Tíminn - 21.08.1977, Side 30

Tíminn - 21.08.1977, Side 30
30 Sunnudagur 21. ágúst 1977 Nú-Tíminn ★★★★★★★★ Orðinn stórskáld hefði ég ekki lent í þessu vændi — Jónas Friðrik í viðtali við Nú-Tímann Það var f uppstyttu eftir suddaveður á Raufarhöfn að Nú- Tíminn arkaði á fund stórskáldsins þar i bæ, Jónasar Friðriks, textaskáldsins fræga hjá Rió. Húsið heitir Laufás og býr Jónas á efri hæðinni hjá for- eldrum sinum, en á neðri hæðinni býr bróðir hans með konu sinni. Nú-Timanum var boðið til stofu þar sem innan um fjölskyldu- myndir og litil lands- lagsmálverk voru tvær gullplötur á vegg. ,,Þeir voru ekkert að gera upp á milli okkar hjá Fálkanum og ég fékk gull eins og hinir sagði Jónas til skýring- ar. Jónas er at> tala um Ríó. Ég spyr hann þá hiklaust hvort nýja platan „Fólk” sé ekki öðruvisi en hinar og hvort áhrifa Gunnars Þórðarsonar gæti þar. — öðruvisi, ja ætli þaö séu ekki bara ellimörk. Þetta meö Gunnar, nei ég held ekki, hann er búinn aö vera meö okkur meira og minna á öllum stóru plötunum. En eins og þú segir, ég hef oröiö var við aö fólki hefur fundizt þetta svolitið skri'tið við fyrstu áheyrn, ekki alveg það sem það ætlaðist til af þessari samkundu. Hálfvitasámkoma Hvernig vinnur þú svo textana? — Það er svolitið upp og ofan. Yfirleitt fæ tónlistina senda á bandi með nokkrum fyrirvara. Síðan ligg ég eitthvað yfir henni. Textarnir vinnazt bezt þegar maður er orðinn pottþéttur á lögunum. Og þegar fariö er til upptöku er ég búinn að semja einhverja texta, annars vinn ég þetta jafnóðum og platan er tek- in upp. — Nei, ég geri sjaldan texta i rólegheitum. Þó eru til undan- tekningar eins og Helgi Hós sem Gunni samdi lagið við eftir á. Það má segja að þar hafi öllu verið snúið við. — Siðasta platan átti öll aö vera um fólk eins og nafnið ber með sér. Textarnir eru allir um annarsvegar ákveðnar raun- verulegar persónur sem allir kannast við, eða ákveðnar per- sónur sem einhver okkar hafði sérstaklega i huga og hinsvegar um ákveðna persónugervinga. Annars voru vinnubrögðin svipuð. Við vorum búnir aö ,kjaíta um þetta fram og aftur. Siöan söfnuðumst við allir saman hérna fyrir sunnan i stúdiói. Útkoman byggist á langri samvinnu okkar. Við þekkjum orðið inn á hvern ann- an og vitum hvað kemur bezt út. Þegar við svo erum komnir saman i hljóðritun skapast það af sjálfu sér að þetta verður ein allsherjar hálfvitasamkoma og stemmingin á plötunni eftir þvi létt, svipað þvi sem fólkið býst við. Þú sagðir að þið væruð búnir að vinna lcngi sanian . hversu lengi? — Það eru að verða ein 10 ár. (Mikið djöfull er maöur að veröa gamall). Þeir komust I samband við mig eftir ljóðabirt- ingu iSamvinnunni. Hafa séð að þetta væri hæfilega vitlaus maður. Og textafjöldinn i gegn um ár- in? — Eitthvert voðalegt bákn. Sjálfsagt einir 100 með Rió og á bilinu 150 textar i allt fyrir nú utan ýmislegt sem dottið hefur uppfyrir. Fín kona — Já, það er alltaf eitthvert kropp fyrir aðra. Og það er miklu erfiðara. Maður kveikir ekki þegar maður þekkir ekki flytjandann. En ég yrði fin kona þvi ég hef aldrei lært að segja nei. — Að visu er enginn vandi að búa til texta sem bókaö mál yrði vinsæll. Formúlurnar eru fyrir hendi. Það er formúla fyrir Frivaktinni og lika sjúklingun- um, ef maður bara vill. Og textarnir þínir, um hvað fjaila þeir? — Yfirleitt þetta klassiska, fyllirý, uppáfarir, framhjáhald. Útkoman er breið mynd af hversdagslegum atburðum í lifi venjulegs fólks. Ég hef stundum verið spurður hvers vegna ég hafiekki samið texta um Rauf- arhöfn. Sannleikurinn er sá að textarnir minir eru uppfullir af Raufarhöfn, lifinu og tilverunni hérna. 1 þessu erþó Fólk nokkur undantekning. Nú lætur þér vel að semja texta um lif fólksins þannig að það finnur sig í þeim. Heldur þú kannski að textarnir þinir hafi gert útslagið um vinsældir Rid? — Ja þarna kemur þú inn á klasslskan rifrildisþátt hjá okk- ur félögum. Þeir halda því sem sagt fram að vinsældirnar stafi af listrænum flutningi þeirra (það ti'stireinhvers staðar langt niðri I Jónasi), segja að þeir séu svo fallegir og syngi svo vel aö alveg sé sama hvað þeir fari með. Ég segi aftur á móti að sama hverjir gaulararnir væru, ég gæti látið þá fá éfni sem gerði þá vinsæla. Jónas Friðrik og kötturinn Nei staðreyndin er sú að þetta er sambland sem sker úr. Bezt aðþakka díkieinu öðrufremur. Ábyrgðarleysi Hver er skoðun þin, Jónas, á textum þarsem fslensk málhefð er að engu höfð? — Mér þykir það bera vott um voðalegt ábyrgðarleysi þegar textar byggja á mál- leysum. Ekkisi'zt þegarhafter i huga að flytjandinn gerir ráð fyrir að textinn verði vinsæll, væntir þess a.m.k. og þá er kannski stærsti hópurinn krakk- ar og ungt fólk i litilli snertingu viö vandað ritað mál sem er að syngja hástöfum eitthvað sem ekki er tungumál. Hitt gerir minna til að jafnvel þriggja ára krakki rauli „Flaskan min friö” — gæti verið pelinn. — Annars er ekki eingöngu við okkur og tónlistarmennina að sakast. Það ætti að vera sjálfsögð skylda útgefandans að hafa prófarkalesara til að yfir- fara texta. Hver er afstaða þin til text- ans? — Ég reyni yfirleitt að hafa almennilega islenzku á þeim. Þetta tekzt hér um bil en stundum þó barnað fyrir mér i flutningi eða á textablöðunum. Ég nota stuöla og höfuðstafi og rim, náttúrulega ekki alltaf reglulegt enda eru til ýmsar leiöir að yrkja rimað. En ég sleppi þvi' aldrei. Skjóta þá — Raunar er þrennt i þessu og eitthvað fæst ég við það allt. Ljóð er ljóörænn texti sem fer sinar eigin leiðir. Kvæðin eru hin i'slenzka hefö i kveðskap og þetta sem við köllum texta i dag er þriðja formið. Meirihluti þeirra er á lélegu máli og þetta að þykjast vera að yrkja og hamastvið að troða endarimi i allar linur... Ég veitekkihvaö á að kalla þessa menn en það ætti að skjóta þá. — Ljóðskrefst ákveöins valds og meðferðar á máli. Steinn Steinarr hefur orðað það þannig að ljóð krefjist upphafins máls. Telur þú að einhver texta þinna geti staðið sem kvæði? — Það er alltaf innan um. 1 flestum tilvikum eru þó vinnu- brögðin allt önnur. Kannskiekki formlega þvi ég skrifa einnig mest bundið mál fyrir sjálfan mig. Hins vegar fylgja textun- um við lög og stef þar sem játazt verður aö oft er gripin einfald- asta lausnin. Kannski ég mundi lita yfir textana ef kæmi til út- gáfu. Ég er t.d. ágætlega ánægður með Helga Hós. Fæ kast — Hvort ég yrki. Jú, ég fæ kast, einkanlega á vetuma. Ég mundi kannski skrifa meira hefði ég ekkilent I þessari kliku. Þó veit ég það ekki, er yfirleitt voðalega latur og alltaf á siðasta snúningi með textana. Við höfum stundum verið aö rif- ast um þetta félagar. Ég hef haldið þvf fram að ég væri orð- inn stórskáld hefði ég ekki lent i þessu vændi að selja mig fyrir peninga. Nú þeir segja að letin hefði yfirbugað mig áður. Að lokum Jónas er þaö satt aö þú gerir út togara? — Andskotans lygi. Þó mætti kannski segja aö ég sé skrif- stofustjóri á togara. Ég vinn al- menn skrifstofustörf hérna hjá Jökli á Raufarhöfn. Og þú mátt taka það fram, aö ég vildi hvergi fremur búa. — KEJ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.