Tíminn - 04.08.1977, Page 19
Fimmtudagur 4. ágúst 1977
19
Skemmtiferð í Breiða-
fjarðareyjar 14. ágúst
Skemmtiferð:
Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum efnir
til skemmtiferðar með m/b Baldri um Breiðafjörð þann
fjórtánda ágúst næstkomandi. Farið verður frá Brjánslæk kl. 11
f.h. og komið aftur um klukkan 18.00. Ölafur Jóhannesson ráð-
herra flytur ávarp i Flatey, en Eysteinn P. Gislason Skáleyjum
verður fararstjóri. Rútubill fer frá Isafirði á sunnudagsmorgun
og tekur farþega á leiðinni.
Upplýsingar gefa Kristinn Snæland Flateyri, simi 7760. Eirik-
ur Sigurðsson Isafirði, simi 3070, Sigurður Viggósson Patreks-
firði i sima'1201> og Jón Kristinsson Hólmavlk, sima 3112. Allir
velkomnir.
Rútuferðir verða frá Isafiröi bæði á laugardagsmorgun og
sunnudagsmorgun.
Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór Asgrimsson halda leiðar-
þing á Mjóafirði föstudaginn 5. ágúst kl. 21.00.
Á laugardag 6. ágúst halda þeir leiðarþing á Borgarfirði og
hefst það kl. 21.00.
Leiðarþing í Austurlands-
kjördæmi
Sumarferð Framsóknarfélaganna
í Reykjavík 7. ágúst
Aðalfararstjóri ferðarinnar verður Þórar-
inn Þórarinsson alþm.
Leiðsögumenn verða:
Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi alþingis-
maður
Jón Gislason, póstfulltrúi
Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri
Magnús Sveinsson, kennari
Páll Lýðsson, bóndi
Þór Magnússon, þjóðminjavörður
Stefán Jasonarson, bóndi.
Leiðarlýsing
Ekið úr Reykjavik kl. 8.00 stundvislega,
austur Hellisheiði, Ölfus, Fióa og Skeið.
Siðan upp Eystri-Hrepp upp Þjórsárdal
hjá Haga, Gaukshöfða og Bringum. Siðan
iftn Þjórsárdalinn, inn Sandártungur,
framhjá Hjálparfossi og Skeljabrekku inn
að Sögualdarbænum og hann skoðaður,
undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóð-
minjavarðar. Siðan verður farið inn að
Búrfellsstöðinni undir Sámstaðamúlan-
um, inn að Stöng og Gjánni. Einnig verður
farið, verði veður gott, inn að Reykholti og
stanzað við sundlaugina þar um stund.
Heim verður ekið sömu leið og beygt út
af þjóðveginum hjá Reykjum á Skeiðum
og ekið út að Skálholti og þar mun Þór
Magnússon lýsa staðnum og sögu hans.
Þaðan verður ekið upp hjá Torfastöðum
flokksstarfið
Magnús.
Páll.
Jón R.
Jón.
Þór.
Stefán.
upp Reykjaveg að Efri-Reykjum og farið
þar yfir Brúará, og siðan út Laugardal, en
þar er sérstaklega fagurt umhverfi og
skemmtilegt að aka i góðu veðri. Siðan
verður farið út Laugarvatnsvelli, og yfir
Gjábakkahraun til Þingvalla. Um kvöldið
verður ekið eins og leið liggur yfir Mos-
fellsheiði til Reykjavikur. Áætlað að koma
til Reykjavikur kl. 20.30.
Áningarstaðir verða ákveðnir nánar á
leiðinni, og fara þeir eftir þvi, hvernig
veður verður og aðrar aðstæður. Á allri
þessari leið, er margt að sjá og skoða, um-
hverfi allt hið fegursta og margir sögu-
frægir staðir. í bilunum verða kunnugir og
reyndir leiðsögumenn, sem lýsa leiðinni.
Miðar seldir á skrifstofu Framsóknar-
flokksins, frá kl. 9.00 til 19.00.
Rauðarárstig 18. Simi 24480.
á
Agúst.
Útiskák-
mótið í
Lækjar-
torgi
— 10 til 15
landsliðsmenn
munu taka
þátt í því
MÓL-Reykjavik. — Ætli það
taki ekki svona 10-15 landsliðs-
menn þátt i mótinu, sagði
Kristinn Friðfinnsson starfs-
maður hjá Skákfélaginu Mjölni
er Timinn spurði hann hvernig
undirbúningi útiskákmótsins
liði, sem Mjölnir ætlar að gang-
ast fyrir á Lækjartorgi i næstu
viku.
Eins og fram hefur komið i
Timanum þá ákvað skákfélagið
Mjölnir á sinum tima að efna til
móts á Lækjartorgi til f járöf lun-
ar fyrir skákfélagið. Munu 40
skákmenn tefla niu umferðir
eftir Monrad-kerfi, 10 minútna
skákir og verður hver skákmað-
ur merktur i bak og fyrir nafni
þess fyrirtækis sem hann keppir
fyrir. Þá verður nafn fyrirtæk-
isins kallað yfir áhorfendaskar-
ann bæði fyrir og eftir hverja
umferð. Ætti þvi' að fást ágætis-
auglýsing fyrir þau fyrirtæki
sem taka þátt i mótinu. Agóðan-
um verður svo varið til þess að .
efla unglingastarfsemi Mjölnis
á vetri komanda.
Að sögn Kristins verður há-
talarakerfi komið fyrir á Lækj-
artorgi meðan á þessu einstæða
móti stendur, en áætlað er að
það verði á föstudaginn eftir
viku, — ef veður leyfir.
Að lokum benti Kristinn á þá
staðreynd að þetta mót yrði enn
eitt dæmið um það að ísland
væri að verða „Mekka skák-
listarinnar” en viðbúið væri, að
fréttir af þessu sérstæða móti
bærusttilútlanda. Ekki ætti það
að draga úr likum Friðriks
Ólafssonar til að verða forseti
alþjóðasambandsins
Loðna
um 80 sjómílur NN úr Straum-
nesi. Við ætlum að fara norður
og vestur fyrir flotann og siðan
að halda suður á við og til
Reykjavikur, sagði Jón. Við
höfum farið allt austur fyrir
Melrakkasléttu og norður á 69.
gráðu, en ekkert fundið af loðnu
nema það sem áður er nefnt.
Ekki er vitað til að neitt leitar-
skip verði meö loönuflotanum á
miðunum næstu þrjár vikur.
Norræn
talar fil. dr. Margareta Wirmark
um leikhúsið sem lifsform. Is-
lenzkur leiklistarnemandi að-
stoðar. bann dag verður væntan-
lega sýnd islenzk kvikmynd.
Aðgangur að öllum þessum
dagskrárliðum er ókeypis og öll-
um heimil.
1 sambandi viö kirkjudagana
hefur frú Sigrún Jónsdóttir opnaö
sýningu á 13 verkum. Eru það
ýmis konar kirkjumunir.
Á siðastliðnu ári var Sigrúnu
Jónsdóttur boðið á vegum
fræðslusambands sænsku
kirkjunnar til Sviþjóðar til að
hafa sýningar á verkum sinum.
Sýndi hún i Stokkhólmi, Harnö-
sand og Vasteras. Sýningum
hennar var vel tekið og fékk hún
pantanir á skreytingum fyrir
m.a. banka og kirkjur.
Um þessar mundir er staddur
hér á landi hópur af kennurum og
nemendum frá fræðslusambandi
sænsku kirkjunnar og munu þeir
halda viku námskeið á Tálkna-
firði, þar sem kennd verður lita-
og formfræði.