Tíminn - 04.08.1977, Síða 8

Tíminn - 04.08.1977, Síða 8
8 Fimmtudagur 4. ágúst 1977 Tíminn heimsækir Hraun í Ölfusi Myndir og texti Haraldur Blöndal Hugmyndir um sameiningu Bærinn Hraun I ölfusi er vift sjó, stutt frá Þorlákshöfn. Hraun er tvíbýlisjörö. Aöra jöröina situr Hrafnkell Karlsson ásamt fööur sinum en hinn hlut- ann situr fööurbróöir Hrafnkels. Fyrst var Hrafnkell spuröur hvernig samvinna væri milli landbúnaöarsvæðisins og Þor- lákshafnar. Hann kvað samvinnu ávallt hafa verið góða. Þorláks- höfn heföi i upphafi ekki veriö nema örfáir bæir, en þar væri nú um þúsund manna byggö. Ljóst mætti vera, aö ör stækkun byggöarinnar hlyti fyrr en siöar aö leiöa til þess aö leiöir skilji. Ólikir hagsmunir þéttbýlis og bænda „Meðan samvinnan i hrepps- nefnd er svo góö sem nú er, tel ég ekki hættu á ferðum,” sagöi Hrafnkell. „Meirihluti hrepps- nefndar er hins vegar skipaöur mönnum frá borlákshöfn, og sá möguleiki er ávallt fyrir hendi aö bændur veröi misrétti beittir. Þessir aöilar eiga nú þegar ólikra hagsmuna að gæta. Þorlákshöfn er i' út jaðri sveitarfélagsins, og öll þjónusta sótt til Hverageröis eöa Selfoss. Það eru aðeins þeir bændur sem næstir eru Þorláks- höfn,sem þangað sækja þjónustu. Sú hugmynd hefur komiö fram, að sameina skuli Hveragerði og Þorlákshöfn i eitt sveitarfélag meö ölfusinu.” Þéttbýlið sprengir upp jarðaverðið Þegar taliö barst að útþenslu byggöarinnr sagði Hrafnkell: ,,NU er unnið að landnýtingar- skipulagi i ölfusinu. Þegar fariö var að kanna þessi mál, þótti ljóst, að gripa yrði þau föstum tökum. Fyrst og fremst er það igangur þéttbýlisins I land undir . umarbústaði og jafnvel heilar arðir, sem i;nýr á um varanlegt ra ntiðarsk pulag. t sambandi ■ ið s imarbústaðina má nefna ýmis hrikalag dæmi eins og Grim: æsið, Þingvallasveit og fleiri staði, þar sem sveitarfélög hafa gripið of seint i raumana. Skipulagsskylda i hreppum er þvi bráð nauösyn. Þeirsem stunda hér landbúnaö vilja verja sveitina eða hluta hennar undir landbúnað eins og verið hefur. En nágrenni við þéttbýli skapar alltaf vandamál. Járða- verö rýkur til dæmis upp úr öllu valdi. Bændur geta fengið svo hátt verð fyrir jarðirnar, að þeir geta lifað góðu lifi mikinn hluta ævinnar. Afrakstur jarða fæst hins vegar ekki nema meö miklu striti bænda og löngum vinnu- degi. Frá fjárhagslegu sjónar- miöi væri þvi skynsamlegast að losa sig við jaröirnar. Hér hafa menn þó mikinn áhuga á land- búnaði og klóra þvi í bakkann. Þessu skipulagi er þvi fyrst og fremst ætlað að stemma stigu við þeirri þróun, sem ég hefi nú lýst. Vonandi verður stundaöur hér landbúnaður um ókomna tið, þó ekki væri nema á beztu jöröun- um. I þessari skipulagsnefnd eiga sætifulltrúarfrá Hveragerði, Sel- fossi og ölfushreppi. Auðvitað er sala jaröa alltaf viðkvæmt mál. Hér eru nú nokkrar jarðir setnar mönnum, sem sækja aðalatvinnu annað. Nú eru komin ný jarðalög, sem ýta undir aö jarðir séu ekki seldar nema til ábúðar. Þetta er nauðsynlegt, enda þótt með þessu sénokkuð gengið á eignarréttinn. En flestir bændur, sem hugsa sér að stunda búskapinn af fullri al- vöru, eru ánægðir með þennan þátt löggjafarinnar. Allt frá sandi ofan i söl Hraun er ein mesta hlunninda- jörö á Suöurlandi og var Hrafn- kell inntur eftir því hvað þar bæri Hveragerðis og Þorlákshafnar í eitt sveitarfélag með Olfusinu — segir Hrafnkell Karlsson, bóndi á Hrauni í Ölfusi Hrafnkell Karlsson. hæst: „Hér er bæöi lax og silungsveiði. Laxinn er einungis veiddur i net, því nýgenginn úr sjó tekur hann illa stöngina. Við seljum lika veiöileyfi til sjóbirt- ingsveiða. Talsvert er um reka og selveiði er nokkur. Við seljum sand, sem notaöur er i pússningu. Þessi sandur fer einkum I næstu sveitarfélög og til Reykjavikur. Hér er um aö ræða framburð úr ánni, og óhætt að fullyrða að um gifurlegt magn er að ræða, sem endast mun i ára- tugi. Hér er einnig talsverð sölva- tekja, sem stunduð hefur verið i margar aldir. Sölin eru tind seinni part sumars úr Hásteina- skeri, tæpa 400 metra frá landi. Til tinslunnar er valin bezta fjara ársins. Sölin eru handtind i poka og siðan sólþurrkuð. Við höfum ekki sinnt sölvatinslu sem skyldi, þvi hún er ekki viða stunduð. Þó er hún til dæmis talsverö I Vest- mannaeyjum, en þar þykja sölin grófari, enda seljum við talsvert til Eyja. Salan fer vaxandi og við seljum m.a. til Náttúrulækninga- félagsins.” Skeifusmið i skammdeginu Frá þvi segir i Egils sögu, aö Skalla-Grimur var járnsmiður mikill, og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn og sótti fast um smiðjuverkið. Hrafnkell hagar járnsmið sinni likt og Grlmur forðum tið: ,,Ég smiða skeifur fyrir Reykjavikurmarkað og sel beint til járningamanna. Einnig smiða égskeifur fyrir nágranna mina og' sveitunga. Ætli ég smiði ekki nokkur hundruð ganga yfir árið. En ég vinn þetta einungis á veturna, þegar ekkert er að gera, og reyni að koma mér upp lager. Aö sumarlagi kveiki ég nær aldrei upp i smiðjunni. Þetta hefi ég dútlað við undanfarinf jögur ár og kom mér sjálfur upp smiðjunni með litlum tilkostnaði. Þetta er þó vond vinna og þreytandi að standa lengi i sóti og reyk. Auk þess fer þetta illa með mann, þó gaman sé að gripa i skeifusmið- ina með gegningum. Stundar köfun „Fyrir niu árum byrjaði ég til sjós. Þá var ég að hefja búskap á móti föður minum, en átti aðeins fáar kindur og stundaði því sjó að vetrarlagi. Ég kynntist þá köfun og fékk mikinn áhuga á hénni. Eftir fyrstu vertiðina keypti ég mér kafarabúning, og notaði sumarið til að æfa mig þar sem ekki sást til min. Strax á annarri vertið fór ég að stunda köfun og lenti eðlilega i ýmsum erfiðleik- um og ævintýrum, þvi þetta var ekki sá leikur sem ég hélt i fyrstu.” Þegar Hrafnkell var eftir þvi inntur hvenær hann hefði komizt i hann krappastann vékst hann i fyrstu undan aö svara, en hóf loks frásögn sina: flæktist i honum. Ekki bætti um öldugangurinn og hversu skipiö hjó. En þegar ég var búinn að skera þennan taum frá, þá fann ég fyrir loftleysinu og ætlaði aö losa mig. Þá fann ég að ég var flæktur i riðlinum. Min fyrsta hugsun var að reyna aö bjarga . mér undan þvi höggi sem bátur- inn gæfi mér þegar hann kæmi niður úr næstu öldu. En ég fékk talsverthögg.Sogiö aftur af bátn- um gar gifurlegt og ég missti af mér gleraugun. Ég fann að ég var reyrður, og skar og skar eins og óður maður með hnif, sem ég hafði bundinn við úlnliðinn. Ég hélt áfram að skera þar til ég losnaði. Með næsta höggi bátsins iosnaði ég afturmeð og heilmikil dræsa með mér. Þá var ég anzi illa farinn, var dreginn upp og skipt um kút. Þegar ég var búinn að jafna mig fór ég aftur niður, i þetta skipti hlémegin. Þá fann ég að riðilinn rak allan frá mér og allt gekk vel. Seinna talaði ég við reyndan kafara, sem sagði mér hvernig á að bera sig við þetta. Fj öldi manna kaupir kafara- búning og þau tæki sem til þarf. Fólk skilur ekki af hverju flestir þeirra hætta. Astæðan er einfald- lega sú, að þeir þola'ekki álagið. Þegar menn fjargviðrast yfir þeim upphæðum sem kafarar fá fyrir vinnu sina, gleyma þeir oft þeirri áhættu og raunar lifshættu sem kafarinn má þola. Starfið er þvi sizt oflaunað.” Rófnarækt Um rófnaræktina sagði Hrafn- kell: „Ég byrjaði á rófnaræktinni á síðastliðnu vori. Ahugi minn beinist fyrst og fremst að land- búnaði og ég hef alltaf viljað hafa fulla atvinnu hér við búið. Fyrst setti ég niður I einn hektara, gekk vel og seldi allt. Að visu skemmd- isttalsverthjá mér, en þar var lé- legum geymslum um að kenna. í vor jók ég umsvifin og setti niður i tvo hektara. Þá fór ég út i bygg- ingu geymsluhúsnæöis. Það var nauðsynlegt til að standast sam- keppnina um kröfur, sem gerðar eru til geymslurýmis. Ég sótti hins vegar of seint um lán hjá stofnlánadeildinni og fær þvi ekki lán á þessu ári. Þess vegna á ég i erfiðleikum með að koma upp geymsluhúsinu. Skar eins og óður maður „í fyrsta skiptisem ég fór niður eins og það er kallað, var tals- verðursjór. Þá höfðum við fengið svokallað drauganet i skrúfuna, net sem lengi hafði legið i sjó. Netiö fengum við upp á dreka þegar við vorum að draga tross- una. Þaö þarf ekki að orðlengja, aö netið festi skrúfuna algjörlega og skipið var hjálparvana. Þá varð úr að ég skyldi reyna. Ég vissi lítið hvað ég var aö hætta mér út I, en niöur fór ég,með öryggislinu eins og venja er. Kafarinn þarf að skjótast undir bátinn þegar hann lyftirsér á öld- unni og reyna að skoröa sig, þvi annars er hætta á að hann rotist eða veröi fyrir öðrum meiðslum. Þetta tókst mér. Ég lét bátinn reka frá mér, en þaö var ógæfan. Þegar ég var búinn að skera frá taumana öðrum megin losnaði riðillinn og dreifðist um allt, en ég Ofbeit á afréttinni Að lokum vék Hrafnkell nokkuð að afréttinni i landnámi Ingólfs: „Þessi afréttur liggur aö mörgum sveitarfélögum. Selvogi aö vest- an, Reykjavik og Mosfellssveit að norðan og Grafningi að austan. Svæðiðer ofbeitt. Sú hreppsnefnd sem nú sitnr skipaði sérstaka af- réttarnefnd. Hún kom á fundi með flestum sveitarfélögum, sem eiga sameiginlega afrétti I land- námi Ingólfs. Þar var samþykkt, aö öll lausaganga hrossa skyldi bönnuö i afréttum þeirra. En ágangur hrossa, sérstaklega frá Reykjavik, hefur veriö mikill. Til uppgræðslu á afréttum höfum við lagt fram eina milljón króna undanfarin tvö ár og 1,2 milljónir I ár. Landgræðslan sér um fræ- dreifinu og áburðar fyrir þetta fé. Þá sá Landgræðslan um að girða 3-400 hektara svæði i heimalönd- um sem liggja ógirt. Þvi lauk i fyrra.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.