Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Page 3
Mánudagur 20. desember 1971
Mánudagsbíaðið
3
JÓLABÆKUR
Oscar Clausen:
Hftur í aldir III.
Enn er út komin á vegum
Skuggsjár nýtt sagnakver eftir hinn
kunna sagnaþul Oscar Clausen og
er þetta hið þriðja í röðinni. Oscar
Clausen er sjór af gömlum fróð-
leik kann skemmtilega að segja frá
og styðzt við merkar heimildir og
færir afbragðsvel í búning. Hann
raðar ekki efni sínu eins og háttur
er heldur drepur niðri á ýmsum
öldum um allt landið og frá ólík-
legustu viðburðum er sagt eins og
höfundur hafi þar sjálfur verið við-
staddur. Margt af þessum sögum
hefur Oscar séð og lifað sjálfur en
aðrar hefur hann sótt í heimildir
safna eða til sögu manna, fært í
búning og gert lifandi fyrir augum
Iesandans.
Greina beztar eru auðvitað sagnir
hans að vestan þar sem hann ólst
upp og kennir hvern bæ og þúfu,
gjörþekkir ýmsa atburði, sem skeðu
fyrir nokkrum áratugum eða, sum-
ir, fyrir 50—60 árum og geymast
enn vel í minni höfundar. Á þess-
um árum voru miklar breytingar í
uppsiglingu, einkum í þorpum og
kaupstöðum á æskuslóðum höfund-
ar, enda voru þá margir stórmerkir
menn uppi, sem rík áhrif höfðu á
samtíð sína þróun í ýmsum mikils-
verðum málum og brutu nýjar
brautir.
En höfundi eru líka hugleiknir
ýmsir aðrir atburðir sem lengra eru
sóttir aftur í tímann. Hann lýsir
skemmtilega og skilmerkilega
bruna tveggja höfðingjasetra, Hvít-
árvalla og Staðarfeilsbrunanum, svo
og þætti af hinum stórbrotna höfð-
ingja og stórbokka Bjarna sýslu-
WOTEL miBÐIR
4 t.
aKnc
TOREA
FRÁ
TAHITI
SKEMMTA
BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 21,00
1
DANSFLOKKURINN
TOREA FRÁ TAHITI
manni á Þingeyrum, „innréttingun-
um" kappanum á Víðimýri Sæm-
undi bónda, Ólöfu í Skarði, gömlu
búðarstöðunum í Reykjavík,
fátækraframfærslu fyrir 100 árum
og öllum hinum óskyldustu atburð-
um, sem fyrir kunna að koma.
Eins og í fyrri bókum Clausens
þá er stíllinn jafn lifandi og léttur
og einkanlega hispurslaus Sunnu-
dagur á kaupmannsheimili er þátt-
ur af höfundi sjálfum er hann vann
við verzlunarstörf vestra og gaman
væri að vita til verzlunarmanna
sem vildu búa við sömu kjör í dag.
Þó virtust menn ánægðir þá. Oscar
var þekktur hestamaður fram eftir
árum, hefur átt yfir 100 reiðhesta
sjálfur, verið hrossasali og þekkir
vel til hesta almennt. í bókinni eru
þættir af hestum, Vitrir hestar, sem
fjallar um þekkta hesta og ein-
kennileg atvik í sambandi við þá.
Víða gætir gamansemi í þáttum
Oscars og fullyrða má, að engum
ungum né gömlum mun leiðast að
lesa þessar fjölbreyttu og fróðlegu
frásagnir eins af vinsælustu fræða-
þulum okkar sem nú eru uppi.
Bók sem engan svíkur. — A. B.
Mark Twain:
Iréf frá Jörðu
Mark Twain setur sig í spor Sat-
ans og gefur erkienglunum Grabíel
og Mikael skýrslu um furðulega
íbúa jarðarinnar —um yfirgengi-
lega framkomu þeirra og forkostu-
legt dramb — auk trúarhreyfingar
þeirra, serh hafi komið þeim til að
finna upp himin og helvíti.
Hann birtist okkur einnig sem
Ari fróði, sem lítur yfir og skýrir
atvikin í aldingarðinum Eden, allt
frá upphafi sögu til flóðsins mikla.
Hann þýðir dagbækur Adams og
afkomenda hans allar aldir til
Shems, Metúsalems og geggjaða
spámannsins.
Hann notfærir sér kunnáttu 19.
aldar rithöfundar, þegar hann fjall-
ar um ritverk James Fenimore
Cooper. Hvorki ensk húsagerðarlist
og styttur, né menning Frakka, til-
ögur til einfaldari stafsetningar eða
jamanmynd af siðgæðisvenjum
fara fram hjá honum. Allt er þetta
ádeila á mannkynið hábölvaða og
óhemjulegu heimsku þess.
Roger Butterfield segir um þessa
bók:
Þessi handrit um mannlegar að-
stæður eru ómótstæðilegar. Sumir
telja sig víst fá sönnun hér með
þess efnis, að Mark Twain hafi
verið svartsýnismaður, en ég tel að
þetta sýni, að hugur og sál sem
hans gleymist hvorki né deyr um
aldur og ævi.
Vestar-Skaftfell-
ingar 1703—1966
Björn Magnússon prófessor hef-
ur samið þetta merka rit, sem verð-
ur í fjórum bindum. — í ritinu
verða nafngreindir allir þeir, konur
og karlar, sem taldir eru til Vestui
Skaftfellinga og skráðir fundust i
embættisbókum þeim, skjölum og
bréfum, sem talin eru í skrá óprent-
aðra heimilda.
Þetta er einstætt heimildarrit —
ekki aðeins fyrir Skaftfellinga, held
ur og fyrir alla þá, sem áhuga hafa
á íslenzkum fræðum.
Valur vandar vöruna
□ SULTUR
□ ÁVAXTAHLAUP
□ MARMELAÐI
□ SAFTIR
□ MATARLITUR
□ SÓSULITUR
□ EDIKSÝRA
□ BORÐEDIK
□ TÓMATSÓSA
□ ÍSSÓSUR
□ BÚÐIN GSDUFT
SENDUM U M ALLT LAND
Gleðileg jól!
Farsælt nýtt ár.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Efnagerðin Valur h.f'
Kársnesbraut 124 — Sími 40795.
ijii imydj ■ tOl
iUj i
Sölusamband
íslenzkra
fiskframleiðenda
REYKJAVIK.
Frjáls samtök íslenzkra saltfiskíramleið-
enda, sem hafa með höndum sölu á
framleiðslu félagsmanna.
Símnefni: UNION REYKJAVIK.