Tíminn - 09.09.1977, Síða 3

Tíminn - 09.09.1977, Síða 3
Föstudagur 9. september 1977 3 Frá Djúpavogi. Tlmamynd: KS Rætist úr með frysti- húsið á Djúpavogi Tap hjá Ásgeiri AsgeirÞ. Arnason,sem nú teflir fyrir islands hönd á heims- meistaramóti unglinga, hefur hlotiö tvo vinninga ur fyrstu fjórum umferöum mótsins. 1 fjórðu umferð tapaði hann fyrir Masgou frá Brasiliu eftir að hafa verið með gjörunnið tafl um tima, en timahrakið setti sitt mark á taflmennsku hans undir lokin og lék hann þá af sér. Bróðir Asgeirs, Jón L. Arna- son, Islandsmeistari I skák, tefl- ir á heimsmeistaramóti sveina ogerfyrstaumferðá mánudag. Mótið fer fram i Frakklandi. Hárgreiðslu- námskeið — í Reykjavík Dagana 10. og 11. sept. verður haldið i Iðnskólanum i Reykjavik námskeið á vegum Félags hár- greiðslu- og hárskerasveina. Laugardaginn 10. sept. veröur námskeiö i' ,,Mini vogue”. Leiö- beinandi verður Vagn Boysen. Sunnudaginn 11. sept. veröur námskeið i formþurrkun og meö- fcrö krullujárns. Leiöbeinandi veröurErik Kramer,sem fenginn 'hefur veriö til landsins i þeim til- gangi aö æfa þá, sem taka eiga þátt i Noröurlandamóti i' hár- skurði fyrir Islands hönd. Báöir þessir leiöbeinendur hafa veriö um langan tima á meöal beztu hárskuröarmeistara i Dan- mörku. áþ-Reykjavik. Nýlega fengu Djúpvægingar samþykki frá Byggöasjóði til fjárveitingar til að halda áfram byggingu frysti- húss á staðnum. Til skamms tima stóð á svari frá Fiskveiðisjóði og Landsbankanum, en sá siöar- nefndi mun fjármagna bygging- una, þar til lánin verða afgreidd. Frystihúsið hefur verið i bygg- ingu síðan 1973, og að sögn Hjart- ar Guðmundssonar kaupfélags- stjóra á Djúpavogi er gert ráð fyrir að starfsemin geti komizt I fullan gang fyrir áramót. Til þessa hefur einungis verið salt- fiskverkun f húsinu. — 1 vetur verður lokið við Egilsstaðir: „Slegizt um hverja hönd” — miklar framkvæmdir, en skortur á iðnaðarmönnum Kás-Reykjavik. — Atvinnulif er ágætt hér og feikiiega mikið að gera. Aðallega eru þaö bygg- ingarframkvæmdir sem atvinnu veita. Hér er i byggingu mennta- skóli, Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi er að reisa dvalar- heimili, verið er aö byggja mjólkurstöð, og fjöldi ibúðarhúsa er i bv ggingu svo og eitt fjölbvlis- Slys í Borgar- firði Það slys varð að Heggstööum i Andakil i fyrradag, að unglingspiltur, sem var að vinna við steypuhrærivél, sem drifin var af dráttarvél, festi buxnaskálm á drifskafti meö þeim afleiðingum, að hann missti fótinn. Slysavarnarfélagið fékk flugvél frá flugstöð Helga Jónssonar til þess að fljúga upp eftir, og var pilturinn kominn i sjúkrahús i Reykja- vik innan klukkustundar frá þvi að leitað var til Slysa- varnarfélagsins. Aö gerö var gerð á piltinum, og er hann nú úr lifshættu. hús. Hér er slegizt um hverja hönd sem til fellur og alltaf vantar iðnaðarmenn, sagði Jón Kristjánsson, frettaritari Tfmans i stuttu samtali við blaðiö. — Veöur hefur kólnaö töluvert upp á siökastiö, og hvitnaö níöur i hliöar, og jafnvel oröiö keöjufært fyrir bila um heiðarnar. Sláturtiöin nálgast óöum. Ætli það veröi ekki hafizt handa upp úr 10. þessa mánaðar. Ekki er nú alveg ljóst hversu mörgum skepnum verður slátrað, en þær veröa ekki færri en i fyrra. Þá er verið aö undirbúa varan- lega gatnageröá tveimgötum hér i kauptúninu, og er meiningin að leggja oliumöl á þær. Er oliu- mölin blönduð hér á staðnum meö tækjum sem hreppurinn á. Einnig er veriö aö undirbúa veg yfir Egilsstaðanes, þ.e. frá þorp- inu norður fyrir Lagarfljótsbrú, en hann verður hraðbraut i fram- tiðinni. Ekki verður þó lagt varanlegt slitlag i sumar, en við vonum aö það verði sem fyrst. Hreindýraveiðarstanda nú yfir og er kvótinn 1500 dýr i ár. Menn eru sem óðast aö búa sig á veiöar, þ.e. þeir sem hafa leyfi, en þaö er lítið búið aö fella i ár. Siöan reglum um hreindýraveiðar var breytt, og kvótanum var skipt á milli hinna mismunandi hreppa, hefur heildarkvótinn aldrei verið fylltur. Þó veit ég til þess að Borgarf jörður eystri hefur næstum fylltsinn kvóta, fellt 23 af 25 dýrum sem þeir mega veiða. vinnusali og fiskmóttökur, sagði Hjörtur i samtali viö Timann i gær. — Húsið, sem er 2,500 fer- metrar, er allt orðið fokhelt og búið að mestu leyti að utan, nema frystiklefinn. Við erum byrjaðir að vinna saltfisk i húsinu, en i vet- ur verður sem sagt hægt að fara að vinna freðfisk. Það er erfitt að segja um hvert lokaverðið verð- ur, en ef að likum lætur veröur það um 200 milljónir. Innan skamms verður farið að panta vélar i vinnslusalinn, og þegar allt verður tilbúið á að vera mögulegt að vinna á tiu timum 30 til 40 tonn i flök. Hjörtur sagði að nú væri verið að undirbúa sildarsöltun á Djúpu- vik, en aðstaða er fyrir 46 sölu- tunarkonur og -menn. Enn hefur engin sild komið til Djúpavogs, en ifyrra voru 5.500 tunnur saltaðar. IWi < Myndin sýnir verðlaunaafhendingu i Danmörku. Frá vinstri: Van Boy- sen, Erik Kramer, Kurt Rasmussen. Norræna myndlistarfólkiö við uppsetningu sýningarinnar. t baksýn er m.a. vefnaður Hildar Hákonar- dóttur, á gólfinu flokkur um þök úr náttúruefnum eftir norska myndiistarmanninn Bard Breivik (2. frá v.), sem er með á myndinni. Timamynd:GE Norræn myndlistarsýning aö Kjarvalsstöðum: Leitað að nýjum leiðum SJ-Reykjavfk — Littu aftur á hlutina, uppgötvaðu fyrirbærin á ný. Segja má að þessi sé and- inn i norrænni myndlistarsýn ingu „Augliti til auglitis", sem verður opnuö á laugardag kl. 15 að Kjarvalsstöðum. Norræna myndlistarbandalagið gekkst um ártuga skeiö fyrir meiri háttar samsýningum norrænna myndlistarmanna, sú siöasta var einmitt að Kjarvalsstöðum á Listahátið 1972. Að henni lok- inni var ákveðið að leita nýrra leiða og nú gefst kostur á að kvnnast árangrifium. Staffan Cullberg listfræðingur i Stokkhólmi setti saman þessa nýju sýningu, og var hann ein- ráður um skipulagningu hennar, val verka og höfunda. Hann ferðaðist um Noröur- löndin fimm og kynnti sér stefnur og leiðir i myndlist. Cullberg vill sýna myndlist og formmótun i viðara samhengi en tiðast hefur verið gert, vikja frá sérfræðilegum sjónarmiöum og tekur þá um leið mið af um- hverfisvandamálum siðustu ára og áratuga. Sýningin hefur áður verið á öllum Norðurlöndum nema hér. 1 Sviþjóð fékk hún góða dóma, en siðri i Danmörku, en þó fór gagnrýnandi danska blaðsins Politiken lofsamlegum orðum um islenzka vefara, sem eiga verk á sýningunni. Islenzku þátttakendurnir eru Ágúst Petersen, Hildur H á kon a r dó t tir , Hringur Jóhannesson, Óskar Magnús- son, Blómey Stefánsdóttir og Tryggvi Ólafsson. Auk þess er þar islenzkt hjraungrjót, báru- járnsplötur, ljósmyndir af torf- bæjum og bárujárnsplötum. Fimm þátttakendur eru einnig frá hverju hinna Norðurland- anna. Verkin á sýningunni eru margvisleg að gerö og i efnis vali. Mikið er þar af ijós- myndum og nokkrir nútima- legir skúlptúrar. Sýningin er hér allmiklu minni en viðast annars staðar, en hún er i austursal Kjarvals- staða og á ganginugi þar fyrir framan. Syningin verður opin 10.-25. september.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.