Tíminn - 17.08.1977, Blaðsíða 8
8
Miövikudagur 17. ágúst 1977
U mfangsmiklar mannfræði-
rannsóknir á Vestur-íslend-
ingum á breiðum grundvelli
viðtal við dr. Jens Pálsson
— Mannfræðistofnun
Háskóla Islands stefnir
að þvi að framkvæma
mannfræðirannsóknir, á
einstaklingum eldri en
sex ára, i öllum bæjum
og sveitum landsins.
Eru það fyrst og fremst
samanburðarrannsókn-
ir. Einkum eru þetta
mælingar og athuganir á
ýmsum likamlegum ein-
kennum Islendinga, svo
og könnun á erfðum og
likamsþróun, með hlið-
sjón af heilsufari og
menningarlegu og land-
fræðilegu umhverfi. — Á
þessa leið mælti dr. Jens
Pálsson forstöðumaður
Mannf ræðistof nuna r
Háskóla íslands, i við-
tali við Timann, er hann
ræddi um markmið
Mannfræðistofnun-
arinnar.
Rannsóknir á
Austfirðing^-
um á næsta
ári?
— En hver eru aöalviðfangsefni
stofnunarinnar um þessar mund-
ir?
— Þau eru mörg og framkvæmd
i mismunandi rikum mæli. Viö er-
um t.d aö ljúka rannsóknum á
bingeyingum í Þingeyjarsýslu og
i framhaldi af þeim á nú aö vinna
að rannsóknum i Reykjavik á að-
fluttum Þingeyingum. Er m.a.
ætlunin aö kanna áhrif borgarlifs-
ins á þá. Verða þær rannsóknir
bæöi liffræöilegs- og lifeölisfræöil.
eðlis. Viö mælum t.d. þrek, hæð,
bol, útlimi, höfuð, hendur, húö*
fitu og margt fleira. Einnig at-
hugum við ýmis likamseinkenni
til aö mynda háralit, augnalit,
bragðnæmi, litblindu, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þá er blóðflokka-
greining einn þáttur rannsókn-
anna.
Nú þá standa til yfirlitsrann-
sóknir á eldra fólki í Reykjavík og
fólki á ýmsum stöðum utan af
landi. Er ætlunin að kanna þróun-
ina (þ.e. kynslóðabreytinguna)
siðan á árunum 1952-54 er ég geröi
svipaðar rannsóknir.
Einnig standa til rannsóknir á
skólakrökkum sem ég hef rann-
sakað áður.
A næsta ári hefjast vonandi
rannsóknir á Austfirðingum, i
samvinnu við þýzka mannfræð-
inga en það fer eftir fjárveiting-
um, hvort af verður.
Mannfræðistofnunin hefur tekiö
þátt i nokkru alþjóöasamstarfi,
og á ég m.a. sæti i fastaráði al-
þjóðasamtaka mannfræðinga og
10 manna nefnd evrópskra
mannfræöinga, sem unnið hefur
að nánara samstarfi evrópskra
mannfræðinga, m.a. með þvi að
stofna sérstakt félag þeirra sem
halda mun fyrsta fund sinn i
haust.
Ætla að
rannsaka
Vestur-lslend-
inga á mjög
breiðum
grundvelli
Umfangsmestu rannsóknir
Mannfræðistofnunar Háskóla Is-
lands á næstunni verða athuganir
á Vestur-lslendingum. Ég byrjaði
sjálfur rannsóknir á árunum
1957-58, i smáum stil, og athugaði
þá m.a. aldraða og heimsótti elli-
heimili f þeim tilgangi. A þessum
tima var ákaflega takmarkaður
áhugi á rannsóknum minum, og
fékkst ekki nægilegt fé til aö
halda þeim áfram.
Siðar tók ég þetta mál upp i
Mannfræðistofnuninni og hefur
skilningur manna fyrir þörf
svona rannsókna aukizt mjög.
1 sambandi við hinar fyrirhug-
uðu rannsóknir fór ég utan sum-
arið 1975 og gerði athuganir i'elli-
heimilunum i Gimli og Selkirk.
Samstarf
íslenzkra og
kanadískra
mannfræðinga
1 júli i sumar var þvi næst hald-
in ráðstefna hér á Islandi með
kanadiskum mannfræðingum,
auk eins frá Bandarikjunum.
Voru á þessari ráðstefnu haldnir
ýmsir fyrirlestrar mannfræðilegs
eðlis. Einnig gerði ráðstefnan
samþykkt, og var ákveðiö að
vinna að samanburöarrannsókn-
um á Vestur-lslendingum, bæði
hérlendis og i Kanada.
Ég fór til Kanada i lok mai i
tengslum við þetta, og vann að
alls konar upplýsingasófnun þar
um fólk af islenzku bergi brotnu.
En það er grundvallarskilyrði aö
vita nokkurn veginn, hve margir
íslendingar búa á hverjum stað,
sem tilgreina koma og hve marg-
ir myndu vilja taka þátt i rann-
sóknunum.
Ég fékk mér lista i skólum yfir
börn viö nám, og kannaði.islenzk-
an skyldleika þeirra, sem þar var
að finna.
Við fulloröna fólkið beitti ég
aftur á móti þeirri aðferð, að
Dr. Jens Pálsson.
fara’igegnum kosningaskrár,
með aðstoö kunnugra á hverjum
stað, og leita uppi islenzkt ætt-
erni. Sums staðar voru simaskrár
einnig notaðar.
Nú er unnið að þvi að fullgera
þessar skrár, og verða þær
væntanlega tilbúnar i haust. Hafa
Vestur-lslendingar sýnt mikinn
samstarfsvilja i þessu efni og lagt
fram mikla vinnu.
Móttökurnar
einstakar
Ég tel mig geta fullyrt, að 100%
Islendingar aö ætt i Kanada séu
töluvert færri en af er látið. En '
þetta er áhrifamikið fólk og legg-
ur enn rækt við islenzkan arf.
Ekkierhægt að byggja of mikið
á manntali vestra varöandi f jölda
Islendinga, þvi stundum eru
Skandinavar taldir með Is-
lendingum og öfugt, eins falla
konur út af slikum skrám, þegar
þær eru skrifaöar undir ættar-
nafni maka.
■ ■ ■ •
TOTIÍTIÍL-^-
Mí ..... j" "• •' ) )) )
Ég tel, að með þeirri leið sem
ég hef farið varðandi eftir-
grennslanir, verði komizt næst
réttu máli.
1 þessari ferð minni heimsótti
ég allflestar Islendingabyggöir
vestan hafs, bæði i Kanada og
Bandarikjunum.Ég verðað segja
að þó ég hafi unnið við mann-
fræðirannsóknir i 5 eða 6 löndum
og alltaf verið vel þar tekið, þá
slær þessi ferð öll met I þessurr.
málum. Vingjarnleiki, elskuleg-
heit og hjálpsemi voru einstök.
Fram-
kvæmdanefnd
sett á
laggirnar
Annar samstarfsfundur kana-
diskra og islenzkra mann-
fræðinga var haldinn i Manitóba-
Háskóla í lok júlisl. Þarvar settá
laggirnar framkvæmdanef nd
sem umsjón á að hafa með rann-
sóknunum, en auk min eiga sæti i
henni: Prófessorarnir: Jóhann
Axelsson, einn aðalbaráttu-
maöurinn af Islands hálfu, Albert
Kristjánsson, John Matthiasson
Haraldur Bessason frá Manitóba-
Háskóla og aö lokum Tony Way,
bandarískur mannfræðingur frá
Texas. Við Albert vorum kosnir
ritarar nefndarinnar og opinberir
forsvarsmenn.
Allir þessir menn hafa unnið
mikið undirbúningsstarf, og sýnt
mikinn áhuga á þessu fyrirtæki.
Rannsóknirnar fara fram á mjög
breiðum grundvelli, auk mælinga
og athugana ýmissa likamsein-
kenna verða gerðar rannsóknir á
lungna- oghjartastarfsemi og
vonandi á tanngerð og ýmsum
þjóðfélagslegum atriðum.
Kaimske
sérstakt úrtak
flutt út?
Ég tel að þarna sé einstakt
tækifæri aö rannsaka áhrif eða
samspil erfða og umhverfis. Viö
höfum þarna dæmi um þjóðar-
brot, sem flytur úr landi.'þar sem
sama þjóöin hefur búið i yfir 1100
ár, án verulegs innflutnings fólks
eftir landnám.
Búast má við aö eldri kyn-
slóðirnar séu ekki svo mjög frá-
brugönar forfeðrunum eða skyld-
mennum á Islandi, en spurningin
erm.a. hvort afkomendur i seinni
ættliðum hafa breytzt verulega.
Við vitum allmikiðum uppruna
Islendinga og einnig landnámið i
Kanada. Athyglisvert verður að
rannsakahvaðan innflytjendurnir
komu, hvaðan af Islandi, hvert
þeir fóru, þ.e. til Kanada eða
Bandarikjanna og eins hitt hvort
um hafi verið að ræða sérstakt
úrtak, sem flutti úr landi, með til-
liti til manngerða.
Epidemiologiskar rannsóknir
verða jafnframt gerðar, en þær
felast m.a. i samanburði á tiöni
sjúkdóma meðal Vestur-Is-
lendinga og fólks hérlendis.
Fyrstu viðtæku rannsóknirnar
verða væntanlega gerðar i Ar-
borg, Riverton og Gimli á
næstaárisagði dr. Jens að lokum.
KAS.
Dr. Jens Pálsson vift mannfræftirannsóknir.