Tíminn - 17.08.1977, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1977, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 17. ágúst 1977 — Jæja gamli minn, lentir þú aft- ur upp á kant við kerlinguna? — Nú erum við komin, HEIGULL. Hálft kíló af strok- leðri með j arðar- berjabragði! Nú fer senn að liða að þvi að skólar hefji göngu sin á ný, og ekki er ótrúlegt að bóksalar séu um þessar mundir i óða- önn að kaupa inn skólavörurnar eins og stilabækur, möppur merkis- spjöld, blýanta og fleira af þvi taginu. Allt eru þetta hlutir sem breytast litið frá ári til árs, en hið sama er aftur á móti ekki hægt að segja um strokleður og blýantsyddara. Af þessum hlutum er til svo mikið úrval, að það er með ólikind- um. Strokleðrin eru mótuð i alls kyns „figúrur” sem eru oftast nær mjög skemmtilegar og höfða sterklega til sjón- og lyktarskynj- unar manna. Eins og myndin ber með sér er þar að finna skrautlegar dúkkur dýr af öllum gerð- um og stærðum, blóm með sterkum ilmi sem minnir á ávaxtabragð og þannig mætti lengi teija. Danir slógu öll met i strokleður- gerð á dögunum sem vóg hálft kiló og hafði auk þess sætan jarðarberjailm. — minna mátti það ekki vera. Sama þróun hefur átt sér stað við framleiðslu blýantsyddara, en þeir birtast i liki leikfanga af öllu tagi. Viö höfum samband viö þig foringi.^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.