Mánudagsblaðið - 25.10.1971, Síða 8
Stmiss flýgur — Windson-frúin og fegurðin — Curd
Jiirgens bíómasali — Pompidou forseti siðar hefðarfrúr
Svifasein þerna _ „Ný“ Ragusl Welch —
George Pompidou, 60, forseti
Frakklands, hefur orðið að grípa í
taumana varðandi klæðaburð ráð-
herrafrúnna. Eftir að eiginkonur
tveggja ráðherra, Chalandons og
Malauds, komu til veizlu í forseta-
höllinni íklæddar aðskornum stutt-
buxum, barst honum alda mót-
mælabréfa frá ölium hlutum Frakk-
lands. Hann lét þá siðameistara
sinn tiikynna ráðherrafrúnum að
hann mælti með „klassískum klæða-
burði" hér eftir.
Dagmar Koller, . 26, söngkona og
dansmær á í miklu stríði við nýja
þernu sína. Hlutverk þernunnar er
að sjá um búninga hennar, en hún
er svo svifasein að það hefur oftar
en einu sinni legið við að dansmær-
in kæmi of seint fram á sviðið. í
síðustu söngferð sinni spurði hún
þernuna hvort hún vissi ekki að
neitt væri til sem héti fljótt. Hún
svaraði um hæl: „Jú, en ég verð
því miður svo fljótt þreytt".
Gila von Weitershausen, 27, og
maður hennar leikarinn Martin
Lúttge, 29, fluttu nýlega úr íbúð
sinni í Múnchen. En þeir góðborg-
arar sem fluttu inn í íbúðina á eft-
ir þeim hafa þó ekki haft mikla
ánægju af henni. Það er sífellt ver-
ið að hringja dyrabjöllunni dag og
nótt. Fyrir dyrum standa vinir hjón-
anna og biðja um húsaskjól, því
að sá orðrómur hafði gengið meðal
leikara og hippa að Gila og Martin
hefðu jafnan opið hús fyrir ferða-
menn.
Frægt -
ríkt -
umdeilt
fólk
Curd Jiirgens, 55, hinn frægi þýzki
leikari, skýrði nýlega frá leynilegu
áformi sínu. Hann ætlar að bjóða
mönnum „áskrift að rósum".
„Áskrifendurnir" eiga að fá sendar
rósir einu sinni á viku frá ræktunar
stöð hans í Vence (í Suður-Frakk-
landi). Júrgens ætlar að byrja á
því að safna áskrifendum í Ham-
borg, en þó ekki fleiri en 200, því
að þetta á ekki að vera fyrir fjöld-
ann.
Tilkynning
Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að
samkvapmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins,
dags. 23..des. 1970, sem birtist í 1. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1971, fer 3. úthlutun gjaldeyris- og /eða
innflutningsleyfa árið 1971 fyrir þeim innflutnings-
kvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í nóv.
1971. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt
Landsbanka íslands eða; Útvegsbanka íslands fyrir
31.október n. k.
LANDSBANKI ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS.
Franz Josef Strauss, 55, leiðtogi
Kristilegra demókrata er enn að
læra. Eftir að hafa lært að fljúga
eins hreyfils flugvél hefur hann nú
fengið réttindi til að fljúga tveggja
hreyfla flugvél. í próffluginu flaug
hann frá Núrnberg til Bruck.
Farah. 32, drottning íranskeisara,
gaf borgarráðsmönnum í höfuð-
borginni Teheran nýlega góða hug-
mynd, þegar þeir voru að leita að
nafni fyrir götu. Borgarráðsmenn-
irnir mundu eftir því að drottning
hafði einu sinni komið á slysstað
við þessa götu og orðið svo hrærð
að hún grét hástöfum. Þess vegna
stungu þeir upp á því að skýra göt-
una: „Götu drottningartáranna".
Farah samþykkti þetta.
Ruth-Maria Knbitschek, 39, varð
fyrir grimmdarlegri aðsókn manna,
sem báðu hana um eiginhandarrit
hennar, þegar hún var stödd í Linz
am Rhein. Hún varð alveg ringluð
í kollinum, þegar allir flykktust
utan um hana. Jóhannes Schaaf,
leikstjóri, kom í humátt á eftir
henni og fékk eiginhandaráritun
hennar án þess að hún tæki eftir
því hver þessi „aðdáandi" hennar
var.
Wallis, Hertogaynja af Windsor,
75, lét nýlega gera á sér mjög sárs-
aukafulla andlitsaðgerð gegn ráðum
lækna sinna. Hún skýrði einni vin-
konu sinni frá ástæðunni: „Ég verð
að vera eins lengi falleg fyrir Ed-
ward og auðið er", þess vegna . . .
Rupert Davies, 55, sem hefur leik-
ið hinn fræga Maigret lögreglufor-
ingja í kvikmyndum eftir sögum
Simenons, má nú búast við því að
fá leynilögreglumann innan fjöl-
skyldunnar. Sonur hans, Tim, 22,
hefur lokið prófi, sem gerir honum
kleyft að gerast lögreglumaður. En
hann er þó þegar búinn að gera sér
grein fyrir því að hann verður að
láta raka sitt mikla skegg og klippa
sitt síða hár áður, annars getur
hann ekki fengið neinn lögreglu-
hjálm við sitt hæfi.
Patrick Curtis, 36, sem uppgötvaði
kynbombuna Raquel Welch og er
enn giftur lienni, sást nýlega í
London með nýjustu „uppgötvun"
sinni, Judy Loren, 20, leikkonu frá
New York. Curtis var fús til að láta
ljósmynda sig með henni, en þegar
hann var spurður að því hvort hann
ætlaði að skilja, svaraði hann: „Þið
ætmð heldur að spyrja Raquel".
Um samband sitt og Judy Loren
sagði hann: „Við erum aðeins góðir
vinir". Judy trúði blaðamönnunum
hins vegar fyrir því að þau elskuðu
hvort annað.
úr EINUI
ÍANNAÐ
Frumsýningagestir og nýnæmi — Úldið pakk í anddyrinu —
Lögreglan, börnin og Tónabær — Safamýrin aðalbraut —
Eru þeir stikkfrí? — Þjónar og fullir gestir — Fóstureyðingar
og Bjarni Guðna.
SATT ER ÞAÐ, ekki leggur frumsýningafólkið í Reykjavík
mikið á sig til að skoða nýnæmi. Fáir, ef nokkrir, stóðu í bið-
röð til að ná sér í miða á Senegalballettinn. En spyrja má
enn einu sinni: Er það hægt hjá Þjóðleikhúsinu, slag í slag,
að neita frumsýningargestum um miða sína vegna gesta-
leiks? Þetta fólk greiðir miða sína allt leikárið, verzlar mikið
við Leikhúskjallarann og eru beztu viðskiptavinir stofnunar-
innar. Þegar eitthvað sérstakt skeður, þá eru miðarnir teknir
af því. Eru peningar þess ekki eins góðir og lýðsins? Þjóð-
leikhússtjóri hefur skapað þarna furðulegt fordæmi en ástæð-
an er engum Ijós.
•—-----------------------
TIL AÐ SÝNA það sem að ofan getur má benda á það fólk
sem Þjóðleikhússtjóri vill sýnilega að sæki stofnunina. Á
frumsýningarkvöldinu s.l. mánudag gat að líta ungt par, Ijótt
og skítugt, klætt eins og betlarar stórborganna, úfið hárið
í kleprum og úldið á svipinn. Þetta voru sjálfskipaðir orginal-
ar stórborgarinnar, ákaflega fyndið og frumlegt fólk, sem át
brauðsneið, eflaust stolna, í anddyri musterisins. Dyraverðir
tóku þetta gott og gilt, en sjá mættu menn svipinn á dyra-
vörðum Bolsoi-leikhússins, ef þvílíkur rumpulýður skreytti
anddyrið þar.
ÞAÐ ER SENNILEGA heppilegra að bíða eftir almennilegum
árekstri hjá bifreiðum sem aka Safamýrina, én brátt kemur
að því, ef ekki götustubbar þeir, sem að Safamýrinni liggja,
verða ekki látnir hlýða stöðvunarskyldu áður en^bejr aka
inn á aðalgötuna. Það er hreinlega glæpsamlegt hversu hörmu
lega umferðarnefnd gegnir hlutverki sínu í þessum efnum,
jafnvel þótt sannað sé að slíkar götur, sem liggja að aðalum-
ferðaræð, séu ekki annað en slysagildrur. Það er eins og
persónuleg móðgun við umferðaryfirvöldin, ef þeim er bent
á eitthvað sem betur mætti fara. Það hlýtur að vera nautn,
að geta státað af slysum, en því ekki þá að hætta að væla
um ástæðuna.
•------------------------
LÖGREGLAN er all-upptekin af því að uppræta aukinn
drykkjuskap hjá ökumönnum og er það vel. Þó væri gaman
að vita hvort þeir, sem sækja cocktail-boð hins opinbera séu
undanteknir? Fyrir stuttu síðan var „skipulagssjeníum árið
2000“ gefin vínblanda í ráðherrabústaðnum og komu all-
margir á bílum sínum. Þessir hinir sömu óku hiklaust burtu
úr boðinu án þess, að lögreglan skipti sér nokkuð af því.
Það er sko gott að þurfa ekki að óttast lögin.
•—-----------------------
SVEINN skrifar: ,,Það er undarlegt með svonefnda yfir-
þjóna. Það kemur varla fyrir ,að þeir taki nokkurt tillit til þess
þótt fullir gestir ónáði aðra við borðin á veitingastöðum. Þjónn
á að hafa vakandi auga með hegðan gesta og skilja, að það
er erfitt fyrir gesti að standa í stímabraki við ótínda dóna,
sem undir áhrifum áfengis og með þeirri afsökun að áfengi
leyfi allt, eru til ófagnaðar á veitingahúsum. Þjónaskólinn ætti
að taka þennan þátt þjónustunnar inn á kennsluskrá sína.
Það yrði mjög vel þegið.“
ÞÁ VILL Bjarni Guðnason óska þess nú að meira frjálslyndi
verði látið ríkja í eyðingu fóstra. Þetta er eflaust ágæt hug-
mynd, þegar eitthvað er að, en þó mun íslenzka þjóðin ein
af fáum, sem þarf aukinn fólksfjölda til að geta sómasam-
lega búið í svo stóru landi. Tillaga um hömlulausar fóstur-
eyðingar — nú þegar pillan er til — eru alveg út í bláinn.
Næsta stórmál frjálsþýðinga?