Tíminn - 21.08.1977, Side 28

Tíminn - 21.08.1977, Side 28
28 Sunnudagur 21. ágúst 1977 Frá hofnmni i Djupavogi. Ormurinn vildi ekki bita á. Til Atlavíkur í Hallormsstaðaskógi Nokkuð var orðiö áliðið dags, þegar við yfirgáfum sólardýrk- endur i Skaftafelli. Við vorum þá búin að njúta gúös af fyrir- myndar snyrtiaöstööu, sem tjaldbúar hafa þar og mætti gjarnan vera viðar á landinu. Segir nú fátt af tveimur. Yfir Koigrlmu komumst við og til Ilafnar i Hornafirði. Grúföi þar yfir þokusúid og nokkur vind- strekkingur og sá nú ekki lengur til sólar. Heldur þyngdist brúnin á sólsoltnum Reykvikingum og eftir nokkrar bollaleggingar var ákveðið að aka i einni lotu I Salernis og snyrtiaðstaöa fyrir tjaldbúa og ferðamenn er til mikillar fyrirmyndar i Skaftafelli. A þessum myndum sézt byggingin bæði að utan og innan. Við lækinn I Atlavik. 11 a llor mss taðar s kóg með viökomu þó á Djúpavogi, við Beruf jörð. Segja má að bótin i hring- veginn hafi gjörbreytt allri að- stöðu til ferðalaga innanlands. Ekki leysir hún þó allan vanda. Það er dýrt að ferðast um landið okkar, já þrátt fyrir það að menn hafist við i tjöldum. T.d. kostar niðursoðinn matur fyrir tvo milli 500 og 1000 krónur, gasið kostar sitt bensinið á bil inn og þetta hleður utan á sig. Dós af niðursuðu er ekki maga- fylli fyrir ferðamann nema stutta stund og þar nætast við pylsur, kók og kaffi og ótal aðrir hlutir. Sjálfsagt kostar dagurinn i útilegu fyrir tvo ekki minna en fimm þúsund kall, mjög vægt reiknað. Það er þvi á fæstra færi að verja löngum tima til slikra ferðalaga og eigi þeim ekki að fylgja þeim mun meiri þreyta og erfiði vill reynast erfitt að komast yfir að skoða allt, sem hugurinn girnist. Oftast fara menn þær leiðir, sem' liggja milli bæja og kauptúna og yfir- leitt er það vel þess virði. Þó verður mönnum ósjaldan vandi á höndum á vegamótum norðan og norðaustanlands. Astæðuna hygg ég vera, að hvergi á landinu eru fallegir og tignar- legir staðir jafn viða og jafn margir. Manni dettur strax I hug: Asbyrgi, Mývatn, Detti- foss, Hljóðaklettar, Hallorms- staðureða strandleiðin um hina eiginlegu Austfirði þar sem eru mörg formfögur fjöllin. En upp Breiðdal liggur einnig vegur yfir Breiðdalsheiði og niður Skriðdal i Hallormsstaðarskóg. Og þessi leið býr yfir ýmsum hljóðlátum náttúrutöfrum, sem menn ættu helzt ekki aö verða af. i Atlavík Það er farið að dimma nokkuð, þegar við rennum niður i Atlavik i Hallormsstaðarskógi um miðnætti á laugar- dagskveldi Verzlunarmanna- helgarinnar. Einhverjir eru að svamla i vikinni. Þarna er tjald við tjald og nokkur glaumur i skóginum. Rómantikin á þessum stað er alltaf söm við sig, og við finnum okkur gott tjaldstæði i litlum lundi og hlýðum á margvisleg mannanna hljóð. A einum stað er sungið: Hvað er svo glatt, og á öðrum stað leikið af bandi/ In the Jungle, og ungt par gengur hjá og talar um ofsalegt stuð og stúlka biður vinkonu sina i guðannabænum að vera fljóta á eina kamrinum þar sem er kló- settseta úr plasti. Og þannig liður þessi nótt og töfrar skóg- arins eru slikir að allt iætur þetta þægilega i eyrum, sem ein allsherjar hljómkviða lifsins við undirleik þytsins frá laufkrón- um trjánna. Hallormsstaðarskógur er ekki einungis mesti skógur á Islandi. Hann er einhver fegursta náttúruperla landsins, sem auk þess er á við tonn af róandi lyf j- um. Hér verður lifið að tilbrigði við stef, alltaf fagurt, aldrei ljótt. Og hvers vegna? Vegna þess að þú ert sjálfur I sátt við tilveruna eins og hún kemur fyrir og hún er fögur. Daginn eftir, á sunnudegi, fór- um við i Austfjarðajæisu. Veður versnaði, og þegar við höfðum ekið um Egilsstaði og lögðum á Fagradalinn fóru dropar að hrynja úr lofti og var von bráðar tekið aö rigna. Sól eða rigning, alltaf eru Austfirðir tignarlegir i hrikaleik sinum, og smáfriðir á köflum. Heldur finnst mönnum líka bæjarstæöin sérstæð, eins og á Eskifirði þar sem undir- lendi er nánast ekkert og alls staðar upp brattar brekkur að fara innanbæjar. Og upp snar- bratt fjallið liggur svo leiðin um Oddsskarð til Norðfjarðar og eru þvottabretti herfileg á leiðinni svo manni verður stundum um og ó i þessari miklu hæð. En að þvi kemur að Odds- skarð verður úr sögunni og að- eins um jarðgöng að fara til Neskaupstaðar. Enn sváfum við i Hallorms- staðarskógi um nóttina, og hafði ekki rignt þar að ráði og stytti alveg upp seinnipartinn. Tjöld- unum I skóginum hafði þó fækk- aö nokkuð, en gleðin og róman- tikin var söm við sig. Glaumur 1 skóginum og hiað á spekings- legan blaðamanninn með myndavélina á maganum. Ein- hvers staðar var hrópað eftir vindsæng og þá kom skaöræöis- öskur: Þú hefur sprengt hana helvitiö þitt, og: Hvar eru bæt- urnar? En greinilega var aöeins hlegið að þessum óhamingju- sama útilegumanni og um það leyti bar vindsængin okkur á vit draumheima. Mánudagur heilsaði meö glampandi sól. Vitt og breitt um Hallormsstaðarskóg lágu menn i sólbaði, einkum var það kven- fólkið, sem gefur að skilja, en feður voru margir að sinna oft á timum vanræktu hlutverki sinu, léku við börnin, fóru i boltaleiki og höfðu ofan af fyrir þeim á ýmsan hátt. A bakka Lagarfljóts stóð litill drengur og kastaði spún af stöng út i fljótið. Sjálfsagt hefur hann verið að egna fyrir Lagar- fljótsorminn fræga en engar eru veiðisögur frá þessum degi. Snærisspotti og gúmmílím Það þykknaði aftur I lofti daginn eftir og mátti ráða af teiknum himinsins að brátt færi að rigna. Þá var timi til kominn að taka saman sitt hafurtask og setja stefnuna á Mývatn. Ekki gekk þó slysalaust að komast þó ekki væri nema til Egilsstaða, á leiðinni sagöi billinn stopp. Það vill til, að blaðamaður Timans i þessu tilviki er af ætt manna, sem kunna að bregða fyrir sig spottanum og hafa I sumum tilvikum bundið saman vélar til að bjarga sér i höfn. Svo var einnig nú, lekur vatnskassi bara bundinn saman og sprungið rör i kælikerfi var til bráðabirgða þétt með gúmmilimi og bót. A Egilsstöðum var bætt um betur og settur á vatnskassaþéttir og stállim. Og á meðan draslið var að þorna var tilvalið að bregða sér i sund. Undir kvöld var siðan lagt af stað til Mývatns. KEJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.