Tíminn - 21.08.1977, Page 27

Tíminn - 21.08.1977, Page 27
Sunnudagur 21. ágúst 1977 27 AGUÐS GINN 24. JÚLÍ SÍÐAST LIÐINN með-vitundin um handleiðslu Guðs seitli mér að hjartarótum um siðir. önnur leið virðist liggja að sama marki, raunar skyld hinni fyrri: Sá dagur rennur i lifi þinu, að þér verður það ljóst, hve f jarri þvi fer, að þú hafir eigin örlög i hendi þér. Kringumstæðurnar, sem lif þitt er unnið úr, hvernig eru þær til komnar? Ekki spannst þú þann þráð sjálfur nema að litlu leyti einu. „Hver er sinnar gæfu smiður”, rétt mun það að nokkru. En hvernig stóð á þvi, að þér tókst að timbra upp eigin gæfu? Hver lagði þér til efnið og hæfileikana til að vinna úr þvi? Igrundaðu þessar spurningar. Minnstu þess, að orðið „gæfa” er af sömu rót og „gjöf”. Það sem þú og aðrir hafa úr að spila ævi- langt er gjöf til manna, en ekki réttur þeirra, lán, en ekki eign. Gakktu siðan feti framar og þakkaðu honum, sem ljær og gefur, honum sem telur höfuð- hárin og varðveitir spörfuglinn. Þessi leið er fær og mörgum trúlega þeim mun nærtækarisem lengra á ævina liður. Reyndu þá leið. Æfðu þig i þessari trú. Gerðu þér far um að vegsama hann, sem gefur og tekur. Þú munt komast að þvi, að hann er á næsta leiti, ' hvort sem þú gerðir þér það ljóst eða ekki. og þú munt sannreyna, að þér er hentara að þakka hon- um og tilbiðja hann en að stimp- ast við hann og standa uppi i hár- inu á honum. Hið siðara er óhollt fyrirsálarfrið þinn og þar að auki vita tilgangslaust. Hann nær þér að lokum, hvort sem þú vilt eða ekki. Og það þarf engan að undra: Hann hefur nefnilega ver- ið ekki aðeins á hælum þér, held- ur við hönd þér og feti framar en þú, allt frá þvi þú steigst- fyrstu skrefin. IV Við öll, sem saman söfnumst á sunnudegi i helgidómum Drottins um viða veröld, eigum margs að biðja og margt aö þakka. Þau bænarmál og þá þakkargjörð heyrir Kristur, þótt flutt sé I hljðði. Það sem þú aö þinu leyti hefur við hann að segja, er einka- mál ykkar tveggja, og hann mun ekki brjóta á þer trúnað. Hitt skiptir þó mestu, að við eigum i tilteknu efni eina gjöf saman, kristnir menn um alla jörð, — eina hamingju, —■ eina þökk: Sameiginlega þökkum við Guði það, að hann skóp okkur og bar i þennan heim, að hann sendi okk- ur son sinn til endurlausnar, að hann kenndi okknr að leita trúar og finna hana, að hann reisti kirkju sina undir sólunni og teygði arma hennar um heims- kringluna alla. Við sem hér erum saman komin i Skálholti i dag, tökum undir þakkarorð annarra kristinna manna fyrir þessa handleiðslu alla. En við berum fleiri efni sameiginlega fram fyrir Drottin á Skálholtshátíð, þessum stærsta degi ársins hér á staðnum, þess- ari fornu þjóöhátið, sem öldum saman var helg haldin i minningu hins blessaða Þorláks biskups og sótt var af mönnum „um allt land”, eins og komizt er að oröi I áreiðanlegri heimild frá þeim tima. Við þökkum Guði fyrir islenzka kristni fyrr og nú, fyrir kirkju þessa lands, — og siðast en ekki sizt, — fyrir Skálholt. Það er löngum erfitt að koma auga á handleiöslu Guös, þegar menn eru staddir i miðri rás hraðra viðburöa og á ymsu geng- ur. En eftir á rennur það þrás - innis upp fyrir öllum þeim, er hlut áttu að máli, að þegar krappast var siglt, var um stjórnvölinn haldið styrkastri hendi. Þegar litið er til meira en niu hundruð ára sögu þessa staðar, til fyrri viðburða, til hinna miklu alda islenzkrar kristni og islenzkrar menningar, lútum við höfði i orðlausri þökk. — Þegar skyggnzt er um öxl yfir sögusvið siðustu áratuga, þar sem Skalholt ris úr lægingu, stig af stigi, til nýrra og nýrra verkefna, orðið til i upphafi úr engu nema endur- minningu og trú, þá þarf mikla sjónskekkju til að láta sér sjást yfir nærveru og vegsögn hans, sem einn gefur vöxtinn. Maður kom fram. Menn komu fram. Þeir létu sér það ekki lynda, að Skálholt, hið forna vigi Guðs, lægi i rústum til efsta dags. Hver blés þeim sliku óþoli i brjóst? Hversendi þá? Hver opn- aði augu og eyru annarra fyrir máli þessara manna, rökum þeirra og ögrun? Hver tendraði elda i fjarlægum löndum? Hver breytti orðum i verk, i fjármuni, i veglegar byggingar, i nýtt guðs- hús á fornhelgum grunni, i nýjan skóla, þar sem eitt sinn var menningarmiðstöð þriggja lands- fjórðunga? Handleiðsla Guðs er hvorki öfugmæli né hugarburður. Handleiðsla Guðs er heldur ekki einungis sálarstyrkur, alefling andans, þótt henni vissulega sé einnig og i rikum mæli þann veg farið. Handleiðsla Guðs er fólgin i þeim áþreifanlegum hlutum, er hann fær mönnum að gjöf og að láni, svo lengi sem honum vel lik- ar. Handleiðsla Guðs er þvi sýni- leg og ótviræð i Skálholti siðast liðinn mannsaldur. V. Þetta árið eru þeir hlutir fram komnir, sem ekki verður hlaupið yfir á feginsdegi Skálholts: Skól- inn ungi, sem hér hefur fetað fyrstu spor um hrið, er nú fyrir tilverknað stjórnvalda grund- vallaður til frambúðar. Leyfist mér að lita á þann atburð sem handleiðslu Guðs? — Leyfist mér i nafni allra þeirra, er Skálholti unna, að þakka Guði þá gjöf, jafn- framt þvi sem ég sendi vinar- kveðju hverjum þeim, er haft hefur meðalgöngu um fram- kvæmd sliks nauðsynjamáls? Þess háttar kveöju fylgja blessunaróskir islenzku æskufólki til handa, svo og sérstök fyrirbæn fyrir nemendum Skálholtsskóla nær og fjær og þar með fyrir áhugamönnum um lýðháskóla- hald á landi hér. Sömu orð eru fyrir hönd Skálholtsskóla send velunnurum Þjóðkirkjunnar, vin- um hennar og starfsmönnum öll- um. Megi Skálholtsskóli aö sinum hluta verða verkfæri i hendi Guðs, til alhliða eflingar kristinni trú og islenzkri þjóðmenningu. Megi óbilgjörn orð aldrei frá hon- um berast né um hann leika. Megi friður rikja og grös gróa á þvi menntasetri, sem ísleifur forðum grundvallaði, en nú er á legg komið að nýju eftir langan svefn. VI Skálholt hefur risið úr rústum samtimis þvi, að Island allt tók hamskiptum. Atvinnuvegir eflast til lands og sjávar. Nýjar brautir eru ruddar.Menningarlif blómg- ast. öll er þessi þróun sundurleit- um vandkvæðum bundin sem fyrr greinir. Áhyggjan er ekki fjarri. Togstreita og smáleitir árekstrar valda og margháttaðri töf En ofar aðsteðjandi örðugleikum, skammsýnum skoðanaágreiningi og þröngum einkahagsmunum blasir við augum heildarskipan hans, sem telur höfuðhárin og hyggur að fuglum lofts, — hans, sem einn teflir örlagatafl allra manna til enda. Og eins og löng- um fyrr i sögu tslands er Skálholt á skákborðinu miðju, lýsandi vitnisburður um taflstöðuna i heild, — efling Skálholts tákn- mynd eflingar tslands, — van- virða Skálholts hið sama. Við þökkum það á þessari stundu, hversu mjög Drottinn hefur um hrið teflt Islandi öllu og þar með einnig Skálholti i hag. Við biðjum þess, að svo megi enn verða á komandi tima. Siðast en ekki sizt biðjum við Guð að kenna okkur að tefla með honum og skynja stöðuna alla.i stað þess að snúast um sjalf okkur á einum reit i ástæðulausri örvæntingu eða óvitagleði. Þvi aðeins hann heyri þá bæn, munu okkur nýtast gjafirnar góðu. Gleðilega hátið i Jesú nafni. Amen. Höfum fyrirliggjand farangurs- grindur og bindingar á allar stærðir f ólksbíla, broncojeppa og fleiri bila Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. Auglýsúf í Tímanum Norska bordstofusettið Nýtízkulegt Fallegt Sterkt Eigum þessi norsku borðstofusett bæði í Ijósum og dökkum litum Komið og skoðið okkar fjölbreytta húsgagnaúrval VERIÐ VELKOMIN! 16975 SMIDJUVEGI6 SIMI 44544

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.