Tíminn - 01.11.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.11.1977, Blaðsíða 1
f V. ryi ■■ Sturtu- grindur Sturtu dælur Sturtu dri Þórarinn Sigurjónsson. Jón Helgason. Hilmar Rósmundsson. Sváfnir Sveinbjarnarson. Enn leitað eftir heitu vatni á Laugalandi áþ-Rvik. Borinn Dofri, sem hefur veriö viö borun aö Laugalandi I Eyjafiröi, er nú kominn niöur á 1288 metra dýpi. Enn sem komiö er hefur hoian ekki gefiö neitt vatn, en i bigerö er aö bora niöur á 1800 til 2000 metra dýpi. Nú fást 150 sekúndulitrar af heitu vatni á Laugalandi, en Akureyri þarf rúmlega 200 sekúndulitra, þannig aö hægt sé aö fullnægja eftir- spurninni. Þrjár af fimm holum á Laugalandi gefa heitt vatn. Nauðsyn endur- skoðunar valdsviðs byggingar- nefndar? áþ-Rvik. Á baksiðu Tím- ans i dag er fjallað um deilumál, sem risið hef- ur upp á milli bygg- ingarmeistara og ibúa hússins við Flúðasel 76. Komið hefur i ljós að meistarinn hafði ekki samþykktar teikningar að kjallara hússins, og hafði hug á að selja hluta hans sem ibúð. í þeim tilgangi var kjallaranum breytt, og það án þess að fyrir lægi samþykkt byggingar- nefndar. Málið verður kært fyrir lögreglu- stjóranum i Reykjavik i dag. Þá kemur fram i viðtali viö byggingarfulltrúann i Reykjavik, að mikið er um ósamþykktar ibúðir i borginni. 'Hefur bygg- ingarnefndin litið aðhafst i þeim málum, enda á hún oft erfitt um vik þar sem Ibúar eru fluttir inn. Virðist viða pottur brotinn i þess- um efnum og er svo aö sjá að það sé látið afskiptalaust, þó svo byggingameistarar fari ekki al- veg eftir samþykktum teikning- um. — Sjá baksiðu. Nei-nei, þeir eru farnir aö veiöa stórfiska inni á milli húsanna f Breiðholtinu. Hitt kann piltinn aö dreyma um, hvaö hann fengi i netiö, ef hann legöi þaö fyrir sunnan land, I Grindarvfkurdjúp eöa Fjallasjó. Þaö væri engin hætta á, aö hann gengi nærri smáfisk- lnum- —Timamynd: Róbert. Pokakjaftur er fiskur af ættbáiki kjaftaglenna. Einn slikur veiddist i Vikurál voriö 1973. Þetta er röntgenmynd af hausi pokakjafts. — Ljós- mynd: Þóröur Þorvaröarson. Hafdjúpin við ísland mora af fisktegundum — sem taldar hafa verið sjaldgæfar eða eru óþekktar Á Islandsmiöum hafa ails fund- izt 220 fisktegundir en af þeim er 51 tegund flækingsfiskar en auk þess er óljóst um nokkrar tegundir hvort þær eru flækings- fiskar eöa heimategundir. Frá þessu skýrir Gunnar Jónsson I nýju hefti Náttúruf ræöingsins. Með flækingsfiskum er átt við fiska sem hvorki hrygna né leita sér fæðu reglulega ár hvert á Is- landsmiðum, heldur rekast hingað af tilviljum. Þó er svo litið vitað um sumar tegundir djúpsjávarfiska sem sjaldan veiðast, að örðugt er að kveða á um það hvort þeir eru flækings- fiskar eða heimilisfastir i undir- djúpunum. Af þrjátiu og sex tegundum brjóskfiska eru sex taldir flækingsfiskar og það tegundir háffiska og skötu. Af 187 tegund- Listi Framsóknar- manna á Suðurlandi Á kjördæmisþingi Framsóknarmanna i Suður- landskjördæmi, er haldinn var um siðustu helgi, var afráðin skipan framboðslistans á Suður- landi i næstu alþingiskosningum. Sex efstu sætin skipa þessir menn: Þórarinn Sigurjónsson al þingismaður I Laugardælum, Jón Helgason, alþingismaður i Seglbúðum, Hilmar Rósmunds- son, skipstjóri i Vestmanna- eyjum, Sváfnir Sveinbjarnar- son, prestur á Breiðabólstað, Garðar Hannesson, simstjóri i Hveragerði, og Agúst Ingi Ölafsson fulltrúi á Hvolsvelli. Eins og sjá má skipa alþingis- menn Framsóknarflokksins á Suðurlandi sömu sæti og I sið- ustu þingkosningum, en nvir menn eru i þriðja til fimmta sæti. um beinfiska eru aftur á móti fjörutiu og sex flækingsfiskar. Framhald á bls. 23 Stór leirkver fannst i gær í Bjamarflagi — Mikið landris í gær áþ-Rvik. — Hveravirkni á Bjarnarflagssvæöinu, hefur veriö að aukast jafnt og þétt frá siöasta gosi, sagöi Axel Björnsson jarö- eðlisfræðingur i samtali viö Tim- ann i gær, en hann var þá staddur i Mývatnssveit. — 1 dag fannst stór leirhver á miili borholanna i Bjarnarflagi, en hann mun hafa myndast fyrir nokkrum dögum. Ég er þeirrar skoöun ar aö þaö séu borholurnar sem séu valdar aö hluta þessarar hveramyndunnar, en þr skemmdust mikiö I jarö- hræringunum um daginn. Þaö væri cf til vill ástæöa til þess aö fara aö athuga hvaö hægt sé aö gera viö holurnar, t.d. meö þvi aö steypa i þær. Mikið landris var eftir hádegi i Mývatnssveit, en þegar liöa tók á daginn dró mikið úr þvl. Annars er hraðinn á landrisinu svipaður og verið hefur. Sprungur halda enn áfram að gliðna við Leirhnúk, þannig aö innan skamms má fara aö búast við tiöindum af svæðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.