Tíminn - 04.08.1977, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. ágúst 1977
3
Niðurstaða
væntanleg
— en enn er óvíst hvort
grunnskólakennarar fá
greiddan kostnað til jafns
við menntaskólakennara
gébé Reykjavik — Skýrt var frá
þvi i Timanum fyrir stuttu að
menntaskólakennarar utan af
landi, fengju ekki aðeins dagpen-
inga þegar þeir sækja námskeið
við Háskóla tslands i Reykjavik,
heldur og einnig ferðakostnað
greiddan. Grunnskólakennarar,
sem sóttu nákvæmlega sama
námskeið fengu hins vegar ekki
neitt. Timinn hafði samband við
Höskuld Jónsson, ráðuneytis-
stjóra i fjármálaráðuneytinu i
gær til að grennslast fyrir um
hvort nokkuð hefði verið gert i
máli þessu. — Jú, við höfum rætt
saman ég og formaður Félags há-
skólamenntaðra kennara um
þetta mál. Ég á von á að niður-
staða komi innan tiðar, cn eínnig
þarf að ræða við menntamála-
ráðuneytið um þetta, sagði Hösk-
uldur.
Frétt þessi birtist I Timanum.
þann 14. júli, og var tilefnið að
menntaskóla- og grunnskóla-
kennarar sóttu þá sex vikna nám-
skeið við Háskóla íslands i upp-
eldis- og kennslufræðum. Fjöl-
margir kennarar tóku þátt i nám-
skeiðinu og þá ekki sizt kennarar
utan af landi, en þaðan komu um
20 kennarar. Þeir eru i Lands-
sambandi framhaldsskólakenn-
ara og Félagi háskólamenntaðra
kennara, þ.e.a.s. sjö kennarar af
þessum tuttugu, sem kenna við
grunnskóla úti á landi. Mennta-
skólakennarar eru hins vegar i
Félagi menntaskólakennara.
Samningar þessara félaga eru
svo til samhljóða, nema bókun i
samningi siðastnefnda félagsins,
sem tekur sérstaklega til kostn-
aðs er hlýzt af námskeiðum.
1 stuttu máli sagt, þá fengu
menntaskólakennarar utan af
landi greidda 2/3 hluta dagpen-
inga opinberra starfsmanna á
meðan á namskeiðinu stóð, og
auk þess greiddan ferðakostnað.
Grunnskólakennararnir fengu
ekki neitt, og eiga aö sjálfsögðu
erfitt með að sætta sig við það, og
þeir biða með óþreyju eftir að
mál þetta verði tekið upp. Það
skal þó tekið fram i þessu sam-
bandi að bæði júli- og ágústmán-
uður eru þeir mánuðir, sem flest-
ir taka sér sumarfri, og svo á
einnig við um starfsmenn i ráðu-
neytum og mun þvi að einhverju
leytiað kenna að afgreiðsla þessa
máls hefur gengið hægt.
Höskuldur Jónsson
Nýr flokkur
spariskír-
teina
ríkissjóðs
Föstudaginn 5. ágúst n.k.
hefst sala spariskirteina rikis-
sjóös i 2. fl. 1977, samtals að
fjárhæð 1.100 milljónir króna.
Byggist útgáfan á fjárlaga-
heimild og heimild um útgáfu
spariskirteina i stað þeirra
sem innleyst hafa verið, að
viöbættri verðlagsuppbót.
Kjör skirteinanna eru hin
sömu og undanfarinna flokka.
Höfuðstóll og vextir eru verð-
tryggðir miðaö viö breytingar
á byggingarvisitölu. Skirtein-
in eru bundin fyrstu fimm ár-
in, en frá 10. september 1982
eru þau innleysanleg hvenær
sem er næstu fimmtán árin.
Skirteinin, svo og vextir af
þeim og verðbætur, eru skatt-
frjáls og framtalsfrjáls á
sama hátt og sparifé.
Skirteinin eru gefin út i
þremur verðgildum, 10.000,
50.000 og 100.000 krónum og
skulu þau skráð á nafn meö
nafnnúmeri eiganda. Sér-
prentaðir útboðsskilmálar
fást hjá söluaðilum, sem eru
sem fyrr bankar, sparisjóðir
og nokkrir verðbréfasalar i
Reykjavik.
Fjölgun í bygg-
ingariðnaðinum
áþ-Reykjavik. Um árabil hefur
Landssamband iðnaðarmanna,
ásamt Félagi islenzkra iðnrek-
enda staðið fyrir ársfjórðungs-
legri könnun á ástandi og horfum
i almennum iðnaði, sem nefnist
,,Hagsveif luvog iðnaðarins ”.
Hingað til hefur þessi könnun ekki
náð til by ggingariðnaðarins.
Lamlssamband iðnaðarmanna
stendur að þessari könnun i sam-
ráði við Mcistarasamband bygg-
ingarinanna. Könnunin nær til
flestra stærstu fyrirtækja i bygg-
ingariðnaði og margra smærri.
I könnuninni kom i ljós að um
Ætlaði Þjóðverj-
inn að setjast
að á íslandi?
AÞ-Reykjavlk — Nú eru komnir
til landsins tveir þýzkir lög-
reglumenn tii að fylgjast með
rannsókn i máli Ludwig Lug-
meier sem handtekinn var um
s.l. helgi. Annar þeirra er yfir-
lögregluþjónn frá Frankfurt, en
hanr. hefur unnið mikið við mál
Lugmeiers. i gær voru þýzku
lögreglumennirnir ekki sagðir
vera I Reykjavik, en hvar þeir
væru eða i hvað erindum vildi
Hallvarður Einvarðsson hjá
Rannsóknarlögregiu rikisins
ekkj skýra frá. Lugmeier og
Bandarikjamaðurinn sitja i
Siðumúlafangelsinu. Verið er að
rannsaka umsvif Þjóðverjans
hér á landi og tengsl hans við
Bandarikjamanninn. Rann-
soknin er komin vel á veg, en aö
sögn rannsóknarlögreglu rikis-
ins erekki hægt að greina nánar
frá henni i bili.
Fram hefur komiö að Þjóð-
verjinn hafði hug á að kaupa
jörð hér á landi, og mun Banda-
rikjamaöurinn hafa verið hon-
um innan handar i þvi máli og
e.t.v. i fleiri umsvifum. Kunn-
ingsskapur mannanna tveggja
er talinn hefjast þegar Lugmei-
erkom hingað til lands frá Glas-
gow annan marz s.l. Lugmeier
bjó fyrst á hóteli, en leigði sér
svo Ibúð í Breiðholti. Héðan fór
hann aftur til Bretlands 10. júni
„til að sinna sérstökum erind-
um” eins og Ólafur W. Stefáns-
son hjá dómsmálaráöuneytinu
komst aö oröi er Tlminn ræddi
við hann i gær. Hins vegar vildi
Ólafur ekki greina frá þeirri för
ineinum smáatriðum, enda var
ekki búið að komast fyllilega til
botns i þvi máli.
Eins og áður sagði, þá er talið
að Þjóðverjinn hafi haft hug á
að komast yfir jörð hér á landi.
Ólafur var þvi spurður hvort
ekki hefði komizt upp um hann
ef sú ráöagerð hefði heppnazt.
Ólafur sagðist gera ráð fyrir að
dómsmálaráðuneytið hefði
kannað fortið mannsins að ein-
hverju leyti ef hann heföi farið
að fjárfesta á islandi. Hins veg-
ar væri eins vist, aö enginn
rannsókn hefði verið gerð ef
Lugmeier hefði keypt sér ibúð.
— Það er dómsmálaráðuneytið
sem gefur útlendingum leyfi til
að eiga fasteignir hér á landi,
sagði Ólafur, — en yfirleitt er
um að ræða útlendinga sem
hafa búið hér um nokkurt skeiö
og ekki sýnt neitt misjafnt af
sér.
Vegabréfaeftirlitið hefur und-
ir höndum upplýsingar um ó-
æskilegt fólk en ekki er vist að
það hafi haft upplýsingar um
þennan ákveðna mann á Kefla-
vikurflugvelli. En viða erlendis
er fullkomin tölvuútbúnaður á
flugvöllum, sem getur gefið
svar á augabragöi um hvort við-
komandi maður sé eftirlýstur.
Þá er það svo, að komi einhver
frá Norðurlöndunum þarf hann
ekki að sýna vegabréf, og getur
dvalið hér um ótakmarkaðan
tima.
— Ég sé ekki ástæöu til að
segja frá sambandi Bandarikja-
mannsins og Þjóðverjans á
þessu stigi málsins, sagði Hall-
varður Einvarðsson, — en rann-
sókn á þeim þætti málsins ætti
að ljuka eftir nokkra daga.
Þjóðverjinn og Bandarikja-
maðurinn hafa verið úrskurðaö-
ir i varðhald til 17. ágúst, en
konunni sem var i bílnum með
þeim, var sleppt að lokinni yfir-
heyrslu. Svo virðist sem Banda-
rikjamaðurinn hafi geymt pen-
inga fyrir Þjóðverjann á meöan
hann dvaldist úti. A.m.k. fund-
ust miklar peningafúlgur undir
bilsætihinsameriskaþegar þeir
voru handteknir, en samtals
höfðu þeir undir höndum 277
þúsund þýzk mörk og smávegis
af íslenzkum peningum.
45% mannaflans starfar við
byggingu ibúðarhúsnæðis, en um
20% við byggingar atvinnuhús-
næðis, um 18% við bygg-
ingar á vegum hins opinbera, og
um 16% við aðra starfsemi.
A fyrsta ársfjórðungi þessa árs
störfuðu um 23% fleiri menn en
árið 1975. Stærsti hluti þeirra,
sem starfa við byggingariðnaðinn
eru, eins og við mátti búast,
iðnaðarmenn eða um 35%. Næst-
stærsti hópurinn eru verkamenn
eða um 35%. Aukning starfs-
mannafjölda hjá þeim fyrirtækj-
um, sem tóku þátt i könnuninni
frá árinu 1975 til fyrsta ársfjórð-
ungs 1977, er eins og áður sagði
um 23% i heild, en talsvert mis-
munandi eftir greinum. Þannig er
aukningin hjá verktökum 20,7%, i
húsasmiði 44,4%, en hins vegar er
samdráttur sem nemur 19,0% i
húsamálun, 50,4% i pipulögnum
og 28,5% i raflögnum. Engin
skýring önnur en árstimabundin
sveifla i þessum greinum hefur
komið I ljós, en i skýrslunni segir,
að athyglisvert verði að sjá hvort
sönnun fáist fyrir þvi á næsta árs-
fjórðungi.
1 skýrslunni segir svo um horf-
urnará öðrum ársfjórðungi þessa
árs: — Fyrirtæki meö um 8%
mannaflans gefa upp, að þau bú-
ist við aukinni starfsemi á 2. árs-
fjórðungi ársins. Þetta bendir til
rr.jög litillar breytingar, þar sem
munurinn er svo litill (43% meira
35 minna) og getur raunar brugð-
ið til beggja vona ef miðað væri
við magnbreytingu i framleiöslu.
Þessi niðurstaða fyrir byggingar-
iðnaðinn i heild er heldur lakari
en við mætti búast miðað við árs-
tima, en kemur hins vegar heim
og saman við fyrri reynslu um
hægari bata i byggingariðnaði en
öðrum greinum, þegar efnahags-
ástand er á uppleið úr öldudal.
1 verktakafyrirtækjum er
niðurstaðan sú, að fyrirtæki með
helming mannaflans búast við
aukningu, en hinn helmingurinn
býst við samdrætti, þannig að
nettó niðurstaðan er óbreytt á-
stand framundan. Fyrirtæki i
raflögnum búast hins vegar við
minnkandi starfsemi á 2. árs-
fjórðungi. Hjá fyrirtækjum i
húsasmið, málun og pipulögnum
virðist hins vegar vera rikjandi
meiri bjartsýni og búast t.d. öll
fyrirtæki i málun við aukinni
starfsemi með vorinu. 1 pipu-
lögnum búast fyrirtæki með tæp
40% mannaflans við aukinni
starfsemi, en i húsasmföi búast
fyrirtæki með um 55% mannafl-
ans við aukningu.
35% þeirra sem starfa I byggingariönaöinum eru iönaöarmenn en
verkamenn eru um 25% mannaflans.