Tíminn - 01.11.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.11.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. nóvember 1977 5 á víðavangi Enn kárnar gamanið Þegar fylgzt er með deilun- um f Alþýðuflokknum kemur aftur og aftur upp sú spurning hvort krötunum er I raun og veru alvara með öllum þess- um ósköpum. Getur það verið að það séu saman tekin ráð forystumannanna að ganga endanlega af flokknum dauð- um? Félagshyggjumenn hafa horft upp á hnignun Alþýðu- flokksins á undan förnum ár- um með vaxandi áhyggjum. Þessihnignun fórað taka á sig alvarlegar myndir laust fyrir 1960 þegar forystan ákvað að verða hjálpartæki Sjálfstæðis- manna til þess að ná völdum i þjóðfélaginu eftir að vinstr-i öflin höfðu skipað rikisstjórn um skamma hrið. Nú er ekki annað sýnna en úrslitin séu skýr. Eftir á munu menn siðan skrifa eftirmæli Alþýðuflokksins. Sl. fimmtudag skrifar Jón H. Guðmundsson svargrein til varnar Vilmundi Gylfasyni og er það skiljanlegt eftir það sem á undan er gengiö. En grein Jóns H. Guð- mundssonar er þó um fram allt svæsin árásargrein á Björgvin Guðmundsson. Þannig verður greinin nýr æs- ingaþáttur I harmleik Alþýðu- flokksins. Um Björgvin segir Jón H. Guðmundsson m.a.: „Niðskrif hans um Vilmund Gylfason i Dagblaðinu I fyrri viku eru svo fávisleg og rógur- inn svo iilskeyttur og sjúklega heiftrækinn að þar fyrirfinnst ekki eitt einasta svaravert orð”. Þó ver greinarhöfundur miklu rúmi til andsvara. Stríð gegn flokknum Sfðar segir hann: „En nlðgrein Björgvins er annað og verra en rógur um Vilmund. Hún er nið og árás á allan Alþýðuflokkinn. Með þessum ógeöfelldu 'skrifum sinum hefur Björgvin sagt Alþýðuflokknum strið á hend- ur og þeirri stefnu flokksins sem mörkuð var á slðasta þingi hans”. Það er vitað Gylfi Þ. Gisla- sonhefur að undanförnu kall- að úthjálparsveit sina til þess að berja á Björgvin Guð- mundssyni fyrir að lasta Vil- mund. Hefur sveitin verið að vigbúast nú á siöustu dögum og er mikillar grimmdar að vænta, þvi að margir eiga Gylfa að þakka ýmislegan greiða í vegtyllum og öðru. Jón H. Guðmundsson boðar þessi tiöindi með þessum orð- um: „Þeirri striðsyfirlý singu Björgvins verður svarað full- um hálsi og ég sem hef átt með Alþýðufiokknum bæði súrt og sætt lengst af ævinnar, hefi ekki ihyggju að renna af þeim hólmi”. Undir lok greinar sinnar segir Jón: ,,Nú er eftirleikurinn okkar allra i Alþýðuflokknum að krefjast þess að Björgvin Guð- mundsson láti nú þegar laust það sæti sem hann hreppti á væntanlegum borgarstjórnar- lista Alþýðufiokksins f nýaf- stöðnu prófkjöri. 1 framhaldi af þvi ætti svo borgarfulltrú- inn að sjá sóma sinn i þvi að segja af sér öllum þeim trúnaðarstörfum sem hann kann að hafa á hendi á vegum flokksins, þar með talið borg- arfulltrúastarfið”. Hvor er óvinsælli? Það á meö öðrum orðum að útbúa Vilmundi sæti á borgar- stjórnarlistanum ef illa fer fyrir honum i prófkjörinu vegna Alþingiskosninganna. Vilmundurá sérgóða vini sem munu berjast fyrir honum af aiefii, ekki fer það á milli mála. i augum þeirra á hann, án alis jafnaðar, algeran einkarétt á heiðarleika og hreiniyndi i stjórnmálum. Með þá skoðun i huga segir Jón H. Guðmundsson að brott- hvarf Björgvins Guðmunds- sonar af sviði stjórnmálanna sé hvað brýnast: „Með öðrum hætti getur Alþýðuflokkurinn ekki gengiö til heiðarlegrar kosningabar- áttu á næsta sumri”. Vmsir teija reyndar trúleg- ast að eitthvað meira þurfi til að auka brautargengi krat- anna en brotthvarf Björgvins Guðmundssonar eitt. Hins vegar er það ljóst aö þeir Björgvin og Vilmundur keppa ákaflega um það hvor er övin- sælli meðal flokksbræðra sinna þegar öllu er á botninn hvolft. JS JASSVAKNTNG Nýafstaðinn er aðalfundur félagsins Jassvakningar þar sem fyrrverandi stjórn sagði af sér.Kosin var ný stjórn sem þeg- ar hefur hafið störf. t stjórn voru kosnir: Pétur Grétarsson formaður, Agatha Agnarsdóttir varafor- maður Linda Christine Walker ritari, Helga Asmundsdóttir gjaldkeri, Guðmundur Stein- grimsson meðstjómandi. Starfið verður með svipuðu sniði og undanfarið, þ.e.a.s. jass- hljómleikar hvert mánudags- kvöld að Frikirkjuvegi 11, kynn- ingar i skólum og auk þess sem reynt verður að hafa fleiri tón- leika viðs vegar um borgina. Kapp verður lagt á að efla menningarstarf þetta, en verður aðeins gert með þvi að tónlistar- unnendur sýni áhuga. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla Stjórnin fréttatilk.) ______________________ HMV D Sjónvarpstæki HIS MASTER’S VOICE sjónvarpstæki eru heimsþekkt gæðavara meðáratugs reynslu á íslenskum markaði. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 CAV HOLSET ER KVEIKJAN 1 LAGI? Ny, fullkomin _ tæki viö fW 7* prófun á U FORÞJÖPPUM Lucas í brezka og japanska bíla Ducellier i franska bíia NIEHOFF í ameriska bíla Viðgerðarþjónusta 13LOSS][ r SKIPHOLTI 35 Ver,lu" REYKJAVIK S.'ír,!' !!!» BLOSSX 5 SKIPHOLTI 35 Vcr,luin REYKJAVIK Íkrilitota Liósastillum alla bíla Rafmagnsviðgerðir fyrir Lucas og CAV BLOSSli f SKIPHOLTI 35 Vc”'un a ™ reykjavik £;í::rí LM i !í« BLONDUAA á staðnum bílalökk á allflesta ndir bíla fró teg Evrópu Japa USA V CARCOLOU BL()SS][ 5 SKIPHOLTI 35 Vcr‘lun REYKJAVIK Skrihlofa (M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.