Tíminn - 01.11.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.11.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 1. nóvember 1977 iliHtlUiHf 13 JI ULLSINS ÍÚTÍMANS Rikin við Persaflóa tóku að þjdðnýta oliufélögin og olíuforðí heimsins var skyndilega óviss. Helztu oliulindir heimsins eru á mesta hættusvæði sem til er. Púðurtunnan er jafnframt sá staður þar sem mestu auðlind er að finna. Á tuttugustu öld hafa þjóðir farið í strið til að tryggja sér aðgang að oliulindum. Þjóðverjar og Japanir réðust gegn Rússlandi og siðar Banda- rikjunum i siðari heimsstyrjöld- inni til að tryggja sér oliu. Þegar Bandarikin og RUssland lentu i hinu svokallaða kalda striði, geröu Bandarikjamenn Þjóðverja og Japani að banda- mönnum sinum, veittu þeim vernd gegn hugsanlegum árás- um og seldu þeim oliu. Sú olia var fengin frá Miðausturlönd- um. En 1970 féll þetta kerfi um sjálft sig. Lifsafkoma Vestur—Evrópu og Japan, heimsverzlunin og peningakerfi þjóðanna eiga allt sitt undir eldsneytinu sem kemur frá rikj- unum við Persaflóa. Þessi litlu og fáu riki munu ekki hika við aö fimmfalda eldsneytisverðiö og draga úrframleiðslunni til að tryggja það verð sem upp er sett. Þau munu setja oliubann til að tryggja að aðrar þjóöir blandi sér ekki i' deilur og strið við Israel. 1 þrjátiu ár hafa styrjaldir og viðsjár verið i Miöausturlönd- um. Þar hafa deilt þjóðernis- sinnar, nýlendusinnar, Arabar og Gyðingar og MUhameðstrúarmenn innbyrðis. Eitt af aðalverkefn- um Sameinuðu Þjóðana virðist oft hafa verið að skilja sundur striðandi aðila. Þegar Sovét- menn höfðu smiðað sina fyrstu kjarnorkusprengju 1949 var nálægð þeirra annars vegar og verzlunarhagsmunir Bandarikjanna i Miðaustur- löndum hins vegar mjög til þess að auka á spennuna. Afskipti Sameinuðu Þjóðanna jukust stöðugt. Déilur og sundr- ung mögnuðust. Menn óttuðust mest að þessar deilur gætu leitt til kjarnorkustriðs ef stórveldin væru dregin inn i málið. Enginn vissi hvenær upp úr kynni aö sjóða. Fram til 1970 var aðeins eitt sem hindraði þessa þróun mála. Sovétrikin og Bandarikin áttu miklar oliuauðiindir heima fyr- ir. Þegar fyrst skarst i odda i Miðausturlöndum i lok seinni heimsstyrjaldar létu Sovét- menn undan þrýstingi frá Bandarikjamönnum og köliuöu aftur hersveitir sinar frá tran 1946. Fyrir vikið varö Eisenhower forseti óháðari breskum og frönskum banda- mönnum sinum þegar þeir reyndu aö tryggja sér áögang að oliulindum með valdbeitingu er þeir réöust á Suez 1956. Það er nam. Friðarumræöur og stöð- ugar sáttaumleitanir hafa til þessa ekki komið að neinu gagni og menn þykjast góðir meðan tekst að viðhalda óbreyttu ástandi. Stærstu oliufélögin eru Exxon, Mobil, Texaco, Gulf og Standard i Kaliforniu. Skattafriðindi gerðu þessum fyrirtækjum kleift að fleyta rjómann af oliugróðanum innan Bandarikjanna og flytja svo bróðurpart umsvifa sinna til annarra landa. í samvinnu við Anglo-Dutch Shell og British Petroleum hafa auðlindir Mið- austurlanda verið nýttar til hins ýtrasta og byggðir upp markaðir i Evrópu og Japan, sem árlega færa félögunum himinháar upphæöir i gróöa. Öld nútimans: Barizt er um oliuna Sá dagur kom, að félögin gerðu sér ljóst, að aðgangur þeirra að auðlindum annarra þjóða varihættu. Þá var að afla gróðans á annan hátt. Auðveld- ast var að bæta skaðann á sölu- markaði. Afleiðingin: Elds- neytisverð rauk upp úr öllu valdi. Striðið milli Israels- manna og Araba og getuleysi stjórnar Nixons var vatn á myllu félaganna. Markaðsverð hækkaði fyrst i Evrópu og siðan i Bandarikjunum. Eftir þriggja mánaða „orkuskort” veturinn 1973-4 hækkaði bensin og oliu- verð fyrst um 25 prósent en sið- an 40 prósent frá þvi seip var. Nixon: Hóf afskipti af landsmálapólitik styrktur af ráöamönnum i oliuiðnaöinum. Síöar voru oliufélögin óspör á fjárframlög I kosn- ingasjóði hans. hins vegar landfræöileg stað- reynd, að meðan Persaflóinn er ekki fjær Rússlandi en Mexico Bandarikjunum, geta RUssar ekki leitthjá sér það sem þarna gerist. Vald olíunnar— skuggi striðsins Það er kaldhæðni örlaganna, að þegar bandarisku oliufélögin hafa misst völd sfn i Miðausturlöndum og Bandarik- in hafa gengið mjög á eigin olíu- forða, þá verða hagsmunir Bandarikjamanna mestir á þessu svæði. Allt er undir þvi komiö að Bandarikin geti flutt inn oliu frá þeim rikjum sem eru á suðurlandamærum Rúss- lands. Siðla árs 1973 réðust Sýrland og Egyptaland gegn Israel og áttu þá mikinn og nýtizkulegan rússneskan vopnabúnað. Bandarikjamenn fengu þá smjörþefinn af striði i Miö- austurlöndum og brá óþægilega þegar kom i ljós hversu mjög þeir voru háðir oliuinnflutningi. Bandariska þjóðin var raunar svo upptdiin af hneykslismál- um tengdum Nixon og Water- gate, að fæstir geröu sér grein fyrir hættunni. Þegar Nixon reyndi að leiða menn i allan sannleika um það hættuástand sem var að skapast taldi almenningur þetta aðeins her- bragð af hálfu Nixons til að leiða athyglina frá þeirri reiðiöldu, er reis þegar hann rak rannsóknardómarann Archibald Coc frá starfi svo og þvi, að dómsmálaráöherrann Elliot Richardsson sagöi af sér um svipaö leyti. En þetta var aðeins upphafið að alvarlegri atburðum. Frá þvi 1970 höfðu forráöa- menn olluútflutningsrfkjanna stöðugt krafizt hærra verös fyr- ir oliuna. Þjóðernissinnaöir Arabar hötuðust við Bandarikjamenn vegna stuðn- ings þeirra við Israel og skemmdarverk voru unnin á oliuleiöslum. Arið 1973 jókst oliuinnflutningur frá Mið- austurlöndum verulega til Bandarikjanna. Saudi Arabfa tilkynnti bandariskum ráða- mönnum að ekki væri hægt að auka útflutninginn til að fullnægja þörfum Bandarikj- anna nema Bandarfkin hættu stuðningi sinum við Israel. Sadat Egyptalandsforseti hafði lengi hamrað á þvi að Arabarfk- in ættu að fara i strfö til að ná á sitt vald landssvæðum sem Israelsmenn höfðu náð á sitt vald 1949, 1956 og f striðinu 1967. Jafnframt streymdu rússneskir skriðdrekar og herflugvélar til Egyptalands, svo unnt var að fylgja eftir þessum hótunum. Þann 22. september 1973 tilkynnti Sadat Leonid Breznjev að striðið myndi hefjast 6. október. Sovézki flokksforing- inn virðist ekki hafa haft neitt við það að athuga. Israelsmönn- um og Bandarikjamönnum bár- ust stöðugt leyniskýrslur sem staðfestu, að Egyptar og Sýrlendingar hygðu á strið. Snemma dags þann 6. október tilkynnti sendiherra Bandarikj- anna í Israel yfirmönnum sín- um að strið væri aö brjótast út. Kissinger utanrikisráðherra itrekaði afstöðu Bandarikjanna: „Byrjið ekki striöið. Verið ekki fyrri til”. Þrýstingurinn frá Washington var gifurlegur. Golda Meir forsætisráðherra brá út af 25 ára gamalli venju Israels- manna.hún lét herinn halda aö sér höndum. Arabar hófu striö- iö. HGBL. Brésnjev forsætisráöherra Sovétrfkjanna. Til Egyptalands streymdu árið 1972—3 sovézk hergögn og ýttu undir ótryggt ástand.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.