Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Page 12
12
Mánudagsblaðið
Mánudagur 20. desember 1971
Rósir og frostrósír
Rósin í glugganum, augasteinn konunnar, lifir
aðeins í yl stofunnar — úti er íslenzk veðrátta —
hún á líf sitt undir einni rúðu.
CUDO-GLER
veitir tvöfalt öryggi, (ytri og innri þétting)
þolir snöggar hitasveiflur, (yfir 39° á klst.)
rramleitt meö erlendri tækni, þróað við íslenzka
staðhætti í meira en áratug . . .
... til þess að öllum megi vera hlýtt inni, blómin í
glugganum lifi,— nema auðvitað frostrósirnar.
CUDO
CUDOGLER HE
SKÚLAGÖTU 26, SlMI 20650
JÓLATRÉ
LANDGRÆÐSLUSJÓÐS
AÐALÚTSÖLUSTAÐIR: Laugavegur 7 og Fossvogsblettur 1.
Aðrir útsölustaðir:
Vesturgata 6
Bankastraeti 2
Blómatorgið við Birkimel *
Sjóbúðin við Grandagarð
Laugavegur 95
Miðbær við Háaleitisbraut
Blómabúðin Runni, Hrísateig
Háaleitisbraut 68
Laugarnesvegur 70
Valsgarður við Suðurlandsbraut
Blómabúðin Míra, Suðurveri
Bióm og grænmeti, Langholtsvegi
við Bústaðakirkju
við Breiðholtskjör
í KÓPAVOGI:
Blómaskálinn, Kársnesbraut
Gróðrarstöðin Rein, Hlíðarvegi.
VERÐ Á JÓLATRJÁM:
0,75—1,00 m
1,01—1,25 m
1,26—1,50 m
1,51—1,75 m
1,76—2,00 m
2,01—2,50 m
kr. 190,00
kr. 230,00
kr. 290.00
kr. 330.00
kr. 390.00
fcr. 520,00
Birgðastöð Fossvogsbletti 1 — símar: 40300 og 40313.
Furu- og grenigreinar seldar á öllum útsölustöðum.
ADELNS FYRSTA FLOKKS VARA
TIL BLADSINS
Framhald af 5. síðu.
í þessuxn dálki, að valdamesti mað-
ur Bandaríkjanna hefði verið A1
Capone, glæpamannaleiðtogi í
Chicago. Auk þess var því haldið
fram, að jafnvel bandaríski forset-
inn hefði óskað þess að hann hefði
völd á við þetta úrhrak. Mér er
ókunnugt hvers konar lýð þér ætl-
uðuð að trúa svona fjarstæðu en
þér gerið enga lágmarkskröfu
til sumra lesenda ef þér ætlið þeim
að kyngja þessu. A1 Capone var
glæpamaður í þess orðs verstu
merkingu. Uppi var hann á bann-
Skrýtla
Á heræfingum skipaði herforing-
inn svo fyrir, að á einni brúnni
væri sett spjald sem á stæði: „Þessi
brú hefur verið eyðilögð með loft-
árásunum".
Stuttu seinna sá hann nokkra
fótgönguliða fara yfir brúna í
mestu rólegheitum. Hann sendi
hermann til þeirra og heimtaði
skýringu á hvers vegna þeir hefðu
ekki tekið neitt tillit til áletrunar-
innar á spjaldinu.
Sendiboðinn kom stuttu seinna
aftur og sagði: „Það er í lagi, her-
foringi. Hermennirnir bera spjald
sem á stendur „Við erum að synda"
árunum en þá var valdatími hans
mestur og hryðjuverkin flest og
viðurstyggilegust unnin vestra.
Capone réði borgárhluta í Chicago
(South Side) og hélt sig innan
þeirra takmarka að mestu, því hon-
um var bæði óhollt og hált á að
fara mikið út fyrir landamæri sín,
því á einni slíkri reisu var hann
nær drepinn en á annarri handtek-
inn af lögreglunni og dvaldi ár í
tugthúsi. Bjór- og áfengisóþverra
framleiddi hann og seldi þyrstum
íbúum Chicago, hann rak tugi
hóruhúsa, fyrirskipaði tugi ef ekki
hundruð morða en var loksins
handtekinn, dæmdur að vísu fyrir
skattsvik, en var hrakinn úr glæpa-
heiminum og geyspaði golunni á
Florida-skaga (að vísu í luxuslífi)
og var endanlega urðaður í Chi-
cago. Völd hans náðu aldrei út yfir
glæpahringinn í Chicago, hann var
valdalítill meðlimur Mafíu-samtak-
anna Cosa Nostra, fyrirlitinn og
réttilega kailaður úrhrak jarðar-
innar. Hvaðan þið fáið upplýsing-
ar um völd hans er mér hrein
ráðgáta.
J. Hannesson.
Allar eru þessar upplýsingar réttar
um Capone. Þetta „úrhrak" lifði og
drapst í þeirri vilpu viðbjóðs og
'xillvirkja sem gerðu nafn hans al-
rcernt og borg hans eins konar
samnefnara fyrir gjörspillta staði
á jarðríki. Loksins tókst svokölluð-
ttm „federal men" réttnefni, skatt-
heimtumönnum ríkisins að negla
hann fyrir skatta ógreidda og dóm
hlaut hann upp á níu ár. Eliot Ness,
hét einn aðal-angursmaður Al
Capones og reyndar sá sem endan-
lega kom honum í hendur skatts-
ins, en naut þar auðvitað hjálpar
annarra opinberra stofnana. Um
hann var gerð kvikmynd, TJ:e Un-
touchables, rómantísk œsimynd,
starfi þessarra manna algerlega
ósamboðin. Mánudagsblaðið birtir
þennan skemmtilega frétta- og
kjaftadálk sem lið af afþreyingar-
efni blaðsins og viðar að sér upp-
lýsingum úr ýmsum evrópskum og
amerískum blöðmn. Téð frétt ttm
Capone okkar var í þýzku blaði.
Sagt var þó, að einn af forsetum
Bandaríkjanna meðan Capone var
uppi og illrœmdur um öll Banda-
ríkin, hafi verið í sumarfríi í
Elorida og dvalið þar á hóteli sem
Capone var líka gestur. Svo vildi þó
til að þegar sjálfur forsetinn gekk
í lobby hótelsins og bjóst við að
allir gestir myndu lita við og skoða
sig af forvitni og aðdáun, þá lá
leið glcepaforingjans líka um lobbý-
ið og lýðurinn hópaðist kringum
Jorœdýrið en lét forsetann lönd og
leið.
Sagt er að forsetinn hafi þá sagt,
sennilega í afbrýðiskasti, við menn
sína: „Tell the feds, that I want
tJois Capone fellow taþpn care of"
eða: segið Joinni opinberu lögreglu,
að ég vilji, að séð verði um að
koma Capone fyrir kaéfyrncf. (Auð-
vitað á löglegan hált, þótt glcepa-
lýðurinn legði aðra merkingu t
„taken care of"). Má vera, að þessi
saga, sem eflaust er ósönn, sé fót-
urinn fyrir hinum miklu völdnm
Al Capones, sem í greininni birtist.
■—- Ritstj.