Tíminn - 04.08.1977, Síða 4
4
Fimmtudagur 4. ágdst 1977
Makarios látinn
eöa minna setið á samninga-
fundum, þótt ekki hafi mikiö
gengið.
Makarios verður aftur
forseti
1 kosningum, sem haldnar
voru á gríska svæðinu á Kýpur
6. september á siöasta ári fengu
miðflokkurinn, sósialistar og
kommúnistar öll sætin á þing-
inu, 35 að tölu. Þessi flokkasam-
steypa studdi Makarios sem
vildi beita sér af alefli gegn
Tyrkjum sem þá og nú ráöa yfir
40% af eyjunni.
Sáralitil andstaða var gegn
Makariosi og hans mönnum,
nema þá helzt frá hinum hæg-
fara Glafkos Clerides, sem áöur
var minnzt á, en hann fékk ekk-
ert þingsæti. Clerides sagði af
sér sem aðalsamningamaður
griskættuðu Kýpurbúanna, þeg-
ar upp komst að hann hefði rætt
leynilega við Rauf Denktash,
sem þá var orðinn forseti á
tyrkneska svæðinu.
Makarios erkibiskup var vit-
anlega umdeildur maður. Sumir
segja, að nú fyrst verði hægt að
leysa Kýpurdeiluna, fyrst hann
er fallinn frá. Um það má deila,
en hitt er vist að eitt mikilmenn-
ið er horfið að sjónarsviöinu.
Brezk áhrif á Kýpur
Landfræðilega ætti Kýpur að
teljast til Austurlanda. Þessi
litla eyja er einungis 60 km suö-
ur af strönd Tyrklands og 100
km vestur af Sýrlandi.
Kýpur er ekki stór eyja, og
t.d. er ísland 10 sinnum stærra
en hún. Eyjan er talin falleg af
þeim, sem þangaö hafa komið,
hæðótt meö gömlum köstulum
og fallegum kirkjum.
Enda þótt Kýpur ætti að telj-
ast til Austurlanda landfræði-
lega séð er fólkið suð-
ur-evrópskt i útliti og háttum.
Um 80% þess er af griskum ætt-
um, en hinir af tyrkneskum.
Brezk áhrif hafa lengiö veriö
rikjandi i landinu. Rikharður
ljónshjarta tók eyjuna með
vopnavaldi af Múhameðstrúar-
mönnum árið 1191, þegar kross-
ferðirnar stóðu yfir, en seldi
hana skömmu siðar til fransks
aöalsmanns. A seinni hluta 16.
aldarinnar tóku Tyrkir eyjuna
herskildi, en létu hana svo af
hendi til Breta árið 1878. Ariö
1925 var hún formlega gerö
aö brezkri nýlendu.
Sjálfstæðisbaráttan
hefst
Það var ekki fyrr en skömmu
eftir striö aö sjálfstæðisbarátta
Makarios með U Thant, fyrrum
aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna. Þeir þurftu oft að ræðast
við vegna Kýpurdeilunnar á 7.
áratugnum.
Bretum og fyrir „enosis” þ.e.
sameiningu við Grikkland.
Skæruliðasamtökin EOKA voru
stofnuð, og 1955lýstu Bretar yfir
neyðarástandi á Kýpur. Arið
eftir var Makarios rekinn i út-
legð til Seychelles-eyjanna i
Indlandshafi, en veitt frelsi ári
seinna, enda var þá farið að
hylla undir samkomulag.
Arið 1959 hófust svo
samningaviðræður Grikkja og
Tyrkja i Zurich i Sviss og þær
báru þann árangur aö 16. ágúst
1960 var lýst yfir sjálfstæði Kýp-
ur. Bretarfengu þó að hafa tvær
herstöðvar á suðurhluta eyjunn-
ar.
Deilurnar Magnast
Það er alkunna, að samkomu-
lagið milli grisku og tyrknesku
Kýpurbúanna var aldrei gott, og
kom það ágætlega fram þremur
árum eftir sjálfstæðið, en þá
vildi Makarios breyta stjórnar-
skránni, þvi honum fannst að
tyrknesku fbúarnir hefðu alltof
mikil völd miðaö við fólksfjölda.
Upp frá þessari kröfu bloss-
uðu bardagar, sem hættu ekki
fyrr en Sameinuöu þjóðirnar
sendu friðarsveitir til eyjunnar
árið 1964.
1967 brutust svo aftur út bar-
Eftir miklar samningaviðræöur
og mörg vopnahlé tókst loks aö
koma á friði, og i desember 1974
kom Makarios aftur til Kýpur úr
útlegð sinni i London. Tyrkn-
esku Kýpurbúarnir neituðu aö
viðurkenna hann og stofnuðu
sitt eigið riki á norðurhluta eyj-
unnar, 14. febrúar 1975, og varð
Reuf Denktash leiðtogi þeirra.
Makarios hvatti fólk sitt til aö
veita hinu nýja riki andstöðu og
á alþjóðlegum vettvangi hvatti
hann til samningaviðræðna, og
studdu Sovétrikin hann þá
dyggilega. Siðan hafa fulltrúar
Tyrklands og Grikklands meira
Makarios ekur um i opnum bil
um Nicosia, höfuðborg og
stærstu borg Kýpur árið 1972.
Hér er verið að minnast þess, að
17 ár voru liðin frá þvi EOKA
hóf skæruliðastarfsemi sina
gegn Bretum á Kýpur.
Makarios erkibiskup með Gy-
ani, indverskum hershöfðingja,
sem eitt sinn var yfirmaöur.
friðargæzlusveita Samcinuðu
þjóðanna á Kýpur.
MAÐUR GUÐS OG
STJÓRNMÁLA
dagar, en ennþá einu sinni tókst
að semja.
Makarios hélt þó alltaf vin-
sældum sinum sem sjá má á þvi
að hann var endurkosinn forseti
Kýpur árið 1968 og aftur 1973.
Makariosi steypt af
stóli.
1 júli 1974 steyptu griskir þjóö-
varðliðar Makariosi af stóli og
settu I stað hans Nikos Samp-
son, blaðaútgefanda, sem for-
seta. Hann sagði þó af sér eftir
aðeins eina viku og þá tók við
Glafkos Clerides, forseti fulltrú-
ardeildar þingsins.
Það var eftir þessa atburði að
Tyrkir réðust inn i landið og
hernámu stærstan hluta þess.
Makarios verður for-
seti
Þegar Kýpur fékk stjálfstæöi
var Makarios kjörinn forseti en
samkvæmt nýju stjórnar-
skránni átti forsetinn að vera
kosinn af griskættuðum Kýpur-
búum einum og varaforsetinn af
tyrkneskættuðum kjósendum.
Eyjan, sem Makarios varö
forseti yfir, er einungis 200 km
löng, þar sem hún er lengst og
120 km breið. Þar er og var
landbúnaður mikilvægasta at-
vinnugreinin, en námuiðnaður-
inn var mikilvægastur iðngrein-
anna. A Kýpur er m.a. kopar og
járn.
MÓL-Reykjavik. í gærmorgun bárust þær fréttir
um heiminn á öldum ljósvakans að Makarios erki-
biskup og forseti Kýpur væri látinn. Enginn einn
maður hefur sett eins mikinn svip á Kýpurdeiluna
og erjur Grikklands og Tyrklands og þessi maður
guðs og stjórnmála.
Michael Mouskos
Makarios erkibiskup hlaut ekki
núverandi nafn sitt fyrr en á
fullorðinsárum, þvi i æsku var
hann skirður þvi algenga nafni
Michael og eftirnafn hans var
Mouskos.
Hann fæddist i bænum Pano
Panayia á Kýpur skömmu fyrir
fyrri heimsstyrjöldina, nánar
tiltekið siöla árs 1913. Hann var
ungur að árum, ekki nema 13
ára gamall, þegar hann gekk I
klaustur tií að nema kristin
fræði. Siðar hélt hann úr landi til
náms og var þá fyrst i Aþenu, en
sigldi svo til Bandarikjanna til
að lesa guöfræði.
Nafniö Makarios mun þýða
Hinn stóri, en hinn fyrsti
Makarios var kristinn einsetu-
maður, sem var uppi 16 öldum á
undan Makariosi 20. aldarinnar.
eyjamanna hófst svo vert sé að
tala um, og þá undir stjórn
Makariosar. Arið 1948 hafði
hann verið kjörinn biskup á Kit-
ium og tveim árum siðar erki-
biskup Kýpur og „ethnarch”
þ.e. þjóðarleiðtogi griskættaðra
Kýpurbúa.
Sem sllkur varð Makarios
leiðtogi sjálfstæðisbaráttu
griskra Kýpurmanna gegn