Tíminn - 03.09.1977, Síða 8
8
l.augardagur 3. september 1977
EKKI KYNÞÁTTAMISRETTI VIÐ SKÁKBORÐIÐ
Svo sem komiö hefur fram i
fréttum var i iok júllmánaö-
ar sl. haldiö i Luzern I Sviss
aukaþing Alþjóöaskáksam-
bandsins (FIDE).
Þingiö var kallaö saman aö
undirlagi Skáksambands So-
vétrikjanna, og nokkurra
annarra aöildarsambanda
og eina máliö á dagskrá var
aöild Skáksambands Suöur-
Afriku aö FIDE.
A aðalþingi FIDE, sem hald-
ið var i Nissa haustið 1974
var Skáksambandi S-Afriku
vfsaö úr FIDE ótimabundiö,
cöa þar til aö kynþáttamis-
rétti væri ekki lengur til aö
dreifa innan skákstarfsem-
innar þar i landi. Tveimur
árum siöar, á næsta aöal-
þingi, sem haldiö var i llaifa
i tsrael i fyrra haust, var
máliö tekiö fyrir aö nýju.
Eftir að hinir tveir fulltrúar
Skáksambands S-Afriku,
annar hvitur og hinn svartur,
höföu afsannað þaö meö
skýrslum, tölum og kvik-
myndum, aö hvaö skák
áhrærði væri kynþáttamis-
rétti úr sögunni, og að engin
skákfélög væri innan sam-
handsins önnur en þau, sem
stæöu öllum opin, var S-
Afriku veitt full aðild á ný.
Nú var það svo, aö Sovétrik-
in, Austur-Evrópuþjóöirnar,
Arabalöndin og ýmis Afríku-
lönd voru fjarverandi i
Ilaifa, vegna þess aö þau
voru andstæö þvi aö
ólympiumótiö og aðalþing
FIDE yrði haldiö I tsrael
Eftir að S-Afrlka hafði verið
samþykkt inn aö nýju drógu
þau lögmæti fundarins I efa,
og eftir nokkurra mánaöa
stapp ákváöu þau aö krefjast
þess að kallað yröi saman
sérstakt aukaþing til þess
eins aö fjalla um málið aö
nýju, ,,af þvi að þau heföu
ekki veriö viðstödd I Haifa”.
Dr. Max Euwe, forseti Al-
þjóöaskáksambandsins,
ákvaö að verða við þessari
beiöni og boöaöi til auka-
þings meö rnjög stuttum
fyrirvara. t Haifa voru mætt
54 af 97 aöildarsamböndum,
og þar var upptaka S-Afríku
samþykkt með 38 atkvæöum
gegn 3 en 7 sátu hjá. t Luzern
voru einnig fulltrúar tiltölu-
lega fárra bióöa mættir eða
51 af 97, en nú höföu austan-
tjaldslöndin fjölmennt. Eftir
tveggja daga umræður, sem
einkenndust af pólitisku
moldviðri, þar sem rök kom-
ust vart aö, náöist aö lokum
samkomulag um ályktun,
nema hvaö eitt orð snerti,
þaö var hvort svipta bæri
Skáksamband S-Afriku
keppnisrétti (competition)
eöa félagsrétti þ.e. frá allri
starfsemi (activities).
Atkvæöi féllu svo aö sam-
þykkt var með 28
atkvæðum gegn 23, að
útiloka S-Afriku frá allri
starfsemi FIDE. Viö það
gengu 20 fulltrúar Vestur-
Evrópuþjóöanna affundi, en
fulltrúar Austurblokkarinn-
ar, Araba- og Afríkuland-
anna, sem eftir sátu, sam-
þykktu ályktunina í heild
„einróma” meö lófaklappi,
sem ekki er löglegt sam-
kvæmt fundarsköpum.
Má þvi sannarlega segja aö
ófriövænlega horfi um þess-
ar mundir innan Alþjóða-
skáksambandsins, og þaö sé
nú stattá pólitiskum villigöt-
um. En öll él birtir upp um
siöir, og Skáksamband is-
lands hefur lagt og mun
halda áfram að leggja gott til
m ála. Vist er þó, aö hins nýja
forseta FIDE biður erfitt
hlutverk.
A þinginu flutti Einar S.
Einarsson, forseti Skáksam-
bands tslands ræöu og veitti
hann Timanum góðfúslega
leyfi til aö birta hana.
Pólitík og skák
eiga enga samleið
Ræða Einars S. Einarssonar,
forseta Skáksambands íslands,
er hann flutti á aukaþingi
Alþjóðaskáksambandsins FIDE
í Luzern, í Sviss 23. júlí s.l.
Herra forseti, virðulegu þing-
fulltrúar.
Að hálfu Skáksambands ts-
lands vil ég leyfa inér að gera i
stuttu máli grein fyrir helztu
viðhorfum þess til eina um-
ræðuefnisins á dagskrá, sem er
aðild Skáksambands Suöur-
Afriku að FIDE.
Ég vil þó taka skýrt fram i
upphafi, að aðskilnaðarstefna
rikisstjórnar S-Afriku i kyn-
þáttamálum hefur ævinlega
sætt andstöðu Islenzku rikis-
stjórnarinnar á þingi Samein-
uðu þjóðanna og sendinefnd ts-
lands á þeim vettvangi hefur
hvað eftir annað sýnt hug I
verki með þvi að greiða atkvæði
með ályktunartillögum, þar
sem kynþáttamisréttisstefna S-
Afrikustjórnar er fordæmd.
Óhætt er að fullyrða að þessi
ákveðna afstaða islenzku rikis-
stjórnarinnar nýtur fulls stuðn-
ings isl. þjóðarinnar og almenn-
ingsálitsins á tslandi.
Skáksamband tslands er full-
komlega sjálfstæður aðili sem
slikur, og styður stefnu rikis-
stjórnar tslands hjá Sameinuðu
þjóöunum sem og öðrum al-
þjóðastofnunum.
Það er eindregin skoðun
Skáksambands tslands, að al-
þjóðasamtökin beri að stefna að
þvi að hafa eins margar þjóðir
innan sinna vébanda og kostur
er. Jafnframt beri að forðast að
þjóðir séu dregnar i dilka, sem
gcðar þjóöir og vondar þjóöir.
Við teljum að leitast beri við
að nýta sem bezt þau tækifæri,
sem gefast innan slikra al-
heimssamtaka, til að finna já-
kvæða lausn við hinum ýmsu
vandamálum sem fyrir hendi
kunna að vera og kappkosta
þannig að hafa góð áhrif á það,
sem miður þykir fara. Þetta er
mun heillavænlegri leið, að okk-
ar áliti, en að beita útilokun eða
brottrekstri einstakra aðildar-
sambanda, sem einungis leiðir
til sundrungar og ósættis. Innan
skákheimsins má slikt ekki
henda.
Þvi miður er nú full ástæða til
þess , fyrir þá, sem helgað hafa
skáklistinni krafta sina og telja
útbreiðslu hennar mikilvægan
þátt i þeirri viðleitni að bæta
mannleg samskipti, bæði milli
einstaklinga og þjóða, að hafa af
þvi þungar áhyggjur hve stjórn-
málaátök i heiminum setja I æ
rikari mæli mark sitt á starf-
semi Alþjóðaskáksambandsins.
Og þetta auka-aðalþing er
leiður vitnisburður um það, hve
verðmætum tima og fjármun-
um skáksambanda og skák-
starfseminnar yfirleitt, er eytt i
málefni, sem er alls óviðkom-
andi þróun skáklifs og skák-
listarinnar i heiminum og sem
hefði auðveldlega mátt biða þar
til næsta reglulegt aðalþing
kæmi saman.
Við islenzku fulltrúarnir höf-
um og munum við þessar um-
ra;ður hlusta á röksemdir með
og á móti Suður-Afrikumálinu.
Stuðningsmenn þess að Skák-
sambandi S-Afriku verði visað
úr FIDE verða að færa sönnur á
það hér, að um kynþáttamis-
rétti sé að ræða innan þess sam-
bands.
Þar sem við berum almenn
mannréttindi svo mjög fyrir
brjósti, getum við ekki neitað S-
Afriskum skákmönnum um þau
grundvallarmannréttindi að
verða ekki dæmdir sekir fyrr en
sök þeirra hefur verið sönnuö.
Okkur er að visu ljóst að að-
staða hvitra manna og svartra,
og þar með skákmanna af mis-
munandi litarhætti, er engan
veginn jöfn i S-Afriku, en við
álitum að þar sé ekki skákfor-
ustumönnum um að kenna,
heldur sé þar um að ræða verk-
efni, sem m.a. FIDE, gæti veitt
aðstoð við að leysa, með þvi aö
beita góðum áhrifum, i þvi
skyni aö tryggja það, aö skák-
menn allra kynstofna i S-Afriku
fái sömu tækifæri og njóti jafm^-
ar aðstöðu til skákiðkanna, án
undantekninga.
Það er okkar skoðun að póli-
tik og skák eigi enga samleið, og
að stjórnmálaátök innan FIDE
séu hættuleg fyrir einingu og
samheldni samtakanna og
stefni tilveru þeirra sem al-
þjóðasamtaka i voða. Þessari
orku allri og tima væri betur
varið i þágu skáklistarinnar.
Þessi sjónarmið vega þyngra
i okkar huga en mismunandi
skoðanir einstakra skáksam-
banda á innanlandsástandinu i
S-Afriku.
öll þessi umræða hér i Luzern
leiðir ósjálfrátt hugann aö þeirri
spurningu: Er þetta upphafið
eða endirinn?
Hafa menn lagt niður fyrir sér
til hvers þessi átök kunna að
leiða. Getum við vænzt þess, að
það, að úthýsa nú Skáksam-
bandi S-Afriku úr samtökunum,
muni binda endi á alla póli-
tiska starfsemi innan FIDE?
Eöa verður það aðeins upp-
hafið af nýjum hjaðningavigum,
þar sem þeir sem hafa yfirhönd-
ina hverju sinni, beita meiri-
hlutavaldi til að reka hvert það
skáksamband úr samíökunum,
sern þeir '■-u á móti af einni eða
annarri pólitiskri ástæðu.
Vilja virðulegir þingfulltrúar
spyrja sjálfa sig i einlægni þess-
arar spurningar og leita réttlæts
svars. Undir svari þeirra getur
framtið FIDE, sem alþjóða-
sambands, verið komin og á
svari þeirra getur einnig oltið
áframhaldandi aðild margra
sambanda, sem röðin hefur ekki
komið aö ennþá, en gæti hæg-
lega komið að siðar, ef það á að
vera háð hentistefnupólitik
rikisstjórna, hvort FIDE á sér
framtið, sem samnefnari fyrir
skáklifið i heiminum eða ekki.
Þökk fyrir, herra forseti.
E.S. Einarsson
ALYKTUN
Hér fer á eftir hin umdeiida
ályktun aukaþings FIDE i Luz-
ern 22.—23. júli:
1. Alþjóðaskáksambandið
(FIDE) fordæmir samhljóða
aðskilnaðarstefnu rikisstjórnar
S-Afriku i kynþáttamálum sem
það telur vera brot á mannrétt-
indum og i andstöðu við mann-
úðarstefnu og bræðralag það
sem skáklifið i heiminum á að
helgast af.
2. FIDE virðir og metur baráttu
skáksambands S-Afriku fyrir
bvi að útrýma kvnþáttamisrétti
aukaþingsins
í Luzern
i S-Afrikú með útbreiðslu skák-
listarinnar.
3. Þvi miður er staðreyndin
samt sú að kynþáttajafnrétti i
skákmálum er enn ófullkomið
og i raun hafa aðeins verið stig-
in fyrstu sporin i þá átt.
4. FIDE samþykkir þar af leið-
andi:
a) Að útiloka Skáksamband S-
Afriku ótimabundið frá allri
þátttöku i starfsemi þess eða
þar til ástandið hefur lagast svo
að kynþáttamisrétti i skákmál-
um þar sé ekki lengur til að
dreifa.
b) Að skipa sérstaka fast<
nefnd til að rannsaka og fylgj-
ast með þróun mála hvað snert-
ir jafnan rétt skákmanna i S-
Afriku til frjálsra samskipta.
Þessi nefnd leggi fram skýrslu
ekki siðar en fyrir aðalþing
FIDE 1980. Einar S. Einarsson