Tíminn - 04.08.1977, Page 10
10
Fimmtudagur 4. ágúst 1977
LiJilÍlí
, ,Við sævarbug
þennan hefur
risið upp
kaups taður...’ ’
Hið mikla „vélinda” i Oddsskarði. Um það mun umferðin fara, þegar fram liða stundir. Þar með — vona
flestir — verða samgöngur á landi tryggari við Norðfjörð.
Norðfjörður
Neskaupsstaður og
Norðfjörður er um
margt sérstæð byggð,
eiginlega sérstakt riki
fremur en venjulegur
fjörður.
Þvi veldur meðal
annars einangrun i þvi
samgöngukerfi er við
búum við. Vegagerð
þangað hefur reynzt
örðug, þvi að ujn einn
hæsta og illfærasta fjall-
veg landsins er að fara
frá nærliggjandi byggð-
um, eða um Oddsskarð,
sem liggur 705 metra
yfir sjó.
Hellisheiði er 374, ef það mætti
verða til samanburöar.
Blaðamaður Timans átti þar
nýverið leið um, og er eftirfar-
andi grein byggð á þeirri ferð,
auk annars.
Ekið til Norðfjarðar
Það er talin vera hálfs annars
tima akstur fra Egilsstöðum til
Neskaupsstaðar,en þá nota Aust-
firöingar sina eigin formiílu, aö
sjá ekki hengiflugin, beinbrjót-
andi urðina, né heldur þröngar
brýr og brattar brekkur.
Leiðin liggur fyrst yfir Fjarðar-
heiði, um skögi vaxið land upp aö
vatnaskilum , siðan um þröngan
dal og niður breiða fjallsöxl
niöurá Reyöarfjörö. Þar i gegn-
um bæinn sem nú er einkar vina
legur eftir að búið er að malbika
fjölförnustu götur og plön.
Þaðan fyrir Hólmanes (held
ég) undir Hólmatindi yfir til
Eskifjaröar, sem er lika mal-
bikaö uppgangspláss. Þar yfir
brú og upp milli Landsbankans og
gæzluvallarins og i áttina aö
Oddsskarði, og þá er lagt á bratt-
ann.
Það var þoka og regn sem um-
lukti skelfingu hins óvana manns
við að aka hinn hæsta fjallveg
landsins, sem kerlingar austur á
fjöröum aka án þess að sjá
nokkuð athugavert, fremur en á
Gulverjabæjarveginum, eða á
Sandskeiði. En hvað um það,
ferðin sóttist vel og menn voru að
störfum við þarmana á jarðgöng-
unum, gegnum Oddsskarð, en þar
hefur nú verið gert vélinda
gegnum fjallið, sem minnkar
hæðina talsvert.
Þeirbjartsýnu gera nú ráð fyrir
að Odsskarðsvegur verði fær um
jarðgöngin alltaö 10 mánuði árs-
ins, en áður lokaðist þessi vegur
fyrst allra hér um slóðir og opn-
aöist svo aftur á vorin seinastur
fjallvéga.
Þótt jarðgöngin séu aðeins
nokkur hundruð metra löng,
hefur tekið ótrúlegan tima að
ljúka gerð þeirra.
Innyfb fjallsins hafa með öllu
mögulegu móti viljað hafnað
þessu nýja vélinda, eöa liffæri og
það hefur þurft að steypa fyrir
jarðhrun, fóðra og setja net. Nú
hafa sjö ár liðið, og þótt þau hafi
kostað margfalt það fé, sem upp-
haflega átti að duga, þá eru nú
flestirsammála um að annað hafi
ekki verið hægt að gera. Ekki er
unnt aö hafa svona stóra byggð,
2200 manns (sagði einhver mér)
utan alfaraleiðar.
Ot Ur fjallinu eiga að ganga
ofanjarðargöng, eða stútar, sem
ná munu út úr hinni þykku fönn,
sem þarna situr á vetrum.
Vegavinnumenn veifuðu virðu-
lega, þegar við ókum framhjá.
Norðfirði lýst 1930
Vafalaust hafa margir ritfærir
menn lýst Norðfirði, en ágæt
hefur mér ávallt þótt lýsing Jóns
á Yztafelli. Hann hafði góð augu.
Hann lýsir Norðfirði á þessa
leið áriö 1930, eða fyrr:
„Norðf jörður. Milli Mjóa-
fjarðar og Reyðarfjarðar gengur
mikiö og breitt nes. Þar eru há
fjöll og hrikaleg og vlða eilífar
fannir I giljum og skörðum og
jafnvel jökulbungur. Heitir hin
mesta jökulbungaá háfjallinu
Fönn og liggja vegir yfir eða öllu
heldur leiðir á milli fjarðanna.
Norðan i' þetta nes og suðaustur
úr mynni Mjóafjarðar gengur inn
breiður fjörður og stuttur og
klofnar innsti þrjá smáfirði. Eigi
er flóanum öllum nafn gefið, en
nyrzti smáfjörðurinn nefnist
Norðf jörður og hinir Hellisfjörður
og Viðfjörður. Norðfjörður er
mjög stuttur og fremur mjór, en
aðdjíqjur.Súnnan aö firðinum eru
hamrar, ekki mjög háir, og
Af er sú tið, þegar menn óðu slor og leöju i sjávarplássum á ts landi. Gatnagerð hefur tekið miklum framförum á Austurlandi
og þá ekki sizt i Neskaupstað, þar sem götur eru ýmist steyptar eða lagðar slitlagi af öðrum sortum.
Fyrri grein
Guðröður Jónsson, kaupfélags-
stjóri á Neskaupstað.
brúnin sagtennt, þar heitir Múl-
inn. Norðan fjarðarinseru fjöllin
mjög há og viða kúptar hamra-
brúnir. Hyrna heitir fjallsgnlpa
sunnan við fjarðarmynnið. Neðan
undirHyrnunni erbreiður, sléttur
grashjalli, nokkru hærri sjávar-
mali, og teygist inn með firðinum
og mjókkar þá er innar dregur og
verður þá sævarbugur i hjallann.
Við sævarbug þennan hefur
risið upp kaup
staður,sem nú er orðinn stærstur
á Austurlandi. Kaupstaðurinn
stendur einkennilega fagurlega.
Hjallinn framan við Hyrnuna
skagar fram svo langt að ber i
Múlann og lokar firðinum aö
utan. Frá kaupstaðnum að sjá
likist þessi litli fjörður fremur lá-
dauðu fjallavatnien firöi, enda er
hér ágæt höfn. Móti þorpinu ber
við himin saxtenntar hamra-
brúnir, en yfir ris hlið með gróð-
urteygjum upp að tindum. Innan
við fjarðarbotninn sér i fallegt
undirlendi og dali og múla.
Húsin eru flest I hjallabrekk-
unum, nokkur þó uppi á brekku-
brún, en mörg niðri við sjóinn.
Þorpið tekur yfir mjög langan
hluta fjarðarstrandar. Siðan land
byggðist hafa bændur mjög
stundað sjó frá Norðfjarðarflóan-
um. Þar er góð höfn og stutt á
miðin. 1890 voru þrjú bændabýli
aðeins, þar sem nú er kaup-
staöurinn, hét eitt þeirra Nes, og
hlaut kaupstaðurinn nafnið Nes
ka upstaður.
Neskaupsstaður er yngstur
allra islenzkra kaupstaða, en I
mjög hröðum vexti. Hann á og
nokkuð aðra sögu. Flestir kaup-
staðir og kauptún eru byggð um
verzlun og útgerð einstakra
framkvæmdamanna, er hafa
gerzt nokkurskonar þorps-
drottnar. Hin stærri þorp austan-
lands hafa átt mjög útlendingum
tilveru sina að þakka. Neskaup-
staður er vaxinn upp jafnt og
hægt, fyrir framsókn margra
ötulla sjómanna. Ar hvert hefir
fólkinu f jölgaö og er nú orðið um
1100. Bátar hafa og stöðugt
stækkað, Ur tveggja manna
förum i áttæringa og teinætinga,
■þaðan I 8-12 smálesta vélbáta og
sfðast i báta á stærð við „Birn-
ina” isfirzku. Sækja nú Noröfirð-
ingar á bátum sinum suður til
Hornafjarðar og Vestmannaeyja
um vertið, en annars eru heima-
miðin nærtæk og gjöful, og hefir
það skapaöhinn hraöa vöxt kaup-