Tíminn - 09.11.1977, Side 8

Tíminn - 09.11.1977, Side 8
8 jj'WMajií Miðvikudagur 9. nóvember 1977 Fjárlagaræða Matthíasar Matthiesens f jármálaráðherra: A árinu 1976 og fyrri hluta árs 1977 varð mikill bati i efnahags- málum hér á landi. Þjóöarfram- leiðsla jókst á ný, viðskiptakjör fóru batnandi, verulega dró úr verðbólgu og mikill viðskiptahalli áranna 1974-1975 hvarf að mestu. Orsakanna er bæöi að leita i hag- stæðum ytri skilyröum og stefnu stjórnvalda i fjármálum og efna- hagsmálum ásamt hófsemi i launasamningum. Horfur eru nú að verulegu leyti aðrar. Launasamningar á llðandi ári hafa farið yfir þau mörk sem efnahagsbati gaf tilefni til. Verö- hækkun útflutningsafurða virðist hafa náð hámarki og verulegir örðugleikar steðja að undirstöðu- atvinnugreinum. Undirbúningur fjárlaga fyrir áriö 1978 mótast af þessum horfum. A undanförnum árum hefur markvisst veriö stefnt að þvi að sporna við þenslu rikisbúskapar- ins en styrkja fjárhag rikissjóös og stuöla með þvi að efnahags- legu jafnvægi. Rlkisreikningur sýndi rekstrarhalla bæði árin 1974 og 1975 en tekjur umfram gjöld uröu 800 m.kr. 1976. Hlutur hins opinbera sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu var 29.6% 1974, 31.4% 1975 en lækkaði i 27.6% 1976. Horfur eru á að hlutfall þetta fari lækkandi i ár og veröi svipað á árinu 1978. Ýmsar blikur eru nú á lofti I Is- lenzkum efnahagsmálum og hætta er á aukinni veröbólgu sem veikir samkeppnisaðstöðu is- lenzkra atvinnuvega. Við þessum hættumerkjum verður að bregð- ast á réttan hátt með þvi m.a. aö beita fjármálum rlkisins á næsta ári I samræmi við þau. Fjárlaga- frumvarpið endurspeglar þetta viðhorf. Þannig er kappkostað að treysta þann jöfnuð I rikisfjár- hagnum, sem náöst hefur á siö- astliönum tveimur árum, jafn- framt þvl sem haldið er aftur af vexti þjóöarútgjalda bæði meö beinum samdrætti i opinberum umsvifum og eins með þvl að beita sköttum á árinu 1978 þannig aö vexti einkaneyzlu verði I hóf stillt. Þó er i frumvarpinu reiknaö með aö vöxtur einkaneyzlu verði 5-6% I kjölfar 8% aukningar á þessuári. Markmið frumvarpsins er aö koma i veg fyrir vaxandi viðskiptahalla og jafnframt að halda svo aftur af innlendri eftir- spurn að dregiö geti úr verðbólgu. Þrátt fyrir samdrátt i opinberum framkvæmdum i heild um meira en 5% á næsta ári er að þvi stefnt meö þessu frumvarpi aö skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir aukn- ingu vegaframkvæmda á næsta ári. Nú er svo komið að lokiö er stórum áföngum i orkumálum og þvi gefst færi á að auka vega- framkvæmdir en þó þvi aðeins aö fjárhagur vegagerðarinnar sé efldur. 1 tekjuáætlun frumvarpsins eru magnbreytingar helztu stofnana óbeinna skatta miðaöar við 4% aukningu þjóðarútgjalda á næsta ári eöa svipað og búast má við um aukningu þjóöarframleiðslu og þjóðartekna. I frumvarpinu er reiknaö meö tollalækkun i árs- byrjun 1978 samkvæmt gildandi tollskrá og skeröir það árstíkjur rikissjóðs um 1.600-1.800 m. kr. Þá er reiknað með áframhald- andi innheimtu sjúkragjalds svo og 18% sérstaks vörugjalds. Eignarskattstiga verði breytt til samræmis við breytta fasteigna- matsvísitölú. I frumvarpinu er gertráð fyrir að láta skattvisitölu við tekjuskattsálagninu á næsta ári taka mið af verðlagsþróun jafnhliða tekjuhækkun. Launaá- ætlun frumvarpsins er miöuð viö samning rlkisins og BSRB, sem rann út 1. júli s.l., og samning við BHM sem rann út 1. nóvember s.L Þar að auki voru launabreyt- ingar áætlaöar i hátt við samninga ASl að þvi er varðar á- fangahækkanir og reiknaö er með verðbótum á laun 1. september s.l. en ekkert frekari veröbótum. I verðlagsforsendum er I aðalatr- iðum miðað við verðlag i október s.l. Aö auki er reiknað með verð- breytingum næsta ár sem telja má að fylgt gætu grunnkaups- hækkun samkvæmt kjara- samningum ASlog vinnuveitenda frá júni s.l. Fyrir afgreiðslu f jár- laga þarf að endurmeta nákvæm- lega launa- og verðlagsforsendur frumvarpsins bæði með tilliti til kjarasamninga opinberra starfs- manna og verðlagshorfa. Á þetta við bæði um gjaldahlið og tekju- hlið frumvarpsins. Ljóst er aö út- gjaldaauki rikissjóös vegna samninganna við rikisstarfsmenn verðum um 1500 m. kr. árið 1977 umfram þá útgjaldahækkun, sem fram kemur i athugasemdum við frumvarpið. Tekjuáætlunin kann einnig að breytast að nokkru en ljóst er að hér er um verulegan fjárhagsvanda að ræða. Sé litið til næsta árs virðist óhjákvæmilegt að reikna með að nýir kjara- samningar við rlkisstarfsmenn feli i sér 3.500 til 4.000 m. kr. út- gjöld á næsta ári umfram áætlun frumvarpsins eins og þaö liggur fyrir að óbreyttum verðlagsfor- sendum að öðru leyti. Jafnframt þarf endurskoðun að fara fram vegna verðbóta bæði l.des n.k. og á árinu 1978 eins og fram kemur i athugasemdum við frumvarpið. Ljóst er að draga þarf úr rikisút- gjöldum vegna launasamninga á Hérerm.a. um að ræða tilfærslur til stofnana i B-hluta fjárlaga þar sem launakostnaöur er þungur á metunum. Framkvæmdafjárlögeru Iheild áætluð 28 milljarðar kr., en það er 34.5% hækkun frá fjárlögum yfirstandandi árs. Er það rétt rúmlega hækkun byggingar- kostnaðarsem er 33% frá siðustu fjárlagagerð. alþingi Með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1978 er lögð fram starfs- mannaskrá rikisins 1. janúar 1977 og er það i þriðja sinn sem slik skrá er gefin út. Megintilgangur með gerð starfsmannaskrárinnar er að tryggja að starfsmannahald rik- isins ráðist hverju sinni af fjár- veitingum og þar með að Alþingi geti fylgzt sem gerst með starfs- mannahaldi rikisins og rikis- stofnana. A árinu 1976 fjölgaði á starfs- mannaskrá rikisins um 90 stööur eða 0.76%. Samkvæmt áætlun Framkvæmdastofnunar má gera ráð fyrir að aukning vinnuafls i heild 1976 hafi numið 1800 mann- árum eða 1.9%. heildarvinnuafl i landinu var um slðustu áramót i mannárum talið um 96.650 en fjöldi stöðugilda hjá rikinu var á sama tima samkvæmt þessari starfsmannaskrá 12.299 eða 12.7% af heildarvinnuaflinu. Langtimaáætlanir fyrir rlkis- sjóð þjóna i fyrsta lagi þvi mark- miði að lýsa væntanlegri þróun rikisútgjalda án þess áð vera bindandi fyrirætlun rikisins um framgang mála. 1 öðru lagi er á- ætlunum þessum ætlað að auð- velda árlega fjárlagagerð og vera umgjörð hennar. 1 ljósi þess er gerð langtimafjárlaga fyrir sem flesta málaflokka rikisútgjald- anna veigamikill liður i auknu eftirliti, aðhaldi og ábyrgri stefnu um framtiðarþróun rikisfjármála i heild. Skattamál A siðasta þingi voru miklar um- ræður um skattamál á grundvelli frumvarps til laga um tdiju- og eignarskatt. Akveðið er að verja meiri tima til þess að vinna að umbótum á skattalöggjöfinni. Veröur það meðal mikilvægustu verkefna þessa þings að ljúka þvi verki að koma á þeim umbótum Markmið fjárlagafrumvarpsins að koma í veg fyrir vaxandi viðskipta- halla og halda aftur af eftirspurn Matthias A. Mathiesen. þessu ári eða afla þarf rlkissjóði viðbótartekna. trtgjaldatillögur frum- varpsins 1978 Laun. 1 heild nemur launa- kostnaður 31.886 m. kr. sem er 9.796m.kr.hækkun frá fjárlögum 1977, eða 44.3%. Er hér um að ræða 26% af heildargjöldum frumvarpsins. önnur rekstrargjölderu áætluð 9.523 m. kr. og er þaö 18.7% hærri tala en i fjárlögum 1977. Viðhald. Útgjöld vegna við- haldseruáætluö4.034m. kr. og er þaö 68.7% hækkun frá fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta er mun meiri aukning en verölagshækk- un nemur og skýrist af þvi átaki sem fyrirhugað er I vegamálum á næsta ári. Þannig hækkar vega- viðhald um 96.1% og verður alls 3.000 m. kr. Vextir. Vaxtagreiðslur af al- mennum lánum rlkissjóös eru á- ætlaðar samtals 3.312 m. kr. Er það 45.6% hærri f járhæð en I f jár- lögum yfirstandandi árs. Almannatryggingar. Framlög til almannatrygginga hækka um 8.414 m. kr. eöa 38.8% Veröa framlög þessi i heild 30.106 m. kr. eða fjórðungur allra rikisút- gjalda. N'iðurgreiðslur. Kostnaöur við niðurgreiöslur á vöruverði innan- lands er áætlaður 6.531 m. kr. og er þaö 28% hækkun frá fjárlögum 1977. Helzta orsök þessarar hækk- unar er sú ákvöröun sem tekin var I sambandi við lausn kjara- deilunnar i júnl að auka niður- greiðslur allverulega frá fyrra stigi. Útflutningsuppbætur eru áætl- aðar 2.963m. kr. á næsta ári og er það 64.6% hækkun frá fjárlaga- tölu I ár. Aðrir rekstrarliðir og rekstrar- tilfærslur. Þessi tegund útgjalda eráætluö samtals 9.504 m. kr. eða 43.4% hærri en I fjárlögum 1977. Tekjuáætlun rikissjóðs Innheimtar tekjur 1978 eru á- ætlaðar samtals 124.8 milljarðar kr. samanborið við 96.5 milljarð- ar kr. i endurskoðaðri t ek juáætlun 1977 og 90 milljarða kr. i fjárlög- um llðandi árs. Samkvæmt þessu aukast tekjur um 28.3 milljarða kr. eða 29% frá áætlaðri niður- stöðu 1977, enfrá fjárlögum nem- ur aukningin 34.9 milljörðum kr. eöa 39%. I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að álagning óbeinna skatta verði óbreytt frá þvi sem erá þessu ári, að öðru leyti en þvi að tekiö er tillit til tollalækkunar i ársbyrjun 1978 samkvæmt gild- andi tollskrá. Er hér einkum um að ræða lækkun tolla samkvæmt friverzlunarsamningum okkar og lækkun tolla á hráefnum, vélum og fjárfestingarvörum til sam- keppnisiðnaöar. Tekjutap rikis- sjóös af þessum sökum er taliö nema 1.600-1.800 m. kr. á árinu 1978. t áætlun um eignarskatt er reiknað með breytingu fasteigna- mats samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna frá 1976. Niðurstööur um hækkun mats lágu ekki fyrir þegar áætl- unin var gerö en jafnframt er reiknað með aö skattstiga verði breytt nokkuð með hliðsjón af hækkun matsins. Aætlun um tekjuskatt er reist á óbreyttum lögum en gert ráð fyrir að skatt- visitala hækki svipað og verðlag, þ.e. að skattvisitala við álagningu tekjuskatts 1978 verði sett 31% hærri en 1977. Svarar það til hækkunar verðlags milli áranna 1976 og 1977. A árinu 1978 veröur hlutdeild beinna skatta samkvæmt frum- varpinu talsvert meiri, eða tæp- lega 18% einkum vegna þess að sjúkratryggingagjald er nú fært i fjárlögum I fyrsta sinn. Hlutdeild óbeinna skatta verður um 81% og hlutdeild annarra tekna veröur rúmlega 1%. Eftirlit og aðhald að rik- isrekstrinum Traust fjármálastjórn rikisins byggist m.a. á þvi að hafa jafnan tiltækar upplýsingar um þróun tekna og gjalda. 1 byrjun árs 1976 var tekin upp gerð mánaðarlegra áætlana um greiðsluþarfir rikis- stofnana innan fjárlagaársins með stöðugum samanburði við greiðslur úr rikissjóði. Þessar greiðsluáætlanir hafa tvlmæla- laust átt verulegan þátt I þvi að sporna gegn aukningu rikisút- gjalda. Þessi vinnubrögö ásamt skýrslum frá rikisbókhaldi og mati fjárlaga- og hagsýslustofn- unar á þróun rlkisfjármálanna, hafa leitt til virkari heilda rstjórn- ar ríkisfjármálanna en áöur og jafnframt gert yfirstjórninni kleift að gripa til ráðstafana i tæka tið. Nýmæli I þessari starfsmanna- skrá eru upplýsingar um ráö- ningarform einstakra starfs- manna. Þær sýna að 24.2% rikis- starfsmanna eru skipaðir I starf en 10.3% eru ráðnir án uppsagn- arfrests. Eru þannig 34.5% rikis- starfsmanna ráönir æviráðningu. Meö a.m.k. 3ja mánaða upp- sagnafresti eru ráðnir 18.8%, 9.4% eru ráðnir með skemmri uppsagnarfresti en 3 mánuðum, 12.4% eru ráðnir með öðrum hætti, ekki liggja enn fyrir gögn um ráðningarform 21.9% starfs- manna og óráðið var um siöustu áramót i 3.0% heimilla staða. Enda þótt megintilgangur með gerö starfsmannaskrárinnar sé að veita rikisstofnunum aðhald aö mannaráðningum hefur það jafn- framt verið markmiðið að upp- lýsinga- og notagildi skrarinnar væri slikt aö skrána mætti nota sem hjá'partæki við nýráöningar,. undirbúning fjárlaga, gerðkjara- samninga og ýmiss konar töl- fræðilega úrvinnslu. Rikisumsvif og lang- timafjárlög Fjármálaráðherra hefur jafnan lagt á það áherzlu að draga beri úr umsvifum rikisins I þjóðarbú- skapnum og jafnframt að rikið stundi ekki atvinnurekstur sem einstaklingar eða félög þeirra geta sinnt. Varðandi fyrra atriðið hefur sá árangur náðst að hlutfall rikisút- gjalda af vergri þjóöarfram- leiðslu lækkaði á árinu 1976 um tæp 4 prósentustig og jafngildir það 10 milljarða kr. auknum út- gjöldum rikisins á þvi ári. Sam- kvæmt útgjaldaáætlun þessa árs mun þetta hlutfall ekki hækka. Þessi árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna þeirrar að- haldsstefnu, sem beitthefurverið til aö sporna gegn auknum út- gjöldum rikisstofnana. Varðandi siðara atriðið var á s.l. vetri skipuð 7 manna nefnd sem skyldi gera grein fyrir hvort og hvaða starfsemi sem rikið hef- ur með höndum nú, sé betur kom- in i höndum einstaklinga eða fé- laga þeirra. Þar sem hér er um geysiumfangsmikið starf aö ræða veröur að ætla aö nefndinni rúm- an tima. Hins vegar óskaði ég eft- irvið nefndina aðhún skilaðimér áfangaskýrslum, þannig að vinna mætti aö þessu verkefni i áföng- um. Stefnir nefndin nú að þvl aö skila mér sinni fyrstu áfanga- skýrslu fyrir næstu áramót um þau f jögur rikisfyrirtæki og stofn- anir sem hún hefur tekiö til at- hugunar. Viö 1. umræðu um fjárlaga- frumvarp fyrir árið 1977 var þess getið að unnið væri að útgjaldaá- ætlun fyrir rikissjóö til lengri tima en eins árs. Með gerð lang- timafjárlaga er troðin ný braut i opinberri fjármálastjórn hér á landi. sem aö var stefnt með frumvarp- inu, en það fól i sér mjög viðtækar tillögur til breytinga 'á tekju- skattslágningu og framkvæmd skattamála. Að þvi er stefnt aö fyrir Alþingi verði nú I vetur lagt fram nýtt frumvarp um tdiju- skatt og eignarskatt. 1 þessu nýja frumvarpi verður fylgt þeirri meginstefnu sem fram kom i frumvarpinu ifyrra, enhins veg- ar veröur það frábrugðið þvi i ýmsum atriðum sumum, veiga- miklum. Fyrirhugaðar breyting- ar munu að miklu leyti verða byggöar á athugun þingnefnda á frumvarpinu i fyrra svo og at- hugasemdum, ábendingum og umræðum sem spruttu af þvi frumvarpi. Helzta nýmæli er, eins og fram kom i stefnuræðu forsætisráöherra, aö komið verði á staögreiöslu skatta, sem geti komið til framkvæmda frá og með 1. janúar 1979. Sérsköttun hjóna svo og sérsköttun foreldra og barna, þarf að taka til athug- unar að nýju, ekki sízt I ljósi staö- greiðslunnar. Að fjölmörgum öörum atriðum sem að þarf að hyggja varöandi nýtt frumvarp til laga um tekjuskatt og eignar- skatt, má nefna reglur til að auð- velda þau umskipti sem fram- talsskylda sparifjár hefur i för með sér, svo og gaumgæfilega könnun á hugmyndum um upp- töku fjárfestingarsjóöa I stað varasjóða hjá fyrirtækjum. Virðisaukaskattur. Upptaka virðisaukaskatts hefur lengi verið i athugun hér á landi. Akvörðun um hvort taka eigi upp virðis- aukaskatt hér á landi hlýtur að byggjastá þvi, hvortætla megi að slikur skattur bæti úr göllum sem eru á núgildandi söíuskatts- kerfi, svo og þvi, hvort upptöku slíks skatts fylgi einhver jir ókost- ir sem ekki gæti i núgildandi kerfi. Helzti galli söluskattskerf- isins sem við nú búum viö, er að skatturinn leggst á ýmis aðföng atvinnurekstrar. Annar höfuöó- kostur skattsins er að undanþág- um frá skattinum hefur fjölgaö mjög með hækkandi skatthlut- falli. Þriðji meginókostur núgild- andi söluskattskerfis er að hin háa skattprósenta leiöir til þess aö mikil freisting er fyrir greið- endur skattsins að skjóta veltu undan. Virðisaukaskatturinn bætir úr þessum annmörkum söluskattsins vegna þess aö höf- uðkostur hans er sá að hann er hlutlausog veldur ekki uppsöfnun skatts. Þó er mjög hæpið að ætla að viröisaukaskattur dragi að nokkru merki úr hættu á undan- drætti skatts. Fjármálaráðuneytið hefur látið Þjóðhagsstofnun meta uppsöfnun söluskatts hjá útflutningsiðn- greinum miðað við forsendur árs- ins 1977. Kemur þar I ljós aö upp- safnaður söluskattur er að meöal- tali um 3.6% af heildarrekstrar- Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.