Tíminn - 03.12.1977, Side 1
GISTING
MORGU NVERÐUR
RAUOARARSTKj 18
SIMI 28866
270. tölublað —Laugardagur 3. desember—61. árgangur
Fyrir
vörubíla
Sturtu-
grindur
Sturtu
dælur
Sturtu- -
drifsköft
Islendingar
eiga 140
milljónir
í dönskum
bönkum
áþ — Eins og kunnugt er hafa islendingar gert samninga viö hin Norö-
urlönsin, þannig aö hægt er aö fá upplýsingar um tekjur, eignir og þ.h.
á Norðurlöndunum. Bankar i Danmörku veröa aö gefa skattyfirvöldum
nákvæmar upplýsingar um inneignir, ef þær fara yfir visst mark sem
er 10 þúsund krónur danskar. Lög sem kveöa á um þetta gengu i gildi I
fyrra, og nú hafa dönsk skattayfirvöld sent hingaö til lands upplýsingar
um inneignir 80 islendinga. Kemur þar fram, aö eignir þeirra nema
samtals 138,2 milljónum króna.
Þessir einstaklingar eru allir
búsettir hér á landi og greiöa sina
skatta og skyldur til hérlendra yf-
irvalda. Þeim hefur öllum veriö
sent fyrirspurnarbréf og þeir
inntir eftir þvi, af hverju eignirn-
ar komu ekki fram á skattafram-
tali. Þess skal strax getið, að
óvist er að hver og einn einasti
þessara 80 einstaklinga hafi
framið ólöglegt athæfi. Hins veg-
ar má hiklaust gera þvi I skóna,
að einhverjir eigi i erfiðleikum
með að útskýra hvernig á þvi
stendur, að hann eigi yfir 10 þús-
und krónur danskar. Framtöl
þeirra eru nú I athugun hjá rikis-
skattstjóra.
Garðar Valdimarsson rlkis-
skattstjóri sagði I viðtali við blað-
ið að yfirleitt hafði viðkomandi
ekki gefið upp inneignirnar til
skatts.
— Hvað gert verður við við-
komandi fer eftir svörum þeirra,
sagði Garðar. — Vel má vera að
meirihlutinn geti gert grein fyrir
sinum málum. En við höfum
aldrei áður fengið svona viða-
miklar upplýsingar frá neinu
landi. Danir eru skyldugir til þess
samkvæmt samningi, sem er nú I
gildi milli Norðurlandanna. Aftur
á móti hefur ekkert annað land
þeirra gert svipaða ranpsókn og
Danir.
Island hefur gert mjög svipað-
an samning við Bandarlkin og
hann tók gildi fyrir skömmu. En
ekki hefur reynt neitt á þann
samning. Garðar kvað það lík-
legt, að hægt væri að fá nákvæm-
ar upplýsingar frá Bandarlkja-
mönnum, hitt væri svo aftur ann-
að mál hvort þær yrðu jafn ítar-
legar og það sem nú hefur komið
frá Danmörku.
Áttæringur-
inn Geir
Hver ætli geti nú talist slöasti Staöhverfingurinn, ef þaö er ekki
áttæringurinn Geir, sem Þór Magnússon þjóöminjavöröur og þrír
gamlir og góöir Grindvíkingar eru þarna aö huga aö? Myndin er
tekin I gær, I Bátalóni i Hafnarfiröi, en þar er nú unniö aö endur-
byggingu Geirs. Þaö er Sjóminjafélag tslands, sem bjargaö hefur
Geir frá glötun og hver veit áramótabrennu. Taliö er aö Eyjólfur
bátasmiöur I Keflavlk hafi séö um smlöi bátsins, en ártal hefur ekki
veriö grafiö upp.
T.f.v, Þórhallur, Jón og Einar Kristinn Einarssynir ásamt Þór
Magnússyni, þjóðminjaverði. Jón Einarsson var slðasti formaður á
Geir. Timamynd Gunnar.
Reynt
að
losa
Dofra
SSt — Reynt er nú aö losa borinn
Dofra, sem veriö hefur látinn
bora viö Laugaland Ihaust, en um
hálfur mánuöur er liöinn siöan
hann festist. Ekki haföi tekizt, aö
losa hann I gær, er blaöiö haföi
samband viö tsleif Jónsson, yfir-
mann jaröboranadeildar Orku-
stofnunar rlkisins.
Þessi festa er að sögn Isleifs
nokkuð sérstæð, þar sem borinn
var aðeins á um 130 metra dýpi,
þegar hann festist en holan sjálf
er um 1960 metrar aö dýpt. Sagði
Isleifur að ekki væri um það að
ræða að holan hefði falliö saman,
þvi hún væri opin fyrir hringrás
vatns.
t ráði er að Dofri bori eina holu
til viðbótar að Laugalandi, en
borinn Narfi hefur einnig verið
þar við boranir að undanförnu.
Enn leitað að fólki
— við
erfiðar
aðstæður í
Gautaborg
Húsin sukku, hrundu saman og skekktust auk þess sem bllar og aörar eignir gjöreyöilögöust.
Einar Ágústsson í Osló:
„Tilgangurinnað
sjá hungruðum
heimi fyrirmat”
SJ-Osló — „Ég trúi þvi að fisk-
stofnarnir eflist svo aö viö
getum einhvern tima I framtiö-
inni leyft öörum þjóðum veiöar
á íslandsmiðum. En eins og er
veröum við aö takmarka afla
okkar eigin fiskimanna. Til-
gangurinn með friðun fiskimiö-
anna er að sjá hungruðum heimi
fyrir mat, en ekki einungis
okkur i hag.”
Svo fórust Einari Ágústssyni
utanrikisráðherra orö á fundi
með fréttamönnum i Osló i gær,
en þá lauk opinberri heimsókn
hans til Noregs.
Meðan á heimsókninni stóð
ræddi utanrikisráðherra m.a.
við Knut Frydenlund utanrikis-
ráðherra Noregs, Eyvind Bolle
sjávarútvegsráðherra og Jení
Evensen hafréttarráðherra.
Einkum var rætt um fiskveiði-
og hafréttarmál.
A fimmtudagskvöld sátu Is-
lenzku gestirnir veizlu norsku
rikisst jórnarinnar, og var
Frydenlund gestgjafi. A föstu-
dag gekk Einar Agústsson á
fund ólafs Noregskonungs. Um
kvöldið hélt utanrikisráðherra
gestgjöfunum veizlu I íslenzka
sendiráðinu I Osló.
I dag I býtið fór utanrfkisráð-
herra ásamt fylgdarliði flug-
leiðis til Tromsö. Þar skoða
tslendingarnir svo nefnda
tshafsdómkirkju, aðalstöðvar
norsku strandgæzlunnar I
Norður-Noregi I Olavsvern og
gæzluskip hennar. Þá verður
farið i Samasafnið I Tromsö og
loks setin kvöldveizla Eyvind
Bolle sjávarútvegsráðherra á
Grand Nordic Hotel I Tromsö.
A morgun, sunnudag, fer
Einar Agústsson siðan til
Helsinki.
Gautaborg — Björgunarstarfi er
haldið áfram I Tuve úthverfi
Gautaborgar, en þar varö glfur-
legt tjón þegar jarölög undir
ibúöarhúsahverfi runnu af staö.
Hætta var talin á nýjum skriöu-
föllum, og 400 manns I nálægu
hverfi voru þvl fluttir úr húsum
sinum.
Sú hætta er nú hinsvegar talin
hverfandi, fólkið hefur snúið heim
og björgunarstörf eru unnin
óhindruð. Enn hefur ekki verið
hægtað nota þungavinnuvélar viö
leitina vegna þess hve illfært er
um svæðið.
Lögreglan heldur uppi ströngu
eftirliti á svæðinu, en nokkuö hef-
ur verið um gripdeildir. Stjórn
Svlþjóðar hefur nú lýst því yfir aö
hún hyggist bæta Ibúum Tuve allt
það tjón, sem ekki er bótaskylt af
hálfu trygginganna.
Um 40 einbýlishús og raðhús i
hverfinu eru gjörónýt, en tugir
annarra stórskemmd og óibúðar-
hæf. Enn er óvist hve margra er
saknað, þvi ekki er vitað um tölu
þeirra sem staddir voru i hverf-
inu, en á þeim tima er slysið varð
var þar talsverð umferð, og gæti
umferðarþunginn átt sinn þátt i
að leirlögin á svæðinu runnu niður
hallann, með hinum skelfilegu
afleiðingum.