Tíminn - 03.09.1977, Blaðsíða 20
I
* 18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
f BaWrnl s Marks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI UNDIREATNAÐUR Nútíma búskapur þarfnast bhuer haugsugu^^ ),J ý
Heildverzlun SfOumúla Xgfef ^£4 Sfmar 85694 & 85295
Alvar-
legt
vinnu-
slys í
Kópa-
vogi
F.I. Reykjavik. — Mjög alvar-
legt vinnuslys varö i Kópavogi
um kl. 18.30 i gær, þegar tveir
menn féllu niður af vinnupalli
fimm hæöir niður. Voru þeir
þegar fluttir á Slysadeild
Borgarspitalans og eru báöir
taldir I lifshættu.
Mennirnir tveir voru aö
vinna viö háhýsi I Kópavogi,
er slysiö varö og mun festing á
einum vinnupallanna hafa
gefiö sig meö fyrrgreindum
afleiöingum. Ungur maöur,
sem var aö vinna meö þeim,
bjargaöist naumlega.
Ú tihlj ómleikar
á Lækjartorgi
Hljómsveitin Eik skemmti göngumóöu fólki á Lækjartorgi I gærdag. Þó
erillinn sé mikill og margir aö flýta sér, voru þeir einnig margir, sem
gáfu sér næöi og stöldruöu viö til aö hlusta á hljómsveitina eins og
myndin ber meö sér. Þaö eru lög af nýútkominni hljómplötu hljóm-
sveitarinnar sem Eik var aö kynna þarna meö þessum hætti. Þeir voru
hinsvegar daglegt brauö sumariö sem stéttin kom á torgiö. Þaö er eins
og þaö er, annað hvort of eöa van.
Þaö var Gunnar, Ijósmyndari Tfmans sem tók þessa mynd þegar hann
átti leiö um torgiö I gær.
Kópaskersbuum finnst
á hlut sinn gengið
— vilja sitja einir ad rækjumiðum sínum
KEJ-Reykjavik — Ráöherra
hefur tekiö sfna ákvöröun og lýst
þvi yfir viö okkur aö henni veröi
ekki haggaö Reiöin sýöur hér I
mönnum og ég veit hreiilega ekki
til hvaöa ráöa þeir grfpa, sagöi
Kristján Ármannsson, kaupfé-
lagsstjóri á Kópaskeri, I samtali
viö Tfmann i gær. — Ég held aö
mér sé óhætt aö segja, aö þetta sé
eini staöurinn á landinu þar sem
heimamenn sitja ekki einir aö
rækjumiöum sinum. Aflakvótinn
á miöunum i ár er 650 tonn, og er
okkur úthlutaö helming á móti
Húsvikingum, þrátt fyrir aö viö
getum auöveldlega veitt og verk-
aö allan þennan afla og teljum
okkur eiga fullan rétt á þvf.
Þá benti Kristján, á að ekki
aðeins gildirsú regla allsstaðar á
landinu að heimamenn sitji enir
að rækjumiðunum geti þeir full-
nýtt þau sjálfir, heldur liggur það
i augum uppi, aö húsvikinga get-
ur ekki munað um þessi litiu 300
tonn.Þar ernæga atvinnu að hafa
og möguleikar á hvers kyns fisk-
veiðum, enda telur veiðifloti
þeirra skuttogara og marga stóra
báta.
Sagöist Kristján ekki skilja á
hveða forsendum þessi ákvörðun
væri tekin. Þó þeir hafi ekki getað
veitt upp i allan kvótann i fyrra
sem þá var 500 tonn fyrir Kópa-
sker og eins fyrir Húsavik, þá
horfir málið allt öðru visi við
núna. Kvótinn er mun minni nú og
Kópaskersbúar undir það búnir
að nýta hann allan.
Við munum að sjálfsögöu mót-
mæla þessu formlega, sagði
Kristján, þrátt fyrir að ráðherra
hafi sagt að hann muni ekki
breyta afstöðu sinni i þessu máli.
Menn eru frá sér af reiði hér um
slóðir, og ég veit sannast að segja
ekki hvað þeir gera með þessar
reglugerðir, þó hingað til hafi
verið okkar háttu að virða slikt
Kristján tók það fram að lokum,
að þeir væru ekki að mrftmæla
minni aflakvóta, þar sem þeim
væri i' mun að mið þeirra eyði-
leggðust ekki vegna ofveiöi, hins
vegar taldi hann það ekki ná
nokkurri átt að br jóta þessa reglu
á Kópaskersbúum sem annars
gildir þó um allt land.
Timann haföi I gær samband
við Matthias Bjarnason sjávarút-
vegsráöherra og innti hann eftir
forsendu þessarar ákvörðunar,
sem Kópaskersbúum er svo
mjög i nöp við. Svaraði Matthias
þvi til, að Húsvlkingar hafi stund-
aö veiðar þarna allt frá þvi að
rækja fannst þar og hann hefði
ekki hugsað sér að standa fyrir
breytingum á þvi og kærði sig
ekki um að ýta út einum fyrir
annan. Kvað hann kvótann vera
minnkaðan nú að ráði Hafrann
söknastofnunarinnar. Hitt væri
annað mál að kvótarnir væru oft
endurskoðaðir og hann kynni
verða stækkaður og hlutur Kópa-
skers þá rétturað einhverju leyti.
Fjórðungsþing Norðlendinga:
4 MEGINMAL
Á DAGSKBÁ
Timinnáþ-Reykjavik. Atjirula
F jóröungsþing Norölendinga
veröur haldiö i Skagafiröi á
morgun. Fyrir þingsetningu
veröur guösþjónusta i Hóiadóm-
kirkju kl. 2 e.h. Sér Gunnar Gisla-
son, héraösprófastur prédikar.
Eftir þingsetningu I Hóladóm-
kirkju flytur Haukur Jörundars-
son, fyrrverandi skólstjóri á Hól-
um, ávarp og Gísli Magnússon i
Eyhildarholti flytur erindi um
Hólastaö i sögu og samtlö.
A mánudag verður þinginu
framhaldið i félagsheimilinu Mið-
garði. Fluttar verða starfsskýrsl-
ur og framsöguræður fyrir nefnd-
arálitum milliþinganefnda á veg-
um sambandsins. Fjögur megin
málverða tekinfyrirl sérstökum
framsöguerindum. Þorvaldur
Garðar Kristjánssn alþingis-
maður mun ræöa um landshluta-
virkjanir og skipulag orkumála
Árni Jónasson erindreki mun
ræða um atvinnuval i sveitum,
Guðmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri ræðir um sjósam-
göngur og skipulag samgangna
og Leó Jónsson tæknifræðingur
mun ræða um iðnþróun. Gert er
ráð fyrir að þingið starfi f niu
starfsnefndum, sem geri tillögur
til þingsins um einstaka mála-
flokka. Fjórðungsþinginu lýkur
slðari hluta þriðjudags með af-
greöslu mála og kosningu fjórö-
ungsráðs og nefnda.
Fyrir þinginu munu liggja
niðurstöður ráöstefnu um félags-
heimilamál og ráðstefnu um iðn
þróun. Ennfremur munu niður-
stöður fundar um framhaldsskóla
ligga fyrir þinginu. Það fær til
meðferðar fjárhagsa'ætlun og
ársreikninga, auk fjölmargra til-
lagna frá fjóröungsráði og milli-
þinganendum. Meðal tillagna
eru: Aukið verði atvinnuval i
sveitum. Akveöin útgáfa ferða-
mannabæklinga. Dreifing al-
mennrar þjónustu. Áætlanagerð i
heilbrigðism^lum og sambúðin
við Reykjavikurborg útafskóla-
kostnaöi.
Þingiö mun sækja allt aö 90 full-
trúar sveitarstjórna og sýslu-
nefnda sem eiga rétt til setu á
þínginu, auk gesta.
Englendingur
í Gallerí
Suðurgötu 7
Laugardaginn 3. september kl.
20 opnar myndlistarmaöurinn
John Liggins sýningu I Galleri
Suöurgötu 7. John er Englending-
ur aö þjóöerni en hefur starfaö
lengst af I Hollandi sem mynd-
listarmaður.
Sýningin stendur til 14. septem-
ber og veröur opin 6-10 virka daga
en klukkan 2-10 um helgar.
Þingiö veröur sett aö Ilólum i Hjaltadal, en þinghaldiö veröur I
Miögaröi.
VÍÐTÆK LEIT AÐ
HORFNUM MANNI
áþ-Reykjavfk. Vlötæk leit hefur
veriögerö undanfarna daga aö 25
Kristinn Daviösson.
ára gömlum manni, Kristni
Daviössyni, og hefur ekkert til
hans spurzt. Eru eigendur
sumarbústaöa i nágrenni Reykja-
vikur sérstaklega beönir um aö
huga aö húsum sinum. Einnig er
hver sá, sem einhverjar upp-
lýsingar getur veitt beöinn um aö
snúa sér til lögreglunnar
Kristinn er til heimilis að Stóra-
geröi 34 I Reykjavik. Hann er 178
cm á hæð, grannvaxinn með skol-
litað hár, sem nær rétt niður fyrir
eyru, siöan ennistopp, greiddan
til hliöar. Hann hefurfíngert ung-
lingsandlit er með rauöleita
skeggrót. Þegar Kristinn fór að
heiman frá sér klukkan 18 sl.
sunnudag, var hann klæddur I
grænbrúna VlR-hettuúlpu, ljós-
bláar nankinsbuxur, sem hafa
verið mikið þvegnar. Þá var hann
isvörtum uppháum gúmmiskóm.
DRANGSNESFRYSTI-
HIJSIÐ VONANDI í
GAGNIÐ í NÓVEMBER
JA-Hólmavik. — Viö gerum
okkur vonir um aö rækjuvinnsla
Inýja frystihúsinu á Drangsnesi
geti hafizt i nóvembermánuöi i
haust. Þaö er aö vlsu seinna en
þurft heföi aö vera, þar eö leyfi
til rækjuveiöa veröa gefin út
meö byrjun októbermánaöar. A
hinn bóginn er mikill léttir aö
þvi aö eygja, aö frystihúsiö get-
ur komizt i gagniö innan óhóf-
lega langs tima.
Um þessarmundirernokkurn
veginn rétt ár siðan frystihúsið
brann, svo að byggingartíminn
er I sjálfu sér ekki ýkjalangur,
ogsem betur fer hefur ekki ból-
aö að því, að fólk flyttist frá
Drangsnesi vegna þeirra örðug-
leika, sem frystihúsleysið haföi
I för með sér. Framan af gekk
endurbyggingin lika greitt, til
dæmis var húsið steypt á
skömmum tima. En úr fram-
kvæmdahraðanum dró, þegar
frá leið, vegna fyrirstöðu um út-
vegum byggingafjár og einnig
sökum ýmissa framkvæmdaat-
riöa.
Ennereftirað setja iiíður vél-
ar í húsið, þótt sumt af þeim sé
komið, og auk þess sitthvað sem
að frágangi lýtur.
Æskilegast hefði að sjálfsögðu
verið, að frystihúsið hefði verð
orðið starfhæft um þaö leyti, er
rækjuveiðarnar hefjast, en á
hinn bóginn má vel við una, ef
þær vonir rætast, að það geti
tekið til starfa I nóvember mán-
uði.
Þá er enn mikið eftir af
rækjuveiöitimanum, sem staðiö
hefur fram i marzmánuð að
undanförnu, svo að mikil
vinnsla ætti að geta átt sér stað I
nýja frystihúsinu, ef allt fer eins
og við væntum nú.