Tíminn - 23.09.1977, Síða 11
Föstudagur 23. september 1977
11
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Frainkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ititstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Áskriftargjald kr. 1.500 á
mánuði.
Blaðaprent h.f.
Vísi líður illa
Visi liður illa. Það þarf fáum að koma á óvart sem
fylgzthafa með áróðri svörtustu hægriaflanna gegn
ýmsu þvi sem núverandi rikisstjórn hefur beitt sér
fyrir. Hin endurteknu upphlaup afturhaldsins svo
sem mjðvikudagsleiðari Visis, eru út af fyrir sig
órækt vitni þess að stefna og störf rikisstjórnarinn-
ar byggjast á samkomulagi og samráðum þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn
hafa mætzt á miðri leið.
Þetta samkomulag yfir miðjuna tókst vegna
efnahagsörðugleikanna á þjóðhátiðarárinu og
vegna þess að ekki tókst að mynda viðtækt stjórnar-
samstarf til vinstri. Alían timann siðan stjórnin hóf
störf hefur hún mætt andblæstri jafnt frá sósialist-
um sem hörðustu hægriöflunum á höfuðborgar-
svæðinu. Engin ástæða er til að harma þann þyt.
Visir hefur barizt fyrir þvi að nú yrðu i einu vet-
fangi leystar allar hömlur af verðlagi, álagningu,
innflutningi og gjaldeyrismálum. Sl. sumar ól Visir
beinlinis á þenslunni i verðlagsmálum með þeim
áróðri að enginn skyldi treysta hagstjórninni i land-
inu i kjölfar kjarasamninganna.
Hið sanna er að rikisstjórnin hefur veitt aðhald i
verðlagsmálum. Þannig hefur verðlagsstjóra verið
falið að taka miklu fastar á málum en áður var. Til-
raun ýmissa stórfyrirtækja og stofnana, svo sem
Landsvirkjunar, til óeðlilegra hækkana hefur verið
stöðvuð. Nú nýlega var komið i veg fyrir það að
gengislækkunin i Skandinaviu yrði notuð sem átylla
til gengiskollsteypu hér á landi, enda sá forysta
Alþýðusambandsins ekki ástæðu til að andmæla
þeirri gengisaðlögun sem óhjákvæmileg var.
Hitt stendur enn, sem itrekað hefur verið sagt i
forystugreinum i Timanum, að miklu betur má ef
duga skal. En ef viðbrögð núverandi stjórnvalda
eru borin saman við stefnu ,, viðreisnarstjórnarinn-
ar” kemur skýrt i ljós hvers vegna Visir er óánægð-
ur. Þá var venjulega efnt til verðstöðvunar fyrir
kosningar, en hlaupið til kollsteypu og atvinnuleysis
á eftir.
Það fer heldur ekkert á milli mála hvers vegna
fjármálafurstarnir i Heykjavik kveinka sér undan
aðgerðum viðskiptamálaráðherra og láta leiðara-
höfund Visis óska þess að Lúðvik Jósefssyni verði
falið að taka þau mál að sér i nýju „nýsköpunar-
samstarfi”.
Ef Visir hefur raunverulegan áhuga á þvi að unn-
ið verði af festu og kappi gegn verðbólguforynjunni,
þá væri honum nær að styðja þá viðleitni sem ein-
kennt hefur störf stjórnvalda að þessum málum. Þá
væri blaðinu nær að vara við hömlulitlum kröfum
hagsmunasamtakanna i landinu og benda á hætt-
urnar sem felast i kröfum verzlunarinnar og vinnu-
veitenda um skipulagslaust samkeppnisástand við
þær aðstæður sem nú eru i efnahagslifinu.
Það er augljóst að fyrst verður með samræmdum
aðgerðum að vinda ofan af svikakefli óðaverðbólg-
unnar, það er mikið verk og mun taka sinn tima, en
siðan munu skapast möguleikar á þvi að endur-
skoða viðskiptaháttu og verðmyndunarkerfið i
landinu. Það er út af fyrir sig rétt hjá Visi að það
þarf að gera. En það verður að gera hlutina i réttri
og eðlilegri röð.
Annað var athyglisvert i miðvikudagsleiðara Vis-
is. Þar segir blaðið:
„Margir stuðningsmenn þessara flokka lifa á
verðbólgugróðau— og á þar við stuðningsmenn
stjórnarflokkanna. Vafalaust hefur almenningur
mikinn áhuga á þvi að fá nánari upplýsingar Visis
um þetta enda fáum nærtækara að geta frætt þjóð-
ina um það- JS
ERLENT YFIRLIT
Gyðingar eru sigur-
sælir í New York
Koch sigraði Cuomo í prófkjörinu
A MANUDAGINN var fór
fram i New York siðara próf-
kjörið hjá demókrötum vegna
borgarstjórakosninganna i
nóvember. Þessu prófkjöri
var veitt nokkur athygli, þvi
að þar kepptu til þrautar um
framboðið af hálfu demokrata
Gyðingur og katólskur ítali,
og þótti ljóst að trúarskoðanir
myndu ráða miklu um úrslit-
in, þvi að hvað stjórnmála-
skoðunum viðvék var sáralitill
munur á frambjóðendunum.
Þeir tilheyra báðir hinum
frjálslyndari armi demokrata.
A fyrri hluta aldarinnar höfðu
menn af irsku bergi brotnir
oftast verið sigursælastir i
New York, enda voru Irar þá
fjölmennir þar. Siðar komu
Italir til sögunnar og voru
sigursælir um skeið, enda
munu þeir þá hafa verið fjöl-
mennari i New York heldur en
Irar. Siðustu áratugina hafa
Gyðingar svo látið til sin taka i
sivaxandi mæli, og samstaða
þeirra oftast reynzt meiri en
Ira og Itala. Þvi er ekki fjarri
lagi að segja, að þeir ráði nú
mestu i New York. Svo fór lika
á mánudaginn var, að Gyð-
ingurinn sigraði ttalann.
Fyrra prófkjörið hjá demo-
krötum fór fram 8. septem-
ber, og náði þá enginn fram-
bjóðendanna tilskildum meiri-
hluta. Þvi varð að kjósa aftur
milli þeirra tveggja, sem þá
fengu flest atkvæði. Það voru
þeir tveggja, sem þá fengu
flest atkvæði. Það voru þeir
Edward I. Koch, sem hefur átt
sæti i fulltrúadeild Banda-
rikjaþings um tiu ára skeið, og
Mario M. Cuomo, sem gegnir
háttsettu embætti i stjórn New
Yorks-rikis. Carey rikisstjóri
hafði hvatt hann til framboðs,
þvi að hann vildi losna við
Beame borgarstjóra, en áleit
Koch ekki nógu sigurvænleg-
an. 1 fyrra prófkjörinu fékk
Koch þó 20% atkvæðanna,
Cuomo 19%, Beame 18% og
kvenskörungurinn Bella Ab-
zug 17%. Fyrir prófkjörið
hafði þvi verið spáð aö Beame
og Bella myndu fá flest at-
kvæði. Þau eru bæði Gyðing-
ar. 1 slðara prófkjörinu studdi
Beame Koch, en Bella studdi
Cuomo.
ÚRSLIT prófkjörsins á mánu-
daginn var urðu þau, aö Koch
bar sigur úr býtum. Hann fékk
um 55% atkvæðanna, en
Cuomo 45%. Það hafði tals-
verð áhrif á úrslitin, að Koch
náði meira fylgi meðal
blökkumanna, en annars var
það greinilegt, að fylgi hans
var mest i þeim hverfum, þar
sem Gyðingar eru fjöl-
mennastir. A sama hátt hafði
Cuomo mest fylgi, þar sem
katólskir Italir og Irar voru
fjölmennastir. Þótt Cuomo
félli I prófkjörinu, veröur hann
I framboði, þvi að hann hafði
áður verið útnefndur sem
frambjóðandi Frjálslynda
flokksins, sem er fremur litill
flokkur og styður oftast sama
frambjóðanda og demokratar,
en fer þó stundum aðrar leiðir.
Upphaflega var hann flokkur
sósialdemokrata I Evrópu.
Auk þeirra Kochs og Cuomos
verða a.m.k. tveir aðrir fram-
bjóðendur i borgarstjóra-
kosningunum, sem fara fram
snemma i nóvember. Annar
þeirra er Roy M. Goodman,
sem á sæti i öldungadeild
þingsins i New York-ríki og er
i framboði fyrir republikana.
Hinn er Barry Farber, sem
verður i framboði fyrir Ihalds-
flokkinn, sem er tiltölulega
nýr flokkur og hefur oft verið I
samvmnu við republikanp.
Yfirleitt er þvi spáð, að
Koch verði sigursælastur, og
taki þvi við borgarstjóraem-
bættinu um næstu áramót,
þegar Beame lætur af þvi. Það
spillti fyrir Beame, aö fjár-
hagsörðugleikar borgarinnar
hafa verið miklir og hann hef-
ur ekki þótt nógur skörungur.
Hinsvegar þótti hann heiðar-
legur. Þá er hann orðinn
sjötugur.
EDWARD I. KOCH, sem að
likindum verður næsti borgar-
stjóri i New York, er 52 ára
gamall. Hann var i hernum á
árunum 1943-1947, lengst af i
Þýzkalandi. Eftir heimkom-
una hóf hann laganám við
New York-háskóla, og gerðist
málafærslumaður að þvi
loknu. Hann hafði fyrst 1952
veruleg afskipti af stjórnmál-
um, en þá vann hann eftir
megni fyrir Adlai Stevenson i
forsetakosningunum. Hann
byrjaöi þá að reka áróður á
götuhornum i Greenwich Vill-
age, sem er gamalt þekkt
hverfi á Manhattan. Koch
hafði þá setzt að i Greenwich
Village og hefur siðan átt
heima þar. Eftir þessa þátt-
töku i kosningabaráttu
Stevensons hóf Koch þátttöku i
flokksstarfi demokrata á
Manhattan og átti þátt I þvi að
nýir menn komust þar til
valda. Arið 1968 bauð Koch sig
fram til fulltrúadeildar
Bandarikjaþings i kjördæmi á
Manhattan, þar sem enginn
demokrati haföi náð kosningu
um 30 ára skeið. Koch hefur
verið endurkjörinn siðan. A
þingi skipaði Koch sér strax i
fylkingu þeirra, sem vildu
hætta striðsþátttöku i Viet-
nam. Jafnframt beitti hann
sér fyrir ýmsum umbótamál-
um. Hann varð þó ekki mikið
þekktur utan kjördæmis sins.
Hann reyndi að komast i
framboð við sfðustu borgar-
stjórakosningar i New York,
en fékk litinn stuðning og dró
sig i hlé. Vegna þess taldi
Carey vonlitið að styðja hann
nú gegn Beame, og tefldi þvi
Cuomo fram. Þetta fór á aðra
leið. Koch reyndist óþreytandi
baráttumaður, enda þekktur
sem mikill vinnuþjarkur, sem
byrjar vinnudaginn kl. 6.30 að
morgni og vinnur langt fram á
kvöld. Hann er piparsveinn og
hófsemdarmaður i lifnaðar-
háttum sinum. Hann segist
ekki munu breyta þvi, þótt
hann verði borgarstjóri.
Stefnu sina túlkar hann þann-
ig, að vissulega þurfi borgin
að hafa forustu um margt, en
samt verði það að vera reglan,
að afskiptin verði ekki meiri
en itrasta þörf krefur, þvi að
annars vaxi báknið skattþegn-
um yfir höfuð. þ.þ