Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Síða 16

Mánudagsblaðið - 20.12.1971, Síða 16
ÚR 211 í ANNAÐ Gerfipatríótar og ættjarðarlögin — llla klæddar trygginga- stúlkur — Læknirinn og hitamælirinn — Afbrýðisemi að óþörfu — Lélegt skemmtiatriði — Heppinn bílstjóri. HÁSKÓLABORGARARNIR, þessir gerfipatríótar, sem hæst hafa 1. des. sýndu alþjóð hve illa þeim fer þetta gaspur sitt á þessum degi. Utan allrar vitleysunnar um varnarliðið, þá skorti ekki eldheita ættjarðarást piltanna þ. e. kommúnist- anna 200 og bítlaliðsins, sem skreyttir háskólann okkar..Einna bezt sannaðist föðurlandsástin þegar háskólanemar vildu syngja ættjarðarlögin frægu. Það var ekki fyrr en söngstjórinn hafði ítrekað spurninguna til söngvaranna, um hvort þeir hefðu nú ALLIR fengið blaðið með Ijóðinu ,,Ég vil elska mitt land“, að þessir ættjarðarvinir gátu hafið upp raust sína og kyrjað skammlítið gegnum þetta Ijóð. Sem betur fer heyrði öll þjóð- in, sem nennti að hlusta á útvarpið, þessa skömm. „ÞAÐ ER UNDARLEGT" skrifar ein, sem er trúlofuð „hversu illa klætt starfsfólkið, einkum kvenfólkið, er hjá Tryggingar- stofnun ríkisins. Þessar stelpur ganga í hreinum lörfum skitn- um peysum, sem fara auk þess illa, gallabuxum, pokalurfum og öðrum slíkum klæðum, sem venjulega hanga utan á ræksn- islýð og flækingum. Þetta er opinber stofnun og þó allar séu ekki sekar, þá eru þær of margar. Hvernig er það með opinbert starfsfólk: getur það ekkert annað en heimtað hærra kaup en hefur engar sjálfsagðar skyldur né almennar um- gengnisvenjur? Það var mun skárra fyrir nokkrum árum". •----------------------- ALLT SKEÐUR hjá læknunum okkar, a. m. k. flest. Stúlka ein, ung og falleg, kom til læknis til rannsóknar og þurfti meðal annars að leggjast allsnakin á grúfu á sjúkraborð meðan rann- sóknin fór fram. Allt í einu hvíslaði hún feimnislega: „Læknir, þér hafið sett hitamælinn í ramm-vitlausan stað“. Hún varð dálítið undrandi þegar læknirinn svaraði: „Hann er ekki á vitlausum stað — auk þess, sem þetta er ekki hitamælir". OG ÞESSI er beint úr Playboyreiginkona nokkur sleppti sér alveg þegar hún kom að manni sínum í rúminu með ungri, Ijöshærðri stúlku, greip öskubákka ög aetláði að' keyra- hann f hausinn á honum þegar hann sagði: „Hún er bara fátæk flækingsstúlka sem ég pikkaði upp í bílinn minn á þjóðvegin- um. Hún var hungruð svo ég gaf henni að borða hér heima. Þá sá ég að sandalarnir hennar voru ónýtir svo ég gaf henni gamla parið, sem þú hefur ekki farið í, í tólf ár. Næst sá ég, að skyrtan hennar var rifin, svo ég gaf henni gömlu blússuna, sem þú hefur ekki virt viðlits síðan 1969. Nankinsbuxurnar hennar voru allar bættar svo ég gaf henni siðbuxur, sem þú aldrei brúkar. En þegar hún var að fara þá spurði hún: er það nokkuð fleira, sem konan þín brúkar ekki?“. TVEIR MENN sátu á bar þegar annar þeirra allt í einu tók upp lítið píanó, músargrey og fiðrildi. Músin byrjaði þegar að leika á píanóið og fiðrildið hóf að syngja aríu af fullum krafti, hinum manninum til mikillar undrunar. „Þetta er stór- kostlegt, sem þú hefur þarna, því reynirðu ekki að koma þessu atriði inn á eitthvað ,,show“-ið í sjónvarpinu t. d. hjá Flosa Ólafs.?“ „Flosi og Jón Þórarinsson mundu ekki vilja sjá það“ svar- aði hinn súr á svip. „Sannleikurinn er sá, fiðrildið er nefnilega ekki að syngja. Músarhelvítið er búktalari“. •----------------------- . . . og svo er það BSFi-bílstjórinn sem reyndi að forða krakka og stoppaði svo snöggt að hann hafði næstum henzt . . . úr dívaninum. SJÓNVARP KEFLAVÍK Laugardagur 9.00 Cartoon Carnival — Roger Ramjet, Spunky and Tadpole 9.45 Captain Kangaroo 10.3} Sesame Street 11.35 Golden West Theater — Roy Rogers 12.00 Red Skelton 1.00 The Osmond Brothers 1.30 Roller Games 2.15 Auto Racing — Loop Motorcycles 3.15 National Airlines Open Golf Tournament 4.20 Voyage To The Bottom Of The Sea 5.15 Jonathan Winters 6.00 Information Show 7.00 The World Report 7.15 Greatest Fights — Zale vs. Graziano 7.30 Mayberry RFD — Sensi- tivity Training 8.00 Gunsmoke — Muley 9.00 Pearl Bailey — Guests Ethel Waters, Robert Goulet 10.00 The Defenders — The Tarnished Cross 10.55 Chaplain’s Corner 11.00 Final Edition News 11.05 Northern Lights Playhouse — Sherlock Flolmes In House Of Fear 12.15 Playboy After Dark — Guests Rich Little, llobert Goulet, Shari Lewis Jónas Guðmundsson: Hægur sunnan sjö „Hægur sunnan sjö" eftir Jónas Guðmundsson, stýrimann, hefur hlotið verðskuldað umtal manna á meðal í undanförnu blaðaleysi. Bókin er ómótstæðiloga læsileg, full af lifandi myndum, sem hafa meira og varanlegra gildi en bara til einna jóla. Af skiljanlegum ástæðum verður ekki nú gerð nein bókmenntaleg úttekt á Jónasi. En velkomin heim og til hamingju Jónas. Raquel mætir galvösk í næsta blaði — og fleira frægt fólk. Þct fáitf cillcif (íy99ifi9<if hjé okkuf Samvinnutryggingar hafa starfaö í 25 ár. Bjartsýni og stórhugur ríkti við stofnun félagsins og fullyrða má, að flestar óskir og vonir hafa rætzt.Viðskiptavinum fjölgar stöðugt og margbreytileg verkefni vaxa dag frá degi. Nauðsynlegar nýjungar hafa verið teknar upp og áföllum verið mætt með festu og öryggi. Meginstefnan er og hefur verið hagkvæmar tryggingar og sanngjarnt tjónauppgjör.,Á þessum tímamótum er því ástæða til að gleðjast yfir þeim árangri, sem náðst hefur, og horfa björtum augum til framtíðarinnar. Félagið er enn ungt að árum, og framundan eru manndómsárin. Á því aldursskeiði má vænta beztra afreka, þegar undirstaðan hefur verið lögð af kostgæfni og með ákveðið takmark í huga. Á þessum tímamótum sendum við öllum viðskiptamönnum okkar beztu kveðjur og árnaðaróskir. SAM'VI rVINUTRYGGirVGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.