðir auðguðust á verzlun. En nú, þar sem keisarinn var orð- inn yfir sjötugt, þá töldu þeir ráð- legra að fara að hypja sig. Ef Khan myndi deyja, sögðu þeir sín á milli, þá gætu afbrýðisamir höfðingjar við hirðina gert þessum þrem út- lendingum lífið grátt. Auk þess höfðu þeir heimþrá. Þegar þeir báðu leyfis að halda heim, neitaði Khan í fyrstu, en seinna lét hann þó þá fá leyfið en með seimingi, og jós á þá auð fjár í gulli og gimsteinum. ÓÞEKKJANLEGIR Hin erfiða og hættulega ferð heim um fjarlægð sem í dag má fara á nokkrum klukkustundum, tók þrjú ár. Þegar skip Polo-feðg- ana kom loksins í höfn í Feneyjum 1295 þá höfðu þeir verið burm í 24 ár. Enginn þekkti þá. Jafnvel þjónustufólk Polo-ættarinnar neit- aði þeim um inngöngu í húsið þeirra — þeir vom fyrir löngu álitnir dauðir. Til þess að sýna fram á, að þeir væru ekki svikamenni, þá héldu þeir þrír veizlu mikla. Eftir að hinir vantrúðu gestir höfðu fengið vín og mat að vild, þá ldæddust Polo-arnir þrír útslitnum Tartara- ferðafötum sínum, þvínæst skám þeir á saumana og út féllu perlur og gimsteinar. Þegar menn sáu rúbínana, perlurnar og demantana, þá sannfærðust þeir að lokum um að þetta væru þeir — því hver gat gefið þeim þvílíkar gersemar nema Kublai Khan. VANTRÚ FANGELSI Þegar Marco Polo lagði af stað var hann óreyndur unglingur, 17 ára, en snéri heim reyndur heims- maður 41 árs gamall, þekkjandi þjóðir og lönd sem engan annan hafði órað fyrir. En þrátt fyrir hinar lifandi lýsingar á ferðum sín- um þá trúði enginn hinum ná- kvæmu atriðum sem hann hafði skrifað. í mörg ár var hann spá- maður án heiðurs í eigin landi. Þrem áruna eftir að Marco Polö kom heim, þá hófst hið óskaplega Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.