Tíminn - 04.08.1977, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. ágúst 1977
’l'1! ! !1 't1*. !L
13
hljóðvarp
Fimmtudagur
4. ágúst
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00 og
10.00.Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Vilborg Dagbjarts-
dóttir les þýðingu sina á
„Náttpabba” eftir Mariu
Gripe (9). Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriða.
Viðsjóinnkl. 10.25: Ingólfur
Stefánsson ræðir öðru sinni
við Jóhann J.E. Kúld. I
þessum þætti er fjallað um
verðlagningu sjávarafla.
Tónleikarkl. 10.40. Morgun-
tónleikar kl. 10.00: Maria
Littauer og Sinfóniuhljóm-
sveitin I Hamborg leika
Polacca Brillante I E-dúr
op. 72 fyrir pianó og hljóm-
sveit eftir Carl Maria von
Weber i útfærslu Franz
Liszt / Philadelphiu-hljóm-
sveitin leikur Siiióniu nr.. 1
i d-moll op. 13 eftir Serge
Rachmaninoff: Eugene Or-
mandy stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni.
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Sól-
veig og Halldór” eftir Cesar
Mar Valdimar Lárusson les
(14).
15.00 Miðdegistónleikar Fil-
harmoniusveitin i Vin leikur
Tilbrigði op. 56a eftir
Johannes Brahms um stef
eftir Joseph Haydn: Sir
John Barbirolli stjórnar.
Hanae Nakajima og Sin-
fóníuhljómsveitin i Nurn-
berg leika Pianókonsert nr.
5 i Es-dúr eftir Ludwig van
Beethoven: Rato Tschupp
stjórnar.
16.00 Frétttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.30 Lagið mitt Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál Gisli Jóns-
son menntaskólakennari
fiytur þáttinn.
19.40 Fjöllin okkar Jón Gauti
Jónsson starfsmaður Nátt-
úruverndarráðs talar um
Herðubreið.
20.05 Einsöngur i útvarpssal:
Ólafur Þorsteinn Jónsson
syngur lög eftir Arna
Björnsson: Ólafur Vignir
Albertsson leikur með á
píanó.
20.25 Leikrit: „Bjartur og
fagur dauðdagi” eftir
R.D.Wingfield Þýðandi:
Asthildur Egilsson. Leik-
stjóri: GIsli Alfreðsson.
Persónur og leikendur:
Sally Gordon... .Anna
Kristín Arngrimsdóttir,
Richard Gordon.... Erlingur
Gislason Rödd prests....
Klemenz Jónsson Norton
læknir...Ævar R. Kvaran
Sam Stringer...... Arni
Tryggvason Kendric
majór....Guðmundur Páls-
son Jack Wilkens.... GIsli
Halldórsson Charlie Farr-
ell... Flosi Ólafsson Ráðs-
kona.... Þóra Borg Albert
kirkjuvörður... Jón Sigur-
björnsson.
21.30 Itzhak Perlman og
Vladimir Ashkenazy leika
Fiðlusónötunr. 11 f-mollop.
80 eftir Serge Prokofieff
22.00 Fréttir -
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: „Sagan af San Michele”
eftir Axel Munthe Þórarinn
Guðnason les (23).
22.40 Hljómplöturabb Þor-
steins Hannessonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhald.ssagan
LÍKI OFAUKIÐ ®
eftir Louis Merlyn
Öpið þagnaði á vörum hennar.
Hann var í baðkerinu með höfuð og herðar yfir brún-
ina. Líkami hans var slappur eins og hann hefði ekki
orku til að lyfta sér yfir.
Þegar hún athugaði hann nánar, sá hún að hann hafði
verið skorinn á háls. Hún sá líka, að þetta var ekki
Emile.
-• 19. kafli
Það sá mig enginn, hugsaði hún. Hún gæti læðzt héðan
burt og farið aftur til íbúðar Milans. Aðeins leigubíl-
stjórinn vissi að hún hefði komið og í hans augum var
hún eins og hver annar farþegi.
Hún yrði að komast héðan út. En f yrst varð hún að vita
. vissu sína. Hún neyddi sig til að athuga líkið nánar. Hún
þekkti Fritz Elios, hafði séð hann nokkrum sinnum með
Emile. Hún hafði líka séð hanrt gera við gömul húsgögn
hjá Hiller.
Loks gat hún hert sig nægilega upp til að stinga hend-
inni inn undir flónels’náttfötiri til að leita eftir hjart-
slætti. Fáeinum mínútum áður hafði hann slegið hend-
inni i baðkerið og f ramleitt hljóðið, sem hún hafði heyrt.
Það var stóri hringurinn háns, sem slegizt hafði utan i.
Svo hafði hann misst meðvitund.
En nú var hann dáinn. Hjartað sló ekki. Ekkert lífs-
mark var með honum.
Blóðstraumurinn úr strjúpa hans hafði runnið niður
yfir baðkersbrúnina. Vinstri höndin, sú með hringnum,
hékk út fyrir. Hin höndin var innan við brúnina og
f ingurgómarnir snertu blóðið. Hnífurinn lá á botninum,
eins og hann hefði runnið úr hendi hans, þegar hann
hafði ekki krafta til að halda um hann lengur.
Eitthvað var óeðlilegt við þetta.
Hún slökkti Ijósið, þegar hún kom fram í stofuna, en
fyrst laut hún niður til að athuga lásinn. Hún sá að hann
hafði verið sprengdur upp, það var greinilegt. En það
hafði verið gert innanfrá.
Hún lokaði á eftir sér, þegar hún steig f ram í ganginn.
Hurðin féll aó stöf um og hún hélt áf ram niður stigann og
út í svalt morgunloftið.
Hún neyddi sig til að vera rólega og ganga eðlilega til
Madison. Þar nam hún staðar og leit til beggja hliða.
Strætisvagn fór framhjá henni í áttina til sjávar. Hún
vissi að hann kæmi bráðlega aftur eftir að hafa snúið vð
þar sem ferjan lagðist að nokkrum götum neðar.
Hún gekk yfir Madison að vagnstöðinni.
Bíll ók framhjá og það vældi íhjólbörðunum á malbik-
inu. Fleiri bílar sáust og hún heyrði í vagninum neðar í
götunni. Næsta miðstöð var meira en tvo kílómetra í
burtu og hún reyndi að hlaupa til að ná þangað í tæka tíð.
Hún var rólegri en hreyfði sig vélrænt, rétt eins og sam-
Dandið milli sálar og líkama hefði rofnað.
Vagninn var kominn nær. Hún hljóp, en hann náði
henni, þegar ein húsalengja var eftir. Hún hægði á sér,
en komst þá að raun um að bílstjórinn beið hennar. Hún
hló meðsjálfri sérog fann til eins konar frelsis.
Henni létti óskaplega. Hún var örugg.
En það breyttist. Áður en vagninn fór af stað af tur, tók
hún ef tir að þeir f áu f arþegar, sem i honum voru, horfðu
á hana. Ef til vill myndi vagnstjórinn muna eftir henni.
Mynd af henni í blaðinu, lögregluþjónn að spyrja hana
ósköp venjulegrar spurningar — allt gat þetta minnt bíl-
stjórann á ókunnugu konuna sem hlaupið hafði á eftir
vagni hans klukkan fimm að morgni.
Hún sat eins lengi og hún gat. Þegar vagninn fór yf ir
Broadway, hringdi hún bjöllunni og fór úr á næstu stöð.
Hún gekk til baka að Broadway, beygði til vinstri og
þvingaði sig til að ganga hægt.
Hér var fleira fólkog fleiri strætisvagnar. Hún brá sér
inn í litið kaffihús, sem var nýopnað. Þar inni var nær
tómt. Fran settist niður nálægt eldhúsdyrunum. Það var
heitt.
Hún var þurr i munninum og varð að endurtaka pöntun
sína. — Kaffi, sagði hún. Þegar það kom, fann hún til
sultar og pantaði tvö rúnnstykki.
Hún flýtti sér að borða þau, drakk kaffið og fékk sér
annan bolla. Síðan kveikti hún í sígarettu og sötraði úr
seinni bollanum með. Hún gat ekkert farið nema heim til
Milans.Hún var hrædd við að hitta hann. Hún óttaðist að
heyra hann segja það með köldum, hörðum orðum, sem
hún vildi ekki trúa.
En þegar hún slappaði af í ylnum og örygginu í litla
j kaff ihúsinu, komst hún að raun um að hún gat ekki f lúið
Isjálfa sig. Staðreyndirnar voru allt of yfirþyrmandi.
Fritz hafði verið í íbúð Emiles. Hann hefði getað svipt
sjálfan sig lífi, en það var þessi tilf inning um að eitthvað
væri ekki eins og það átti að vera, sem hún gat ekki losað
sig við. Það var allt of auðvelt að álíta, að hann hefði
verið myrtur í^misgripum — fyrir Emjle.
Og þennan sama morgun hafði Nat' sagt henni, að
Emile hefði snúizt gegn sér.
Hún greiddi reikninginn og gekk út aftur. Margt fólk
var á ferli og f leiri bílar. Hún var óörugg, en það skipti
ekki máli. Þremur húsalengjum f jær sá hún opna búð.
Hún var með smámynt í buddunni, tók hana upp og gekk
inn í símaklef a. Hún hringdi til Nats í íbúð hans.
Hún fór að skjálfa og var þakklát fyrir litla stólinn i
klefanum.
— Nat....hana langaði mest til að æpa að honum, það
sem hún var að hugsa um og láta hann sýna sér fram á
að henni skjátlaðist. En hún sagði aðeins: — Nat,ég fór
heim til Emile.
— Ertu komin heim aftur? spurði hann. — Þetta er ein-
kennilegur tími til að heimsækja fólk á.
— Nei, svaraði hún. — Ég er ekki komin heim. Emile
var ekki í ibúðinni, Nat. Það var Fritz bróðir hans og
hann er dáinn.
Undarlegt, hugsaði hún. Alla hennarævi, allt síðan hún
var barn, haf ði þetta verið eini maðurinn, sem hún hafði
treyst. Og nú var hún að reyna að lokka hann í gildru.
Nat Silone sagði hægt. — Ég skil ekki. Hvar er þá
Emile?
— Það veit ég ekki, svaraði hún. — Fritz var einn í
íbúðinni og, Nat.., hann hef ur verið skorinn á háls.
Nat gat f rá sér undarlegt hljóð. — Náðu í Milan, barn,
sagði hann. — Láttu hann sjá um þetta. Hann hikaði, en
bætti síðan fljótmæltur við: — Nei, þú getur ekki náð i
Milan.
— Milan var ekki heima þegar ég fór. Hún vætti
varirnar og var aftur orðin þurr í munninum.
— Hann kemur ekki heim í bráðina, hélt Silone áfram.
— Og það væri ekkert gagn í honum, þó að hann kæmi.
Hann er að drekka.
— En Milan drekkur ekki, sagði hún. Hún vissi að hann
var hræddur við áfengi, það hafði Nat sagt henni fyrir
löngu. Hún kærði sig ekki um að hugsa um hann sem
fyllibyttu. Ekki núna, þegar hann virtist ófær um að
hjálpa henni.
— Þú getur ekki komið hingað, hélt hann áf ram. — Það
er vörður um húsið.
— Ég veit það. En hvað með Milan? Ef hann er f ullur,
get ég líklega gert hann allsgáðan, er það ekki? Hún
reyndi að hlæja, en það tókst ekki. — Ég hef látið renna
af mönnum áður.