Tíminn - 09.09.1977, Síða 15
Föstudagur 9. september 1977
15
Crespin syngur þrjá söngva
úr lagaflokknum
„Shúhérazade” eftir
Maurice Ravel: Suisse
Romande hljómsveitin
leikur meB, Ernest Anser-
met stj./ Barokk-hljóm-
sveitin i LundUnum leikur
Litla sinfóniu fyrir blásara
eftir Charles Gounod:
Karl Haas stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 VeBurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. ViB vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „tJlf-
hildur” eftir Hugrúnu
Höfundur les (8).
15.00 MiðdegistónleikarHans-
Werner Watzig og Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins i
Berlin leika óbókonsert
eftir Richard Strauss:
Heinz Rögner stjórnar.
Sinfóniuhljómsveít Lund-
úna leikur „England á
dögum Elisabetar drottn-
ingar”, myndrænt tónverk i
þremur þáttum eftir Vaug-
hanWilliams: André Previn
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 VeBurfregnir).
16.20 Popp.
17.30 Frakklandsferð i fyrra-
haust. GIsli Vagnsson bóndi
á Mýrum i DýrafirBi segir
frá. Óskar Ingimarsson les
(3).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Ur atvinnulifinu Magnús E
Magnússon og Vilhjálmur
Egilsson viðskiptafræðing-
ar sjá um þéttinn.
20.00 „Myndir á sýningu”,
tónverk eftir Módest
Mússorgský Viktor Jereskó
leikur á pianó.
20.30 Svipast um á Suöurlandi
Jón R. Hjálmarsson
fræðslustjóri talar við Gest
Guðmundssoni Vinaminni i
Hrunamannahreppi.
21.00 Strengjakvintett i a-moll
eftir Francois Joseph Fetis
Louis Logie vióluleikari og
Bruxelles-kvartettinn leika.
21.30 útvarpssagan: „Vikur-
samfélagið” eftir Guðlaug
Arason Sverrir Hólmarsson
les (3).
22.00 Frettir
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Dægradvöl” eftir
Benedikt Gröndal Flosi
ólafsson leikari les (3).
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson pg
Guðni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
9.. september 1977
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Priíöu leikararnir (L)
Gestur Prúðu leikaranna i
þessum þætti er kvik-
myndaleikarinn Vincenlr
Price. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
20.55 Vigbúnaðarkapphlaupiö
í veröldinni Umræðuþáttur.
Stjórnandi Gunnar G.
Schram.
21.45 örlög ráöa (Le grand
jeu) Frönsk biómynd frá ár-
inu 1934. Leikstjóri Jacques
Feyder. Aðalhlutverk Marie
Bell, P.R. Wilm, Francois
Rosay og Charles Vanel.
Pierre Martel er oröinn
gjaldþrota vegna ástkonu
sinnar, en fjölskylda hans
greiðirskuldir hans með þvi
skilyrði, að hann hverfi úr
landi. Hann fer til Marokkó
og gengur i útlendingaher-'
sveitina. Þýðandi Ragna
Ragnars.
23.20 Dagskráriok.
David Graham Phillips:
SUSANNA LENOX
G
Jón Helgason
j
„Hvers vegna? Hvaö áttu við?" spurði Súsanna undr-
andi.
„Gættu þin! Honum myndi aldrei detta i hug að eiga
þig''-
Orðin sjálf snertu Súsönnu ekki, en tónninn var eins og
hnífstunga í hjartastað. „Hvers vegna ekki?" sagði hún.
Rut leit á stallsystur sína og roðnaði af skömm.
„Farðu — farðu", sagði hún í bænarrómi. „Vertu svo
væn að fara. Ég er vond — vond — vond. Farðu". Svo
setti að henni ofsalegan grát. Hún stjakaði Súsönnu, sem
ekki vissi, hvaðan á sig stóð veðrið, út úr herberginu og
læsti því.
4
Þegar Fanney Warham var barn, vakti móðir hennar
þau systkinin ævinlega klukkan hálf-sjö á morgnana alla
virka daga og klukkan sjö á sunnudögum til þess að lesa
morgunbænir sínar og borða morgunverð. Það gilti einu,
hvenær þau höfðu háttað kvöldið áður. Faðir þeirra
krafðist þess, að þau væru rif in á fætur. Þessi voðalega
venja hafði haft svo djúptæk áhrif á Fanneyju, að hún
leyfði aldrei, að þær Rut og Súsanna væru vaktar á
morgnana. Þær fengu því alltaf að sofa, þar til þær
höfðu „sofið út". Reglusemi hefur áreiðanleg góð áhrif
á heilsuf ar og skaphöf n manna, en það er hægt að ganga
svo langt, að góð regla verði að öfgum. Fram á síðasta ár
höðfu telpurnar búið við mikla reglusemi og strangan
aga þeirra Warhamshjónanna, enda voru fáar stúlkur i
Sutherland hraustari eða tápmeiri en þær. Enn urðu þær
að lúta miklum aga, en þó hafði sú tilslökun verið gerð,
að þær fengu að bjóða kunningjunum heim til sín og
sækja boð hjá öðrum. En frú Warham gætti þess, að
þetta gengi ekki úr hófi fram. Allt til þessa hafði Sús-
anna ætíð sof ið tíu klukkustundir á sólarhring og sjaldn-
ar skemur en tólf.
Klukkuna vantaði tæplega eina mínútu í tíu, er Sús-
anna lauk upp augunum í litla svefnherberginu sínu,
morguninn eftir heimsókn Sams. Hún leit svefnhöfgum
augum á úrið á náttborðinu.
„Guð minn góður!" hrópaði hún. Hún snaraðist ber-
fætt fram á gólfið og teygði úr sér. Mjúklegur líkami
hennar var enn hálfmáttfarinn eftir órofasvefn alla
nóttina.
Hún varð vör við einhverja hreyf ingu í herbergi Rutar,
og á sömu stundu skaut orðum Rutar upp í huga hennar:
„Honum myndi aldrei detta í hug að eiga þig". Hún skildi
ekki enn, hvað bak við þessi orð bjó, og hún hefði alls
ekki getað skýrt, hvers vegna henni duttu þau nú í hug
eða hvers vegna hún fór að velta þeim fyrir sér, eins og
það fælist í þeim einhver leynd merking. Ef til vill hef ur
ástæðan verið sú, að hún hafði allt frá bernskudögum
sínum saf nað í einhvern af kima huga síns alls konar orð-
um og athugasemdum, sem bentu til einhverrar leyndar,
er hvíldi yfir uppruna hennar og fæðingu, og óskiljan-
legrar sérstöðu, sem hún ætti i mannfélaginu, þar sem
öllum öðrum virtist þó markaður einhver fastákveðinn
bás. Hún f urðaði sig mjög á hátterni Rutar, sem bersýni-
lega hafði orðið ósátt við Arthúr Sinclair. „Ég býst við,
að henni sé sárara um hann heldur en hún vill viður-
kenna", hugsaði hún.
Hún gekk að læstri hurðinni. Hana rak ekki minni til,
að henni hefði nokkurn tíma verið læst fyrr, og henni
fannst hún vera einmana og yfirgefin. „Rut", kallaði
hún. „Ert þú þarna?"
Eftir stutta þögn var svarað lágum rómi: „Já".
„Má ég koma inn?"
„Baðaðu þig heldur, og farðu svo niður".
Þetta minnti hana á, að hún var svöng. Hún tók nærf öt,
vafði þau saman og flýtti sér inn í baðherbergið með
böggulinn undir handleggnum. Kalda vatnið orkaði á
hana eins og kampavín virðist ætla að gera, en gerir
ekki. Hún var ör af æskuþrótti og hamingju. Sólskinið
f læddi inn i baðherbergið, og angan f rá stóra jasintubeð-
inu úti í garðinum lagði með hlýjum árdagsblænum inn
um opinn gluggann. Hún söng hástöfum, er hún trítlaði
til baka inn í herbergi sitt, og söngrödd hennar var heill-
andi fögur eins og hver og einn, er heyrði hana tala, gat
ímyndað sér. Eftir fáar mínútur var hún komin í ný-
þveginn gulbrúnan léreftskjól, brúna sokka og brúna skó
og búin að greiða sér vel og vandlega. Andlit hennar
Ijómaði, og það var einhver hugnanlegur hreinleikablær
yfir henni allri.
„Ég er búin að klæða mig", hrópaði hún.
Hún fékkekki neitt svar. Rut var sjálfsagt þegar kom-
in á fætur. Hún hljóp niður stigann og niður í borðstof-
una. En það sat enginn við litla borðið, sem komið hafði
verið fyrir úti við gluggann handa þeim, sem komu of
seint til morgunverðar. Mollý kom inn með kakó, volga
brauðhnúða og eplamauk.
„Það er ekki margbrotið, sem ég kem með, ungfrú
Sanna", sagði hún afsakandi. „Það er orðið svo fram-
orðið, og ég vil ekki að þú borðir svo mikið núna, að þú
hafir ekki lyst á hádegismatnum. — Hádegismaturinn,
skal ég segja þér — það verða þeir beztu kjúklingar, sem
nokkurn tíma hafa komið úr eggi".
Súsanna horfði löngunaraugum á það, sem henni var
borið.
„Þetta er ágætt", sagði hún, „ef þú talar bara ekki allt
of mikið um kjúklingana. Hvar er Rut?"
,, Hún ætlar ekki á fætur. Hún er með höf uðverk".
Hún tók til matar síns af góðri lyst. Hugur hennar
hvarflaði til Sams meðan hún mataðist, og hún fór að
velta því f yrir sér, hvenær hún myndi sjá hann næst. Svo
mundi hún eftir þvi, hverju hún hafði heitið f rænda sín-
um. Hún var ekki búin að borða nærri því eins mikið og
hún hafði lyst á, þegar hún spratt á fætur og skundaði
upp í herbergi sitt. Stundarf jórðungi síðar var hún lögð
af stað niður í búðina. Hún hafði hvorki séð Rut né
frænku sína. „Hann bíður þess áreiðanlega, að ég gangi
framhjá", hugsaði hún. Og hún varð ekki fyrir vonbrigð-
um. Hann stóð við hliðið í garði föður síns í bláum og
hvítum fötum, með hvítan hatt á höfði og hvíta skó á fót-
um, og stóran og sjálfsagt dýran vindil uppi í sér. Nábú-
arnir stóðu bak við gluggatjöld sín og störðu á hann með
aðdáun. Hún vonaði, að hann kæmi á móti sér. En í þess
stað hallaði hann sér makindalega upp að grindinni, rétt
eins og hann hefði alls ekki tekið aftir því, að hún var að
koma. Og þegar hún var komin til hans og heilsuðust,
fannst henni kveðja hans og bros nálgast það að vera
kuldalega kurteisleg. Hún varð hálfvandræðaleg á svip-
inn.
„Sanna, — elskan mín", sagði hann, og raddblærinn
var ekki síður en orðin sjálf í undarlegu misræmi við vin-
gjarnlegt, en hirðuleysislegt látbragð hans. „Það er
horft á okkur úr öllum gluggum hér í kring".
„Ó— já, auðvitað", sagði hún, eins og hún skildi hann.
En það gerði hún ekki. Á Sutherland kærði unga fólkið
sig kollótt um bæjarslúðrið, enda var ógerlegt að komast
hjá því. En — þarna í austurrikjunum var fólk náttúr-
lega varkárara í þeim sökum. Þar var framkoma fólks
miklu fágaðri. Þetta var tvimælalaust rétt af Sam.
„Þykir þér ennþá jafn vænt um mig — og i gær-
kvöldi?" spurði hann. Áhrifin, sem þessi spurning hafði,
voru svo greinileg, að hann svipaðist um, hálf-skelkaður.
Ég tel ekki afmælisdaga mina
lengur, Denni. Viltu fá tölvuna
hans pabba lánaða?
DENNI
DÆMALAUSI