Tíminn - 03.09.1977, Page 9
Laugardagur 3. september 1977
9
Wmkm
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglvsingastjóri: Steingrímur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr.
70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Merkilegt fordæmi
bændastéttarinnar
Aðalfundur Stéttarsambands bænda var að
þessu sinni haldinn undir sérstökum kringumstæð-
um. Upplýst var fyrir fundinn, að verulegur hluti
bændastéttarinnar næði ekki þeim tekjum til sam-
ræmis við aðra, sem lög gera ráð fyrir. Erfiðleikar
við sölu afurðanna hafa farið vaxandi og var svo
komið, að útflutningsuppbætur verða á þessu ári
hærri en lög gera rikinu skylt að greiða, en það
svarar til lu% af heildarverðmæti landbún-
aðarframleiðslunnar á viðkomandi verðlagsári.
Fulltrúarnir á aðalfundinum stóðu þannig frammi
fyrir þeim vanda, að kjörin fóru versnandi og að
fullt verð fyrir afurðirnar myndi ekki fást, að
óbreyttum útflutningsuppbótum úr rikissjóði.
Umræðurnar á fundinum báru þess ljóst vitni,
að bændur gerðu sér ekki aðeins þennan vanda
fullljósan, heldur einnig, að úr honum yrði ekki
bætt með þeirri kröfupólitik, sem rikjandi er orðin
i þjóðfélaginu. Málin væru komin i það horf, að
bændur yrðu sjálfir að leysa þennan vanda að
mestu og taka á sig þær byrðar, sem hlytust af þvi.
I samræmi við það gerði fundurinn eftirfarandi
ályktun:
,,Þar sem fram hefur komið að útflutnings-
uppbætur á landbúnaðarafurðir yfirstandandi
verðlagsárs duga ekki til þess að fullt grundvallar-
verð náist og allt bendir til þess, að svo verði
einnig næsta ár, þá er aðalfundur Stéttarsam-
bands bænda þvi meðmæltur að eftirfarandi ráð-
stafanir séu gerðar:
I. Að lagt verði verðjöfnunargjald á framleiðslu
yfirstandandi verðlagsárs i trausti þess, að viður-
kennt verði mat framleiðsluráðs á heildarverð-
mæti landbúnaðarframleiðslunnar.
II. Að lagt verði verðjöfnunargjald á innfluttan
fóðurbæti allt að 8% af cifverði. Gjaldið verði i
vörzlu framleiðsluráðs og notað til verðjöfnunar á
framleiðslu hvers árs, þó þannig að hver búgrein
njóti þess framlags, sem frá henni kemur, þar til
hún hefur náð grundvallarverði. Gjaldið verði
ákveðið af framleiðsluráði landbúnaðarins, lengst
tii eins árs i senn.
III. Að framleiðsluráði verði veitt lagaheimild
til þess að greiða lægra verð fyrir aukna fram-
leiðslu á hverri jörð, þó þannig að þar sem bú eru
litil, verði fullt verð greitt fyrir aukninguna að
ákveðnu marki. Þetta komi aðeins til fram-
kvæmda, þegar ekki er hægt að greiða fullt verð
fyrir alla landbúnaðarframleiðsluna. Þegar
þannig háttar verði jafnframt greitt lægra verð
fyrir framleiðslu rikisbúa og þeirra sem hafa
landbúnaðarframleiðslu utan lögbýla.”
Þannig jafna bændur niður á sig með verðjöfn-
unargjaldinu þeim afgangi útflutningsbótanna,
sem rikið greiðir ekki. Þeir mæla með sérstökum
skatti á aðfluttan fóðurbæti i sama skyni. Siðast,
en ekki sizt, mæla þeir svo með nýrri leið til að
takmarka framleiðsluna, ef þörf krefur, en hún er
fólgin i þvi að greiða verði lægra verð fyrir aukna
framleiðslu á hverri jörð, þó þannig, að undan-
þegin verði litil bú. Einnig verði greitt lægra verð
fyrir framleiðslu rikisbúa og þeirra, sem hafa
landbúnaðarframleiðslu utan lögbýla.
Þannig taka bændur sjálfir á sig byrðar til að
mæta erfiðleikunum, en bera ekki fram nýjar
kröfur. Vissulega er þetta til fyrirmyndar og visar
þann veg, sem verður að fara, ef þjóðin á að sigr-
ast á efnahagserfiðleikunum.
Þ.Þ.
Góður gestur á ferð:
Thorbjörn Fálldin,
forsætisráðherra Svia
Nú á sunnudaginn kemur
Thorbjörn FSlldin, forsætisráö-
herra Sviþjóðar hingað i opin-
bera heimsókn, en hann er leið-
togi sænska Miðflokksins sem
nú hefur forystu i rikisstjórn
Sviþjóðar eftir margra áratuga
stjórnarforystu Jafnaðar-
manna.
Thorbjörn Falldin er fimmt-
ugur. Hann hefur verið leiðtogi
Miðflokksins, sem áður nefndist
Bændasambandið, frá árinu
1971 er hann tók við forystunni
af hmum vinsæla foringja
Gunnar Hedlund. Falldin hefur
átt sæti á sænska þinginu siðan
árið 1958, en hafði áður tekið
virkan þátt i félagsmálum i
heimabyggð sinni i Ádalen i
Mið-Sviþjóð, setið i hrepps-
nefnd, verið forystumaður i
iþróttasamtökum og samtökum
ungra miðflokksmanna.
A þeim tima sem Fálldin
hefur setið á þingi hafa miklar
breytingar orðið i sænskum
stjórnmálum og ekki sizt að þvi
er varðar Miðflokkinn. Þannig
hafði flokkurinn smám saman
tapað verulegum hluta sins
fyrra fylgis þegar Fálldin tók að
gefa sig að stjórnmálunum fyrir
alvöru. 1 kosningunum árið 1956
fékk flokkurinn aðeins 9.4%
kjósenda, en tók siðan að vegna
betur meðhverju ári. A þessum
árum fluttist fólk unnvörpum úr
sveitunum til bæja og borga i
Sviþjóð, en flokkurinn hafði
enga fótfestu i bæjunum. Upp úr
1960 breyttist þetta mjög, og má
segja að Miðflokkurinn hafi
haldið glæsilega innreið i þétt-
býlið. Á sama tima breyttist
flokkurinn úr „hreinum”
bændaflokki i stjórnmálaafl
sem stóð miklu viðar fótum i
sænska iðnaðar- og velferðar-
þjóðfélaginu.
Nú er flokkurinn, miðað við
siðustu kosningar, næststærsti
stjórnmálaflokkurinn i landinu
og hefur að baki sér tæplega
fjórðung kjósenda. Þingmenn
flokksins á sænska þinginu eru
86, en aðrir þingmenn sem rikis-
stjórnina styðja eru annars
vegar 55 þingmenn hins hægri-
sinnaða Sameiningarflokks og
39 þingmenn Frjálslynda
þjóðarflokksins.
Eftir að Thorbjörn Fá'lldin
gerðist þingmaður hefur hann
jöfnum höndum stundað búskap
á jörð sinni Ramvik við þorþið
Ás i Ádalen i norðanverðri Mið-
Sviþjóð. Það hefur t.d. verið i
frásögur fært að fyrstu helgina
eftir að hann tók við embætti
forsætisráðherra hélt hann
heim úr höfuðborginni til aö
taka upp kartöflur. Hann hefur
að ýmsu leyti farið sinar eigin
götur og alls ekki tekið upp
ýmsa siðu og háttu stjórnmála-
foringja sem hingað til hafa þótt
„góð latina” með Svium.
Þannig segir hann sjálfur aö sér
láti bezt að stunda búskapinn:
„Mér finnst bezt að hugsa þegar
ég er á traktornum”.
Solveig kona hans, hefur
ekki heldur tekið upp neina
heldrimannasiðu og sér hún um
búskapinn meðan bóndinn
sinnir stjórnarstörfum i Stokk-
hólmi. Þau eiga þrjú börn.
Thorbjörn Fálldin er hinn eini
áf flokksforingjum Svia sem
ekki hefur notið svo nefndrar
„æðri” skólagöngu. Þegar hann
hafði lokið barnaskóla veiktist
faðir hanns illilega , og varð
Thorbjörn þá að hverfa frá þvi
að setjast i gagnfræðaskóla og
tók að sér forstöðu fyrir búi for-
eldra sinna. Siðar lauk hann
gagnfræðaskóla sem nokkurs
konar utan-skóla-nemandi meö
störfum sinum heima fyrir.
„Skóli lifsins hefur gefið mér
betri og breiöari reynslu en 15
ára háskólanám hefði getaö
gefið mer”, hefur hann sjálfur
sagt.
Thorbjörn Falldin
I stjórnarstörfum hefur Thor-
björn Fálldin lagt áherzlu á
náttúruverndarmál og andstöðu
gegn óheftum framkvæmdum
við kjarnorkuver sem jafnaðar-
menn höfðu beitt sér fyrir. Hann
hefur ýtt mjög á um það stefnu-
skráratriöi Miöflokksins að
dreifa valdinu út frá stofnunum
i höfuðborginni til byggöanna,
og byggðastefna i atvinnu-
málum er eitt helzta baráttumá!
flokksins andstætt þeirri sam-
þjöppunarstefnu sem ein-
kenndi stjórn Jafnaöarmanna.
Loks hefur hann i anda Mið-
flokksstefnunnar lagt áherzlu á
það að bæta aðstöðu smáfyrir-
tækjanna, fjölskyldufyrirtækja
og meðalstórra fyrirtækja and-
spænis stórfyrirtækjum og
fyrirtækjasamsteypum.
í rikisstjórn „borgaraflokk-
anna” hefur mjög reynt á for-
ystuhæfileika Fálldins. Þannig
hefur hann orðið að ganga til
samkomulags við hægrimenn
um kjarnorkuverin umdeildu,
en einkum hafa þó erfiöleikar
steðjað að i efnahagsmálum.
Þ^ssi vandamál tók rikisstjórn
Falldins að erfðum frá stjórn
Olofs Palme en reyndar er
það áralöng þróun sem leitt
hefur til gengisfellingar sænsku
krónunnar nú. Jafnaðarmenn
höfðu notað tækifærið til að
fresta aðgerðum i þessu efni, en
„borgaraflokkunum” var ekki
lengur stætt á öðru en að gripa
til mótaðgerða. Sjálfur segist
F'álldin alls ekki kunna við orðið
„borgaraflokkur”, en bætir þvi
við að i sænskum stjórnmálum
hafi mönnum „ekki enn dottið
annað betra orð i hug”.
Thorbjörn Falldin nýtur
mikilla vinsælda i landi sinu og
langt út fyrir raðir flokksmanna
fyrir það hve alþýðulegur hann
er i allri framgöngu. Hann er
hægur og athugull og litt gefinn
fyrir stóryrði eða orðavaöal i
yfirlýsingum. Þess hefur oft
verið getið i sænskum blöðum
hve hann sker sig úr hópi for-
ystumanna i sænskum stjórn-
málum fyrir það aö hann er úti-
tekinn og heldur um pipu sina
vinnulúnum höndum, en hinir
hafa á sér uppstrokinn mennta-
og skrifstofumannabrag.
Honum hefur ekki verið hrósað
fyrir snilldarlegar setningar
eða fleyg orð né heldur fyrir
klókindin sem fyrirrennari
hans, Hedlund, var kunnur
fyrir. Hins vegar eru jafnvel
andstæöingarnir sammála um
góða dómgreind hans, hyggindi
og varúð og trausta festu sem
einkennir störf hans og fram-
komu. JS