Tíminn - 19.08.1977, Blaðsíða 10
10
borgarmál
Föstudagur 19. ágúst 1977
borgarmál
borgarmál
borgarmál
borgarmál
Samdráttur í opinberum
framkvæmdum í Reykjavík
Hvernig sparar Reykjavíkurborg á tímum samdráttar?
Fjölbrautaskólinn 1 Breiðholti. Þar verður ekki byggð sundlaug I bráö, vegna fjárhagsörðugleika.
Á fundi borgarstjórn-
ar Reykjavikur 9.
ágúst siðastliðinn var,
auk annars, lögð fram
breytingartillaga um
fjárlw»gsáætlun
Iwrgarinnar fyrir árið
1977.
Helztu breytingar eru þær, að
tekjuliöir borgarsjóðs hækka
um samtals 184.0 milljónir
króna. Otsvör og aðstöðugjöld
eru miðuð við álagningartölu
skv. skattskrá, og kemur i ljós
að frávikið á þessum tveimur
aðaltekjustofnum borgarsjóðs
frá gerö fjárhagsáætlunar er
aðeins um kr. 200 þús. Útsvarið
er við álagningu hins vegar 21.9
millj. kr. hærra en fjárhags-
áætlun gerði ráö fyrir, en að-
stöðugjöld reyndust 22.1 millj.
kr. lægri en áætlað hafði verið.
1 ræðu sinni gerði borgar-
stjórinn i Reykjavik Birgir Isl.
Gunnarsson grein fyrir ýmsum
tilfærslum i tekjum og gjöldum,
sem oröið hafa vegna launa-
hækkana og af fleiri ástæöum,
en launahækkanirnar munu
kosta borgarsjóð um 350
milljónir króna.
Hvernig sparar
Reykjavikurborg?
Borgarstjóri gerði grein fyrir
samdráttartillögum sinum og
sagði orðrétt:
,,t samþykktri fjárhags-
áætlun er áætlað aö verja til
gatna- og holræsagerðar sam-
tals kr. 1.335.650.000 millj.
Breytingartillagan felur i sér
lækkun fjárveitingar til nýbygg-
ingargatna um kr. 88.5 millj. og
lækkun fjárveitingar til viö-
halds gatna um kr. 31.5 millj.
eða samtals 120.0 millj. kr., sem
er um 9% af heildarfjárveiting-
um til þessara framkvæmda.
Að þvi er viöhaldsverkin
snertir, þá er gert ráð fyrir aö
fresta yfirlögum á ýmsar götur
og nemur sá kostnaöur kr. 45.6
millj. á endurreiknuðu verði,
þegar búið er að taka tillit til
verðhækkana.
Að þvi er nýbyggingarverkin
snertir, þá eru stærstu fram-
kvæmdirnar, sem hætt er við,
ýmis yfirlög á götur, sem þegar
er búið að malbika undirlag á,
eða verður gert i sumar.
Af þeim verkum, sem ráögert
er að fresta á árinu má nefna
nokkur þau stærstu: þ.e. yfirlög
á Suðurhóla og Vesturhóla, yfir-
lög á Austurberg og Stekkjar-
bakka, svo og frestun á aö setja
hita og yfirlag i efsta hluta
Stekkjarbakka við Vesturhóla.
Sú framkvæmd ein er að fjár-
hæð kr. 29.2 millj. bá ér fyrir-
hugaö að fresta að setja yfirlag
á syðri akbraut Breiðholts-
brautar, svo og á Súðarvog og
Seljaskóga. Þá er ráðgert aö
fresta framkvæmdum viö
Breiöhöfða, svo og aö setja yfir-
lag á Bildshöföa og Höfðabakka,
en setja undirlag á tvær siöast-
nefndu göturnar.
1 heild gera tillögurnar um
niðurskurð á gatnagerð ráð fyr-
ir að verk, sem kosta myndu kr.
174.4 millj. á verðieins og þaöer
i dag, verði skorin niður. En
fjárhagsáætlun þarf ekki að
lækka nema um 120 millj., þar
sem það er sú áætlunartala,
sem miðað var við, þegar verk
þessi voru tekin inn i áætlun i
upphafi árs.”
Þvi næst gerði borgarstjóri
grein fyrir tillögum meirihlut-
ans um minnkandi bygginga-
framkvæmdir, en þær eiga að
dragast saman um 97.6 milljón-
ir króna.
Dregið úr framkvæmd-
um við skóla og
iþróttamannvirki
Orðrétt segir borgarstjóri:
„Tillaga er gerð um, að fram-
lög til skólabygginga lækki um
kr. 62 millj. Stærstu liðirnir þar
er lækkun á framlagi til sund-
laugar við Fjölbrautaskólann
um kr. 20 millj., en með þeirri
lækkun er gert ráð fyrir, að þvi
verki eigi að geta lokið 1. ágúst
1978 i stað 1. april eins og núver-
andi verksamningur segir fyrir
um. Gert er ráð fyrir aö lækka
framlag til iþróttahúss Hliða-
skóla um kr.10 millj., þannig að
framkvæmt veröi i heild fyrir
kr. 35 millj. á árinu. Verk þetta
hefur verið boðið út og borgar-
ráð samþykkt að taka tilboði
lægstbjóðanda, þannig að fram-
kvæmdir munu hefjast mjög
fljótlega. Gert er ráð fyrir aö
draga úr framkvæmdum við 2.
áfanga Hólabrekkuskóla fyrir
um kr. 13 millj. en fjárveiting
verði kr. 35 millj. á árinu. Fyrir
þá fjárhæð á að vera unnt aö
steypa sökkla, áður en vetur
sverfur að. Sam'a má segja um
Hvassaleitisskóla. Þar er gert
ráð fyrir að framkvæma fyrir
kr. 23.3 millj. á árinu en lækka
fjárveitingu um kr. 34.7 millj.
Með þeirri fjárhæð, sem eftir
stendur á að vera unnt aö steypa
kjallara. Gert er ráð fyrir að
hefja ekki framkvæmdir við
Seljaskóla á árinu, þannig að
framlag til hans lækkar um kr.
10 millj., en eftir standa þá kr.
10 millj., sem er aðallega hönn-
unarkostnaður.
A móti þessum stærstu
lækkunartillögum eru nokkrar
tillögur um hækkaðar fjárveit-
ingar, þ.e.a.s. til skóla sem eru i
fullum gangi og vitað er að taka
munu á sig verulegar verö-
hækkanir á árinu. Munar þar
mestu um 1. áfanga öldusels-
kr. 16.9 millj. Þar munar mestu
um framlag til Bláfjalla sem
lækkar um kr. ll.Smillj. Ekki er
áætlað á árinu að setja upp fast-
arlyfturiBláfjöllum. Þá er gert
ráð fyrir að fresta breytingum
við Sundhöll og að fresta að
setja upp gufuböð i Sundlaug
Vesturbæjar.
orðum aö slæmri lausafjárstöðu
borgarinnar, sem gerði fram-
kvæmdir örðugari. Gerði hann
ráð fyrir að greiðsluvandræði
borgarsjóðs siðari hluta ársins
muni verða mjög mikil, vegna
sveiflu i greiöslustreymi.
Lausafjárstaöan er góö fyrri
hluta árs, en versnar þegar á
liöur áriö.
skóla sem á að verða lokið fyrir
kennslu i haust. Þar þarf fjár-
framlag að hækka um kr. 32.6
millj.
1 æskulýðsmálum er gert ráð
fyrir að draga úr framkvæmd-
um við félagsmiðatöð i Arbæ
sem nemur kr. 10 millj., þannig.
að á fjárhagsáætlun er þá eytt
kr. 20 millj. til þessa verks á ár-
inu.
1 iþróttamálum er gert ráð
fyrir aö lækka fjárveitingu um
Viöhorfi borgarfulltrúa lýsir
borgarstjóri á þessa leið i ræðu
sinni:
,,Ég dreg ekki i efa,aö ýmsum
borgarfulltrúum, svo og ýmsum
borgarbúum, þyki sárt að þurfa
aðfresta eða draga úr hraða viö
ýmsar þær framkvæmdir, sem
hér eru gerðar tillögur um.
Borgarsjóður á hins vegar
einskis annars úrkosta þegar
tekið er tillit til þeirra miklu
verðhækkana, sem greinilega
munu verða á þessu ári.”
JG
Birgir tsl. Gunnarsson,
borgarstjóri
1 heilbrigðismálum er gert
ráð fyrir að lækka fjárveitingar
um kr. 8.6 millj. Þar munar
mestu um að gerð er tillaga um
að lækka framlag til B-álmu
Borgarspftalans um kr. 15
millj., þannig að eftir standi þá i
heild kr. 50 millj. til þessa verks
á þessu ári. Þau verk sem i
gangi eru, þ.e.a.s. heilsugæzlu-
stöð i Asparfelli, svo og undir-
búningur læknamiðstöðvar i
Breiöholti, taka á sig nokkrar
verðhækkanir á árinu.”
Þá vék borgarstjóri nokkrum
borgarmál
borgarmál
borgarmál
borgarmál
borgarmál