Tíminn - 16.11.1977, Qupperneq 11

Tíminn - 16.11.1977, Qupperneq 11
Miðvikudagur 16. nóvember 1977 11 ,A 5*AL.I5^BeK.K ast hundraðið njóta sin mjög vel. Það góða við að skrifa og mála hefur löngum verið það, að meiri likur eru til þess að önnur greinin nái nokkrum vin- sidum. Þá getur listamaðurinn sagt við þá sem amast við mál- verkunum: — Viltu ekki prófa að lesa eftir mig bók — og öfugt. Málað á ritvél Ósjálfrátt hlýtur lesandinn að bera saman myndir og texta þessarar bókar. Myndimar eru ekki i myndasögulegum tengsl- um við ferðalagið sem Rauðvin og reisan min fjallar um, en dýpka þó textann mikið og strekkja hann þegar þráðiinan verður I slakara lagi og stund- um er textinn miklu fremur mynd en saga eins og t.d. þegar höfundur segir: „Við sáum ljósbjarmann um nóttina af stórborginni hátt á himni löngu áður en við rennd- um inn i úthverfin. Hvilik töfr- andi ljósadýrð! Hvað skyldu margir vera á kvennafari I nótt i þessari háborg gleði og ásta? Hvað skyldu nú mörg þúsund smdckar fljóta á Signu eins og steindauð og fljótandi loðnu- torfa? Smokkurinn á ennþá vin- sældum að fagna meðal þeirra sem óttast lekanda og fransós. Við renndum bilnum inn i flóðlýst leggöng Signu gömlu, þessarar lifæðar Parisar. Við komum upp á vinstri bakkan- um, Montparnasse I sjálft lista- mannahverfiö. Hér stanzaði ég siðast i nokkra daga árið áður. Þá ráfaði ég um og rifjaði upp við rauðvinsglas gamlar minn- ingar frá horfinni tið eftir strlð. Illa gekk mér aö glöggva mig á áttum fyrst i staö. Gamla járn- brautarstöðin var horfin i sinni fyrri gerð en þar hugðist ég taka sólarhæðina þvi að I námunda við hana bjó ég i gamla daga. Heljarmikið skýskrapara-bákn hafði verið byggt þar sem gamla stööin stóð, Gare Montparnasse og nú tók ég að átta mig og rata. Þarna á næstu grösum var gamla gistiheimilið mitt ennþá, Celtic Hotel viö Rue Odessa, nýmálað og snurfusað og nær óþekkjanlegt eins og subbuleg og argintætuleg kona sem er nýkomin út af snyrti- stofu kvenlegrar forfegrunar. Gamlihótelvertinn minn var nú fyrir löngu dauður og grafinn sem gaf mér iðulega sneisafullt glas af apératif. Allt hans fólk var horfið og aðrir teknir við rekstrinum.” Sama er að segja um texta á bls. 69: „Millisvefns og vöku missi ég rauðvinsflöskuna á klefagólf skröltandi lestarinnar. Inni- haldið rennur út um allt gólfið. Allskyns gamlar furðumyndir undirmeðvitundarinnar endur- speglast I rauðvinsflóöinu. Þarna eygi ég allt i einu þetta fyrsta og eldgamla farartæki mitt á fleygiferð á sléttunum miklu í Ameriku á striðsárunum gamla Ford, árgerð 1931. NU féll þreyttur hugur minn I mók við svæfandi lestarskröltið og mér fannst þessi fyrsta bif- reið mín í skini rauðvinsins fallegust eins og fyrsta ástin sem aldrei gleymist. Hún var nú engin drusla drossian sú. Smurningsþefur og eldsneytis- dampar sem af henni lögðu voru áfengir og ærandi. Hún var upp- há og mjóslegin eins og varð-" turn. Hreyfilhljómur og vélar- tónar voru heillandi eins og heil Upp, upp min sál og allt mitt 8eö sinfónluhljómsveit. Beljandi flautan liktist tveimur sam- stilltum primadonnum sinni Ur hvorum þyngdarflokki. HUn var rimilhjóluð og hátt undir hana. Þegar vel lá á henni og hún þráöi að bregöa sér á leik vaggaði hún sér og dillaði undir- stelhnu eins og seiömögnuð mjaðmaslanga og fatafella I Paris. Þá small oft bensíngjöfin óvænt á kaf og þá var ekki að sökum að spyrja en um að gera að halda sér dauöahaldi og detta ekki af baki og forðast hálsbrot pg rófubrot. Fjöðrun var full- komin eins og sænsk „spring madressa” með gullbrúðkaups „garanti”. Vinrautt plussið á sætum og drossiunni innan- veröri var eitthvað i ætt við belgmjUka áferöina á Holly- wood-stjörnu. Hún var öll kol- svört og gljábrennd hiö ytra eins og álfakroppur úr Harlem og það hvftmataði i útistandandi ljóskerin, þessa töfraspegla sárinnar sem skyggndust vitt og breitt um dimmar nætur. HUn bar sig bezt á botnakstri á hundrað kilómetra hraða á sléttunum miklu I Jú-ess-ei i gamla daga, þegar bláhvftan reykjarmökkinn lagöi langt langt aftur af henni eins og brúðarslör á bráðlátri nútíma- brúði sem er á haröahlaupum i eigin hjónasæng eða annarra.” Ef þetta er ekki skyldara myndlistenöðru rituöu máli, þá hefur mér missýnst. Hann málar á ritvélina. Þekktur gagnrýnandi sagði einu sinni um mann sem hafði reynt aö skrifa fyndna bók fulla af gáska og grini og þykjustu að honum tækist verst upp þegar hann reyndi að vera normal. Eitthvað likt má segja um höfundinn örlyg Sigurðsson. Bestu kaflar bókarinnar eru einhvers konar ósjálfráð skrift sbr. dæmin hér að framan. Hitt eru aöeins venjulegar skemmti- sögur sem allir gætu samiö eða næstum þvi allir, ef þeir hefðu heyrt þær áður (og það hefur maður stundum). A6 voru mati er þetta heilleg- asta bók höfundar til þessa og það er dauður maður, sem sér eftir þessu feröalagi til Frans með örlygi Sigurössyni. Það er stundum sagt að ör- lygur sé barn.Stórt barn! Engin önnur skýring finnst þá á atferli hans og hegðan. Má það rétt vera. En hann er þó a.m.k. sér- kennilegt barn og er þá ekki átt við dökkt og mikiö yfirskeggiö heldur hitt að hann er I rauninni hrekklaus: gerir hlutina i góðri trú eða gerir þá ekki — eins og barn. Mér er það auövitað ljóst sem gagnrýnandi aö með þvi að teija ferðabók örlygs til venjulegra fagurra bókmennta gæti ég valdiö herfilegum misskilningi og vonbrigðum, — spillt fyrir sölu. Enlesendurhafa ekkertað óttast. örlygur er 1 þessari bók upphafinn og fjaöurmagnaður i sálinni og svifst einskis fremur enfyrri daginn ogég er viss um að Rauðvin og reisanmln veröur ein mest selda „barnabókin” i ár. Jónas Guðmundsson. fólk í listum INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510 Ný bók frá Magnúsi Stormi sem þekktur var undir nafninu Magnús Stormur. Efni bókarinn- ar er f rá 60-70 ára tlmabili Ur ævi Magnúsar. Fyrsti kaflinn fjallar um nokkrar konur i fornsögum okkar og er hann ritaöur haustiö 1976, Breyttir timar, Siðalærdóm- ur Sveinka, Mannjafnaður, Ræða Jóns Jónssonar, kennara og bónda á Almenningi frambjóð- anda Framsóknarflokksins, Jere- miasarbréf, Þingvisur, Um Þing- eyrarfeðga og Skrinukostur eru úr gömlum Stormi. Loks eru kafl- ar sem nefnast Palladómar, Listilegur ritdómur, Vikið aö ts- lendingasögum frá 1974, Skyggnzt i Njálu og Eftirhreytur og ádeila. I formála boðar höfundur að enn sé von á nýrri bók eftir sig. SJ-Reykjavik. Meðal útgáfubóka hann aldrei að þagna, karlskratt- Skuggsjár að þessu sinni er Ætlar inn? eftir Magnús Magnússon, piussteppi fyrir baðherbergi. m mURBBUm Breidd 85 og 140 cm. Margirlitir. Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 • Símar 82033 82180 Góð laxveiðiá til leigu Leigutilboð óskast i laxveiðiréttindi i Laugardalsá. Leyfilegur veiðitimi er 225 stangardagar. Tilboðum sé skilað fyrir 5. desember n.k. til Sigurjóns Samúelssonar,Hrafnarbjörg- um, ögurhreppi, N-ísafjarðarsýslu, er einnig gefur nánari upplýsingar i sima, um ísafjörð, eftir kl. 19. Veiðifélag Laugdælinga.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.