Tíminn - 14.10.1977, Síða 10

Tíminn - 14.10.1977, Síða 10
10 Föstudagur 14. október 1977 HAUSTSYNING ’77 PÍM með hálft skip... Kjarvalshús á Klambratúni. Um slðustu helgi var opnuð að Kjarvalsstöðum haustsýning Félags islenzkra myndlistar- manna, HAUSTSVNINGIN 77 en þessi sýning vekur ávallt þö nokkra athygli og eftirvænt- ingu. Að velja og hafna Það er margt sem veldur þvi að eftirvænting rikir, eða öllu heldur gerði það. Ýmsir þekktir og dáöir listamenn senda þangaðverkog ný andlit koma fram, þvi sýningin er lika fyrir utanfélagsmenn, sem eiga þess kost að senda þangað verk sin, en sýningarnefndin velur svo og hafnar, — hafnar þó aðal- lega skilst manni, þvi aragrúi listaverka berst oft til slfkra sýninga. Einkum frá ýmsu fólki út i bæ, þvi að fá verk sin sýnd þarna þykir nokkur upphefð, ef hún þá á annað borð er til i þessari gerð mannlegrar at- vinnu. Verk félagsmanna i FIM munu þó öllu jöfnu ná með myndir inn á sýninguna, sjálf- krafa. Þvi erekki að leyna, að haust- sýningu FtM hefur hnignað á siðustuárum. Berþarmargt til. Einkum það, að margir af áhugaverðustu málurum þjóðarinnar senda ekki lengur þangað myndir, heldur hafa sitt eigið haust i Norræna húsinu, og aðrir hliðra sér hjá þvi að sýna nokkurn skapaðan hlut i félags- ins nafni. Þetta er þvi eins og þegar þaö vantar beztu menn- ina i landsliðið i fótbolta, — maður missir svo að segja alla von — og áhugann i samræmi við það. Ef svo heldur áfram, sem horfir, mun þessi sýning missa öll sin gildi, og þá er betra að hætta. Of marga vantar á haustsýninguna Undirfifaður véít ékk'i hvort til er sérstök stefnuskrá fyrir þessa sýningu og fyrir félags- menn, en það hlýtur þó að vera krafa almennings, að félagið sjálft beiti afli sinu til þess að sem flestir séu með á þessum samsýningum á haustin. Nóg er húsrýmið núna, þvi aðeins var notaður annar salurinn af tveim að Kjarvalsstöðum. Sjónarmið almennings verður ef til vill skýrara, efnefnderu af handahófi nokkur nöfn Bsta- manna, sem ekki eiga þarna verk, en hljóta þó að vera meðal burðarása Islenzkar myndlistar. Svavar Guðnason Þorvaldur Skúlason Kristján Davlðsson Valtýr Pétursson Karl Kvaran Bragi Asgeirsson Jóliannes Jóhannesson Sverrir Haraldsson Hjörleifur Sigurðsson Jóhann Briem Steinþór Sigurðsson Sigurjón ólafsson Asmundur Sveinsson. Þessi niín eru tekin af handa- hófi,en sýna það eigiað siður að þarna vanta beinfiskinn sjálfan. Margir efnilegir ungir menn eru heldur ekki með, en ég sleppi nöfnum að þessu sinni. Nú má enginn taka þessar að- finnslur svo bókstaflega að al- menningur eigi krSu á að allir séu alltaf með myndir á haust- sýningu FIM, því misjafnlega getur staðið á, einkum hjá hin- um eldri, en hér vantar of marga góða menn, til þess að við svo búið megi standa. Sýningarnefnd FIM mun hafa búizt við meiri aðsókn lista- manna,en raun varð á. Félagið hafði tryggt sér báða salina — alla Kjarvalsstaði fyrir sýning- una, ensvo fór, að þeirfylltu að- eins annan salinn, lögðu i hann með hálft skip. 40 manns með 124 listaverk Ekki hafa verið veittar tölu- legar upplýsingar um það hversu mörg verk bárust sýn- ingarnefndinni, en á sýningunni eru 124 verk eftir rúmlega 40 listamenn. Þetta eru menn á öll- um aldri. Þeir yngstu innan við tvitugt, þeir elztu um sjötugt. 1 aðalatriðum mun venjan vera sú, að utanfélagsmenn senda inn fimm verk til sýn- ingarnefndarinnar. Hún leggur siðan mat á þessi listaverk, tek- ur þau með eða hafnar þeim. Ekki geta allir fellt sig við þessi skilyrði. Menn vilja ráða myndaf jöldanum sem þeir senda, en að sjálfsögðu setur félagið reglurnar. Erlendis er viða hafður annar háttur á, t.d. veit ég, að hjá myndlistarfélaginu í Mönchen er sérstakur salur hafður fyrir þau verk, sem hafnað hefur ver- ið á sjálfa sýninguna. Hann gengur undir nafninu „Horror room” og verkur oft sérlega ká- tinu. Þykir ómissandi. Þeim sem þessar linur ritar er kunnugt um fáeina málara (utanfélagsmenn) sem sendu verk sin til sýningarnefndar að þessu sinni, en hlutu ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Sumir þessir menn hafa þó ver- ið liðtækir i myndlist fram til þessa, svo það er freistandi að álita, að nefndin hafi verið óvenju handköld að þessu sinni, þótt ekki verði hún hér sökuð um „annarleg sjónarmið” eins og Þorbergur Þórðarson myndi liklega hafa orðað það. Guðmundur Benedikts- son heiðursgestur Þá er aðeins ótalið, að sýn- ingarnefnd hefur viðhaldið þeim sið að hafa sérstakan heiðurs- gest á sýningunni- og er það Guðmundur Benediktsson, myndhöggvari, og er það vel til fundið. Sér i lagi af þvi að það er myndhöggvari sem fyrirvalinu verður. Margar höggmyndir saman, eftir sama mann, eru skemmtilegriá sýningum en ein og ein mynd. t sýningarskrá segir Hjörleif- ur Sigurðsson, listmálari, for- maður FIM á þessa leið um Guðmund: „Guðmundur Benediktsson myndhöggvari er sérstakur gestur Haustsýningar 1977. Hann hefur verið einn hinna ötulustu og fórnfúsustu félags- manna okkar frá þvi er hann gekk i FÍM fyrir réttum tuttugu árum. Guðmundur fæddist I Reykjavik árið 1920 en það var ekki fyrr en um þrftugt að hann tók að afla sér ögunar og leið- sagnar i höggmyndalistinni. Hann gerðist þá nemandi As- mundar Sveinssonar i Mynd- listarskólanum, sem i dag er orðin næsta gróin stofnun á Skólavörðuholtiog fékk hjá hon- um drjúgt nesti tilhins langa og torsótta vegar, sem starfshlaup myndlistarmanns á Islandi spannar. Aður hafði Guð- mundur þó traustan grunn til að byggja á. Hann var hinn leikni handverksmaður. Arum saman fékkst hann við smiðar ásamt föður sinum og bróður og hann- aði húsgögn.sem sózt var eftirá reykviskum markaði. Hér verð- ur trauðla sagt í smáatriðum frá sýningum Guðmundar á tuttugu og sjö árum eða öðrum listviðburðum á æviferli hans. Samtmágeta þess,að hann hef- ur tekið þátt i fjölmörgum sam- sýningum Félags islenskra myndlistarmanna hér á landi, norrænum sýningum bæði heima og um hin Norðurlöndin, sýningum i Rostock i Þýska Al- þýðulýðveldinu, Hannover i Þýskalandi á vegum Norræna myndlistarbandalagsins og i Bandarikjum Norður-Ameriku. Aftur á móti hefur Guðmundur efnt til aðeins einnar einkasýn- ingar á myndum sinum enda er maðurinn hlédrægur og frábit- inn þviað halda nafni sinu á loft. Hér á Haustsýningu sjáum við tiu listaverk Guðmundar Bene- diktssonar frá tveim siðustu starfsárum. Þau eru öll kveikt úr eir, sem er eftirlætishráefni höfundarins um þessar mundir. En slikt og tréverkið og járnið frá fyrri árum vitna þau um sterklega stofna og margþætta speglun laufsins iytra borðinu.” Það er auðvelt að vera for- manninum sammála i öllum atriðum. Einstök veík En vikjum nú ögn að myndun- um sjálfum. AgústF. Petersen sýnir þrjár mannamyndir. Þetta eru dæmi- gerðar myndir fyrir þennan ágæta og grandvara listamann. Myndirnar eru af ákveðnu fólki, enerusamt málverk áfram og hafa þannig tviþætt gildi. Arthúr ólafsson (1940) sýnir fjórar myndir. Ég minnist þess ekki að hafa séð myndir hans áður. Þar kveður við nýjan tón. Þetta eru vel gerðar myndir og lausar við allan viðvanings- brag. Gaman væri að sjá fleiri myndir eftir hann. Asgerður Búadóttir sýnir þrjár ofnar myndir, sem eru hver annarri betri og þær setja mikinn svip á þessa sýningu. Baldur Edwins vekur ávallt dá- litla athygli. Hann fer eigin göt- ur. DUfur hans eru góðir fuglar. Björg Þorsteinsdóttir sýnir fjórar myndir, acril og klipp. Þetta eru ekki sannfærandi myndir og persónulegar fyrir hana, þvi' það er ekki nóg að skipta um aðferðir, það verður lika að finna nýja leið. Samter það lofsvert að reyna eitthvað nýtt. Bragi Hannesson er með þrjár vel gerðar litlar oliu- myndir. Einar Hákonarson sýnir skemmtilega mynd af Bimi Th. Guðmundur Benediktsson, myndhöggvari, heiðursgestur haustsýningarinnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.