Tíminn - 09.09.1977, Page 11
Föstudagur 9. september 1977
11
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Fra mkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arf ulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðumúla 15. Simi 8B300. Verö i lausasölu kr.
70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Til hvers ætlast
Vísir af Alþýðu-
bandalaginu?
Það er ljóst af öllu, að leiðtogar Alþýðubanda-
lagsins renna nú hýrum augum til Sjálfstæðis-
flokksins og hyggja til fylgilags við hann eftir næstu
kosningar, þótt reynt verði að fara leynt með það
fram yfir þær. En leiðtogar Alþýðubandalagsins
eru ekki þeir einu sem lifa leyndu tilhugalifi um
þessar mundir. Heildsalablaðið Visir opinberar
hvað eftir annað, að innan Sjálfstæðisflokksins eru
sterk öfl, sem ekki aðeins láta sig dreyma um sam-
starf við Alþýðubandalagið, heldur virðast trúa á,
að Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn geti
myndað þá sterku stjórn, sem þau láta sig dreyma
um. Þannig segir berum orðum i niðurlagsorðum
forustugreinar Visis 3. þ.m. að samstjórn Sjálfstæð-
isflokksins, Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins
yrði sterkasta stjórnin, sem völ væri á.
Hvað er það svo, sem heildsalarnir, sem eiga
Visi, og fjárbrallsöflin innan Sjálfstæðisflokksins,
sem fylgja þeim hér að málum, ætlast til af hinni
„sterku stjórn” Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda-
lags? Þetta má vel ráða af forustugreinum Visis,
þar sem stefnu umræddra afla er haldið fram. Sam-
kvæmt þvi myndi stefnu hinnar „sterku stjórnar” i
höfuðatriðum hagað á þessa leið:
í fyrsta lagi yrði gengi krónunnar lækkað og það
látið fylgja kaupgjaldinu i framtiðinni. Vafalitið
myndi ekki standa á Alþýðubandalaginu að fylgja
þessu eftir að það væri komið i stjórn, þótt annað
hljóð sé i strokknum, þegar það er utan stjórnar. 1
þessu sambandi er vert að minnast þess, að mesti
f jármálamaður þess og helzti f járöflunarmaður um
langt skeið Guðmundur Hjartarson, hefur verið ein-
dreginn fylgismaður allra gengisfellinga, sem hafa
verið ákveðnar siðan hann varð bankastjóri Seðla-
bankans.
í öðru lagi yrðu allir vextir stórhækkaðir, enda
þótt Lúðvik Jósefsson fordæmi slikt nú. Þar myndi
stefna Guðmundar Hjartarsonar mega sin meira
eftir að Alþýðubandalagið væri komið i stjórn, en
hann lagði það til fyrir nokkru, ásamt öðrum
bankastjórum Seðlabankans, að vextir yrðu hækk-
aðir miklu meira en raun varð á.
í þriðja lagi yrði kaupgjaldsvisitalan tekin úr
sambandi, likt og gert var með góðu samþykki Al-
þýðubandalagsins, þegar það var i rikisstjórn vorið
1974. Að dómi Visis er hinn mikli styrkur umræddr-
ar nýrrar nýsköpunarstjórnar fólginn i þvi, að hún
ráði yfir verkalýðshreyfingunni og geti sagt henni
fyrir verkum.
í fjórða lagi yrði hafizt handa um meiri fjárfest-
ingu erlendra stórfyrirtækja, enda þótt slikt sam-
rýmist illa atvinnustefnunni, sem Alþýðubandalag-
ið hyggst flagga fyrir kosningarnar. En eftir að það
væri komið i rikisstjórn, myndi afstaða þess breyt-
ast samkvæmt fyrri reynslu. Það var t.d. iðnaðar-
málaráðherra Alþýðubandalagsins, sem hafði alla
forustu um samninga við ameriska auðhringinn
Union Carbide um byggingu Grundartangaverk-
smiðjunnar. Án þessarar forustu hans myndi það
fyrirtæki sennilega aldrei hafa séð dagsins ljós.
Þetta eru nokkur höfuðatriði, sem Visir og fjár-
gróðaöfl Sjálfstæðisflokksins ætlast til af nýrri ný-
sköpunarstjórn og reynslan bendir til, að myndi
verða stefna hennar, ef til kæmi. En náttúrlega
þekkja þessi öfl Sjálfstæðisflokksins svo vel til við-
skipta, að þeim er Ijóst, að Alþýðubandalagið yrði
að fá eitthvað fyrir snúð sinn, t.d. yfirstjórn
kennslumálanna og einhver áhrif á utanrikisstefn-
una. — Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Verður Carter að
láta Lance víkja?
Tveir þekktir þingmenn kref jast þess
UM ANNAÐ er nú ekki meira
rætt i bandariskum fjölmiðl-
um um þessar mundir en
Lance-maliö, en sérstök at-
hygli beinist aö því sökum
þess, að margir fréttaskýr-
endur telja það mælikvarða á,
hvort Carter forseti meti
meira loforö sitt um f lekklaust
og heiðarlegt stjómarfar eða
persónulega vináttu. Mál
þetta snýstum það, hvort Bert
Lance, sem Carter skipaði
fjárlagastjóra sinn á siðast-
liönu ári á að gegna þvi áf ram
eða láta það af hendi sökum ó-
gætilegra ráöstafana, sem
hann hafi gert meöan hann
var bankastjóri áöur en hann
tók við embættinu. Lance er
hins vegar ekki áfelldur fyrir
nein mistök, sem honum hafi
orðið á siöan hann tók við f jár-
lagastjóraembættinu. Carter
forseti telur aö ekki hafiorðiö
uppvíst um neitt sem réttlæt
gæti þaö, aö Lance láti af em-
bættinu og hefur þvi tekið upp
ákveðna vörn fyrir hann.
Blöðin sækja hins vegar hart
að Lance, enda er hér llka um
gott fréttaefni að ræöa. Enn
hafa þó ekki nema fá þeirra
krafizt þess, að hann segi af
sér. Repúblikanar hafa farið
hægt i sakirnar til þessa, þvi
að þeir vilja ekki koma þvi
oröi á, að hér sé um pólitíska
ofsókn aö ræða. Mesta áfallið,
sem þeir Lance og Carter hafa
oröið fyrir til þessa, er það, aö
tveir mikilsmetnir öldungar-
deildarþingmenn genguá fund
Carters siðastliðinn mánudag
og lögðu til, að Lance segði af
sér. Þetta voru þeir Charles H.
Percy, sem komiö hefur til
greina sem forsetaefni hjá
republikönum, og Abraham A.
Ribicoff, sem er demókrati.
Ribicoff er formaöur i þing-
nefnd þeirri, sem fjallar um
eftirlit meö opinberum starfs-
mönnum, en Percy er vara-
formaður hennar. Þeir hafa
ekki viljað láta uppi ástæöur
sinar fyrir þessum tilmælum,
en Carter hafnaði þeim á
stundinni. Helzt er gizkað á,
að hér sé um aö ræða nýjar
upplýsingar frá Bill L. Camp-
bell, sem siturnú i fangelsi, en
hann vann um skeiö viö banka
þann, sem Lance stjórnaöi i
Georgiu.Þeir Lance og Camp-
bell voru mátar um skeið, en
urðu siðar óvinir.
EMBÆTTI fjárlagastjóra er
talið eitt hið mikilvægasta i
bandariska stjórnkerfinu.
Fjárlagastjórinn undirbýr
fjárlögin og ræður miklu eða
mestu um gerð þeirra I sam-
bandi við forsetann og aðra
ráðherra. Carter lofaði þvi i
forsetakosningunum að stefna
að greiðsluhallalausum fjár-
lögum, en gifurlegur halli hef-
ur verið á þeim að undan-
förnu. Hann fól Lane þetta
mikilvæga embætti, því að
hann taldi sig geta treyst
röggsemi hans og einbeitni.
Lance-málið hefur oröiö skopteiknurum eftirlætisefni.
Þeir Carter og Lance hafa
verið góövinir um 10 ára skeiö
og naut Carter mikils stuön-
ings Lance, þegar hann bauð
sig fram sem rikisstjóraefni
1966, en náöi ekki kosningu og
aftur 1970, þegar hann náöi
kosningu. Carter studdi lika
Lance 1974, þegar hann gerði
misheppnaöa tilraun til að
verða kjörinn rikisstjóri. Ann-
ars eru þaö bankamál, sem
Lance hefur mest látiö til sin
taka og þótti hann sýna bæöi
stjórnsemi og framsýni á
þeim vettvangi og náði lika
góðum árangri. Helzt var hon-
um fundið til foráttu, aö hann
héldi sig of rikmannlega og
eyddi miklu fé til persónu-
legra þarfa. Aðuren Lance tók
við embætti fjárlaga stjóra
varð öldungadeildin að sam-
þykkja útnefningu hans, og
var fjallað itarlega um per-
sónuleg fjármál hans i sér-
stakri þingnefnd, sem komst
að þeirri niðurstöðu, aö þau
stæðu ekki i vegi þess, að hann
hlyti embættið. Þó varð hann
að undirgangast eins og al-
gengt er i slikum tilfellum að
selja vissa hlutabréfaeign
sina, þar sem hún var ekki tal-
in samrýmast embættis-
rekstrinum. Eftír þetta tók
Lance við embættinu og hefur
þótt reynast þar röggsamur og
liklegur til aö koma fram
ýmsum róttækum breytingum
á kerfinu svonefnda, en ekki
mun heiglum hent að fást við
slikt.
UMRÆÐUR þær, sem nú fara
fram í bandariskum fjölmiðl-
um, hófust i júlimánuði, þegar
Carter fór þess á leit aö þing-
nefnd sú, sem hafði á sinum
tima aö hann léti af hendi.
Carter huggar vin sinn. (Washington Star)
Astæðan var sú, að mikil
lækkun hafði orðið á ýmsum
hlutabréfum, sem hann átti,
og höfðu eignir hans stór-
minnkað i verði af þeirri á-
stæðu. Þessi málaleitan Cart-
ers varð tilþess, að öll f jármál
Lance’s og bankastarfsemi
hans var tekin til rækilegrar
meðferðar undir yfirstjórn
Johns Heiman, sem veitír for-
stöðu þeirri stofnun, sem ann-
ast eftirlit meö bankastarf-
semi i Bandarikjunum. Marg-
ir menn unnu að þessari at-
hugun um skeið og skiluðu
þeir itarlegri skýrslu upp á 39
siður að loknu meira en mán-
aðarstarfi. Niöurstöður
skýrslunnar voru þær, aö
Lance hefði ekki gert sig sek-
an um neitt ólöglegt, en hins
vegar i vissum tilfellum snið-
gengið það, sem mætti kalla
heiðarlegar bankavenjur.
M.a. var bent á, að hann hefði
fengið óeðlilega mikil lán per-
sónulega hjá bönkum, þar sem
banki hans hefði átt innistæö-
ur.
Eftir að niöurstööur þessar
lágu fyrir, lét Carter svo um-
mælt á blaöamannafundi, aö
hann væri enn sem fyrr á-
nægður meö að hafa Lance i
þjónustu sinni. Skýrslan
reyndist fjölmiölum mikið
umtalsefni og dregin voru
fram ýmis atriði, sem virtust
tortryggileg, en ýmsir frétta-
skýrendur voru þó á þvi máli,
að fáir bankastjórar myndu
alveg sleppa, ef þeir væru
settir undir svipaða smásjá
og Lance. Mest voru þaö
eyðslusamir lifnaöarhættir
hans, sem sættu gagnrýni.
Það vakti t.d. ekki litla at-
hygli, þegar hann bauð ibúö-
arhús sitt í Atlanta til sölu, en
það hefur ekki færri en 40 her-
bergi.
Lance segist ætla að verja
sig til þrautar, en áðurnefnd
þingnefnd er i þann veginn að
hef ja yfirheyrslur i máli hans i
framhaldi af áðurnefndri
skýrslu. Dómsmálaráðuneytið
mun einnig hafa til ihugunar
að hefja mál gegn honum
vegna persónulegrar notkunar
á flugvél, sem banki hans
hafði til ráðstöfunar og um-
deilt getur veriö, hvort sam-
rýmist bandariskum lögum.
Enn stendur Carter með hon-
um og mun gera, nema eitt-
hvað nýtt komi i leitimar. En
við þvier nú búizt eftiraö þeir
Ribicoff og Percy heimsóttu
Carter og lögðu til að Lance
segði af sér. þ þ