Tíminn - 21.08.1977, Qupperneq 14

Tíminn - 21.08.1977, Qupperneq 14
14 Sunnudagur 21. ágúst 1977 Um sögu Acta og arf taka hennar, prent- smiði unnar Eddu Jón Þórðarson ritar hér i stór- um dráttum sögu Prentsmiðj- unnar Acta. Hann segir frá til- drögum að stofnun hennar, inn- kaupum á letri og vélum og ýmsu frá rekstri hennar og viðskipta- vinum. Nefnir hann marga menn til þeirrar sögu, þar á meðal styrktarmenn prentsmiðjunnar og fleiri. Acta varð sem kunnugt er stofninn að Prentsmiðjunni Eddu hf., bæði prentsmiðjunni og bókbandinu, en það fyrirtæki varð 40 ára siðastliöið haust. Ennfremur segir Jón frá eigenda- skiptunum og rekstri Prentsmiðj- unnar Eddu fyrsta árið. Auk þess minnist hann prentsmiðjustjóra Eddu frá upphafi, en hann hefur starfað undir stjórn þeirra allra. Hinn 10. september 1976 minnt- ist Prentsmiðjan Edda 40 ára af- mælis félagsins með rausnarlegri siðdegisdrykkju i félagsheimili Félags islenzkra prentiðnaðarins, að Háaleitisbraut 58-60 kl. 5-7 siðdegis. Hóf þetta stóð þó að minnast kosti til kl. 8, enda var veittaf mikilli rausn af núverandi prentsmiðjustjóra, Stefáni Jóns- syni. — Þarna var saman komið nær allt starfslið fyrirtækisins og auk þess nokkrirboðsgestir, þar á meðal sá, er þessar linur ritar, enda var hann einn fyrsti starfs- maður Prentsmiðjunnar Eddu, er hún tók til starfa. Þar rikti ánægja og velliðan, meðan hófið stóð. Allir héldu þvi heim glaðir og reifir að þvi loknu. 1 dagblaðinu Timanum 8. september 1976 er viötal við prentsmiðjustjórann, Stefán Jónsson. Þar kemst hann svo að orði m.a.: „Telja má, að prentsmiðjan Acta sé eins konar forfaöir Eddu- prents”. Þar eð enginn núlifandi manna er kunnari en ég atvikum þeim, er leiddu til stofnunar Actaprent- smiðju og loks til sölu hennar til Framsóknarmanna, verð ég i stórum dráttum að rekja sögu Acta og starfrækslu þeirrar prentsmiðju um 16 ára tímabil, á mestu hreppuárum þjóðarinnar i seinni tið, sem vöruðu um rösk- lega tveggja áratuga skeiö og lömuðu að nokkru athafnalif þjóðarinnar. Úr þessu ástandi fór fyrst að rætast, er ný styrjöld brauzt Ut (siðari heimsstyrjöldin á þessari öld). A árunum 1917-1919 var afar- mikið að gera i Isafoldarprent- smiðju. Þá var yfirleitt mikil aukavinna og vökunætur. Eitt árið, að hausti til, var unnið sleitulaust i 72 stundir. Matmáls- timar voru að visu teknir, en mjög stuttir. — Jafngóður var ég, að lokinni þessari vökutörn, eftir að hafa fengið átta tima svefn. í sambandi við kjarasamningana á sl. ári var þess getið, að samn- ingamennirnir hefðu verið orðnir miður sin eftir 36 tima stanzlaust samningaþóf. Hvernig mundi þeim hafa liðið eftir helmingi lengri vökutörn? Meðal þess, sem þá átti að setja og prenta i Isafold, var Timarit samvinnufélaganna. Ritstjóri þess var þá orðinn Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann ritstýrði timarit- inu 1917-26. Það varð oft aö biða eftir setningu og prentun svo mánuðum skipti. Þá var það, sem sú hugmynd vaknaði hjá okkur Guðbirni Guðmundssyni, siðar prent- smiðjustjóra i Acta, að stofnsetja nýja prentsmiðju. Þetta var um tima rætt fram og aftur. Loks i júlimánuði 1919 var Hlutafélagið Acta formlega stofnað, en ekki skráð hjá fógeta fyrr en 4. febrú- ar 1922. Guðbirni var falið að sjá um innkaup véla og leturs og annars þess, er með þurfti. Guðbjörn þurfti þvi að dvelja all- lengi i Kaupmannahöfn þessara erinda. Þeir bræðurnir, Jóhannes og Páll Sigurðssynir, sigldu til Danmerkur jafnhliða Guðbirni. Þeir fengu vinnu i prentsmiðjum i Höf n og voru að nokkru leyti Guð- birni til halds og trausts við inn- kaupin til prentsmiðjunnar. Við höfðum i huga, ef svo bæri undir, að geta annazt prentun á verkum fyrir samvinnumenn, auk allra annarra, sem við okkur mundu kjósa að skipta. Okkur Guðbirni kom saman um að ganga ekki i neinn stiórnmálaflokk, þvi það gæti, er til kæmi, spillt fyrir viðskiptum við prentsmiðjuna. Af stofnendum Acta voru Guðbjörn og bræðurnir Jóhannes og Páll fé lagar i K.F.U.M., en við Jón Sigurjónsson vorum i Ungmenna- félagi Reykjavikur. Þar kynntist ég fljótlega mörgum þeirra manna, er siðar urðu forustu- menn samvinnumanna og Framsóknarflokksins. Ég sótti aldrei um inngöngu i flokk þeirra samtaka, en ekki leið á löngu, frá þvi að viðskipti þeirra hófust við Acta, unz ég var tekinn lögtaki i flokkinn. Ég lét það gottheita og svo hefur nú staðið i meira en hálfa öld. Þaö tók á annað ár fyrir Guðbjörn að ná viðunandi samn- ingum um kaup og kjör á letur- tegundum og vélum og öðru, er tilheyrði stofnsetningu prent- smiðju. Allt viðkomandi prent- smiðjukaupunum var pantað frá Þýzkalandi, en umboðsmaður seljenda var i Kaupmannahöfn (danskur maður). Svo að segja daglega féll þýzka markið, en jafnhliða kostuðu vélar og letur- tegundir fleiri mörk. Erfram á árið 1920kemur, ger- ast fleiri atburðir i sambandi við stofnun prentsmiðjunnar. 1 stjórnarflokki þeim er ölafur Thors taldist til, skapaðist tals- verð andstaða milli hans og ann- arra ráðamanna i flokknum, að migminnir, út af framboði i ná- grannahéraði Reykjavikur. Sennilega hefur verið um fleira að ræða, sem mér er ókunnugt um. Þessi átök urðu svo hörð, að Ólafur ætlaði að stofnsetja blað sem málgagn sitt gegn andstæð- ingum sinum i flokknum. Hann sneri sér þá að þvi að láta panta setjaravél fyrir prentsmiðjuna Acta. Sú vél kom til landsins skömmu fyrir jól 1920. Með dugn- aði var gengið að þvi að setja vél- ina upp og hafa hana tilbúna til setningar. Þá loks fór svo, að sættir tókust meö Ólafi og and- stöðumönnum hans, svo ekkert varð af útgáfu blaðs af hans hendi. Þetta varð aftur á móti vatn á myllu samvinnumanna og Framsóknarflokksins, þvi nú gátum við boðið þeim að prenta Timann fyrir lægra gjald en þeir greiddu fyrir prentun hans i Gutenberg, þar sem hann var handsettur. Þetta munaði 50 kr. á hverju tölublaði. Að visu var okk- ar verð fyrir neðan ákveðinn taxta prentsmiðjanna, en vegna þess, að við gátum vélsett blaðið, bárum við ekki skarðan hlut frá borði. Timinn var raunar eina verkið, sem við prentuðum undir taxta prentsmiðjanna. Auk Timans féll önnur prentun sam- vinnumanna til okkar, þar á meðal Timarit samvinnufélag- anna. Meðal ábyrgðarmanna að lán- tökum Actaprentsmiðju i Lands- banka íslands voru, auk okkar prentaranna fimm. þeir bræð- urnir Ólafur og Richard Thors, sem siðar urðu meðeigendur i prentsmiðjunni og þar að auki Knud Zimsen borgarstjóri, Jón Ólafsson útgerðarmaður, siðar bankastjóri og Friðrik Magnús- son heildsali. Þessir menn voru engir smákarlar i viðskiptalifinu. 1 ágústlok 1920 lét ég af störfum i Isafold, þar sem ég hafði verið einn af barnfóstrum Morgun- blaðsins fyrstu sex ár ævi þess. Þar undi ég ágætlega og átti ánægjulegt samstarf við rit- stjórana, Vilhjálm Finsen og Ólaf Björnsson, og þá ekki siður við blaðamennina, Arna Óla og Skúla Skúláson. Við Árni öla byrjuðum jafnsnemma að vinna við Morgunblaðið, ég að setja blaðið, en Arni að þýða neðanmálssög- urnar. Ennfremur saknaði ég margra og góðra vinnufélaga. En sumir þeirra komu til starfa i Acta innan skamms tima. Setning i Acta byrjaði 6. september 1920, en fyrsti formur- inn var prentaður 11. sama mán- aðar. Við höfðum eigin rafstöð, bæði til ljósa og sem hreyfilafl prentvélanna. Auk þess fengu nokkur næstu húsin i Grjótaþorpi rafstraum til ljósanotkunar. Raf- stöð okkar var lögð niður snemma á árinu 1921, þegar raf- straum frá Elliðaárstöðinni var veitt til bæjarins. Acta var þvi fyrsta prentsmiðjan á landinu, þar sem vélar voru knúðar með rafmagni. Allar raflagnir annað- ist Jón Sigurðsson rafvirkja- meistari. Sá heiðursmaður hefur vafalaust veitt okkur góðan gjaldfrest. Kristján Gislason járnsmiður veitti okkur einnig mikla aðstoð og greiðslufrest. Frá 6. september til áramóta vorum við aðeins þrir við vinnu i prentsmiðjunni. En i ársbyrjun 1921 fluttist Timinn til okkar og vinnukraftur var nokkuð aukinn, enda bættist þá Timarit sam- vinnufélaganna við og ótal margt annað. — Við konungskomuna um vorið voru öll konungsljóðin prentuð i Acta. Einnig var prent- uð hjá okkur veðurfræðin sem Þorkell Þorkelsson Veðurstofu- stjóri sá um. Einnig prentað helj- armikið almanak (heil bók) fyrir firmaðNathan & Olsen og skraut- útgáfan „Heilög kirkja” (ljóð eftir Stefán frá Hvitadal), sem prentuð var með gotnesku letri. Meulenberg biskup i Landakoti fékk Arsæl Arnason bókbindara til að binda eitt eintak af henni i sérstakt skrautband, er siðan var sent i Páfagarð. Þá voru og Nonna-bækurnar settar og prent- aðar i Acta, svo og allar söng- skrár Stefáns Islandi, sem að lik- um lætur. Þá var og prentað blað á dönsku, sem bar nafnið Kurér, útgefið af dönskum blaðamanni. Blaðið var prentað á gljáðan pappfr, var með mörgum mynd- um, en kom aðeins út meðan konungskoman stóð yfir. Smátt og smátt bættist við bókaprentun og bókaútgáfa. Bækur, sem prentaðar voru, tdk prentsmiðjan i umboðssölu, til tryggingará prentkostnaði. Jafn- hliða gekk Acta i Bóksalaféiagið. Stuttan tima gegndi ég þar gjald- kerastarfi, en var um langan tima i skilanefnd bóksalafélags- ins. Að lokum var samþykkt i fé- laginu að veita mér full bóksala- réttindi meðan ég lifði. Þau réttindi hef ég þvi miður ekki getað notfært mér sem skyldi, eftir að ég slasaðist og varð að hætta störfum i Edduprent- smiðju. Ellilifeyrir er aðaltekju- lindin siðan, en verðbólgan rýrir hann æði mikið. A árinu 1928 kom fyrrverandi ritstjóri Timans, Tryggvi Þór- hallsson, i skrifstofu Acta og tjáði okkur, að prentlærður maður hefði tjáð sér, að við prentuðum Timann fyrir alltof hátt verð. Við töldum að hér hlyti að vera um misskilning að ræða, en Tryggvi áleit, að svo væri ekki. Siöar sagði Tryggvi mér frá þvi, hver hefði fullyrt þetta við sig. Dag nokkurn mætti ég manni þessum á götu i Reykjavik. Ég gaf mig þegar á tal við hann og bað hann, að gefnu tilefni, að koma með mér i skrif- stofu Acta og vera viðstaddan verðútreikning á Timanum, og varð hann við þeirri bón minni. Otkoman varð vitanlega sú, að Timinn var unninn undir verð- taxta prentsmiðjanna. Þetta varð hann að viðurkenna með undir- skrift sinni, að loknum útreikn- ingi á blaðinu. Tryggvi, sem frá fyrstu tið var okkur hinn hjálp- samasti og elskulegasti, varb meira en litið hissa,er hann leit Mynd þessi var tekin af öilum þeim prenturum, sem staddir voru í Kaupmannahöfn árið 1919, að Helga Þórðarsyni undanskilduin. Hann var hættur prentstörfum og var þá vaktmaður I Höfn. A myndinni eru, standandi frá vinstri: Óskar Jónsson, Arngrimur ólafsson, Guðbjörn Guðmundsson, Páll Sigurðsson, Gunnar Einarsson. Sitjandi frá vinstri: Stefán Magnússon, Ágúst Jósefsson, Jóhannes Sigurðsson, Þor- finnur Kristjánsson. Guðbjörn var þá að starfa við innkaupin á vélum og letri til Acta. Þeir einu, sem voru heimilisfastir i Höfn á þeim tima voru Stefán Magnússon og Þorfinnur Kristjánsson. — grein þessa ritaði Jón Þórðarson, prentari, í afmælisblað Prentarans og birtist hún hér óbreytt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.